Morgunblaðið - 21.07.2006, Page 10

Morgunblaðið - 21.07.2006, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „[…] þjóðníðingar, land- sölumenn, vesalmenni, leiguþý, mútuþegar, svikarar, agentar, æsingamenn […]“ Björn Bjarnason skrifar um Kalda stríðið í Lesbók. á morgun BLAÐAMAÐUR Morgunblaðsins fékk staðfestingu á því að íslenska sumarveðrið er ekki til að hrópa húrra fyrir þegar Willy Ker tók á móti honum í skútu sinni í Hafnar- fjarðarhöfn. Ker er rúmlega átt- ræður Breti og siglir um Norður- Atlantshafið á skútu sinni. Það fyrsta sem hann gerði þegar hann stakk höfði út úr skútu sinni var að hneyksl- ast yfir framferði veðurguðanna. Willy sigldi hingað til lands ásamt hátt á annan tug breskra skútna til að fagna því að 150 ár eru liðin síðan breski lávarðurinn Dufferin sigldi til Íslands. Dufferin lávarður skrifaði ferðasögu sína sem gefin hefur verið út og hafa margir heillast af, þar á meðal Willy sem fyrst sigldi hingað til lands árið 1981 eftir að hafa lesið bók- ina. Hefur siglt til nær allra hafna hér landi Saga þjóðanna sem búa við Norð- ur-Atlantshafið heillar hann og sér í lagi þjóðflutningar víkinga frá Noregi alla leið til Norður-Ameríku. „Það er einkum það að kanna fáfarnar slóðir og kynnast menningu þjóðanna hér sem rekur mig áfram,“ segir Willy. Á meðan hann talar um hvernig hann hefur elt Eirík rauða og Leif heppna um hafið vaggar skútan með Willy og blaðamann innanborðs allhressilega þar sem hún liggur í höfninni. „Mér þykir ekkert spennandi við að sigla á milli hafna við Miðjarðarhafið, sigl- ingar snúast um að beisla frumöflin en ekki að dóla um í golunni með fá- klætt kvenfólk á dekkinu.“ Síðastliðin ár hefur hann siglt bæði að norðurskautinu og suðurskautinu og er þekktur sem einn af reyndustu skútusjómönnum á Norður- Atlantshafinu. Hann hefur safnað miklum upplýsingum um Færeyjar, Ísland og Grænland sem gefnar hafa verið út í bók fyrir þá sem hingað vilja ferðast á skútum. „Ég hef siglt til næstum allra hafna hér á landi og finnst mjög gaman að sigla hér. Það mætti þó gera meira fyrir þá sem ferðast um á skútum. Maður hefur ekkert á móti því að borga hafn- argjöld en mér finnst nú að hafnir eins og sú í Reykjavík og þessi hér megi bjóða upp á smáþjónustu fyrir þá sem koma á skútum. Ferða- mannaþjónustan hér ætti að beita sér fyrir þessu.“ Þrátt fyrir að vera kominn á níræð- isaldurinn siglir hann enn um höfin og lætur það ekki á sig fá þó hann sé einn um borð í skútunni sem er af smærri gerðinni. „Það fylgir því að verða gamall að unga fólkið keppist ekki um að sigla með manni. Þegar fólk þarf að lifa svona þröngt saman á löngum siglingum þá er ég hræddur um að hægt sé að finna skemmtilegri ferðafélaga en 82 ára gamlan karl,“ segir Willy og hlær. „Það sem er erf- iðast við að sigla einn er að fá nægan svefn.“ Af því að stöðugt þarf að fylgj- ast með því hvort skútan rekist á eitt- hvað getur Willy aðeins sofið í tutt- ugu mínútur í einu allan tímann sem hann er á sjó. „Þetta er í rauninni ekki ósvipað því sem ég geri þegar ég hjálpa syni mínum í búrekstrinum. Þá sefur maður stutta stund, vaknar og athugar hvort ekki sé allt í lagi með kindurnar og fer svo aftur að sofa.“ Eiginkona hans siglir ekki lengur með honum en fylgist þó vökulum augum með ferðum hans. „Við höfum það fyrir reglu að ég hringi í hana á hverju einasta kvöldi klukkan átta. Ef það bregst þá á hún að hringja í neyðarþjónustu. Ég hef einu sinni gleymt þessu, þá hringdi hún hins vegar í bankann okkar og komst að því að ég var að nota greiðslukortið okkar í firði á Grænlandi. Ég fékk svo kenna á því þegar ég hringdi í hana næst.“ Hann viðurkennir þó alvar- legur í bragði að auðvitað felist áhætta í siglingum sem þessum. „Það er alltaf áhætta í þessu en maður lær- ir að meta hana og átta sig á því hve- nær það sé skynsamlegt að vera djarfur og hvenær ekki. Það er það sem maður græðir með aldrinum.“ Er á níunda lífi Það eru ekki margir sem sigla einir svona langar leiðir og enn færri á ald- ur við Willy. Hann segist þó vita að hann geti ekki haldið þessu áfram endalaust. „Ég hef sagt við son minn að ég muni hætta þessu þegar ég kemst ekki lengur úr beddanum. En til að lifa lengur þá verður maður að hafa gaman af einhverju. Ég held að það sé áhugi minn á því að kanna og sigla sem heldur mér gangandi. Ég er alltaf að leita að nýjum stöðum,“ segir Willy og fyrr en varir er hann búinn að nefna fjóra staði á Grænlandi sem hann langar að skoða, þar af einn þar sem hann hefur þurft frá að hverfa vegna skemmda á skútunni. „Það er mikil heppni í þessu. Oft er sagt kett- ir hafi níu líf. Kannski er ég á mínu ní- unda. Maður getur ekki verið hepp- inn endalaust.