Morgunblaðið - 21.07.2006, Síða 11

Morgunblaðið - 21.07.2006, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 11 FRÉTTIR EFTIRLITSSTOFNUN EFTA (ESA) hefur sent íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit þess efnis, að búsetukröfur, sem gerðar eru í reglum um náms- lán hér á landi, séu taldar mismuna erlendum far- andverkamönnum og fjölskyldum þeirra. Búsetu- skilyrðin er að finna í 13. gr. laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna og kveða á um að til að fá lán frá sjóðnum þurfi umsækjandi að hafa verið búsettur hér á landi síðustu tvö ár eða þrjú ár af síðustu tíu. Reglan, sem kom inn í lögin árið 2004, tekur jafnt til íslenskra ríkisborgara sem ríkis- borgara landa á EES-svæðinu. Í tilkynningu ESA segir að EES-samningurinn geri ráð fyrir að farandverkamenn njóti sama rétt- ar til félagslegra hlunninda og verkamenn, sem búsettir eru í viðkomandi ríkjum og að fjármögn- un náms sé talin til slíkra hlunninda. Stofnunin segir að þótt reglurnar gildi jafnt um íslenska rík- isborgara sem aðra EES-þegna eigi Íslendingar auðveldara með að uppfylla þær og því felist óbein mismunun í reglunum. Segist ESA telja, að ís- lensk stjórnvöld hafi ekki sýnt fram á, að slík mis- munun sé réttlætanleg. Tilgangur rökstudds álits er að veita ríkjum lokafrest til að grípa til aðgerða áður en máli er vísað til EFTA-dómstólsins. Ís- land hefur þrjá mánuði til að bregðast við. Steingrímur Ari Arason, framkvæmdastjóri LÍN, segir að ekki verði gripið til sérstakra við- bragða af hálfu sjóðsins vegna álits ESA enda þyrfti að koma til lagabreyting ef verða ætti við kröfum stofnunarinnar. Hann segir að stjórn sjóðsins hafi ekki borist margar kvartanir vegna búsetuskilyrða en þó fundið fyrir óánægju hjá Ís- lendingum sem hefur verið synjað um lán þar sem þeir hafi ekki búið hér á landi í tvö ár eða sam- anlagt þrjú ár af síðustu tíu. Segir búsetuskilyrði LÍN jafngilda mismunun LÍFSLEIKNINÁMSKEIÐ á vegum siglingaklúbbsins Sæfara á Ísafirði stendur nú sem hæst og eru þar 19 krakkar á öllum aldri sem læra hinar ýmsu greinar úti- vistar og ævintýramennsku undir handleiðslu Alberts Magnússonar. Krakkarnir læra að róa kajak og sigla fjórum gerð- um af skútum auk þess sem farið er í hjólaferðir, klifur, klettasig, gönguferðir og fleira. Þá er kennd hjálp í við- lögum sem nauðsynleg er öllum þeim sem hyggjast stunda útivist og sport, ekki síst þeim sem stunda sigl- ingar. Námskeiðahaldið hefur mælst mjög vel fyrir hjá börnum og foreldrum og hafa fyrirtæki á Ísafirði stutt framtakið. Á Ísafirði hefur á síðustu árum verið að byggjast upp mikil þekking á siglingum á kajökum og skútum. Að- staða til að stunda siglingar er mjög góð og náttúran einstök. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Læra saman á kajaka og skútur Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að annmarkar hafi verið á undirbún- ingi, efni og formi þeirra ákvarð- ana sem veiðimálastjóri tók árið 2004, með setningu reglna um bann við netaveiði á göngusilungi í sjó í Eyjafirði, Skjálfanda og Þistilfirði á tilteknu tímabili á ári hverju. Hann beindi því þeim tilmælum til stjórnvalda, nú Landbúnaðar- stofnunar, að þessar ákvarðanir yrðu teknar til endurskoðunar. Þetta kemur fram í áliti umboðs- manns frá 11. júlí síðastliðnum. Í álitinu rakti umboðsmaður ákvæði þágildandi 14. gr. laga um lax- og silungsveiði, en