Morgunblaðið - 25.06.2006, Qupperneq 48
Kalvin & Hobbes
MIÐBORG
TOKÝÓ
GODZILLA!
Kalvin & Hobbes
ROSALEGA
ER KALT
ÚTI
ÞÚ ÆTTIR AÐ FÁ ÞÉR
LOÐFELD EINS OG
ÞENNAN SEM ÉG ER Í
HVAÐ VARSTU EIGINLEGA AÐ
BORÐA? STEYPU?
ÞETTA VAR
ÞÍN HUGMYND
Kalvin & Hobbes
ÉG ER BÚINN
AÐ TÝNA TÍU
KRÓNUM
HVAR
TÝNDIRÐU
ÞEIM?
EINHVERS
STAÐAR Í
SNJÓNUM
VIÐ VERÐUM AÐ BÍÐA
ÞANGAÐ TIL SNJÓRINN
BRÁÐNAR
BÍÐA ÞANGAÐ
TIL SNJÓRINN
BRÁÐNAR?!
ÞETTA ERU
10 KRÓNUR!!
Kalvin & Hobbes
HVERNIG
HEFURÐU ÞAÐ? BARA
FÍNT
ÉG VIL AÐ ÞÚ RAKIR AF
ALLT HÁRIÐ Á HÖFÐINU Á
MÉR, NEMA NOKKRAR
RENDUR Á HLIÐUNUM SEM
ÉG VIL AÐ ÞÚ LITIR BLEIKAR
FRÚ?
ÞETTA
VENJULEGA
PÉTUR
ÞAÐ ER GREINILEGT AÐ
HANN VEIT HVAÐAN
PENINGARNIR KOMA!!
Kalvin & Hobbes
HVERNIG FINNST ÞÉR
KLIPPINGIN?
ÞETTA ER ALVEG
FRÁBÆRT!
ÉG HELD AÐ ÞAÐ SÉ EKKI
VAFI Á ÞVÍ AÐ ÞETTA ER
FLOTTASTA KLIPPING SEM
ÉG HEF FENGIÐ Á ÆVINNI
MAÐUR Á ALDREI AÐ
GAGNRÝNA MANN
MEÐ RAKHNÍF
Kalvin & Hobbes
ÞAÐ ER NÚ
MEIRA VESENIÐ
AÐ HEIMURINN
SÉ AÐ FARAST
HVAÐ
ERTU AÐ
MEINA?
HOBBES, ÞESSI
HALASTJARNA
ER FYRIRBOÐI
UM DÓMSDAG
NEI! ÞAÐ ER BARA
HJÁTRÚ. ÞETTA ER BARA
HALASTJARNA
ER ÞAÐ?
ÉG ÆTTI ÞÁ KANNSKI AÐ
FARA AÐ SKRIFA
ÞESSA RITGERÐ
Dagbók
Í dag er sunnudagur 25. júní, 176. dagur ársins 2006
Greinilegt er aðmenn á torfæru-
hjólum láta ekki segj-
ast og það þrátt fyrir
að lögreglan hafi oft
þurft að hafa afskipti
af mönnum sem aka
um á mótorfákum –
utan vegar á við-
kvæmum svæðum. Á
dögunum hafði lög-
reglan – á ferð í þyrlu
– afskipti af nokkrum
knöpum sem óku utan
vegar á Hengils-
svæðinu. Þá komu upp
raddir sem vildu
hreinlega banna akst-
ur á torfæruhjólum á Íslandi. Vík-
verji sagði frá því fyrir ári síðan er
ófögur sjón blasti við honum er hann
var á ferð á gönguleiðinni um Ólafs-
skarð. Knapar á torfæruhjólum
höfðu spænt upp gönguleiðina suður
með austurhlíðum Bláfjallanna og
ekið upp hlíðar á Ólafsskarðshnúk-
um.
Víkverji átti svo fótum fjör að
launa er hann var á göngu við Helga-
fell á dögunum, þar sem brunandi á
móti honum kom grímuklæddur
riddari á mótorfák sínum – með til-
heyrandi óhljóðum. Síðan sást að
riddararnir voru tveir á ferð og voru
þeir í kappakstri í kringum Helga-
fellið, er þeir fóru hvor í sína áttina.
Já, eins og strætóbílstjórarnir sem
óku á leiðunum Vesturbær-austur-
bær og Austurbær-vesturbær á ár-
um áður, er þeir lögðu frá Kalkofns-
vegi á sama tíma.
Keppt var um hvor
væri fljótari hringinn.
Víkverji fór í sumar-
sólstöðugöngu um Blá-
fjallasvæðið sl. mið-
vikudagskvöld og er
hann og félagar hans
voru á göngu í hlíðum
Stóra-Kóngsfells um
kl. 23.15, glumdi við
hávaði frá skíðasvæð-
unum í Bláfjöllum.
Þegar horft var upp í
hlíðarnar sáust þar
tveir knapar geysast
um á mótorfákum sín-
um og var ekkert gefið
eftir í að spóla upp jarðveginn á
skíðasvæðinu. Það er næsta víst að
þeir sem voru þar á ferð – voru ekki í
fyrsta skipti á svæðinu og þeir og
aðrir verða þar aftur á ferð, verði
þeir ekki stöðvaðir.
x x x
Það er víða en í Bláfjöllum semgengið er illa um umhverfið.
Vinkona Víkverja gekk á Hvanna-
dalshnúk á dögunum – daginn eftir
að um 150 manns fóru þangað upp
um hvítasunnuna. Vinkonan var ekki
ánægð er hún kom á toppinn – hópur
manna hafði kastað af sér vatni á
svæðinu, þannig að óþefurinn var
mikill og lítt skemmtilegt að ganga í
hlandpollum um hnúkinn.
Þarf ekki að setja ákveðnar reglur
um þvaglát manna á vinsælum
ferðamannastöðum?
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Uppákoma | Gestum Árbæjarsafns býðst að upplifa diskó- og pönkstemn-
ingu sunnudaginn 25. júní. Á sýningunni „Diskó & pönk – ólíkir straumar?“
geta gestir safnsins virt fyrir sér ýmsa muni frá árunum 1975–1985 og fengið
tilfinningu fyrir tíðarandanum. Klukkan 14 munu leikarar Götuleikhússins,
sem starfar á vegum Hins hússins, standa fyrir fjörugum uppákomum í
tengslum við sýninguna.
Götuleikhúsið í Árbæjarsafni
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100.
Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands.
Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Orð dagsins: Enginn skapaður hlutur er honum hulinn, allt er bert og
öndvert augum hans. Honum eigum vér reikningsskil að gjöra. (Hebr. 3, 13.)