Morgunblaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Á TÖFLUNNI má sjá einfalt dæmi um áhrif þeirra breytinga sem ríkis-
stjórn og Landssamband eldri borgara tilkynntu að samkomulag hefði
náðst um í fyrradag. Hér eru borin saman kjör einstaklings sem býr einn
samkvæmt núverandi kerfi og kerfinu sem tekur við 1. janúar nk. Miðað er
við að tekjur hækki um 5,5% og er einnig gert ráð fyrir að skatthlutfallið
lækki um eitt prósentustig.
Eins og sjá má aukast ráðstöfunartekjur í þessum tilfellum en hafa ber í
huga að gangi svartsýnustu spár um verðbólgu eftir er raunhækkunin öllu
lægri en krónutalan segir til um.
!
"
#
$%& $ ' $
$ '( !
! !
!! !
!
!
Ráðstöfunartekjur aukast
AÐGERÐIR stjórnvalda í þágu aldr-
aðra og öryrkja eru tvímælalaust já-
kvætt skref, er haft eftir Sigursteini
Mássyni, formanni Öryrkjabandalags
Íslands, á heimasíðu félagsins.
Í samkomulagi stjórnvalda og eldri
borgara, sem kynnt var í fyrradag,
felst meðal annars að breytingar á líf-
eyrisbótum nái til öryrkja.
Á heimasíðunni kemur fram að
Sigursteinn telji mestu máli skipta að
þeir sem verst séu settir og hafi eng-
ar eða litlar tekjur umfram greiðslur
frá Tryggingastofnun fái mestu
krónutöluhækkanirnar. Einnig sé
þýðingarmikið að skerðingarhlut-
fallið verði nú lækkað en það sé fyrsta
skrefið til einföldunar á almanna-
tryggingakerfinu. ÖBÍ muni h.v.
halda áfram að þrýsta á um frekari
einföldun kerfisins. Skref sé tekið í
rétta átt með því að tekjutryggingin
og tekjutryggingarauki fari í einn
flokk frá áramótum og minni áhrifum
tekjutenginga en hingað til. Þá er
haft eftir Sigursteini að ÖBÍ hefði að
sjálfsögðu viljað sjá meiri hækkanir
grunnlífeyristekna og enn meiri
lækkun á skerðingarhlutfalli en að
um jákvætt skref sé að ræða.
ÖBÍ fagnar
aðgerðum
stjórnvalda
ÞÆR aðgerðir, sem ríkisstjórnin
hefur ákveðið að fara út í til að
bæta kjör aldraðra og kynntar
voru í fyrradag, er æskilegra að
fara út í þegar meiri slaki er í
efnahagslífinu, að sögn Lúðvíks
Elíassonar, hagfræðings hjá
Landsbankanum.
Hann segir að aðgerðir á borð
við þessar auki þenslu og að á
móti slíkum aðgerðum þurfi að
rýma til í fjármálum ríkisins.
Lúðvík tekur þó fram að
Landsbankinn hafi ekki unnið
sérstaka úttekt á áhrifum þessara
aðgerða en þess í stað sé hér ein-
ungis um almenn sjónarmið að
ræða.
Lúðvík segir að tímasetningar
aðgerða sem þessara séu mik-
ilvægar.
„Það er auðvitað alltaf spurn-
ing hvenær það er pólitískt
mögulegt að fara út í slíkar að-
gerðir,“ segir hann en bætir við
að í hagstjórnarlegum skilningi
sé tímasetning aðgerðanna ekki
heppileg.
Segir aðgerðir
ríkisstjórnar
þenslu-
hvetjandiBORGARRÁÐ samþykkti ígær samhljóða tillögu meiri-
hlutans um að lækka leikskóla-
gjöld í Reykjavík frá og með 1.
september nk. Námsgjald, sem
áður var nefnt kennslugjald,
verður lækkað um 25% en auk
þess verður veittur 100% systk-
inaafsláttur af námsgjaldinu
með öðru eða fleiri börnum.
Lækkun leikskólagjalda leið-
ir til þess að tekjur borgarsjóðs
lækka um 93,4 milljónir króna
en þar að auki verða framlög til
einkarekinna leikskóla hækkuð
um 15 milljónir. Auknum kostn-
aði verður mætt með hækkun á
áætluðum útsvarstekjum en
þær hafa verið hærri en áætlað
var sem m.a. má rekja til bætts
atvinnuástands.
