Morgunblaðið - 26.06.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.06.2006, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Króatíu í júlí. Króatía hefur svo sannarlega slegið í gegn hjá Íslendingum. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr.44.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/ stúdíó/íbúð í viku. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 10.000. Síðustu sætin Stökktu til Króatíu 5. júlí frá kr. 34.990 Verð kr.34.990 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 10.000. TIL greina kemur að Hitaveita Suð- urnesja (HS) fari í mál við varn- arliðið, takist ekki að semja um greiðslu vegna uppsagnar varnar- liðsins á samningi við HS, en varn- arliðið sagði honum upp 30. mars síðastliðinn. Júlíus Jónsson, for- stjóri Hitaveitunnar, segir HS hafa óskað eftir viðræðum við varnarliðið um þessi mál, en það telji sig ekki þurfa að ganga til þeirra. Júlíus segir að árið 1998 hafi verið gerður viðauki við hitaveitusamning HS við varnarliðið. Þar komi fram að það megi minnka magnkaup sín hjá HS um 4% á ári. Í viðaukanum sé einnig kveðið á um að aðilar semji um ákveðna greiðslu, fari varnarlið- ið frá landinu. Engin ákveðin upp- hæð sé nefnd í viðaukanum. Bréf sent í síðustu viku „Okkar rök núna eru að annað- hvort gildi ákvæðið um að þeir minnki kaup sín um 4% á ári, eða, sem við teljum miklu eðlilegra, að það verði samið um ákveðna upp- hæð,“ segir Júlíus og bendir á að Hitaveita Suðurnesja hafi óskað eft- ir viðræðum um þessi mál við varn- arliðið 30. mars síðastliðinn, sama dag og samningi þess við HS var sagt upp. „Þeir hafa sagt að þeir telji sig ekki þurfa þess. Við það sit- ur ennþá en við sendum þeim bréf í síðustu viku. Þar tíndum við til, með aðstoð lögfræðinga, öll rök og máls- atvik,“ segir hann. Nú bíði Hitaveit- an eftir viðbrögðum varnarliðsins. „En við teljum að það þurfi að semja um það með hvaða hætti þeir hætta viðskiptum við okkur,“ segir Júlíus. „Við höfum ekki sett fram aðrar kröfur en þá að þeir viður- kenni að það þurfi að semja um þetta,“ bætir hann við. „Við teljum okkar rétt kláran og munum leita allra lagalegra leiða ef á þarf að halda,“ segir hann enn fremur. Ekki sé hægt að segja til um það enn sem komið er hvort hugsanlega verði af málaferlum, enda sé viðbragða varnarliðsins við umleitan HS nú beðið. Varnarliðið og Hitaveita Suðurnesja Telja sig ekki þurfa að ganga til samninga við HS ÍSLENSK erfðagreining (ÍE) hef- ur hafið prófanir á sjúklingum á nýju tilraunalyfi fyrirtækisins við æðakölkun í fótleggjum, svoköll- uðum útæðasjúkdómi. Markmið prófananna er að kanna öryggi lyfsins og þol meðal sjúklinga og áhrif mismunandi skammtastærða á samloðun blóðflagna og styrk ýmissa sameinda í blóðvökva sem vitað er að tengist æðakölkun. Í tilkynningu frá ÍE segir að stefnt sé að því að 150 íslenskir sjúklingar taki þátt í þessum lyfja- prófunum. Hluti þeirra er með áhættuarfgerð erfðavísis sem vís- indamenn ÍE hafa sýnt fram á að valdi aukinni hættu á æðakölkun í fótleggjum. Þátttakendum í lyfjaprófuninni verður skipt í þrjá jafnstóra hópa. Sjúklingar í einum hópnum munu taka 100 mg af lyfinu tvisvar á dag, í öðrum 400 mg tvisvar á dag og þriðji hópurinn mun fá lyfleysu til viðmiðunar. Hver þátttakandi mun taka lyf eða lyfleysu í fjórar vikur. Verður þátttakendum raðað í meðferðarhópa með tilviljana- kenndum hætti og hvorki þátttak- endur né stjórnendur rannsókn- anna munu vita fyrirfram hvaða meðferðarflokki hver þátttakandi tilheyrir. Rannsóknir lofa góðu Haft er eftir Kára Stefánssyni, forstjóra fyrirtækisins, að rann- sóknir