Morgunblaðið - 25.06.2006, Side 23

Morgunblaðið - 25.06.2006, Side 23
hópnum. Á þýska fánanum og þeim úgandíska er einungis munur á röð litanna. Lónið sjálft vekur lukku. Jafnmik- ið af heitu vatni þykir óvenjulegt og landslagið og leirinn vekja sömuleið- is athygli. „Settu þetta framan í þig, þá yngistu örugglega!“ segja kon- urnar hlæjandi við Edward sem er einn sá elsti í hópnum. „Lít ég ekki út fyrir að vera tvítugur núna?“ spyr hann eftir að hafa makað framan í sig. Blaðakona heyrir af ferð á Gullfoss og Geysi og heimsókn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. „Það var satt best að segja mjög athyglisvert að fara í dýragarð með húsdýrum,“ við- urkennir Sarah hlæjandi. „Já, dýra- garð með svínum til sýnis,“ bætir Audrey við. „Gleymdu ekki hænun- um!“ segir Christine sposk. Þótt þær séu öllu vanari gíröffum og fílum úr slíkum dýragörðum segjast þær hafa séð seli í fyrsta skipti í Húsdýragarð- inum og haft gaman af. Christine er í stjórn frumkvöðla- samtaka kvenna í Úganda. Meðlimir stunda til dæmis viðskipti með textíl og handverk. „Það er mikilvægt að styðja hver aðra og ekki spurning að það sem við lærum hér á eftir að koma til góða,“ segir hún. Mary kink- ar kolli. Við bakkann í lóninu heyrast köll. „Svei mér þá, ég held ég sé að verða tólf ára!“ kallar Edward glaður. Hann hefur bætt enn meiri leir í and- litið. Í kvöld er sól lengst á lofti og útlit fyrir blíðu. Hópurinn er ánægður. „Það verður náttúrlega ekkert hægt að fara að sofa í þessari birtu. En það verður bara að hafa það!“ sigridurv@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2006 23 Útsölusta›ir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfir›i • Málningarbú›in Akranesi • Byko Akranesi • Axel fiórarinsson, málarameistari, Borgarnesi • Verslunin Hamrar, Grundarfir›i • Litabú›in Ólafsvík • Núpur byggingavöruverslun Ísafir›i • Vilhelm Gu›bjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sau›árkróki • Byko Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfir›i • Byko Rey›arfir›i • Verslunin Vík, Neskaupsta› • Byko Selfossi • Mi›stö›in Vestmannaeyjum • Byko Keflavík • Rúnar Sig. Sigurjónsson, málarameistari, Grindavík Sérfræðingar í útimálningu fyrir íslenskar aðstæður Baldvin Már Frederiksen málarameistari ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N EH F. /S IA .I S - M A L 32 66 3 05 /2 00 6 „Áður en þú velur málninguna, sem þú ætlar að nota, skaltu athuga hvort hún sé gerð fyrir íslenskar aðstæður. Íslenskt veðurfar er gjörólíkt því sem menn eiga að venjast erlendis. Þess vegna nota ég alltaf útimálningu frá Málningu hf.“ Baldvin Már Frederiksen, málarameistari „Í Úganda er mikil hefð fyrir frum- kvöðlastarfsemi, raunar ein hæsta tíðni í heimi, en líftími fyrirtækjanna er stuttur og þau hætta auðveldlega. Þetta eigum við að geta unnið með og það er ástæðan fyrir því að við erum hér,“ segir Charles Omusana, 37 ára og fimm barna faðir, sem býr í höfuðborg- inni Kampala. „Hugmyndin er að reyna að læra af Íslendingum hvernig við get- um hjálpað smáfyrirtækjum í Úganda. Við viljum reyna að sjá til þess að fólk sem hefur rekstur geri það á réttan hátt en gefist ekki upp eftir til dæmis eitt eða tvö ár, enda er í Úganda mikil þörf á fleiri störfum,“ segir hann. Charles lauk BS-gráðu í tölfræði frá Makerere University í Kampala og mastersprófi í alþjóðlegum viðskiptum og efnahagslegri aðlögun frá Univers- ity of Redding í Englandi. Hann vinnur í dag fyrir fjárfestingarstofu í Úganda og bendir á að í Úganda sé mikið af við- skiptatækifærum. Hann bendir íslensk- um fjárfestum á síðuna www.ug- andainvest.com. En er hann bjartsýnn á að vel gangi að breiða námsefnið út í Úganda? „Já, það er ég – og það er ástæðan fyrir því að ég er hér!“ svarar hann hlæjandi en bætir síðan alvarlegur við: „Þetta er mikil áskorun og þetta er áskorun sem ég er til í að taka.“ Íslenskir fjár- festar velkomnir Morgunblaðið/Eggert Charles Omusana Audrey og Sarah setja á sig leir í lóninu. „Á þetta ekki að vera svo gott fyrir húðina?“ spyr Sarah og fær sér meira. ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.