Morgunblaðið - 21.07.2006, Síða 9

Morgunblaðið - 21.07.2006, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Allt á hálfvirði Ennþá gott úrval af sumarfatnaði Tískuverslun Eiðistorgi 13, 2. hæð á torginu Sími 552 3970 Finnur þú ekki stærðina þína? Gerum buxur eftir pöntun. ÚTSALA Opið: mán.-fös. kl. 14-18. Stærðir 38-50 Til og með 31. júlí opið alla daga ÍSRALESKA kajakkonan Rotem Ron á nú raunverulega möguleika á því að ná þeim tímamótaáfanga í kajakíþróttinni að verða fyrsti ræð- arinn sem tekst að róa í kringum Ís- land ein síns liðs. Hún kom til Víkur í Mýrdal á mánudaginn og hvílir sig þar fyrir næsta kafla, sem er einn erfiðasti hluti leiðarinnar, nefni- lega fyrir suðvesturhorn landsins. Takist henni að róa áfallalaust fyrir Reykjanestána á næstu dögum eða vikum er eftirleikurinn næsta auð- veldur yfir Faxaflóa og fyrir Snæ- fellsnes að lokamarkinu í Stykkis- hólmi. Rotem lagði af stað frá Hólm- inum 10. júní og reyndist henni til- tölulega auðvelt að róa alla leið að Höfn í Hornafirði en á næstu köfl- um fékk hún að reyna erfiðleika á borð við miklaölduhæð, hörkulens og brim með tilheyrandi látum við lendingar auk þess sem sandbyljir gerðu henni erfitt fyrir í landi. Erfitt sjólag við suðurströndina þarf þó ekki að koma á óvart því straumar liggja upp að ströndinni en í ofanálag lenti Rotem í sunn- anáttum sem ekki bættu ástandið. Hún varð að bíða af sér veður í neyðarskýli á Skeiðarársandi og hélt því næst áfram til Víkur þar sem hún tók því rólega. Einu sinni áður hefur kajak- leiðangri tekist að róa í kringum landið, en þá voru þrír bandarískir ræðarar saman á ferð fyrir fáeinum árum. Enginn hefur hins vegar róið einn í kringum landið og vex því spennan dag frá degi í leiðangri Rotem. Stefnir áfram með suðurströndinni      )( *+*",* & ! --  . /0  ",* HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur dæmt karlmann á þrítugsaldri til níu mánaða fangelsisvistar, en til- efni þótti til að skilorðsbinda átta mánuði refsingarinnar. Var hann dæmdur fyrir eignaspjöll, líkams- árás og þjófnaði. Auk þess var ákærða gert að greiða fórnarlömb- um sínum rúma hálfa milljón króna í skaðabætur. Ákæran á hendur manninum var í tveimur liðum, annars vegar vegna árásar á ómerkta lögreglubifreið, þar sem ákærði braut hliðarrúðu með þeim afleiðingum að glerbrot- um rigndi yfir óeinkennisklæddan lögregluþjón, og hins vegar vegna fjögurra þjófnaðarbrota. Í þjófnað- arbrotunum fór maðurinn m.a. inn á veitingastað í Reykjavík og stal skiptimynt, inn í íbúðarhúsnæði þar sem hann stal m.a. fartölvu, mynda- vél, skartgripum og postulínskönnu og inn í grunnskóla og leikskóla þar sem hann tók m.a. tölvu og leikföng ófrjálsri hendi. Ákærði játaði brot sín skýlaust að undanskilinni líkamsárás, en hann kvaðst aðeins hafa brotið rúðuna í ómerkta lögreglubílnum til að hræða þá sem í henni voru. Á þeim tíma vissi hann ekki að um lögreglu- menn væri að ræða og hélt að í bif- reiðinni væru ungir karlmenn sem stolið höfðu GSM-síma félaga ákærða nokkru áður. Fram kemur í niðurstöðu héraðs- dóms að maðurinn hefur frá árinu 1998 hlotið átta dóma og verið dæmdur til að sæta fangelsisvist í 24 mánuði fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, lögum um ávana- og fíkniefni og umferðarlagabrot. Tilefni þótti til að skilorðsbinda refsinguna þar sem hagir ákærða eru nú