Morgunblaðið - 25.06.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.06.2006, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR E N N E M M / S ÍA / N M 2 17 15 HEFÐI HÆTT VIÐ Jón Gerald Sullenberger, upp- hafsmaður Baugsmálsins, segir að í maí 2002 hafi Jón Ásgeir Jóhann- esson, forstjóri Baugs, enn getað samið við sig um óuppgerð ágrein- ingsmál. Hann segir að aldrei hafi komið til álita að hætta við að leggja fram ákæru, eftir að hann hafði ákveðið það í júní 2002. Honum hafi síðar verið boðnar tvær milljónir dollara fyrir að hætta við. Jón segir að tölvupósti forstjóra og aðstoðar- forstjóra Baugs hafi markvisst verið eytt haustið 2002. Dauðarefsing afnumin Gloria Arroyo, forseti Filippseyja, skrifaði í gær undir lög um afnám dauðarefsingar í landinu. Dauða- refsing var tekin upp árið 1993 og mátti beita henni ef um var að ræða glæpi á borð við barnaníðingshátt, morð og mannrán. Með nýju lög- unum verður lífi 1.200 fanga, sem bíða á dauðadeild, þyrmt. Í skaðabótamál við LSH Tómas Zoëga, fyrrverandi yfir- læknir á geðsviði Landspítala – há- skólasjúkrahúss ætlar ekki að taka við yfirlæknisstöðu við sjúkrahúsið að nýju og hefur ákveðið að höfða skaðabótamál á hendur LSH. Hæstiréttur hafði úrskurðað að brottvikning Tómasar úr starfi yfir- læknis hefði verið ólögmæt en hon- um var gert að víkja þar sem hann neitaði að hætta rekstri eigin stofu. Heiðursdoktor við HÍ Sir David Attenborough var í gær gerður að heiðursdoktor við Háskóla Íslands, en Kristín Ingólfsdóttir, rektor skólans, tilkynnti þetta við útskriftarathöfn í Laugardalshöll. Sir Attenborough er einkum kunnur fyrir sjónvarpsþætti og bækur um náttúrulíf. Hann var ekki viðstaddur athöfnina í gær, en ávarpaði gesti Laugardalshallar frá eyjunni Gala- pagos. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 42/ Fréttaskýring 8 Myndasögur 48 Hugsað upphátt 17 Dagbók 48/51 Menning 52/53 Víkverji 48 Sjónspegill 28 Staður og stund 50 Forystugrein 30 Leikhús 52 Reykjavíkurbréf 30 Bíó 54/57 Umræðan 34/41 Sjónvarp 658 Bréf 40 Staksteinar 59 Hugvekja 34 Veður 59 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðinu í dag fylgir bækling- urinn Vetrarævintýri Heimsferða. LANDSSAMBAND sjálfstæðis- kvenna segir ekki hægt að saka Sjálfstæðisflokkinn um að sniðganga jafnréttissjónarmið við skipan í ráð og nefndir á vegum borgarinnar, líkt og ætla megi af umræðu síðustu daga. Þetta kemur fram á vefsíðu sam- bandsins, en það fór fram á það við borgarstjóra að hann tæki saman upplýsingar um fjölda og hlutfall karla og kvenna í nefndum, ráðum og stjórnum í Reykjavík eftir stjórn- málaflokkum. Segir landssambandið þær sýna að í þeim 153 embættum sem um ræði séu 98 karlar og 55 konur og kynjahlutfallið því 36% konur og 64% karlar. „Einna mesta athygli vekur hvernig Framsóknarflokkurinn hef- ur skipað sínum málum, ekki síst í ljósi þess hve vel hann stendur í jafn- réttismálum innan ríkisstjórnar.“ Hlutur framsóknarkvenna 17,1% en karla 82,9% Hlutur framsóknarkvenna í ráð- um og nefndum á vegum borgarinn- ar er „einungis 17,1%, en karla 82,9%“, segir á vef sambandsins. Þar segir að einnig hljóti hlutur kvenna sem skipaðar eru á vegum Vinstri grænna að vekja sérstaka at- hygli, „ekki síst í ljósi þess að kona leiðir þann lista og stýrir starfi flokksins innan borgarinnar og ekki síður að flokkurinn telur sér til tekna að vera sérstakur baráttuvettvangur fyrir kvenfrelsi í samfélaginu. VG hefur skipað konur í 35,7% þeirra sæta sem í þeirra hlut kom, eða 5 af 14 sætum. Þetta sætir tíðindum.