Morgunblaðið - 21.07.2006, Side 6

Morgunblaðið - 21.07.2006, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is SEX manns björguðust naumlega út úr brennandi húsi við Suð- urgötu 27 í Keflavík í fyrrinótt. Tveir feðgar sem búa á miðhæð hússins björguðu sér sjálfir út úr húsinu en fengu væga reykeitrun og voru þeir fluttir á sjúkrahús. Fjögurra manna fjölskylda býr hinsvegar á efri hæð hússins og voru henni öll sund lokuð þegar eldurinn magnaðist. Brugðu liðs- menn Brunavarna Suðurnesja, sem var með allt tiltækt lið á staðnum, á það ráð að bjarga fólk- inu út um glugga. Var stigilagður upp að húsinu og slapp fjölskyldan því ómeidd. Eldurinn kom upp kl. 2.30 í fyrrinótt í svefnherbergi á miðhæð hússins, en um er að ræða hálfnið- urgrafið steinhús. Þegar slökkvi- liðið kom á staðinn var mikill eldur í húsinu og ljóst að um alvarlegt atvik var að ræða þar sem manns- líf voru í hættu og þyrfti skjót við- brögð. „Við reistum stiga upp að glugg- anum hjá fólkinu og samtímis því að bjarga fólkinu út var farið í að berjast við eldinn á miðhæðinni,“ sagði Jón Guðlaugsson varaslökk- viliðsstjóri Brunavarna Suð- urnesja. „Það þurfti að brjóta rúð- ur til að komast að fólkinu en það gekk nokkuð vel að koma þeim út. Þarna var um að ræða foreldra með tvö ung börn, þar af aðeins nokkurra mánaða gamalt barn. Það má segja að þetta hafi farið eins vel og hugsast gat því það var mikill eldur í húsinu. Feðgarnir björguðust út af sjálfsdáðum, með reykeitrun reyndar, en það var mikill eldur og íbúðin illa farin.“ Til marks um eldsofsann, þá sprungu rúður í húsinu þegar slökkviliðið var að mæta á vett- vang. Íbúar í íbúðunum tveim not- ast við sama stigagang og útihurð og segir Jón að fjölskyldan á efri hæðinni hafi ekki átt neina mögu- leika á útgöngu með venjulegum leiðum. Því hafi glugginn verið notaður sem flóttaleið. Lögreglan í Keflavík mætti á staðinn og er rannsóknadeildin að kanna möguleg upptök eldsins. Fjölskyldu bjargað naumlega Komst úr brenn- andi húsinu með aðstoð slökkviliðs Ljósmynd/Hilmar Bragi Miklar skemmdir urðu á íbúðinni eftir að eldur kom upp í henni í fyrri- nótt. Verið er að rannsaka eldsupptök, en ekkert liggur fyrir um þau enn. KRISTÍN Káradóttir var einbeitt á svip þegar ljós- myndari Morgunblaðsins átti leið framhjá Austur- bæjarskóla. Hún var að leggja lokahönd á þakið á kofanum sem hún hefur verið að byggja. En þó að þakið sé klárt er lokafrágangur oft tímafrekur. Það vita þeir sem staðið hafa í húsbyggingum. Það má því allt eins búast við að Kristín verði næstu daga að mála og laga til í nýja kofanum. Svo er aldrei að vita nema slegið verði upp veislu. Á hverju ári eru margir kofar af ýmsum stærðum og gerðum smíðaðir á smíðavöllum sem Reykjavík- urborg rekur á nokkrum stöðum í borginni. Krakk- arnir geta fengið kofana flutta heim á lóð til sín ef þeir hafa aðstöðu til að koma þeim þar fyrir. Morgunblaðið/Golli Kristín leggur lokahönd á kofann LANDSSAMBAND veiði- félaga hefur kært til um- hverfisráðherra þá ákvörðun Skipulagsstofnunar að fyrir- hugað þorskeldi AGVA ehf. í Hvalfirði þurfi ekki að sæta umhverfismati. Gert er ráð fyrir 3.000 tonna þorskeldi í firðinum og hafa veiðifélög áhyggjur af því að sleppi fisk- urinn úr kvíunum geti það leitt til hruns laxastofna í þeim ám er renna í Hvalfjörð- inn. Botnsá, Brynjudalsá og Laxá í Kjós renna allar í fjörðinn og nemur meðalveiði í ánum samanlagt um 1600 