Einnig var samþykkt tillaga
borgarráðsfulltrúa Framsókn-
arflokks og Sjálfstæðisflokks
um að fela stjórnkerfisnefnd að
undirbúa stofnun leikskólaráðs.
Minnihlutaflokkarnir lögðu þá
fram tillögu um frestun málsins
og var henni einnig vísað til
stjórnkerfisnefndar.
Leikskóla-
gjöld lækk-
uð í borginni
TÆPLEGA 1.800 umsóknir bárust
um skólavist í Háskólanum í
Reykjavík (HR) fyrir næsta skóla-
ár, sem hefst eftir réttan mánuð.
Aldrei hafa fleiri umsóknir borist
um skólavist í HR og gera skóla-
yfirvöld ráð fyrir að tæplega 1.000
nemendur verði teknir inn í skól-
ann í haust.
Kynjahlutfall umsækjenda er
nokkuð jafnt og alls eru um 52,5%
umsækjenda karlkyns og 47,5%
þeirra kvenkyns. Til samanburðar
má benda á að 63% allra háskóla-
nema í landinu í fyrra voru konur.
Í viðskiptadeild skólans lætur
nærri að þrjár umsóknir séu um
hvert laust pláss, en alls sóttu 567
um nám í deildinni. Þar af sóttu
232 um grunnnám viðskiptafræði
og eru það rúmlega 40 prósentum
fleiri umsóknir en í fyrra. Þá hefur
umsóknum um diplómanám við-
skiptadeildar fjölgað mikið, sem og
um meistaranám í fjármálum fyr-
irtækja og fjárfestingarstjórnun.
Tæplega 200 manns sóttu um
grunnnám í lagadeild og tæplega
100 umsóknir bárust um meistara-
nám í lögfræði.
Í tækni- og verkfræðideild hefur
umsóknum fjölgað hlutfallslega
mest í rekstrarverkfræði, hugbún-
aðarverkfræði og iðnaðarverk-
fræði.
Tæplega 90 umsóknir bárust um
nám í íþrótta- og kennslufræðum,
sem er fremur nýtt af nálinni og
starfrækt í samstarfi við Íþrótta-
akademíuna í Reykjanesbæ, og
hefur umsóknum um það nám
fjölgað nokkuð á milli ára.
Metfjöldi hefur sótt
um skólavist í HR
UNDANFARNA tvo daga hefur
Hrafn Svavarsson áhugaljósmynd-
ari rekist á á annan tug fuglshræja á
göngum sínum um Seltjarnarnes.
Hrafn segir ekki fara á milli mála
að fuglarnir hafi verið skotnir, en
sérstakt leyfi þarf til að skjóta fugl
innan bæjarmarka og nægir skot-
vopnaleyfi ekki til.
Veiðimönnum ber skylda til að
hirða bráð sína, en það höfðu þeir
sem þarna voru á ferðinni ekki gert
heldur möruðu fuglarnir ýmist í
hálfu kafi í sjónum eða lágu í fjör-
unni.
Meðal hræanna voru hræ síla-
máva og svartbaks, auk ellefu fýla,
en sá síðastnefndi er friðaður hér á
landi á þessum árstíma.
Lögreglan hafði í gær ekki hafið
rannsókn á því hvernig dauða
fuglanna bar að.
Fuglar skotnir á
Seltjarnarnesinu
Ljósmynd/Hrafn Svavarsson
„ÞAÐ er alltaf eitthvað nýtt sem ber
fyrir augu í hvert skipti sem maður
kemur til Surtseyjar,“ segir dr.
Sturla Frið-
riksson en hann
hefur fylgst með
þróun eyjarinnar í
þau 42 ár sem lið-
in eru síðan hún
reis úr sjó suður
af Vest-
mannaeyjum.
Þessi orð Sturlu
má til sanns vegar
færa en í fjögurra
daga leiðangri vís-
indamanna til eyjarinnar, sem lauk í
gær, fundust fjórar nýjar tegundir
háplantna og allnokkrar nýjar fléttu-
tegundir. Háplöntutegundirnar sem
um ræðir eru þúfusteinsbrjótur,
burnirót og blávingull en einnig fund-
ust blómstrandi blóðbergsplöntur.