“ Segir einnig að upplýsingar borg- arstjóra sýni að ekki sé hægt að halda því fram að Sjálfstæðisflokk- urinn „hafi ekki staðið sína pligt“ þegar komi að skipun karla og kvenna í ráð og nefndir. „Því fagnar Landssamband sjálfstæðiskvenna og væntir þess að þegar skipað hefur verið í öll ráð og nefndir á vegum borgarinnar sýni tölur að kynjahlut- fallið sé í samræmi við niðurstöðu prófkjörs í Reykjavík, þar sem jafnt kynjahlutfall var í fyrstu 10 sætum og niðurstöðu kjörnefndar um jöfn hlutföll kynja á framboðslistanum í Reykjavík,“ segir á vef sambands- ins. Þar segir enn fremur að tölurnar frá borgarstjóra miðist við 20. júní, en enn eigi eftir að kjósa í nokkur ráð og nefndir. Fjöldi og hlutfall karla og kvenna í nefndum og ráðum borgarinnar Segja Sjálfstæðisflokk ekki hafa sniðgengið jafnréttissjónarmið                             ! " #  #%&  # '&  ("#)% &     %#  "*+&)#,-. ++%#    / #  + +. 0  * FÉLAGAR í björgunarsveitinni Gerpi frá Nes- kaupstað og fjölskyldur þeirra fengu óvænta skemmtun í fjölskylduferð sem farin var í Hellis- fjörð á dögunum. Á leið sinni í fjörðinn rakst hópurinn á hnúfubak sem lék listir sínar fyrir hópinn. Að sögn Áslaugar Lárusdóttur, sem var ein leiðangursmanna, kom hvalurinn hvað eftir annað upp úr sjónum og skemmti hópnum með listum sínum í um það bil hálftíma. „Þetta var mjög skemmtilegt og vakti mikla lukku,“ segir Áslaug og bætir við að hópurinn hafi ekki orðið var við að fleiri hvalir væru á staðnum. Mikil hvalagengd hafi þó verið í Hellisfirði og Norð- firði í sumar og segi staðkunnugir að hún sé meiri nú en verið hefur undanfarin 40 ár. Ljósmynd/Áslaug Lárusdóttir Hnúfubakur brá á leik ÖLVAÐUR ökumaður ók niður tvo staura á Sæbraut við Laugarnesveg á sjötta tímanum aðfaranótt laug- ardagsins. Aksturslag bifreiðar- innar vakti athygli vegfarenda og var lögregla kölluð á staðinn. Tveir farþegar voru í bifreiðinni auk öku- manns og höfðu allir hlotið minni háttar meiðsli vegna skakkafalla ökumannsins. Að sögn lögreglu gistu þremenningarnir fanga- geymslur þar til yfirheyrslur fóru fram. Talsverð ölvun var í miðbæ Reykjavíkur í fyrrinótt og hafði lög- reglan hendur í hári sex ökumanna sem allir eru grunaðir um ölvun við akstur. Ölvaður ók niður staura BORGARRÁÐ samþykkti á fimmtu- dag kaup Reykjavíkurborgar á lóð Landsnets að Hesthálsi 14 fyrir starfsemi Strætós bs. Á vefsíðu sinni segir Björn Ingi Hrafnsson, formað- ur borgarráðs, að hingað til hafi staðið til að byggja upp starfsemi Strætós á Þórðarhöfða, en frá því hafi nú verið fallið. „Til framtíðar er mun skynsamlegra að byggja upp aðstöðu við Hestháls fyrir þetta mik- ilvæga fyrirtæki og nýta um leið hið eftirsótta byggingarland á Höfðum fyrir íbúðabyggð,“ segir Björn Ingi. Borgarfulltrúar Samfylkingarinn- ar létu í ljós í bókun þá skoðun að kaup á lóðinni við Hestháls gætu verið skynsamleg. „Það vekur þó ekki síður athygli að í forsendum kaupanna er gert ráð fyrir því að lóð Strætós bs. við Breiðhöfða verði boð- in út og seld á markaðsverði. Þetta er stórt og jákvætt skref í átt til stefnubreytingar við úthlutanir lóða af hálfu núverandi meirihluta,“ segir í bókuninni. Borgin kaupir nýtt land undir starfsemi Strætós
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.