Morgunblaðið - 26.06.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 2006 11
MINNSTAÐUR
Borgarnes | Tíu fatlaðir listamenn
frá Hollandi og Þýskalandi dvöldu
nýlega ásamt leiðbeinendum sínum
hjá Ólöfu Davíðsdóttur gler-
listakonu í Borgarnesi. Gestirnir,
sem eru ýmist geð- eða þroskahaml-
aðir og vinna að list í sínum heima-
löndum, voru í viku og unnu lista-
verk í gler undir leiðsögn Ólafar.
Huibert A. B. Van den Wijngaard,
sem er talsmaður hópsins, er lista-
maður og vinnur í stúdíóinu „Kunst
& Vliegwerk“ í Leiden í Hollandi þar
sem hann kennir fötluðum hvernig á
að nota efni og beita tækni í list-
sköpun.
„Ég var hér á landi í febrúar að
skrifa grein fyrir tímaritið „Out of
art“ þegar Tolli (Þorleifur Geirsson
leiðsögumaður) sagði mér frá Ólöfu.
Hún bauð mér að koma með lista-
mennina og vinna í gler. Mér leið
eins og ég væri kominn heim því
stúdíóið mitt er svona,“ segir Hui-
bert, „og það eina sem Ólöf fór fram
á við okkur er að við myndum skúra
gólfið en annars höfum við verið hér
okkur að kostnaðarlausu.“
Listamenn sem selja vel
Huibert segir að mánuði áður en
áætlað var að koma hafi þau verið al-
veg peningalaus, en á skömmum
tíma tókst að afla fjár til fararinnar.
„Aðalstyrktaraðilanum fannst þetta
góð hugmynd og setti sem skilyrði
að sett yrði upp farandsýning á
verkunum, Ólöf setur upp sýningu á
Íslandi og Þjóðverjarnir í Frankfurt.
Enn fremur er verið að gera bók um
þetta verkefni og kvikmynd. Með
þessu viljum við sýna að listin er
tjáningarform, þrátt fyrir að geta
ekki talað saman geta þau unnið
saman að verkefnum.“
Huibert nefnir að vísir að svona
vinnu hérlendis sé að finna á Sól-
heimum í Grímsnesi, en sjaldnast
vilji menn setja pening í svona verk-
efni.
Listaverkin eru ekki af verri end-
anum og þessir listamenn selja vel.
„Við höfum sýnt víða um heim,“ seg-
ir Huibert, „og t.d. á sýningu í San
Fransisco seldust á tveimur dögum
allar myndirnar eftir eina konu, verð
á einni mynd var um 3.000 evrur, og
verður að segjast að margir hol-
lenskir listamenn eru hálf öfund-
sjúkir yfir því hvað þeir fötluðu selja
vel.“
Einn úr hópnum, Jaap den Hol-
lander, er aðallistamaður fyrir KLM
flugfélagið í Hollandi. Um lista-
mennina og verk þeirra má lesa á
vefnum http://www.kunstvlieg-
werk.nl/.
Huibert kemur árlega til Íslands
og er hrifinn af landi og þjóð. „Ég
hélt í fyrstu að hér væru engir lista-
menn en komst fljótlega að hinu
gagnstæða. Og það sem undrar mig
mest er hvernig svona fáir geta gert
svona margt, Íslendingar eru fá-
menn þjóð en láta það ekki stöðva
sig í framkvæmdum,“ segir Huibert,
sem er þakklátur Ólöfu fyrir gest-
risnina og aðstöðuna og Tolla leið-
sögumanni fyrir hjálpina.
Listin er tjáningarform
Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur
Listasmiðja í Borgarnesi Huibert A.B. Van den Wijngaard l.t.h., á gólfinu,
og Jaap den Hollander situr á gólfinu til vinstri, Ólöf Davíðsdóttir er önnur
frá hægri standandi. Listamennirnir eru frá Hollandi og Þýskalandi.
Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir
Selja vel Hópurinn hefur sýnt víða um heim og á sýningu í San Fransisco
seldust á tveimur dögum allar myndir einnar konunnar í hópnum.
Ólafsvík | Félagar í kirkjukór Ólafsvíkur hafa tekið að
sér að slá kirkjugarðana í Ólafsvík og á Brimilsvöllum,
til fjáröflunar fyrir starf kórsins. Munu þeir slá garðana
eftir þörfum en áætlað er að slá hvorn garð þrisvar til
fjórum sinnum í sumar. Kórfélagar eru 25 manns.
Á myndinni eru félagar í kirkjukór Ólafsvíkur við
minnismerki eftir Sigurð Guðmundsson sem stendur við
kirkjugarðinn í Ólafsvík.
Morgunblaðið/Alfons
Slá kirkjugarða til fjáröflunar
Grundarfjörður | Í gegnum tíðina
hefur sá siður haldist að gengið er
á fjallið Klakk í Eyrarsveit við
Grundarfjörð á Jónsmessunótt. Sú
þjóðsaga er til að þar fljóti óska-
steinar á Klakkstjörn um miðnæt-
urbil. Undanfarin ár hefur göngu-
fólk mætt til kvöldmessu að
Setbergi áður en gangan hefur haf-
ist – svo var einnig sl. föstudags-
kvöld.
Sr. Elinborg Sturludóttir sókn-
arprestur þjónaði fyrir altari, Jón
Ásgeir Sigurvinsson predikaði og
Jóhanna Guðmundsdóttir lék undir
messusöng. Eftir messu snaraði
prestur sér í göngufatnað og hélt
með göngufólki fram að Suður-Bár
þar sem gangan hófst kl. 22.15.
Hallur Pálsson, bóndi á Naustum,
var leiðsögumaður í göngunni á
Klakk. Þátttakendur voru 41 í
göngunni, sá yngsti 8 ára en sá
elsti 75 ára, og voru allir komnir að
tjörninni góðum tíma fyrir mið-
nættið.
Athygli vakti góð þátttaka úr ná-
grannabænum Stykkishólmi en
göngumenn komu víða að. Gott
veður var í göngunni, stillt og hlýtt.
Ungmennafélag Íslands hefur í
átakinu „Fjölskyldan á fjallið“ valið
fjallið Klakk og Eyrarfjall, sem er í
næsta nágrenni við hann, sem
göngufjöll í umdæmi HSH. Uppi á
þessum fjöllum víðsvegar um land-
ið hefur verið komið fyrir póst-
kössum með gestabók sem göngu-
fólk skal rita nöfn sín í.
Samkvæmt upplýsingum frá
Öldu Pálsdóttur, framkvæmda-
stjóra HSH, verður dregið úr nöfn-
um þeirra sem heimsækja fjöl-
skyldufjöllin og er eftir ýmsum
útivistarvinningum að slægjast.
Markmiðið er að hvetja fjölskyld-
una til hollrar hreyfingar og að
kynnast náttúru landsins.
Ljósmynd/Gunnar Kristjánsson
Jónsmessufjallganga Í gegnum tíðina hefur sá siður haldist að gengið er
á fjallið Klakk í Eyrarsveit við Grundarfjörð á Jónsmessunótt.
Góð þátttaka Þátttakendur voru 41 í göngunni, sá yngsti 8 ára en sá elsti
75 ára. Þjóðsagan segir að óskasteinar fljóti í tjörninni um miðnæturbil.
Fjölskyldan á fjallið
Klakk á Jónsmessunótt
VESTURLAND