Morgunblaðið - 21.07.2006, Side 1

Morgunblaðið - 21.07.2006, Side 1
Flugustangir Ísland fyrir og eftir Björk Jákvæða umfjöllunin um litla Íslendinginn | Af listum Bílar og Íþróttir í dag Bílar | Avensis fær andlitslyftingu  Bara bíladella  Einfaldleikinn stundum bestur Íþróttir | Fyrstu skref Eiðs Smára  Vallarmet féll á Hoylake  Silja handarbrotin STOFNAÐ 1913 196. TBL. 94. ÁRG. FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is „VIÐ ERUM stæltir strákar á ströndinni,“ söng gleðisveitin Jójó um árið og á það gletti- lega vel við piltana hér á myndinni sem nutu veðurblíðunnar á ylströndinni í Nauthólsvík í en á þó nokkrum stöðum á suðvesturhorninu fór hitinn upp fyrir 20 gráður. Útlit er fyrir hlýtt veður og bjart sunnanlands í dag en sval- ara veður á Norður- og Austurlandi. | Miðopna gærdag. Fjölmenni var á helstu sundstöðum höfuðborgarsvæðisins í gær enda fádæma blíða og langþráð eftir rigningatíð að und- anförnu. Hiti varð mestur í Árnesi, 22 gráður, Morgunblaðið/Jim Smart Veðurblíðunnar notið í Nauthólsvík Eftir Bryndísi Sveinsdóttur bryndis@mbl.is ÓTTAST er að ein milljón manna geti þurft að flýja heimili sín í Líb- anon á næstunni ef átökin þar halda áfram. Þegar hefur meira en hálf milljón manna yfirgefið heimili sín í Beirút, höfuðborg Líbanon, en flestir hafa farið til svæða innan landsins. Fólksflutningarnir geta haft al- varlegar afleiðingar og hjálpar- stofnanir hafa varað við því að neyðarástand kunni að skapast á svæðinu. „Þessi tala gæti hækkað hratt upp í eina milljón flóttamanna ef átökin halda áfram,“ sagði Ama- deu Altafaj, talsmaður Louis Michel, sem fer með neyðaraðstoð í framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins. Jan Egeland, yfirmaður neyðaraðstoðar Sameinuðu þjóð- anna, SÞ, sagðist í gær búa sig und- ir hörmungarástand í Líbanon og að aðstæður fólks versnuðu með hverri mínútunni. Í máli hans kom ars í sér að Hizbollah láti lausa tvo ísraelska hermenn sem samtökin rændu í síðustu viku og að friðar- gæslusveitir verði sendar á vett- vang. Annan fordæmdi Hizbollah fyrir að hafa rænt hermönnunum og skotið flaugum á Ísrael og Ísraela fyrir að bregðast við af mikilli hörku. Hann sagði að mikilvægast væri nú að hjálpa íbúum Líbanon og hindra frekara mannfall hjá al- mennum borgurum bæði í Líbanon og Ísrael. fram að þriðjungur flóttamann- anna væri börn. Fordæmdi báða Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, krafðist þess í gær að átökin á milli Ísraela og Hizbollah yrðu stöðvuð án tafar. Hann hvatti ör- yggisráðið til að grípa til aðgerða til að tryggja frið á svæðinu og lagði fram áætlun sem felur meðal ann- Óttast að flóttamenn geti orðið milljón Hjálparstofnanir vara við neyðarástandi í Líbanon  Hundruð | 16 GRÆNLENSKA heimastjórnin hefur samkvæmt frétt í færeyska dagblaðinu Sosialurin skrifað undir samstarfssamning um að kanna möguleika á byggingu álvers á Grænlandi. Jafnframt er verið að kanna orkumöguleika, en Grænlend- ingar hafa verið að skoða frekari vatnsaflsvirkjanir. Kanna á hvort næg orka sé til staðar fyrir eitt eða fleiri álver. Jake Siewert, talsmaður Alcoa á heimsvísu, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að samkomulag hefði verið gert við Grænlendinga. Mögu- leikarnir yrðu kannaðir ítarlega á næstu mánuðum en of snemmt væri að segja til um hvort einhverjar framkvæmdir yrðu að veruleika. Hugmyndin væri að þróa aðferðir með Grænlendingum til að nýta vatnsorku til álframleiðslu. Skv. upplýsingum Morgunblaðsins er um frumkvæði grænlensku heima- stjórnarinnar að ræða, hún mun hafa leitað til Alcoa um möguleika á sam- starfi. Verði af þessum áformum gæti það einnig komið sér vel fyrir þau ís- lensku fyrirtæki sem hafa aflað sér þekkingar og reynslu við uppbygg- ingu álvera, slík þekking er af skorn- um skammti í Danmörku. Í́huga álver á Grænlandi Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is STJÓRNENDUR Marriott International, stærstu hótelkeðju Bandaríkjanna, hafa tilkynnt að reykingar verði bannaðar í öllum 400 þúsund hótelherbergjum keðj- unnar í Bandaríkj- unum og Kanada. Brjóti hótelgestir bannið bíður þeirra sekt upp á 200–300 dollara eða um 15–22 þúsund krónur. Ákveðið var að banna reykingar þar sem eftirspurn eftir herbergjum sem má reykja í hefur minnkað stöðugt síðustu ár og nú biðja minna en 5% gesta um slík herbergi, að því er greint er frá í frétt blaðsins Washington Post. Þá berast sí- fellt fleiri kvartanir frá hótelgestum sem finna reykingalykt í herbergjum sínum og er þetta eitt algengasta umkvörtunar- efni gesta. Stjórnendur hótelkeðjunnar telja að ákvörðunin muni hafa góð áhrif á við- skiptin og margir telja að önnur hótel fylgi í kjölfarið og banni reykingar. Reykingabann í öllum herbergjum FJÓRAR tegundir háplantna fundust í fyrsta sinn í Surtsey í fjögurra daga leiðangri líffræðinga til eyjunnar á veg- um Náttúrufræðistofnunar Íslands og Surtseyjarfélagsins, sem lauk í gær. Tegundirnar sem um ræðir eru þúfu- steinbrjótur, burnirót, blávingull og blóðberg. Þá fundust allnokkrar nýjar fléttutegundir í Surtsey og eru þær nú orðnar um 80. „Tegundir æðri plantna sem hafa fundist í Surtsey frá upphafi eru nú 64 talsins en aðeins 56 þeirra reyndust nú á lífi,“ segir dr. Sturla Friðriksson. Leiðangursstjóri var dr. Borgþór Magnússon en í ferðinni voru átta ís- lenskir náttúrufræðingar og einn gestur þeirra frá Hawaii. | 4 Blómstrandi blóðberg finnst í Surtsey ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.