Morgunblaðið - 25.06.2006, Qupperneq 52
52 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Alþjóðlegt
orgelsumar í
Hallgrímskirkju
25. júní kl. 12.00:
Hinn heimsþekkti, breski orgelleikari
Thomas Trotter leikur verk eftir
Bach, Mozart, MacMillian,
Stravinsky, Wammes og Flagler.
! " #
$$$
%
!"#$ !%
&'( )( * + ,( ) - . /
+.
. 0 + 1 ,*2+, 3
&4(5
( * + ,( ) - . /
Mr. Skallagrímsson
- leiksýning í Borgarnesi
MIÐAPANTANIR
Í SÍMA 437 1600
Höfundur/leikari: Benedikt Erlingsson
Leikstjóri: Peter Engkvist
Leikhústilboð. frá kr. 4000 - 4800
Matur, leiksýning og frítt í Hvalfjarðargöngin
til baka. í boði Landnámsseturs
Lau. 24. júní kl. 20 laus sæti
Fös. 30. júní kl. 20 laus sæti
Lau. 1. júlí kl. 20 laus sæti
Sun.2. júlí kl. 20 laus sæti
Fös. 7. júlí kl. 20 laus sæti
Lau. 8. júlí kl. 20 laus sæti
Sun.9. júlí kl. 20 laus sæti
Fös. 14. júlí kl. 20 laus sæti
Lau. 15. júlí kl. 20 laus sæti
Sun.16. júlí kl. 20 laus sæti
Fös. 21. júlí kl. 20 laus sæti
Lau. 22. júlí kl. 20 laus sæti
Sun.23. júlí kl. 20 laus sæti
Fös. 28. júlí kl. 20 laus sæti
Lau. 29. júlí kl. 20 laus sæti
Sun.30. júlí kl. 20 laus sæti
Á ÞAKINU
29. júní – Frumsýning Uppselt
30. júní – Uppselt
1.júlí – Uppselt
6.júlí – laus sæti
7.júlí – laus sæti
8.júlí – laus sæti
Miðasalan er í síma 568 8000
www.borgarleikhus.is
www.minnsirkus.is/footloose
ÞREMENNINGASAMBANDIÐ
spilar á stofutónleikum Gljúfra-
steins í dag kl. 16. Um er að ræða
klassískt tríó sem starfar sem skap-
andi sumarhópur á vegum Hins
hússins í sumar. Í tríóinu eru Arn-
gunnur Árnadóttir (klarinetta), Ásta
María Kjartansdóttir (selló) og
Halla Oddný Magnúsdóttir (píanó).
Þær eru allar á nítjánda ári og hafa
verið saman í Tónlistarskólanum í
Reykjavík í nokkur ár. Verkefni
Þremenningasambandsins hjá Hinu
húsinu gengur út á að vekja athygli
allra, einkum ungs fólks, á klassískri
tónlist. Þremenningasambandið
heldur allnokkra tónleika í sumar og
kemur auk þess fram undir merkj-
um Hins hússins á uppákomum í
miðborginni.
Á dagskrá tónleikanna á Gljúfra-
steini eru Kyrrðardansar eftir Þor-
kel Sigurbjörnsson, Invensjón eftir
Johann Sebastian Bach, útsett fyrir
klarinettu og selló, fyrsti kafli úr
tríói op. 113 „Gassenhauer“ eftir
Ludwig van Beethoven, kafli úr Par-
títu nr. 1 fyrir píanó eftir Johann
Sebastian Bach og Rímnadansar eft-
ir Jón Leifs, í útsetningu Þorkels
Sigurbjörnssonar.
ACO Okinawa frá Japan flytur ís-
lenskum áhorfendum menningar-
arfleifð frá Okinawa á sýningu í
Þjóðleikhúsinu í kvöld kl. 20, sem
ber heitið „Undir sjöstjörnu“. Er
sýningin önnur í röðinni af fjórum
gestasýningum frá Japan í Þjóð-
leikhúsinu, í tilefni 50 ára stjórn-
málasambands Íslands og Japans.