breyttir, hann í sambúð og á barn. Hann hefur auk þess leitað sér lækninga vegna vímuefnavanda og hyggst fara í iðnnám. Tók þátt í árásinni Í dómhaldinu var á sama tíma tekið fyrir mál annars karlmanns á þrítugsaldri en sá tók þátt í árásinni á ómerktu lögreglubifreiðina, en auk þess fundust við húsleit á heim- ili mannsins tæpt hálft gramm af tóbaksblönduðu kannabisefni. Ját- aði maðurinn brot sín og var dæmd- ur til að greiða hundrað þúsund krónur til ríkissjóðs í sekt auk þess að greiða hluta viðgerðarkostnaðar vegna lögreglubifreiðarinnar og hluta af sakarkostnaði. Guðmundur L. Jóhannesson hér- aðsdómari kvað upp dóminn. Arn- þrúður Þórarinsdóttir, fulltrúi lög- reglustjórans í Hafnarfirði, flutti málið af hálfu ákæruvaldsins en Hilmar Ingimundarson hrl. og Bergsteinn Georgsson hdl. vörðu mennina. Níu mánaða fangelsi fyrir eignaspjöll og þjófnaði STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra hefur skipað nefnd til að leggja fram tillögur um við hvaða að- stæður einkaframkvæmd í sam- göngum getur talist vænlegur kost- ur. Nefndinni er falið að skila tillögum eigi síðar en 1. september þannig að hafa megi álit hennar til hliðsjónar við afgreiðslu samgöngu- áætlunar 2007 til 2018. Ingimundur Sigurpálsson, for- stjóri Íslandspósts, er formaður nefndarinnar en aðrir nefndarmenn eru Halldór Árnason skrifstofustjóri, sem tilnefndur er af forsætisráðu- neytinu, og Stefán Jón Friðriksson viðskiptafræðingur, sem tilnefndur er af fjármálaráðuneytinu. Ritari nefndarinnar verður Eiríkur Bjarna- son, verkfræðingur í samgönguráðu- neytinu. Í skipunarbréfi nefndarmanna kemur fram að borist hafi tilboð að undanförnu frá ýmsum aðilum um einkaframkvæmd samgöngumann- virkja. Til dæmis gerð jarðganga um Vaðlaheiði og Óshlíð, tilboð um breikkun Suðurlandsvegar frá Reykjavík og austur fyrir Fjall, til- boð um að hringvegur nr. 1 liggi um Svínvetningabraut, gerð vegar um Arnkötludal og um gerð Sundabraut- ar í Reykjavík. Nefndinni er ætlað að marka stefnu um hvaða skilyrði þurfi að vera fyrir hendi til að einkafram- kvæmd eigi við um samgöngumann- virki og hvenær ekki. Hún á einnig að marka stefnu um við hvaða aðstæður, hvort og á hvern hátt verði gengið til samninga við að- ila sem bjóðast til að fjármagna fyrir ríkið einkaframkvæmd í sam- göngum. Í því sambandi komi til álita hvort skylt sé með vísan til laga og alþjóðasamninga að fram fari al- mennt eða lokað útboð þar sem fleiri aðilum en þeim sem hugmynd eiga að einkaframkvæmdinni er boðið að sinna verkinu. Þá er nefndinni ætlað að meta hvort samstarf við einkaaðila um verkefni sem ekki hafa komist inn í 12 ára samgönguáætlun raski inn- byrðis forgangsröð annarra brýnna framkvæmda og hafi þannig áhrif til langrar framtíðar um röðun verk- efna. Nefnd skipuð um einkafram- kvæmdir í samgöngumálum HEIÐDÍS Lilja Magnúsdóttir hefur verið ráðinn ritstjóri á tímaritinu Nýju lífi. Heiðdís er píanókennari að mennt en hefur starfað á tíma- ritinu síðastliðin fimm ár og er því öllum hnútum kunnug á blaðinu. Júlíblað Nýs lífs er að koma út og er forsíðuviðtalið við Bryndísi Schram. Með blaðinu fylgir smá- sögubók, með 14 sögum eftir les- endur blaðsins sem og þekkta höf- unda. Yngsti höfundurinn er 17 ára en sá elsti á áttræðisaldri. Nýr ritstjóri Nýs lífs Innihaldið skiptir máli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.