veiðimála- stjóri hafði byggt ákvarðanir sínar á heimild í 7. mgr. þeirrar laga- greinar. Niðurstaða umboðsmanns var í grundvallaratriðum fjórþætt. Í fyrsta lagi taldi hann að sú fram- kvæmd veiðimálastjóra að taka umræddar ákvarðanir eingöngu með setningu almennra stjórn- valdsfyrirmæla hefði ekki verið í samræmi við lög. Í öðru lagi var það niðurstaða umboðsmanns að það hefði verið í andstöðu við skil- yrði nefndrar lagagreinar um „til- tekinn tíma“ að afmarka gildistíma reglnanna við ótilgreint árabil. Í þriðja lagi komst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að það hefði með- al annars verið tilgangur ákvarð- ana veiðimálastjóra að vinna gegn veiðum á göngusilungi í sjó um- fram lagaheimildir annars vegar og sætta ósætti hagsmunaaðila við það fyrirkomulag sem Alþingi hafði ákveðið um bann við veiðum á laxi í sjó en leyfa veiðar göngu- silungs hins vegar. Umboðsmaður sagði þessi sjónarmið ekki hafa verið í samræmi við þá lagaheim- ild sem byggt var á. Í fjórða lagi var það nið- urstaða umboðs- manns að máls- meðferð veiðimálstjóra hefði ekki verið í samræmi við þá grundvallarreglu stjórnsýsluréttar, rannsóknarregl- una, að málsatvik skuli upplýst nægjanlega áður en ákvörðun er tekin. Bannið ekki byggt á rökum Haukur Halldórsson, forsvars- maður félags sjávarréttareigenda veiðiréttar við austanverðan Eyja- fjörð, segist fagna niðurstöðu um- boðsmanns en hún hafi verið í samræmi við það sem kærendur málsins áttu von á. „Þetta [bann við netaveiðum] var ekki byggt á neinum rökum heldur var um að ræða geðþótta- ákvörðun veiðimálastjóra. Ráðu- neytið tilkynnti umboðsmanni í fyrra að þessar reglugerðir yrðu dregnar til baka en ekkert virðist hafa verið gert í því,“ segir Hauk- ur og bendir á að það sé dapurt að þurfa að verja hendur sínar gagn- vart stjórnsýslunni. Aðspurður segir Haukur að hér séu töluverðir hagsmunir í húfi og þeir fari vaxandi. „Þetta eru lífsgæði sem tengjast ferðamennsku og öðru. Það eru fæstir sem eru að veiða í net til sölu en flestir eru að veiða fyrir sjálfa sig og stunda þetta sér til ánægju.“ Haukur hefur rætt álit umboðs- manns við landbúnaðarráðherra og segist ekki hafa trú á öðru en að málið verði tekið til endurskoðunar í kjölfarið. Álit umboðsmanns Alþingis gagnrýnir hvernig staðið var að netaveiðibanni Annmarkar á banni við netaveiði Haukur Halldórsson SAMTÖK verslunar og þjón- ustu – SVÞ – segja ummæli Geirs H. Haarde, forsætisráð- herra, um skýrslu matvæla- nefndar vera óskiljanleg, en þau sé efnislega á þá leið að innflytjendum, heildsölum og smásölum sé ekki treystandi til að láta lækkun tolla og skatta á matvæli, þ.á m. sælgæti, skila sér til neytenda í lægra vöru- verði. Þetta kemur fram í til- kynningu sem SVÞ sendi frá sér. Ennfremur segir í tilkynn- ingunni að þessi ummæli séu óskiljanleg og benda samtökin á að versluninni sé treyst til að innheimta einn af aðalskatt- stofnum ríkisins og hefur ýms- ar skyldur í því sambandi. Ekki hafi borið á því að umræddur stjórnmálamaður hafi efast um ágæti þess fyrirkomulags og að niðurfelling innflutningstolla á grænmeti sem og lækkun virð- isaukaskatts á sumum matvör- um hafi hvort tveggja skilað sér í lægra vöruverði. SVÞ krefjast því skýringa á þessum ummæl- um ráðherra. Skilja ekki ummæli ráðherra BÆJARSTJÓRN Bolungarvíkur hefur ráðið Grím Atlason sem bæj- arstjóra Bolungarvíkur næsta kjör- tímabil. Grímur er 35 