fiskum ár hvert. Landssam- bandið telur víst að sleppi þorskurinn muni hann leita fæðis í firðinum, m.a. við ósa ánna sem nefndar eru að framan, auk þess sem þorsk- urinn éti laxaseiði. Ef þorsk- eldið leiði til hnignunar laxa- stofna á svæðinu telur landssambandið að gríðarleg- ir eignarhagsmunir veiðirétt- areigenda verði fyrir borð bornir. Þorskeldi í Hvalfirði gagnrýnt Eftir Sigurð Pálma Sigurbjörnsson siggip@mbl.is HÖSKULDUR Ásgeirsson, for- stjóri Flugstöðvar Leifs Eiríksson- ar, segir málflutning Samtaka verslunar og þjónustu vera rugl- ingslegan, en samtökin kærðu ný- lega rekstur komuverslunar í flug- stöðinni til eftirlitsstofnunar EFTA, ESA. „Í málflutningi þeirra og rök- stuðningi fyrir þessari leið finnst okkur þeir vera að rugla saman heimild ferðamannsins til að kaupa tollfrjálsan varning, sem er 46 þús- und krónur í dag, og rekstrarfyr- irkomulaginu sem eru óskyldir hlutir. Það finnst okkur vera rugl- ingsleg framsetning af hálfu Sam- taka verslunar- og þjónustu.“ Í yf- irlýsingu frá fyrirtækinu kemur fram að rekstur verslunar og þjón- ustu í flugstöðinni sé í samræmi við lög frá Alþingi og reglur sem stjórnvöld setja hverju sinni. „Það er heimildarákvæði í nýjum tolla- lögum fyrir því að setja reglugerð fyrir vöruflokka í komuverslunina. Ég veit ekki betur en sú vinna sé á lokastigi í fjármálaráðuneytinu. Það eru ákveðin lög í kringum rekstur flugstöðvarinnar og síðan erum við með rekstrarleyfi frá ut- anríkisráðuneytinu.“ Samkeppni milli flugstöðva Rök SVÞ fyrir að leggja niður verslunina á komusvæði Leifs- stöðvar eru aðalleg þau að þeir telji það ósiðlegt að ríkið skuli vera í samkeppni við einkaaðila sem standa í verslunarrekstri hérlend- is. Höskuldur sagði svo ekki vera, samkeppnin væri aðallega við er- lendar verslanir: „Nei, við teljum að þessi verslun sé að óverulegu leyti í samkeppni við innlenda verslun og ef komuverslun yrði lögð niður myndi stærsti hluti þeirrar verslunar sem þar fer fram færast til útlanda,“ og vísaði því til sönnunar til Noregs, en þar voru nýlega sett lög sem heimiluðu frí- hafnarverslun fyrir komufarþega: „Þá færðist þessi verslun frá er- lendum verslunum inn í norskar flugstöðvar. Það hefur skipt gríð- arlegu máli fyrir flugstöðina í Ósló, Gardermoen.“ Auk þess kemur fram í yfirlýs- ingu flugstöðvarinnar að komufar- þegar hafi heimild til að kaupa toll- frjálsan varning að upphæð 46 þúsund krónur og ef farþegi gæti ekki nýtt sér þessa heimild við komu til landsins væri næsta víst að mestur hluti slíkra viðskipta ætti sér stað erlendis og störfum við flugstöðina fækkaði að sama skapi. Rök og reynsla hníga að því að dæmigerðar fríhafnarvörur á borð við áfengi, ilmvatn og sælgæti yrðu keyptar erlendis og fluttar hingað til lands ef komuverslun í flugstöðinni yrði lögð af. Því taldi Höskuldur þennan rökstuðning vera mjög veikan. „Mér finnst þessi rökstuðningur mjög veikur hjá þeim að telja að þetta sé í sam- keppni við innlenda verslun. Þetta er fyrst og fremst samkeppni við erlendar flugstöðvar og erlenda verslun.