Morgunblaðið - 21.07.2006, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 21.07.2006, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Í MIÐBORG Beirút er nú eyðilegt um að lit- ast. Umferðin í þessari miklu ferðamanna- borg liggur niðri og hvarvetna getur að líta merki um eyðilegginguna eftir sprengju- og eldflaugaárásir Ísraelshers. Margra hæða íbúðarhús hafa verið jöfnuð við jörðu og í rústunum má finna skó, myndaalbúm, leik- fangabangsa og búðarkassa á stangli. Yfir hálf milljón manna hefur flúið heimili sín í höfuðborg Líbanon, flestir til svæða inn- an landsins. Óttast er að þessir fólksflutn- ingar hafi alvarlegar afleiðingar og á síðustu dögum hafa mannréttindasamtök varað við því að neyðarástand kunni að skapast. „Við stöndum andspænis neyðarástandi,“ sagði Amadeu Altafaj, talsmaður Louis Michel, sem fer með neyðaraðstoð í fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins, og vís- aði þar með til áætlaðs fjölda flóttamanna. „Þessi tala gæti hratt hækkað upp í eina milljón flóttamanna ef átökin halda áfram. Ef átökunum linnir ekki … gæti ástandið fljótt breyst í hörmungarástand.“ Aðvörun Altafaj um vaxandi neyð kom á sama tíma og framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins ákvað að tvöfalda neyðaraðstoð sína til Líbanons í um 925 milljónir ísl. króna. Frakkar leggja sitt af mörkum Þá hafa Frakkar sent drekkhlaðna flutn- ingaflugvél með lyfjum, vatnshreinsibúnaði, mjólkurdufti og tækjum til læknisaðgerða á svæðið. Jafnframt hefur Jacques Chirac Frakklandsforseti hvatt til þess að neyðarað- stoð verði stóraukin. Margar alþjóðlegar stofnanir og samtök hafa reynt að aðstoða íbúa Líbanons. Meðal þeirra er Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna sem hefur varið 550 milljónum króna til að kaupa birgðir sem dreift er til Beirút. Dreif- ing þeirra hefur þó gengið hægt og kvartar Barnahjálpin undan skorti á ýmsum aðföng- um á svæðinu vegna eyðileggingarinnar. Má rekja þetta til þess að verksmiðjur, iðnfyrirtæki, verslanir og vöruhús hafa verið jöfnuð við jörðu, auk þess sem helstu að- flutningsleiðir að höfuðborginni hafa víða lokast. Ennfremur hafa mannréttindasamtökin Human Rights Watch, HRW, hvatt Ísraels- menn til að heimila för flutningalesta með hjálpargögn og neyðarbirgðir til Líbanon vegna „alvarlegs skorts á lyfjum og mat- vælum“ í Beirút. Kostar hundruð milljarða Fyrir utan að raska daglegu lífi Líbana hafa átökin á milli liðsmanna Hizbollah- hreyfingarinnar og Ísraelshers haft gríðar- legar efnahagsafleiðingar, að sögn Jihad Azour, fjármálaráðherra Líbanon, í gær. „Það hafa orðið gríðarlegar skemmdir sem kosta hundruð milljarða króna,“ sagði Azour í samtali við AFP-fréttastofuna í gær. „Eng- inn getur lagt fram nákvæmt mat á kostn- aðinum vegna skemmdanna, vegna þess að þær aukast á hverjum klukkutíma, þegar árásir eru gerðar á hús, vegi og brýr.“ Við þetta má bæta að flug frá alþjóðalega flugvellinum í Beirút liggur niðri vegna sprengjuárása Ísraelshers, en ferðamenn eru ein helsta tekjulind landsins. Vannærð börn Matarskorturinn hefur að sögn talsmanna HRW þegar haft veruleg áhrif á heilsufar Líbana. Þannig hafa talsmenn samtakanna það eftir ráðgjafa í líbanska félagsmálaráðu- neytinu að þegar séu komin upp vandamál vegna vannæringar barna. Skortur á aðföngum hefur einnig haft áhrif á daglegt líf fjölþjóðlegs hóps útlendinga sem er ýmist búsettur eða á ferð í Beirút og hafa stjórnvöld fjölmargra ríkja unnið dag og nótt við að flytja þegna sína í öruggt skjól. Margir þeirra hafa hins vegar hvorki kom- ist lönd né strönd og mun taka nokkurn tíma að koma öllum sem þess óska út úr borginni. Skapar örtröð á Kýpur Þetta hefur skapað ringulreið í öðrum ríkj- um og hafa meðal annars stjórnvöld á Kýpur beðið um hjálp við að taka á móti og flytja á brott þá 60.000 flóttamenn sem þau telja að muni flykkjast til eyjarinnar. Að auki hafa erlend stjórnvöld aðstoðað Líbana sem eru staddir erlendis með marg- víslegum hætti. Þeirra á meðal eru stjórn- völd í Svíþjóð, sem hafa heimilað að vega- bréfsáritanir Líbana sem eru við leik og störf í landinu verði framlengdar. Hundruð þúsunda manna á flótta Átökin sögð hafa gríðarleg efnahagsáhrif Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is EPA Líbönsk kona grætur eftir að loftárás var gerð á bílalest suðaustur af Beirút í