Morgunblaðið - 25.06.2006, Síða 54
54 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Sími - 564 0000Sími - 462 3500
Frábær unglinga gamanmynd með Lindsey Lohan í fantaformi!
HÚN VAR HEPPNASTA STELPAN Í BÆNUM
ÞANGAÐ TIL DRAUMAPRINSINN EYÐILAGÐI ALLT!
Just My Luck kl. 6, 8 og 10
RV kl. 4 (400 kr.) og 8
The Omen kl. 10 B.i. 16 ára
The Da Vinci Code kl. 5.15 B.i. 14 ára
Rauðhetta kl. 3.45 (400 kr.)
Just My Luck kl. 3.20, 5.40, 8 og 10.20
RV kl. 1.30, 3.40, 5.50 og 8
The Omen kl. 10.10 B.i. 16 ára
X-Men 3 kl. 1.30, 5.40, 8 og 10.20 B.i. 12 ára
Da Vinci Code kl. 6 og 9 B.i. 14 ára
Da Vinci Code LÚXUS kl. 3, 6 og 9
Rauðhetta/Hoodwinked m. íslensku tali kl. 1.30 og 4
Ísöld 2 m. íslensku tali kl. 1.30 og 3.30
Fór beint á toppinn í Bandaríkjunum!
ROBIN WILLIAMS
1 fjölskylda - 8 hjól
ENGAR BREMSUR
Komdu í fyndnasta ferðalag sumarsins.
www.xy.is
200 kr afsláttur
fyrir XY félaga
SIGURVEGARINN RÆÐUR ÖRLÖGUM MANNKYNS.
MEÐ HVERJUM HELDUR ÞÚ?eeeV.J.V.Topp5.is
eee
S.V. MBL.
eee
B.J. BLAÐIÐ
eee
Topp5.is - VJV
ÉG nýt nú þeirra forréttindaað vera staddur í Þýska-landi, nánar tiltekið í Berl-
ín, á meðan að heimsmeist-
arakeppnin í knattspyrnu fer fram.
Stemninguna fæ ég því beint í æð,
eða svo gott sem.
Efalaust eru nú einhverjir teknir
að spyrja hvað enn eitt fótbolta-
rausið sé að gera undir þessum
hatti. Ástæðan er einföld og eðlileg.
Heimsmeistaramót þetta felur í sér
margvíslega menningarlega þætti
sem eru einslags hliðarverkun af
íþróttinni sjálfri og mótið vekur um
leið upp ýmsar spurningar um
mannlega hegðan og háttu.
Mér finnst sérkennilegt hvernig
íþróttum og listum er oftast stillt
upp sem svörtu og hvítu þegar
mægðirnar eru augljósar. Glæsi-
legum tilþrifum knattspyrnumanna
má hæglega líkja við listdans og
menn keppa stöðugt í hinum ýmsu
listformum. Eðlismunurinn (ef hann
er til) liggur væntanlega í markmið-
unum. Listdansarinn getur ekki
vonast eftir meiru en óræðum, hug-
lægum áhrifum af framlagi sínu á
meðan knattspyrnan gengur á end-
anum út á eitt markmið sem slær
endanlega niður alla fagurfræði.
Það að koma tuðrunni í netið með
öllum mögulegum og ómögulegum
ráðum (eins og Maradonna veit
hvað best).
Heimsmeistarakeppnin, eða HMeins og hún er oftast nefnd í
daglegu tali, er einn þeirra íþrótta-
viðburða sem nær að brjótast út úr
skilgreindum heimi íþróttanna.
Fólk sem vanalega horfir ekki á
knattspyrnu fylgist grannt með
leikjum sinna manna og er sópað
inn í alltumlykjandi fárið, hvort sem
því líkar betur eða verr.
Berlín er gegnumsýrð af mótinu.
Listaheimurinn sem slíkur er þar
engin undantekning. Listsýningum,
sem snúast um þessa vinsælustu
íþrótt heims, hefur verið varpað
upp af tilefninu en boltinn smýgur
líka í gegnum, og tekur sér ból-
festu, í hlutum sem eru ekki svo
augljósir í fyrstu. Þannig er skósal-
inn á horninu hjá mér búinn að
stilla út Converse strigaskóm sem
eru í rauðum, appelsínugulum og
svörtum litum, þýsku fánalitunum.
Potsdam-lestarstöðinni hefur þá
verið breytt í Pelestöðina og pitsu-
gerðarmenn eru íklæddir íþrótta-
skyrtum í stað hins hefðbundna
vinnugalla. Toppurinn á Sjónvarps-
turninum, sem er eitt af táknum
borgarinnar, er orðinn að fótbolta.