“ Flugstöð Leifs Eiríkssonar um kæru SVÞ til ESA vegna komuverslunar Rök um samkeppni er veikur rökstuðningur ALCAN auglýsir um þessar mundir eftir starfsfólki vegna endurgangsetningar kera í skála þrjú. Á vef fyrirtækisins kemur fram að það vanti starfsmenn á þrí- skiptar vaktir í raf- greiningu. Fram kemur að við endurgangsetningu kera þurfi góðan tíma fyrir undirbúning og einnig mikla umönnun fyrstu sólarhringana á eftir. Sökum þessa hafi verið ákveðið að setja á laggirnar auka vinnuhóp á hverri vakt í rafgreiningu sem muni alfarið vinna við endurgangsetningu kera í skála þrjú. Er tekið fram að um sé að ræða bæði framtíðar og tímabundin störf. Allar nán- ari upplýsingar má nálgast á vef Alcan: www.alcan.is. Vantar starfsfólk við endurgangsetningu Frá álverinu í Straumsvík. FLUGMÁLASTJÓRN kynnti fyrir for- ystumönnum Félags íslenskra flugumferð- arstjóra 11. júní sl. mögulegar breytingar á nýja vaktakerfinu þar sem leitast var við að koma til móts við óskir flugumferð- arstjóra, m.a. með því að fjölga fríhelgum og fækka vöktum. Stjórn FÍF hafnaði þessum hugmyndum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Flugmálastjórn. Þar segir jafnframt að viðræður um breytingar á vaktakerfi milli Flugmálastjórnar og FÍF hafi staðið yfir frá árinu 1999. Eftir að Flugmálastjórn taldi ljóst að ekki næðist samkomulag hafi verið ákveðið fyrr á þessu ári að nauðsyn- legt væri að gera breytingar á vaktakerfi í flugstjórnarmiðstöðinni. Tilgangurinn hafi einkum verið að bæta við mönnun á álagstímum, laga mönnun betur að flug- umferð og nýta um leið betur starfskrafta stofnunarinnar. Þá hafi einnig á síðustu árum borist ábendingar frá starfsmönnum um að mönnun á tilteknum tímum sólar- hringsins sé ekki í samræmi við flug- umferð og ákveðnar vaktir séu of langar. Flugmálastjórn bendir á hún sé á leið í mikið samkeppnisumhverfi og því sé talið rétt að starfsemin sé löguð að aðstæðum, en töluverð þróun hafi átt sér stað í ná- grannalöndum okkar í þá átt að stytta vaktir flugumferðarstjóra. Á Bretlandi hafa menn farið þá leið að binda hámarks- lengd vakta flugumferðarstjóra í lög eða reglugerð, en samkvæmt þeim mega dag- vaktir flugumferðarstjóra ekki vera lengri en 10 klukkustundir og næturvaktir ekki lengri en 9 klukkustundir. Svipað fyr- irkomulag er í Noregi. Höfnuðu tilboði frá Flugmálastjórn JÓNAS Garðarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambands Reykjavíkur, hefur áfrýjað máli sínu til Hæstaréttar. Jónas var 6. júní sl. dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í þriggja ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi fyrir þátt sinn í sjó- slysinu á Viðeyjarsundi í september á sl. ári. Jónas hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu og segist ekki hafa verið við stýrið. „Ég tel mig ekki hafa fengið réttláta málsmeðferð og þess vegna er þetta gert. Það er sagt að ég ljúgi því að ég hafi ekki verið að sigla bátnum en það verður að sanna það með einhverjum hætti,“ segir Jónas og bætir við að íslenskir læknar sem komu fyrir dóminn hafi bent á að hann gæti ekki hafa verið við stýrið, miðað við þá áverka sem hann hlaut í slysinu. Jónas Garðarsson áfrýjar máli sínu RÁN í verslun í Mosfellsbæ um síðustu helgi hefur verið upplýst hjá lögreglunni í Reykjavík og hefur tveim 18 ára piltum af þrem verið sleppt úr gæsluvarðhaldi. Sá þriðji situr enn í haldi en framhaldið verð- ur ákveðið í dag, föstudag. Fyrir liggur játning á ráninu sem framið var með hníf seint á laugardagskvöld síðastliðið. Vegna málsins voru alls fimm einstaklingar hand- teknir. Þá hefur gripdeild og líkamsárásarmál í verslun við Granda fyrr sama dag verið upplýst hjá lögreglu. Ránið í Mosfellsbæ upplýst hjá lögreglu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.