Morgunblaðið - 26.06.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.06.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 2006 23 UMRÆÐAN Útimálning Viðarvörn Lakkmálning Þakmálning Gólfmálning Gluggamálning Innimálning Gljástig 3, 7, 20 Verð frá kr. 298 pr.ltr. Gæða málning á frábæru verði ÍSLANDS MÁLNING Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli. 20% Afsláttur af málningarvörum Sætúni 4  Sími 517 1500 Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður.                       ! "#$%& '(  ' )*+%& ,-& ./ 0''  111!23+22!&  4 4 5 530246 Í FYRRI grein minni sagði ég frá aðdraganda og forsendum þess að mér þótti ástæða til að fá kvik- myndaða sögu mína Ört rennur æskublóð. Í þessari grein er sagt frá viðbrögðum Alþingis og stofnana við umleitan minni. Málalyktir 1 Það er skemmst frá því að segja að engin viðbrögð fékk ég frá hinu háa Alþingi, sótti samt næstu fjögur ár um styrk. Árið 2004 vís- aði fjárlaganefnd er- indinu til mennta- málanefndar. Ég mætti á hennar fund en fékk ekki annað út úr honum en að vera vísað á Kvikmynda- miðstöð Íslands (K). Hafði áður leit- að þangað um styrk til handrits- gerðar, en kújón af landsbyggðinni fékk ekki hlýjar móttökur á þeim bæ, ,,var til fárra fiska metinn.“ Næst drap ég á dyr mennta- málaráðherra. Þorgerður Katrín (ÞGK) tók erindinu ljúfmannlega, en ,,… því miður hef ég ekki svigrúm til að styrkja gerð myndarinnar fjár- hagslega þar sem að allar fjárveit- ingar menntamálaráðuneytisins til kvikmyndamála fara í gegnum K“ (úr bréfi 4 maí 2005). Það má ÞGK eiga að hún svaraði mér kurteislega, meira en aðrir gerðu og kem að síðar. Að öðru leyti sýndi ÞKG málinu ekki áhuga. Finnst mér það sannast sagna dap- urlegt miðað við hvað fyrir mér vakti. Þá hvarflaði að mér að leita til bankanna. Það hlyti að vera metn- aðarmál að styrkja og styðja íslenska menningu, ekki síst sem væri til hagsbóta fyrir æsku landsins. Á annan í hvítasunnu 2005 settist ég niður og reit Landsbanka Ís- lands bréf. Var það á sömu nótum og bréfið til fjárlaganefndar haustið 2000. Málalyktir 2 Ekkert svar barst frá bankanum ,,mín- um“ (viðskiptavinur í 35 ár) og sama þótt ég sendi bréf í tvígang. Þann 9. ágúst 2005 reit ég eftirfarandi: ,,… Í góðri bók stendur eitthvað á þessa leið: ,,Allt sem þér gerið mín- um minnstu bræðrum það gjörið þér mér“. Þetta hvarflaði að mér þegar ég fór að glugga í tölvuna og sá að hæstvirt bankaráð hafði ekki svarað erindi mínu frá öðrum í hvítasunnu, þ.e. 16. maí sl. Þar sem ég trúi yf- irleitt á það góða í manninum, vildi ég ekki kyngja því að bankaráð Landsbanka Ísl. svaraði ekki bréfi frá ,,einum af sínum minnstu bræðr- um“. Falli ekki í þá gildru, sem er- lendir ferðamenn tala um ,,að þeir (Íslendingar) svari seint og illa bréf- um“ taldi það þjóðarlöst – og glöggt er gests augað …“ Þá drap ég á að Guðmundur Gíslason Hagalín, sá þekkti rithöfundur, skrifaði heilsíðu ritdóm um bókina í Morgunblaðið. Fór ekkert á milli mála að Hagalín fannst mikið til um verkið. Þá var og hafinn undirbúningur að þýða sög- una á dönsku. En þýðandinn og út- gefandinn, Birgitte Høvring, féll skyndilega frá og þar með þýðingin. Sama má segja um dr. Önnu Heiðu Pálsdóttur, eina doktor landsins í barna- og unglingabókmenntum. Þær hefur hún kennt við Háskóla Ís- lands. Er saga mín, Ört rennur æskublóð, í talsverðu uppáhaldi hjá henni.“. Þrátt fyrir að tefla fram Guðmundi Hagalín, Birgitte Høvring og Önnu Heiðu barst ekkert svar. ,,Skylt er skeggið hökunni“ Þá datt mér í hug að leita til út- gerðar- og sjómanna. Það voru a.m.k drengir góðir þegar á reyndi það ég síðast vissi. Sendi ég LÍÚ erindi 3. marz sl. Í erindinu gerði ég stjórn LÍÚ grein fyrir undirrituðum. Sagði m.a.: ,,Á árunum 1956–1964 tilheyrði ég sjómannastéttinni og lauk Hinu meira fiskimannaprófi frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík vorið 1961. Afleiðingar veikinda gerðu það að verkum, að haustið 1964 tók ég pokann minn og fór að bjástra við ritstörf.