“ Siglir á norðurslóðum á níræðisaldri Willy Ker sigldi hingað til lands í fyrsta skipti fyrir 25 árum og hefur verið reglulegur gestur síðan þá. Gunnar Páll Baldvinsson ræddi við Willy um borð í skútu hans en á henni hefur hann siglt heimskaut- anna á milli. Morgunblaðið/Eggert Willy Ker á skútu sinni í Hafnarfjarðarhöfn. gunnarpall@mbl.is Í DRÖGUM að nýju lagafrumvarpi um skipulags- og byggingarmálefni sem unnið var að beiðni umhverfis- ráðherra er lagt til að komið verði á sérstöku landsskipulagi sem marki stefnu stjórnvalda í skipulagsmálum og fjalli einkum um það mál sem varði almannahagsmuni. Fram kem- ur í frumvarpinu að landsskipulags- stefnu er eftir þörfum ætlað að sam- ræma stefnu stjórnvalda í ólíkum málaflokkum sem snerta skipulags- gerð sveitarfélaga og í henni verður m.a. stefna stjórnvalda um sjálfbæra þróun útfærð. Hugmyndin er sú að landsskipulagsstefna skuli lögð fyrir Alþingi í formi tillögu til þingsálykt- unar til 12 ára og getur hún náð til landsins alls, einstakra landshluta eða allrar efnahagslögsögunnar, en endurskoða skuli stefnuna á fjögurra ára fresti, þ.e. eftir hverjar kosning- ar. Mjög aðkallandi að fá fram stefnu ríkisins Samkvæmt frumvarpsdrögunum er gert ráð fyrir að umhverfisráð- herra ákveði áherslur landsskipu- lagsstefnu hverju sinni, en að Skipu- lagsstofnun verði falin framkvæmd vinnunnar. Stofnuninni er þannig ætlað að vinna drög að landsskipu- lagsstefnu til ráðherra og hafa við þá vinnu samráð við hlutaðeigandi stofnanir, eins og Orkustofnun, Um- hverfisstofnun og Vegagerð ríkisins, auk þess að vera í nánu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga. „Það var orðið mjög aðkallandi að til væri heildarstefna ríkisins í hinum ýmsum málaflokkum, sem sveitar- félögin vinna síðan úr hvert á sínu svæði,“ segir Stefán Thors, skipu- lagsstjóri ríkisins, þegar hann er inntur eftir því hvers vegna ástæða hafi þótt til að koma á landsskipulagi. Segir hann hugsunina þá að lands- skipulag sé rétthæsta skipulagsstig- ið sem beri að taka tillit til við gerð annarra skipulagsáætlana, s.s. aðal- skipulag sveitarfélaganna, enda nauðsynlegt að sveitarfélögin hafi ákveðið leiðarljós í sinni vinnu, hvort heldur það snúi að t.d. lagningu há- lendisvega eða nýtingu orkuvinnslu- svæða. Þess má geta að tekið er fram í frumvarpsdrögunum að í kjölfar setningar landsskipulagsstefnunnar beri að laga gildandi skipulagsáætl- anir að nýrri landsskipulagsstefnu. Aðspurður segir Stefán hugmynd- ina með landsskipulaginu vera þá að þetta verði ákveðið stjórntæki. „En síðan er það pólitísk ákvörðun á hverjum tíma hversu nákvæmlega er farið í saumana á hlutunum í skipu- laginu,“ segir Stefán og bendir á að enn eigi eftir að ákveða hvort skipu- lagið eigi að vera mjög stýrandi stjórntæki eða meira á almennum nótum sem ekki feli neina bindingu í sér, það sé á færi umhverfisráðherra og Alþingis að ákveða það. Lagt er til að frumvarpið taki gildi 1. janúar 2008, en umhverfisráðherra stefnir að því að leggja frumvörpin fyrir Alþingi á komandi haustþingi. Nálgast má frumvarpsdrögin á vef ráðuneytisins og er öllum gefinn kostur á að koma á framfæri athuga- semdum við drögin fyrir 15. ágúst nk. Landsskipulagi ætlað að samræma stefnu stjórnvalda Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is SAMFYLKINGIN skorar á samkeppnisyfirvöld að flýta rannsókn á afleiðingum fá- keppni á matvælamarkaði í landinu og mótun tillagna til að sporna gegn fákeppni. Flokkurinn mun þá í haust beita sér fyrir breytingum á lögum sem ætlað er að tryggja að fjármálaráðuneytið eitt, en ekki landbúnaðarráðuneytið, fari með ákvörðun um inn- flutningstolla. Í ályktun flokksins sem send var út í gær kemur fram að Samfylkingin styðji ein- dregið hugmyndir um afnám vörugjalda og innflutningstolla á landbúnaðarafurðir í áföng- um, í samræmi við þær til- lögur sem kynntar séu í skýrslu formanns matvæla- verðsnefndar. „Samfylkingin leggur áherslu á að samfara afnámi innflutningstolla verði gripið til tímabundinna að- gerða til að tryggja hag bænda og getu landbúnaðarins til að standast aukna sam- keppni, til dæmis með því að auka beinan stuðning við upp- byggingu bænda.“ Undrast flokkurinn hálf- velgju ríkisstjórnarinnar í garð tillagna um afnám tolla og vörugjalda og átelur sinnu- leysið sem þar kemur fram gagnvart hagsmunum almenn- ings. Undrast hálfvelgju ríkisstjórn- arinnar Samfylkingin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.