gærmorgun. Mannréttindasamtök vara við neyðarástandi í Líbanon vegna mannskæðs lofthernaðar Ísraela Teheran. AFP. | Stjórnvöld í Teheran ýttu á miðvikudag úr vör nýrri herferð auglýs- inga sem ætlað er að hvetja neytendur til að sniðganga vörur „síonista“, á borð við Coca-Cola gosdrykki, Calv- in Klein-fatnað og Nestle- matvörur. „Pepsi stendur fyrir „greiddu hverja krónu til að bjarga Ísrael,“ segir í laus- legri þýðingu í þriggja mín- útna langri auglýsingu stjórnarinnar í sjónvarpi. Varar auglýsingin neyt- endur eindregið við því að kaupa vörur síonista, nú þegar átökin á milli stjórn- valda í Ísrael og Hizbollah- hreyfingarinnar í Suður- Líbanon eru í hámæli. „Síonistar eru stærstu hluthafarnir í gosdrykkja- iðnaðinum og á hverju ári verja þeir milljörðum Bandaríkjadollara til stuðnings nýlendumarkmiðum sínum,“ segir ennfremur í auglýsingunni. Íranar eru einnig varaðir við Coca-Cola-gosdrykkn- um. „Þetta fyrirtæki styður Ísrael opinberlega og hefur jafnvel sagt sig tilbúið til að láta fé af hendi rakna til að fella íslamska lýðveldið [í Íran].“ Þá er verslanakeðjan Marks and Spencer sökuð um að tengjast samsæri gyðinga um heimsyfirráð, án þess að það sé rökstutt frekar. Vörur verða að byssukúlum Að samanlögðu hvetja auglýsingar stjórnvalda neytendur til að gjörbreyta neysluvenjum sínum. „Því miður eru flest arabaríkin þakin auglýs- ingum sem kynna ísraelsk- ar vörur. Eftir sérhver vörukaup er fé um- breytt í byssukúlur sem hola brjóst líbanskra og palestínskra barna.“ Herferð gegn vörum „síonista“ Reuters Írani með fána Hizbollah við mynd af leiðtoga hreyfingarinnar. DÝRAVERNDARSINNI liggur inni í hundabúri á mótmælafundi gegn hundakjötsáti í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, í gær. Margir landsmenn trúa því að borði fólk hollan mat 20. júlí eigi það hægara með að lifa af sumar- hitana. Hundakjöt er á meðal matvæla sem borðuð eru þann dag. Reuters Hundakjötsáti mótmælt Peking. AFP. | Kínversk stjórnvöld hafa í hyggju að banna „óholl sönglög“ á svokölluðum karaoke- börum, sem þeim þykja æði vafa- samir og uppspretta óæskilegra menningaráhrifa, að því er upp- lýst var í tilkynningu frá stjórn- inni í gær. „Sum sönglög innihalda óholl viðfangsefni og hafa ekki verið ritskoðuð af menningarráðuneyti stjórnarinnar,“ hafði dagblað ungliðahreyfingar kínverska kommúnistaflokksins eftir Liang Gang, sem er embættismaður í ráðuneytinu. Liang útskýrði ekki frekar skil- greininguna á því hvað flokkaðist undir „óholl viðfangsefni“ í sönglögum, en bætti því þó við að þetta skref væri meðal annars stigið til að verja höfundarrétt tónlistarmanna. Á hinn bóginn eru karaoke- barir í Kína þekktir fyrir að leyfa flutning óritskoðaðra popplaga frá Hong Kong og Taívan sem innihalda e.t.v. ekki áróður gegn stjórninni en eru engu að síður talin grafa undan siðferðisgildum og pólitískum markmiðum komm- únistaflokksins. Til að byrja með verður fram- fylgd hinna nýju reglna undir rekstraraðilum karaoke-bara komin, en tilraun með þær verður gerð í þremur kínverskum borg- um, áður en ákvarðanir verða teknar um næstu skrefin í rit- skoðun á tónlistarflutningi. Banna villandi auglýsingaþætti Kínversk stjórnvöld gripu einn- ig til aðgerða á sviði auglýsinga- gerðar, þegar þau bönnuðu í gær villandi auglýsingaþætti í sjón- varpi. Meðal þess kynningarefnis sem hefur vakið reiði almennings í Kína eru sjónvarpsþættir sem bjóða konum upp á sérstakt gel, „töfravökva“, sem ætlað er að stækka brjóst. Gelið hefur hins vegar ekki leitt til þess árangurs sem framleiðendur þess hafa lof- að, en konur hafa kvartað undan því að það valdi miklum sársauka og óþægindum. Banna „óholl sönglög“ Ketchum. AP. | Bjarga þurfti 3,6 metra langri kyrkislöngu með skurðaðgerð eftir að slangan gleypti heilt rafmagnsteppi – ásamt rafmagnssnúru og stjórnkassa, í Idaho í Bandaríkjunum. Eigandi kyrkislöngunnar, Karl Beznovska, sagði að teppið hlyti að hafa flækst í kanínuhræi sem át- vaglið hafði gætt sér á. Teppið var haft í búri slöngunnar til að ylja henni. „Henni tókst einhvern veg- inn að taka rafmagnssnúruna úr sambandi,“ sagði Beznovska um kyrkislönguna sem nefnist Houdini. Skurðaðgerðin tók tvær klukku- stundir. Læknar telja að það hafi tekið Houdini sex klukkustundir að gleypa teppið. AP Sporðrenndi rafmagnsteppi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.