ára þroska- þjálfi að mennt en hefur undanfarin ár rekið umboðs- fyrirtæki fyrir tónlistarmenn undir nafninu Austur-Þýska- land og hefur meðal annars tón- listarfólkið og hljómsveitirnar Emilíönu Torrini, Mezzoforte, KK, Ellen Kristjáns- dóttur, Hjálma og fleiri á sinni könnu. Grímur er kvæntur Helgu Völu Helgadóttur, leik- og fjölmiðlakonu, og eiga þau fjögur börn. Grímur mun hefja störf sem bæjarstjóri í Ástar- viku Bolungarvíkur sem hefst 13. ágúst næstkomandi. Ráðinn bæj- arstjóri Bol- ungarvíkur Grímur Atlason LÖGREGLAN í Reykjavík gerði á miðvikudag könnun á búnaði reið- hjóla í einu hverfa borgarinnar. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglunni reyndist ýmsu ábótavant hvað varð- aði lögbundinn búnað reiðhjóla en auk þess virðist sem börn og ung- lingar séu ekki nægilega dugleg að nota öryggishjálma þegar þau eru á hjólum, línuskautum eða hlaupahjól- um. Meirihluti þeirra barna og ung- linga sem lögreglan ræddi við notaði ekki hjálm. Lögreglan segir að forráðamenn verði að fylgja því betur eftir að börn þeirra noti nauðsynlegan öryggis- búnað. Á miðvikudag hafi t.d. verið ekið á ungan dreng á hlaupahjóli sem slasaðist við það á höfði, en þar hefði hjálmurinn komið að góðu gagni. Notkun öryggishjálma ábótavant ♦♦♦ ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að látið verði reyna á þetta mál fyrir EFTA- dómstólnum, enda fallist ráðuneytið ekki á túlkun ESA um að í reglunni um búsetuskilyrði felist mismunun. Reglan segir Þorgerður að taki jafnt til allra, Íslendinga sem ríkisborgara EES-svæðisins. Spurð hvaða áhrif það hefði ef málið tapaðist segir Þorgerður erfitt að segja til um það á þessu stigi en ljóst sé að ef öll skilyrði um búsetu falli úr gildi verði LÍN að eins konar óútfylltum tékka gagnvart öllum á EES-svæðinu. „Það er ljóst að löggjafarvaldið er okkar megin,“ segir Þorgerður og bætir við að fara verði varlega í að eftirláta evrópskri eftirlitsstofnun að ráðskast með stofnun eins og LÍN. Látið reyna á málið fyrir EFTA-dómstólnum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir HINSEGIN dagar í Reykjavík, samtök sem sjá um undirbúning og skipulag Gay Pride-göngunnar og Hinsegin daga, hafa sent mótmæli til borgarstjórnar Ríga og innanríkis- ráðherra Lettlands vegna ákvörðun- ar borgaryfirvalda þar að banna gleðigöngu samkynhneigðra í borg- inni. Auk þess hafa samtökin sent Valgerði Sverrisdóttur utanríkisráð- herra bréf þar sem hún er hvött til að mótmæla ákvörðuninni. Heimir Már Pétursson, fram- kvæmdastjóri Hinsegin daga, sagði við Fréttavef Morgunblaðsins í gær að samtökin hefðu mótmælt því þeg- ar gangan var bönnuð í Varsjá í Pól- landi í fyrra en svo virtist sem rétt- indi samkynhneigðra væru lítils virt í austanverðri Evrópu. Mótmæla banni í Ríga SEX manns voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á gatnamótum Reykjanesbrautar og Aðalgötu í Keflavík í gærmorgun. Þrír bílar áttu hlut að máli, fólksbíll, jeppi og sex manna fólksflutningabíll. Eng- inn hinna slösuðu var þó talinn alvar- lega slasaður þrátt fyrir beinbrot sem af hlutust hjá sumum. Slysið atvikaðist þannig að ekið var aftan á bíl sem var að beygja út af Reykjanesbrautinni inn á Aðal- götu og hentist hann í veg fyrir ann- an bíl sem var að koma úr gagn- stæðri átt. Lögreglan í Keflavík rannsakar málið. Sex fluttir á slysadeild ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.