“ Lét þess getið m.m. að á sjónum hefði ég tekið út minn end- anlega þroska. Samrit sendi ég til margra útgerðarfyrirtækja. Sendi einnig ýmsum sjómanna- og alþýðu- samtökum víða um land erindið. Málalyktir 3 En það fór sem fyrrum – ekkert svar. Sendi samt LÍÚ annað bréf 1. maí sl. og lét þess getið að ávallt hefði tíðkast í mínu ungdæmi að kvitta fyrir móttöku jafnt á munn- legum sem skriflegum erindum. Móðirin mín góða hafði innprentað það í barnssál mína. Óskaði eftir að LÍÚ-menn legðu við hlustir og hleruðu sjávarniðinn er legði af blöð- um áðurnefndrar bókar. Það er undarlegt að jafn efnuð þjóð og vér Íslendingar erum, skul- um ekki vilja leggja eitthvað af því fjármagni, sem meðal annars hefur runnið af fiskimiðunum, sameign allra landsmanna, til íslensks æsku- fólks og uppalenda þess. Talið er að gerð myndarinnar gæti kostað um 100 milljónir króna (vönduð mynd). Yrði þá hlutur hvers og eins útvegs- fyrirtækis og sjómannasamtaka um 3–4 milljónir (og minna ef fleiri legðu í púkkið). Vasapeningur, ekki satt? Vera kann og að áður taldir aðilar (þ.m.t. Landsbankinn) telji mig ekki þannig vaxinn að rétt sé að svara. Mér er sama um skoðanir á minni eigin persónu. Hitt er annað mál, að mér rennur til rifja sinnuleysi þeirra sem stjórna huglægum og hlut- lægum þáttum í landi voru. Talað var um peningaleysi. ,,Ja, skítur minn á spýtu.“ Fyrst og fremst vantar metnað, góðvild og félagslega inn- sýn, bæði inn og út á við. En nú er lag, var eitt sinn sagt og menn lögð- ust á árar, því ,,margar hendur vinna létt (gott) verk“. Það eru ekki síst viðbrögð Lands- bankans og LÍÚ, sem gera það að verkum að ég rita þessa grein. ÞKG ritaði svarbréf. Ef ráðamenn þessara stofnana halda að það auki þeim virð- ingu að svara ekki erindum, er það misskilningur. Vitaskuld stend ég jafnréttur eftir – en þeim er vor- kunn. Ég tel enn að í hópi sjómanna séu vel hugsandi menn (sem og margir í þessu þjóðfélagi). Ég skora á ykkar innri mann að hann taki á þessum málum – og orð eru til alls fyrst. Lengri útgáfu greina minna og bréf mín til banka og stofnana má finna á vefsíðu Morgunblaðsins www.mbl.is/greinar Rík þjóð – en fátæk í anda? Guðjón Sveinsson skrifar um tilraunir sínar til að fá sögu sína Ört rennur æskublóð kvikmyndaða ’… mér rennur til rifjasinnuleysi þeirra sem stjórna huglægum og hlutlægum þáttum í landi voru.‘ Guðjón Sveinsson Höfundur er rithöfundur og býr á Mánabergi. Í LJÓSI nýafstaðins kvenrétt- indadags vil ég óska öllum konum, til sjávar og sveita, innilega til ham- ingju með bleika dag- inn. Nú þegar konur halda áfram baráttunni með góðan byr í seglum er viðeigandi að kynna og minna á hugmyndir einstaklingsmiðaðra femínista (e. individual- ist feminists). Einstaklingsmiðaðir femínistar berjast fyrir jafnrétti kynjanna út frá því að litið sé á kon- ur og karla sem ein- staklinga. Ein- staklingsmiðaður femínismi gerir ekki upp á milli karla og kvenna þegar kemur að lög- unum. Þær hugmyndir sem stund- um hafa verið uppi um að leiða eigi í lög reglur um hlutdeild karla og kvenna í hinum ýmsu störfum eru hættulegar. Jafnrétti verður ekki náð með jákvæðri mismunun. Já, hvað er eiginlega jákvætt við mis- munun? Á undanförnum árum hefur kon- um tekist vel til í baráttu sinni en það sem vantar e.t.v. upp á er ákveðin hug- arfarsbreyting í þjóð- félaginu. Þegar konur hafa náð jöfnum rétti karla gagnvart lög- unum er það jú þjóðin sem þarf að breyta við- horfi sínu til kvenna. Það er hins vegar mik- ilvægt, eins og áður kemur fram, að þessi hugarfarsbreyting verði í þá átt að litið verði á konur og karla sem einstaklinga. Þegar kemur að fyrirtækjum og stjórnendum þeirra að ráða starfs- fólk í hin ýmsu störf er það hagur fyrirtækisins að velja þann ein- stakling sem er hæfastur, burtséð frá því hvort kynfærið hann hefur. Ef ein kona og einn karl sækja um sama starfið og konan er hæfari, þá að sjálfsögðu er það hagur fyrirtæk- isins að ráða konuna. Að sama skapi er það hagur fyrirtækisins að ráða karlinn sé hann hæfari. En af hverju hefur raunin verið önnur? Ég held að allir geti verið sammála um að það sé ekki vegna þess að konur séu almennt vanhæf- ari en karlar. Ég trúi því að ef allir leggjast á eitt að breyta viðhorfum gagnvart konum, konur verði hvatt- ar til dáða og að skapaður verði jafn lagagrundvöllur milli einstaklinga, burtséð frá kynferði, munum við sjá að markaðurinn mun finna það jafn- vægi sem alla femínista dreymir um. Ég trúi á hugmyndir einstaklings- hyggjunnar og get ég því sagt að ég er femínisti. Ég er femínisti Ólafur Örn Nielsen fjallar um konur og femínisma ’Ég trúi á hugmyndireinstaklingshyggjunnar og get ég því sagt að ég er femínisti.‘ Ólafur Örn Nielsen Höfundur situr í stjórn Hugins, félags ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.