Frá upphafi hafa því fundist 64 teg-
undir æðri plantna í Surtsey en að-
eins 56 þeirra reyndust nú á lífi.
Sturla steig fyrst á land í Surtsey
árið 1964 til þess að kanna hvort eitt-
hvert líf hefði borist þangað. Sem
nærri má geta var útlit eyjarinnar
mjög frábrugðið því sem nú er og
fyrstu lífverurnar komust fyrir á
litlum diski.
„Þegar ég kom þarna fyrst var allt
saman kolsvart – engin planta og ekki
neitt. Ég kom einungis með ætisdiska
sem gætu höndlað bakteríur og mygl-
ur sem gætu hafa borist í loftinu.“
Ekki allar plönturnar
eru eins og Róbinson Krúsó
Bakteríurnar og myglurnar voru
þó ekki lengi einráðar í Surtsey því
strax á öðru ári tók fyrsta plantan sér
þar bólfestu.
„Á öðru ári kom þarna fjörukál og
fór að vaxa en þetta var fyrsta plant-
an. Það var auðvitað mikill viðburður
að sjá fyrstu plöntuna en nú er ekkert
fjörukál að finna og það hefur aðeins
fundist einstaka sinnum síðan þá.
Plantan er einær og deyr út sum ár-
in.“ Sturla segir að einungis hluti
þeirra æðri plantna sem hafi fundist í
Surtsey finnist þar árlega. Þannig
nemi plönturnar land og deyi svo út
sumar hverjar. Þessu megi líkja við
ævintýrið um Róbinson Krúsó,
óheppna sæfarann sem skolaði upp á
eyðieyju, hvar hann mátti dveljast við
þröngan kost.
„Að komast út á eyðieyju er eitt en
það er annað að lifa það af. Það eru
ekki allar plönturnar eins og Rób-
inson Krúsó.“
Það er auðvelt að ímynda sér að
ítrekuð ferðalög til Surtseyjar séu
fremur tíðindalítil en blaðamaður
kemst fljótt að raun um að svo er
ekki.
„Þetta er eins og að vera í æv-
intýraleit að fara þarna um og finna
eitthvað nýtt en það er alltaf einhver
nýlunda sem verður á vegi manns,“
segir Sturla með glampa í augunum
og bendir á að hann hafi orðið vitni að
mörgu furðulegu á ferðalögum sín-
um.
„Náttúran hefur óendanlega mikla
möguleika á að bera líf til úthafs-
eyjar. Mér þykir alltaf mjög merki-
legt þegar ég fann pétursskip, sem er
egg skötunnar, í Surtsey og á því
hékk fullt af fræjum. Þá hafði þetta
skip virkað eins og flutningabátur en
það hafði komist á einhverja strönd á
meginlandinu þar sem fræ hafa verið
og hengt sig utan á yfirborð skipsins.
Síðan flutti sjórinn skipið yfir til
Surtseyjar og þar var það komið upp
á land hlaðið fræjum. […] Þá var það
viðburður þegar skordýrafræðingar
fundu þarna girðingarstólpa sem
hafði flotið upp í fjöruborðið og þegar
að var gáð var á staurnum fullt af
litlum maurum. Þeir höfðu komið
þarna hlaupandi á staurnum eftir því
sem hann ruggaði með öldunum og
hlupu síðan af honum og gátu numið
land. Svona ævintýrum finnur náttúr-
an uppá,“ segir Sturla og spyr í kjöl-
farið blaðamann hvernig í ósköp-
unum ánamaðkur komist til
Surtseyjar. Blaðamaður á engin svör
við því og sættist því fljótt á þá út-
skýringu Sturlu að sennilega berist
hann þangað sem egg á fiðri eða fót-
um fugla.
„Lífið virðist því koma til Surts-
eyjar bæði með sjó- og landflutn-
ingum.“
Dr. Sturla Friðriksson hefur fylgst með þróun Surtseyjar
„Þetta er eins og að
vera í ævintýraleit“
Ljósmynd/Sturla Friðriksson
Leiðangursmenn við Pálsbæ í Surtsey, sem reis úr sjó fyrir 42 árum.
Dr. Sturla
Friðriksson
Eftir Þóri Júlíusson
thorirj@mbl.is