Morgunblaðið - 21.07.2006, Page 2

Morgunblaðið - 21.07.2006, Page 2
SKRÁÐ ERLENDIS Fjármunaeign erlendra aðila á Ís- landi var 252 milljarðar króna árið 2005 og hafði þá tvöfaldast frá árinu áður. Stærstur hluti eignanna er í höndum íslenskra ríkisborgara en 76% þeirra eru í höndum einstaklinga og félaga sem skráð eru í Belgíu/ Lúxemborg, Guernsey og Hollandi. Ríkisskattstjóri segir mörg af þess- um félögum staðsetja sig þarna til að komast undan skatti. Hálf milljón flóttamanna Hálf milljón manna hefur yfirgefið heimili sín í Berút, höfuðborg Líb- anons, en óttast er að fjöldi flótta- manna í landinu geti tvöfaldast. Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, krefst þess að átökin í Mið-Austurlöndum verði stöðvuð og hvetur öryggisráð SÞ til aðgerða. Barnaklámsíður algengar Meira en helmingur vefsíðna sem tilkynnt er um að innihaldi barna- klám er hýstur í Bandaríkjunum, samkvæmt nýrri skýrslu. Sumar barnaklámsíður hafa verið aðgengi- legar í fimm ár þótt tilkynnt hafi ver- ið um þær til yfirvalda. Fjórar nýjar tegundir Fjórar nýjar tegundir háplantna og allnokkrar nýjar fléttutegundir fundust í Surtsey í leiðangri vísinda- manna þangað sem lauk í gær. Há- plöntutegundirnar eru þúfusteins- brjótur, burnirót og blávingull en einnig fundust blómstrandi blóð- bergsplöntur. Skilyrði LÍN til dómstóla Menntamálaráðherra segir að látið verði reyna á það fyrir EFTA- dómstólnum hvort búsetuskilyrði í lögum um LÍN feli í sér mismunun í skilningi EES-samningsins. Eftirlits- stofnun EFTA (ESA) telur að svo sé. Y f i r l i t 2 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MS drykkjarvörur í ferðalagið MS mjólkurdrykkirnir eru prótein- og kalkríkir og stútfullir af næringarefnum. Veldu þér ískaldan mjólkurdrykk í handhægum umbúðum í næstu verslun. Í dag Sigmund 8 Forystugrein 28 Fréttaskýring 8 Viðhorf 30 Úr verinu 12 Bréf 34 Viðskipti 14 Minningar 35/41 Erlent 16/17 Myndasögur 44 Minn staður 18 Dagbók 44/48 Akureyri 19 Víkverji 44 Höfuðborgin 20 Staður og stund 46 Austurland 20 Leikhús 48 Landið 21 Bíó 50/53 Daglegt líf 22/23 Ljósvakamiðlar 54 Menning 24, 48 Veður 55 Umræðan 26/38 Staksteinar 55 * * * Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jó- hann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jóns- dóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " # $ %          &         '() * +,,,                              ÁKVEÐIÐ hefur verið að ráðast í stjórnsýsluúttekt á Strætó bs. og hefst vinna við hana á næstu dögum. Endurskoðunar- og ráðgjafafyrir- tækið Deloitte & Touche mun vinna úttektina og stefnt er að því að nið- urstöður hennar liggi fyrir í septem- ber. Komið hefur í ljós að rekstrar- vandi fyrirtækisins er mikill en á tímabili í vetur nam tap þess um einni milljón króna á dag. Á fundi stjórnar Strætó bs. þann 31. mars síðastliðinn var lögð fram greinargerð þar sem fram kom að fjárhagsáætlun fyrirtækisins myndi ekki standast þar sem fjárvöntun vegna kjarasamnings og aukins akst- urs gæti verið 220 milljónir króna, þar af 140 milljónir vegna launa og óvissa í fargjaldatekjum upp á 55 til 60 millj- ónir því til viðbótar. Þetta kemur meðal annars fram í minnisblaði Ár- manns Kr. Ólafssonar, formanns stjórnar Strætó bs., og Ásgeirs Ei- ríkssonar, framkvæmdastjóra fyrir- tækisins, sem lagt var fram á fundi borgarráðs í gær. Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, segir ljóst að alvarleg staða fyrirtækisins hafi verið lengi til umræðu og flestir geti verið sammála um það að einhvers staðar sé pottur brotinn. „Ég tel að það hefði þurft að grípa til aðgerða fyrr og það hefði þurft að vekja athygli á vandanum fyrr,“ segir Björn Ingi og bendir á að ef stjórnin hafi talið að meira fjár- magn þyrfti í reksturinn frá sveitar- félögunum hefði átt að koma fram um það formlegt erindi í borgarráði eða til sveitarfélaganna. Dagur B. Eggertsson, borgar- fulltrúi Samfylkingarinnar, sagði að í ljós hefði komið á fundi borgarráðs í gær að stóran hluta fjárhagsvanda Strætó bs. mætti rekja til þess að ná- grannasveitarfélög Reykjavíkur hefðu svikist um að greiða framlög í samræmi við launahækkanir vegna nýgerðra kjarasamninga. Vandinn væri því aðeins að litlum hluta vegna fækkunar farþega. Þessu er vísað á bug í yfirlýsingu Strætó bs. frá því í gær þar sem segir að öll aðildarsveit- arfélög hafi að fullu staðið við skuld- bindingar sínar skv. samþykktri fjár- hagsáætlun byggðasamlagsins. Ráðist verður í stjórn- sýsluúttekt á Strætó bs. Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is BLÁSIÐ var til heilmikillar garðveislu í bakgarði hjúkrunar- og elliheimilisins Grundar við Hringbraut. Að sögn Júlíusar Rafnssonar, framkvæmdastjóra Grundar, er um árlegan viðburð að ræða sem verið hef- ur við lýði áratugum saman. Segir hann veislunni ætlað að krydda hversdagstilveruna og gefa íbúum kost á að tjútta aðeins úti í góða veðrinu við skemmtilega tónlist og gæða sér á grilluðum pylsum. Að sögn Júlíusar hefur garðveislan fram að þessu ávallt verið haldin sunnanmegin við húsið í garðinum sem snýr út að Hringbraut, en í þetta sinn var veislan í bakgarði við húsið sem nýbúið er að ganga frá. „Tón- listin og veislan vöktu óneitanlega athygli nágranna okkar og krakka sem voru á ferð í hverfinu og litu þau í heimsókn til okkar og fengu sér grillaðar pylsur, enda allir velkomnir í pylsupartíið,“ segir Júlíus. Tjúttað í garðveislu á Grund Morgunblaðið/Eggert Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is FJÖGUR fjársvikamál sem varða þjófnað úr heimabönkum með njósnaforritum frá því í október þar til nú í sumar eru enn til rannsóknar hjá lögreglunni í Reykjavík og eru óupplýst. Auðgunarbrotin fólust í þjófnaði á alls 10–15 milljónum kr. og nýttu þjófarnir sér tölvur í eigu einstaklinga til að svindla sér inn á reikninga sem dregið var fé út af. Rökstuddur grunur leikur á að síð- asta málið tengist SMS-fjöldasend- ingum frá því í júní sl., en ef leiðbein- ingum úr skeytunum var fylgt eftir og hugbúnaði halað niður var komið fyrir svokölluðum bakdyrum á við- komandi tölvu. 22. júní sl. fengu þús- undir Íslendinga skilaboð frá er- lendri stefnumótaþjónustu þar sem þakkað var fyrir nýskráningu í þjón- ustuna. Kom jafnframt fram að tveir dollarar yrðu gjaldfærðir á síma- reikning viðkomandi hvern dag, þar til hætt yrði að kaupa þjónustuna, og var vísað á vef stefnumótaþjónust- unnar. Einn aðili gekk grunlaus í gildruna en ekki er útilokað að upp komist um fleiri slík tilvik. Málið sem kom upp í nóvember snýst um stuld á um 2 millj. kr. úr heimabönkum og var 25 ára maður handtekinn grunaður um aðild að því og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hann hafði komið áður við sögu lög- reglunnar, þó ekki vegna auðgunar- brota, og var ekki talinn líklegur til að búa yfir mikilli tölvukunnáttu. Málið þar á undan, sem upp kom í október, varðar mun lægri fjárhæðir en ekki var neinn handtekinn í tengslum við það. 15 milljóna svik enn í rannsókn Fjögur mál tengd njósnaforritum GENGIÐ var frá ráðningu Helgu Jónsdóttur í emb- ætti bæjarstjóra Fjarðabyggðar í gær. Allir bæj- arfulltrúar Fjarðabyggðar greiddu atkvæði með tillögu bæj- arráðs um að bjóða Helgu bæjarstjórastólinn. Hún var valin úr hópi 20 umsækjenda og mun hefja störf á haustdögum. Helga hefur sinnt ýmsum ábyrgð- arstörfum á sviði stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga, meðal annars gegnt starfi borgarritara og aðstoðar- manns ráðherra. Helga Jónsdóttir nýr bæjarstjóri Fjarðabyggðar Helga Jónsdóttir UMFERÐARÓHAPP varð í Vest- ursíðu á Akureyri um hádegisbilið í gær. Þar var mótorhjóli ekið fram úr bíl, sem beygði í sama mund inn á bílastæði, með þeim afleiðingum að hjólið og ökumaður þess höfn- uðu inni í garði. Að sögn slökkviliðs Akureyrar er ekki talið að ökumað- ur hjólsins hafi meiðst alvarlega en einhverjar skemmdir urðu á hjólinu og bílnum. Í fyrrinótt þurfti sjúkraflugvél Mýflugs að lenda á Sauðárkróki til að ná í mjög veikan sjúkling frá Akureyri. Hann hafði verið fluttur með sjúkrabíl frá Akureyri á flug- völlinn á Sauðárkróki ásamt lækni. Sjúkraflugvélin var stödd í Reykja- vík eftir sjúkraflug á Ísafjörð kvöldið áður en komst ekki til baka til Akureyrar vegna þoku. Ók bifhjóli sínu í garð LÖGREGLAN í Reykjavík heldur úti öflugu umferðareftirliti um þessar mundir og fylgist m.a. grannt með bílbelta- og símanotk- un. Nýverið voru tólf ökumenn stöðvaðir fyrir að tala í síma undir stýri, þ.e. án þess að nota hand- frjálsan búnað, og mega þeir búast við fimm þúsund króna sekt hver. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu hafa auk þess fjórir ökumenn verið kærðir fyrir að aka án bíl- belta og þá virðist ekkert lát á hraðakstri í borginni en tíu öku- menn voru teknir fyrir of hraðan akstur í gær og á miðvikudag. Öflugt umferðar- eftirlit lögreglu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.