Morgunblaðið - 26.06.2006, Blaðsíða 1
Reuters
Sprengjusérfræðingur skoðar manninn.
LÖGREGLA rýmdi hús og lokaði götum í
Tensta, úthverfi Stokkhólms, í gær vegna
manns sem lét vita af því að hann væri með
sprengjubelti um sig miðjan. Talið er að
honum hafi verið rænt, haldið föngnum í
þrjá daga og mannræningjarnir fest á hann
sprengjubelti sem þeir sögðu fjarstýrt.
Lögreglan handtók í gærkvöldi þrítugan
mann, grunaðan um aðild að mannráninu.
Annars manns um fimmtugt er leitað.
Sprengjusérfræðingum tókst eftir sex
klukkustundir að ná beltinu af manninum
með hjálp röntgenmyndavélar sem sýndi
hvar óhætt var að losa það, að því er fram
kemur í dagblaðinu Dagens Nyheter.
Maðurinn, sem er norskur og 29 ára gam-
all, bankaði upp á í íbúðarhúsi í gærmorgun
og fékk að hringja í lögreglu. Hann sat svo
grátandi á bílastæði klukkustundum saman
og þorði ekki að hreyfa sig af ótta við að
sprengjan myndi springa. Lögregla leitaði í
íbúðinni sem manninum hafði verið haldið í
og þar fundust vísbendingar sem leiddu til
handtöku hins grunaða mannræningja.
Festur við
sprengju
Einn maður í haldi lög-
reglu og annars leitað
Eftir Bryndísi Sveinsdóttur
bryndis@mbl.is
STOFNAÐ 1913 . TBL. 94. ÁRG. MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
VEGALENGDIR VIÐ ALLRA HÆFI!
Ótrúleg
forréttindi
Steinunn Sigurðardóttir sá
The Inside Man í Selfossbíói | 36
Íþróttir | Sigurpáll og Ragnhildur sigruðu í Leirunni Tuttugu
spjöld í leik Portúgala og Hollendinga Fasteignir | Nýuppgerðar
íbúðir í Steininum í Neskaupstað Er gras það sama og gras?
JÓN Gerald Sullenberger segir að
hann hafi óttast um líf sitt og fjöl-
skyldu sinnar, í árslok 2001, þegar í
hann var hringt og „óður maður,
sem segist reka fylgdarþjónustu í
Fort Lauderdale, sem hefur í slík-
um hótunum við mig, að mér stóð
alls ekki á sama og óttaðist bókstaf-
lega um líf mitt og fjölskyldu minn-
ar“.
Maðurinn hringdi í Jón Gerald til
þess að krefja hann um greiðslu á 19
þúsund dollara reikningi, vegna við-
skipta sem Jón Ásgeir Jóhannesson
hafði átt við manninn, en maðurinn
taldi að Jón Gerald hefði átt í áð-
urnefndum viðskiptum, þar sem
hann var skráður fyrir bátnum,
Thee Viking.
Frá þessu greinir Jón Gerald
m.a. í síðari hluta viðtalsins við
Morgunblaðið, sem birt er í dag.
Jón Gerald upplýsti um hvað
stæði á bak við áðurnefndan reikn-
ing í réttarhöldum í Flórída í júní
2003, að kröfu bandarísks lögmanns
þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar,
Kristínar Jóhannesdóttur og Jó-
hannesar Jónssonar, sem höfðuðu
mál á hendur Jóni Gerald í Flórída.
„Í framhaldi af þessum réttar-
höldum gerðist það heima á Íslandi,
að Baugsmenn höfðu samband við
Jón Steinar, lögmann minn, og ósk-
uðu eftir að ganga til samninga við
mig. Þeir óskuðu eftir því að ganga
frá málum gagnvart Nordica,
greiða það sem þeir skulduðu mér,
sem samkvæmt minni málshöfðun
heima á Íslandi var, að þeir gengju
frá ógreiddum gámasendingum og
að þeir bættu mér vanefndir. Einnig
krafðist ég þess að þeir greiddu mér
þann lögfræðikostnað, sem ég hafði
orðið fyrir, vegna ofsókna þeirra á
hendur mér hér í Bandaríkjunum.
Þeir samþykktu þetta allt og gengu
frá öllum málum, féllu frá málsókn
hér í Bandaríkjunum, greiddu mér
allar mínar kröfur á Íslandi og ég
féll frá málsókn á Íslandi,“ segir Jón
Gerald.
„Auðvitað gerði ég mér ekki hina
minnstu grein fyrir því, þegar ég
tók ákvörðun um að ákæra, hvers
konar stórmál Baugsmálið ætti eftir
að verða. Ég var ósköp einfaldlega
maður í rekstri hér í Bandaríkjun-
um sem hafði verið svikinn í við-
skiptum. Ég var að leita réttar míns
og réttlætis,“ segir Jón Gerald.
Jón Gerald Sullenberger í viðtali við Morgunblaðið um Baugsmálið
Vildu semja eftir
réttarhöld í Flórída
Kverkatak | 12–13
Eftir Agnesi Bragadóttur
agnes@mbl.is
JÓN Ásgeir Jóhannesson, for-
stjóri Baugs, sendi frá sér yfirlýs-
ingu um helgina vegna fyrri hluta
viðtalsins við Jón Gerald Sullen-
berger þar sem hann segir m.a.
að frjálslega sé farið með stað-
reyndir í viðtalinu „og ósann-
indum dælt yfir lesendur Morg-
unblaðsins með
stríðsfyrirsögnum“.
Jón Ásgeir segir það „rakinn
þvætting“ að tölvupóstum hafi
verið skipulega eytt úr sinni
tölvu, það sé hægt að sanna. | 10
„Frjálslega farið með staðreyndir“
Berlín. AP. | Alþjóða knattspyrnusambandið,
FIFA, þurfti að loka fyrir tölvupóst frá Suð-
ur-Kóreu til að afstýra
því að heimasíða sam-
bandsins hryndi, vegna
skeyta sem milljónir
Suður-Kóreubúa höfðu
sent. Voru þeir óánægð-
ir með að þjóðin hafði
dottið úr keppni á HM er
þeir töpuðu fyrir Svisslendingum og kvört-
uðu þeir sáran undan dómgæslunni. Sér-
lega vonsvikinn aðdáandi liðsins hafði
nefnilega komið þeim orðrómi af stað að ef
FIFA bærust 5 milljónir kvartana yrði að
endurtaka leikinn og því sendu 4,2 milljónir
vongóðra Suður-Kóreubúa FIFA skeyti.
Vonuðust eftir
endurteknum leik
♦♦♦
ÞAÐ viðraði vel til flugs á Akureyri um helgina en þá voru haldnir
Flugdagar á vegum Flugsafnsins og flugmálafélaga á Akureyri. Dag-
skráin hófst með Íslandsmóti í listflugi þar sem Ingólfur Jónsson bar
sigur úr býtum og er nú Íslandsmeistari í listflugi. Þá var boðið upp á
útsýnisflug í þyrlum, listflugssýningar og fallhlífarstökk. Alls voru um
50 flugvélar, aðflognar og heimavélar, og gestir voru á fjórða þúsund.
Morgunblaið/RAX
Í sjöunda himni
Íþróttir og Fasteignir í dag