sem gerðar hafi verið á lyf- inu fram að þessu, með þátttöku heilbrigðra einstaklinga, lofi góðu. Tugmilljónir manna um allan heim, eða um 10% fullorðinna í vestrænum löndum, þjást af út- æðasjúkdómi að sögn forstjórans en sjúkdómurinn eykur verulega líkurnar á öðrum hjarta- og æða- sjúkdómum. Íslensk erfðagreining prófar lyf við æðakölkun Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson HÁSKÓLI Íslands ætlar með mark- vissum hætti að virkja þau tengsl sem íslenskir vísindamenn hafa myndað á alþjóðavettvangi til þess að efna til alþjóðlegra samstarfs- verkefna við háskóla sem eru í fremstu röð. Þetta kom fram í ræðu Kristínar Ingólfsdóttur, rektors HÍ, við braut- skráningu kandídata frá skólanum á laugardag. Kristín lagði í ræðunni mikla áherslu á Háskóla Íslands sem alþjóðlega vísindastofnun. Rakti hún nokkur alþjóðleg samstarfsverkefni við erlenda vísindamenn og stofn- anir. Þar á meðal eru Columbia- háskóli, Harvard og Ohio State Uni- versity. Greindi hún meðal annars frá því að í undirbúningi væri sam- starf við Harvard-háskóla um nám- skeið á meistarastigi í rekstr- arhagfræði. Kristín sagði að á sama tíma og HÍ legði mikið upp úr alþjóðlegu samstarfi, væri áhersla lögð „á fræðigreinar sem treysta sjálfs- mynd okkar Íslendinga sem þjóðar og auðvelda okkur að móta og treysta hér þá samfélagsmynd sem við kjósum“. Þá vék rektor að því markmiði HÍ að skipa skólanum í röð sjö bestu há- skóla á Norðurlöndunum, en það fæli sjálfkrafa í sér að hann kæmist í hóp hundrað bestu háskóla í heim- inum. „Þessi markmiðasetning hefur vakið miklar og jákvæðar umræður um málefni Háskólans í vetur,“ sagði Kristín og bætti við að mestu skipti að ekki ríkti ágreiningur um þessi markmið. „Það má heita að allir séu þar á einu máli,“ sagði hún. Hins vegar væru þeir til sem settu „spurningarmerki við getu Íslend- inga og burði til þess að ná þessu há- leita markmiði. Það eru vitaskuld eðlilegar vangaveltur,“ sagði Krist- ín. Hún væri þess þó fullviss að Ís- lendingar hefðu bæði getu og burði til þess að sækja að þessu markmiði. Það væri ekki síst vegna þess að þjóðin væri fámenn sem hún yrði að setja þetta markmið og sækja að því af fullum krafti. Með lokaeinkunnina 9,83 Við útskriftina á laugardag var meðal brautskráðra Sveinn Hákon Harðarson sem lauk meistarastigi frá læknadeild í líf- og læknavís- indum með lokaeinkunnina 9,83. Að- eins einu sinni áður hefur nemandi hlotið svo háa einkunn við skólann. Sveinn hefur þegar hafið dokt- orsnám en hann er í hópi þeirra sem fengu fyrstu styrkina úr Há- skólasjóði Eimskips fyrr á árinu. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson David Attenborough, sem gerður var að heiðursdoktor HÍ við brautskrán- ingu á laugardag, ávarpaði gesti Laugardalshallar frá Galapagos. HÍ virki alþjóðleg tengsl íslenskra vísindamanna Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, flytur ávarp sitt í Höllinni. Djúpivogur | Það vildi heldur illa til þegar hraðfiskibáturinn Anna GK, sem er gerður út frá Djúpavogi, var á landleið í gær en þá steytti báturinn á boða út af Krossi í Berufirði með þeim afleiðingum að mikill leki kom að bátnum. Bátsverjum tókst þó að sigla bátnum upp í fjöru til þess að forð- ast það að hann sykki. Því fór bet- ur en á horfðist í fyrstu. Bæði björgunarsveit og slökkvilið frá Djúpavogi voru kölluð út og tókst þeim að komast til bráðabirgða fyrir lekann. Báturinn var síðan dreginn á flot og til hafnar á Djúpavogi þar sem skemmdir verða kannaðar nánar. Ljósmynd/Andrés Skúlason Bátsstrand í Berufirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.