ACO Okinawa er sviðslistahópur
frá japönsku eyjunni Okinawa sem
er betur þekkt sem eyja dansa og
söngva. Hópurinn vinnur með ein-
stakar og hrífandi menningarhefðir
Okinawa sem eru undir áhrifum frá
hafinu og hugmyndum frumbyggj-
anna, um að Okinawa sé „eyja sem
opin er heiminum“, sem enn eru
haldnar í heiðri meðal eyj-
arskeggja.
Á heimskortinu er Okinawa bara
lítill punktur í Kyrrahafinu. Þessi
litla eyja var þó eitt sinn sjálfstætt
konungdæmi – Ryukyus-kon-
ungdæmið. Okinawa blómstraði á
þessum tíma og stundaði viðskipti
við Japan, Kína, Kóreu og Suð-
austur-Asíu. Ryukyuan-menningin
er friðsamleg og alþjóðleg og litast
af áralöngum viðskiptum eyjarinnar
við umheiminn sem og ferðalögum.
Samkvæmt hefðinni eru dans og
tónlist frá Ryukyuan, sem flutt er
af hópi tónlistarmanna (jikata), leið
til að tjá hugsanir og tilfinningar
eyjarskeggja. Hljóðfærin í tónlist
Okinawa eru af ýmsum uppruna.
Þegar þeim er blandað saman verð-
ur til sérstakur stíll í tónlist og
dansi sem tilheyrir Okinawa.
Hrífandi
menning-
arhefðir
Hægt verður að kynnast menningu Okinawa-eyjar í Þjóðleikhúsinu í kvöld.
Leiklist | Japönsk gestasýning í Þjóðleikhúsinu
Þremenningasam-
bandið í Gljúfrasteini
Tríóið skipa Halla Oddný Magn-
úsdóttir (píanó), Ásta María Kjart-
ansdóttir (selló) og Arngunnur
Árnadóttir (klarinetta).
www.gljufrasteinn.is
mbl.is
smáauglýsingar
Seyðisfjörður | Undirbúningur fyrir
Listahátíð ungs fólks á Austur-
landi, LungA, er nú að ná há-
punkti, en hátíðin hefst 17. júlí nk.
Fullt er orðið í þrjár listasmiðjur
á LungA en slíkt hefur aldrei
gerst áður og því ljóst að aðsóknin
er með því allra mesta sem verið
hefur.
Risatónleikar verða haldnir á
lokakvöldi LungA þar sem fjöldi
hljómsveita kemur fram. Nýjustu
fregnir af hljómsveitunum eru þær
að Ampop hefur staðfest komu
sína. Mikil fjölbreytni í listasmiðj-
um hefur ávallt einkennt LungA
og er engin undantekning nú.
Flestar hafa þær fest sig í sessi en
ein glæný smiðja, hljóðfrásagnir,
er í boði nú undir stjórn Jóns
Halls Stefánssonar og Rikke Ho-
ud, en þau eru bæði þaulreynd í
þáttagerð fyrir útvarp.
Nánari upplýsingar er að finna
á vefnum www.lunga.is.
Karlinn í tunglinu steig niður
Í gær, laugardag, mætti Karlinn
í tunglinu í Herðubreið með fríðu
föruneyti og var það hluti af
menningardagskrá seyðfirsku há-
tíðarinnar Á seyði. Dagurinn var
þannig tileinkaður barnamenn-
ingu. Aðalheiður Eysteinsdóttir
stjórnaði listaverkstæði, Tóti tann-
álfur og Jósafat mannahrellir
skemmtu börnunum og allir þátt-
takendur fengu pylsur og gos í há-
deginu.
Vefur Karlsins í tunglinu er
www.moon.is.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Listahátíðin Á seyði stendur nú yfir á Seyðisfirði og í undirbúningi er
menningarhátíð ungs fólks, LungA, sem verður æ vinsælli.
Fókusinn á barna- og
unglingamenningu