Morgunblaðið - 26.06.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.06.2006, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gildir til 4. ágúst 2006 eða á meðan birgðir endast. 200 þús. kr. úttekt frá Ellingsen með völdum Mitsubishi Pajero, Outlander og Pajero Sport. Útivistartilboð 200.000 kr. DÝR FYLGDARÞJÓNUSTA Reikningur vegna fylgdarþjón- ustu varð að lokum til þess að Jón Ásgeir Jóhannesson, Kristín Jó- hannesdóttir og Jóhannes Jónsson féllu frá málsókn á hendur Jóni Ger- ald Sullenberg í Flórída í júní 2003. Reikningurinn nam 19 þúsund Bandaríkjadölum eða tæpri einni og hálfri milljón króna. Frekari aðgerðir mögulegar Starfsmenn IGS á Keflavík- urflugvelli útiloka ekki frekari að- gerðir fái þeir ekki launaleiðréttingu og betri vinnuaðstöðu. Aðgerðir þeirra stóðu frá fimm til átta í gær- morgun en höfðu ekki mikil áhrif á áætlunarflug. Forstjóri Icelandair segir óljóst hverjar kröfur starfs- fólksins séu. Leita mannræningja Lögregla rýmdi hús og lokaði veg- um í úthverfi Stokkhólms í gær vegna manns sem var með sprengju- belti um sig miðjan. Honum hafði verið rænt og haldið í þrjá sólar- hringa og beltið fest á hann. Margar klukkustundir tók að ná beltinu af honum. Einn maður var handtekinn í gær grunaður um aðild að mann- ráninu og annars var leitað. HÍ hyggst virkja tengslanet Alþjóðleg samstarfsverkefni á sviði vísinda eru það sem koma skal hjá Háskóla Íslands (HÍ). Þetta kom fram í ræðu rektors við brautskrán- ingu frá skólanum og sagði rektor að HÍ vildi með markvissum hætti virkja tengsl sem íslenskir vís- indamenn hefðu myndað á al- þjóðavettvangi. Kynnti þjóðarsátt Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, kynnti í gær tillögur um þjóð- arsátt í landinu en með þeim er von- ast til að náist að draga úr óöldinni sem þar ríkir. Samkvæmt þeim verður uppreisnarmönnum sem ekki hafa gerst sekir um morð eða mann- dráp gefnar upp sakir. Réðust á ísraelska herstöð Herskáir palestínskir byssumenn felldu tvo ísraelska hermenn og rændu hinum þriðja í árás á herstöð í suðurhluta Ísraels nálægt landa- mærunum við Gaza í gær. Þrír byssumannanna féllu. Höfðu þeir grafið göng undir landamærin og komist þannig yfir til Ísraels. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Hestar 28/29 Fréttaskýring 8 Dagbók 30/32 Vesturland 11 Myndasögur 30 Úr verinu 14 Víkverji 30 Viðskipti 15 Staður og stund 31 Erlent 116 Menning 33/37 Daglegt líf 17 Leikhús 33 Umræðan 18/23 Bíó 34/37 Forystugrein 20 Ljósvakar 38 Viðhorf 22 Veður 39 Minningar 24/25 Staksteinar 39 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Í tilefni af opnun Forvarnahúss Sjóvár, í húsnæði gömlu prentsmiðju Morgunblaðsins í Kringlunni, var efnt til fjölskylduhátíðar um helgina. Gafst gestum færi á að prófa veltibíllinn, ökuherm- inn, beltasleðann og annan útbúnað Forvarnahússins. Þá var boðið upp á pylsur, gos og ís. Morgunblaðið/ÞÖK Forvarnir á fjölskylduhátíð RÁÐHERRAFUNDUR EFTA- ríkjanna hefst á Höfn í Hornafirði í dag, en fundinum lýkur á morg- un. Valgerður Sverrisdóttir utan- ríkisráðherra stýrir fundinum en Ísland fer nú með formennsku í EFTA. Í tilkynningu utanríkis- ráðuneytisins vegna fundarins seg- ir að þar muni ráðherrarnir meðal annars ræða samskipti EFTA- ríkjanna, fríverslunarsamninga EFTA við þriðju ríki, samskipti EFTA-ríkjanna við ESB og áhuga Færeyinga á að hljóta aðild að EFTA. „Á fundinum munu utan- ríkisráðherrar Íslands, Noregs og Liechtenstein ennfremur undirrita fríverslunarsamning EFTA við tollabandalag Suður-Afríkuríkja. Verður þetta fyrsti fríverslunar- samningur sem EFTA-ríkin gera við ríki í Afríku, sunnan Sahara. Stefnt er að því að undirritun samnings ljúki á í næsta mánuði. Ráðherrarnir munu einnig eiga fund með þingmanna- og ráðgjaf- arnefndum EFTA,“ segir í tilkynn- ingu