Ein Herz ist kein Fussball (Hjart-
að er ekki fótbolti) er heiti á leik-
sýningu sem nú er keyrð í Menning-
arbruggverksmiðjunni
(Kulturbrauerei), á ljósmyndasýn-
ingunni Faces of Football má sjá
dramatískar svarthvítar andlits-
myndir af Ronaldo, Beckham og
fleirum og pallborðsumræður, þar
sem bókmenntagagnrýnendur og
skáld ræða um fótbolta og menn-
ingu hafa verið haldnar. Og svo má
lengi telja.
Ætli ég myndi ekki teljast ein-hvers konar meðaláhuga-
maður um HM. Ég þekki þessar
helstu stjörnur (og ögn meira), ég
fylgist með þeim leikjum sem mér
þykja áhugaverðir af festu út í gegn
og ég þekki hugtök eins og hjól-
hestaspyrna, skriðtækling og ut-
anfótarskot. Ég fæ fiðring í magann
við að sjá glæsilegt mark en utan
HM fylgist ég lítt með knattspyrnu
(en spila hana hins vegar). Ég gerði
þá enga tilraun til að tryggja mér
miða á leiki í borginni og er lítið
fyrir að rökræða einstaka leiki á
gat. Og gæti það heldur ekki.
Andinn í borginni hefur hins veg-
ar vakið áhuga minn, enda ómögu-
legt að láta breytingarnar fram hjá
sér fara. Fyrir það fyrsta hefur
hver og einn einasti veitingastaður
stillt upp breiðtjaldi eða sjónvarpi
vegna keppninnar. Hið einfalda og
eitilharða lögmál Adam Smith á vel
við hér. Ef þú ert ekki með sjónvarp
þennan mánuðinn þá fer fólk ein-
faldlega á næsta stað. Skítugustu
kebabbúllurnar státa a.m.k. af
gömlum 10" ryðkláfum sem eru síð-
an umsetnir af agndofa áhorf-
endum, bryðjandi döner og súpandi
öl.
Það er þó merkilegast að fylgjastmeð þýsku stuðningsmönn-
unum. Síðari heimsstyrjöldin, nas-
isminn og allt það hefur gert það að
verkum að Þjóðverjar geta illa
flaggað þjóðerniskennd sinni eða
viðurkennt að þeir séu stoltir af því
að vera Þjóðverjar. Þessi nið-
urbælda þrá brýst út á íþróttakapp-
leikjum þar sem það er í lagi að
veifa fánum og hrópa nafn landsins
síns. HM er að þessu leytinu til að
þjóna hliðarhagsmunum Þjóðverj-
anna, en yngri kynslóðin er sér-
staklega dugleg við þetta, einbeitt í
því að losa sig við klafa hinna eldri.
Á milli línanna les maður: „Af
hverju megum við ekki vera stolt
eins og hinir?“ Maður gleðst ósjálf-
rátt yfir þessu framtaki en hugsar
um leið á laun, „passið ykkur bara
að fara ekki offari eins og síðast“.
Þjóðverjar ganga því um með
fánalitina í kinnunum og geta óhik-
að hrópað „Deutschland! Deutsc-
hland!“ í þessu samhengi. Ég horfði
t.d. á leik Þýskalands og Ekvador í
Prater bjórgarðinum ásamt ca þús-
und Þjóðverjum og gleðin var mikil
og góð þar. Eftir leikinn rölti ég svo
heim á leið og fram hjá mér keyrði
bíll, skreyttur þýsku litunum. Bíl-
stjórinn þeytti flautuna … nei, hann
ýtti öllu heldur þrisvar sinnum á
hana, kurteislega og að því er virt-
ist hikandi. „Deutschland! Deutsc-
hland!“-köllin eru þá dálítið ein-
kennileg, það er nánast eins og þau
séu muldruð og að fólk sé ekki visst
um að þetta megi.
Svona gerir viss angi af þjóð-
areinkennum Þjóðverja vart við sig.
Ég er annars að fíla þetta léttleik-
andi lið þeirra og er eiginlega far-
inn að vona að þeir taki þetta. Hvað
segið þið um það?
Menning, fótbolti og listir
’Listsýningum, sem snúast um þessa vinsæl-
ustu íþrótt heims, hefur
verið varpað upp af til-
efninu en boltinn smýgur
líka í gegnum, og tekur
sér bólfestu, í hlutum
sem eru ekki svo
augljósir í fyrstu. ‘
Reuters
„Bílstjórinn þeytti flautuna … nei, hann ýtti öllu heldur þrisvar sinnum á
hana, kurteislega og að því er virtist hikandi.“
arnareggert@gmail.com
AF LISTUM
Arnar Eggert Thoroddsen