ráðuneytisins. Auk Valgerðar Sverrisdóttur sækja fundinn Joseph Deiss efnahagsráðherra Sviss, Odd Eriksen viðskipta- og iðnaðarráðherra Noregs og Rita Kieber-Beck, utanríkisráðherra Liechtenstein. Utanríkisráðherra átti í gær fund með sendinefnd frá samtök- unum Nippon Keidanren, sem eru stærstu samtök atvinnurekenda í Japan, en Odd Eriksen viðskipta- og iðnaðarráðherra Noregs og William Rossier framkvæmdastjóri EFTA sátu fundinn einnig, auk fulltrúa frá Sviss og Liectenstein. Áhugi á að hefja fríverslunar- viðræður við Japan Í tilkynningu frá utanríkisráðu- neytinu segir að á fundinum hafi verið rætt um hvernig megi efla samskipti EFTA-ríkjanna við Jap- an. „Utanríkisráðherra fór yfir starfsemi EFTA, samskipti EFTA-ríkjanna við Evrópusam- bandið og fríverslunarsamninga EFTA við þriðju ríki. Ítrekaði ut- anríkisráðherra áhuga EFTA- ríkjanna á því að hefja fríversl- unarviðræður við Japan,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur fram að heimsókn sendinefndar Nippon Keidanren hingað til lands er hluti af ferð samtakanna til EFTA-ríkjanna og Póllands. Fyrir sendinefndinni fer Hiromasa Yonekura, stjórnarfor- maður Sumitomo Chemical, en ásamt honum eru í sendinefndinni fulltrúar frá Toyota, Japan Air- lines, Toshiba og Mitsubishi auk fleiri japanskra fyrirtækja. EFTA-fundur á Höfn í dag Morgunblaðið/ÞÖK Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra á fundi með sendinefnd frá Kína og EFTA í ráðuneytinu í gær. Ísland fer nú með formennsku í EFTA. MIKILL erill var hjá lögregl- unni á Hvolsvelli í fyrrinótt vegna fólksfjölda í Þórsmörk. Einn var fluttur í fanga- geymslu eftir að hafa gengið berserksgang og barn var flutt með sjúkrabíl á sjúkrahús eftir að það datt í bálköst. Mat hjúkrunarfræðingur meiðsl barnsins svo að rétt væri að senda það til aðhlynningar á sjúkrahúsi. Alls voru um 1.500 manns á Þórsmerkursvæðinu, þar af um ellefu hundruð í Básum, en mik- ill fjöldi göngufólks var þarna, enda vinsælt að ganga Fimm- vörðuháls um sumarsólstöður. Að sögn lögreglu var almenn ölvun á svæðinu, en allt fór þó að mestu vel fram. Búist er við fjölmenni í Þórs- mörk um næstu helgi, enda er Þórsmörk jafnan vel sótt fyrstu helgi júlímánaðar. Féll í bál- köst í Þórsmörk ÞRÍR af hverjum fjórum vilja frem- ur að fjármunum verði varið til end- urbóta og breikkunar hringvegarins milli Eyjafjarðar- og höfuðborgar- svæðisins en að gerður verði vegur um Kjöl. Þetta kemur fram í skoð- anakönnun Gallup sem unnin var fyrir Leið ehf. dagana 27. apríl til 31. maí sl. og greint er frá á vef Leiðar. 61% myndi nýta sér veg þótt greiða þyrfti veggjald Þar segir að tveir þriðju að- spurðra í könnuninni hefðu fremur viljað að leiðin milli Eyjafjarðar- og höfuðborgarsvæðisins yrði stytt um 13 km með nýjum vegi sem myndi liggja um það bil 7 km sunnan við Blönduós en að vegurinn lægi áfram um Blönduós. Loks sögðu samtals 61% aðspurðra að þeir myndu oft eða stundum nýta sér slíkan veg sunnan Blönduóss þótt þeir þyrftu að greiða 300 kr. í veggjald fyrir hverja ferð. 60% íbúa á Norðurlandi vilja fremur breikka hringveg Úrtakið í könnun Gallup var 6.000 manns og alls svöruðu 3.516 manns könnuninni. Á vef Leiðar segir að ef einungis þeir svarendur sem búa á Norðurlandi, þ.e. frá Húnavatns- sýslum til og með Þingeyjarsýslum, eru taldir sé niðurstaðan sú að um 60% vilji fremur verja fé til endur- bóta og breikkunar á hringveginum en til gerðar vegar um Kjöl. „75,9% kusu fremur að gerður yrði nýr veg- ur sunnan Blönduóss sem stytti leið um 13 km en að hann lægi um Blönduós eins og nú er og loks kváð- ust 75% oft eða stundum mundu nýta sér slíkan veg ef greiða þyrfti 300 kr. veggjald,“ segir á vef Leiðar. Fremur hring- veg en Kjalveg Fé í endurbætur hringvegarins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.