Morgunblaðið - 21.07.2006, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 21.07.2006, Qupperneq 18
Arnarstapi | Þótt krían sé mikill flökkufugl, sem ekki veigrar sér við að fljúga milli landa, þurfa þær að hvíla sig eins og aðrir. Þessi kría hafði hvílt lúna vængina á brunahana á Arnarstapa, og greinilega fengið sér vatnsopa við þorstanum áður en hún flaug á vit ævintýranna. Morgunblaðið/Alfons Kría svalar þorstanum Vatnssopi Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 569-1100, Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Rafrænt kjötmat | Kaupfélag Skagfirð- inga stefnir á að taka upp rafrænt kjöt- mat í sláturhúsi sínu í haust.Um er að ræða búnað sem metur með því að taka mynd af skrokknum. Myndin fer síðan inn í þar til gerðan hugbúnað sem reikn- ar út kjötprósentu og fitu á hverjum skrokk. Áætlað er nýta þessa tækni í haust samhliða því kjötmati sem verið hefur. Síðan verða kostir og gallar við þessa matsaðferð metnir í framhaldinu. Rafrænt kjötmat hefur verið við líði á NýjaSjálandi í nokkurn tíma og hefur sláturhússtjóri K.S. Ágúst Andrésson kynnt sér þessa aðferð þar. Fengið verð- ur eitt tæki til landsins fyrir haustið og það notað á Sauðárkróki. Verði þessi að- ferð við mat á dilkakjöti tekin upp hér- lendis ætti að verða verulega samræmt mat milli sláturhúsa í framtíðinni    Vegagerð á fullu | Nýtt snyrtihús hefur verið tekið í notkun við tjaldstæðið á Kópaskeri. Húsið er með vöskum til þvotta, sturtu og salerni. Heitt vatn er í húsinu segir á vefnum dettifoss.is. Þar er þess líka getið að vegagerð standi nú yfir á fullu frá Núpsmýri að Magnavíkurás. Burkney ehf sér um fram- kvæmdina sem á að vera lokið í haust. „Því miður verða samt enn eftir um 5 km af óbundnu slitlagi til Kópaskers þeg- ar þessum áfanga lýkur. Allt er í óvissu hvenær það verður klárað,“ segir í frétt á vefnum.    Dökkar horfur | Ársreikningur Fjord fis- ing ehf fyrir árið árið 2005 var til umfjöll- unar á fundi bæjarráðs Vesturbyggðar í vikunni en þar var farið yfir stöðu félags- ins. Vesturbyggð er hlutafi, á 2,1 milljón króna hlut eða rúm 18%. Afkoma félagsins er neikvæð og horfur fyrir yfirstandandi ár mjög dökkar segir í bókun bæjarráðs. Því veldur að mestu kvótaleiga sem fé- lagið hefur tekið á sig vegna veiðanna, þar sem ekki hefur fengist kvóti til verk- efnisins nema að mjög takmörkuðu leyti þ.e. hluti byggðakvóta Tálknafjarða- hrepps og Súðavíkur. Bæjarráð óskar eftir því að viðtakandi stjórn í félaginu leggi fram ítarlega rekstrar- og fjárhagsáætlun fyrir kom- andi starfsár og helst þriggja ára áætlun. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Skálholtshátíð verð-ur haldin nú umhelgina, 21. til 23. júlí og verður þess minnst að að 950 ár eru liðin frá biskupsvígslu Ísleifs Giss- urarsonar, fyrsta íslenska biskupsins. Hátíðarhaldið hefst í dag kl. 18 með róm- verskri biskupsmessu, en síðan rekur hver viðburð- urinn annan næstu daga. Samkomur verða á morg- un kl. 14 og 16.30. Tekið verður á móti bókagjöf Jaap Schröders til Skál- holtsstaðar, en hann hef- ur gefið staðnum safn nótna og tónlistar- bókmennta. Þá verður á síðari sam- komunni opnaður vefur um íslenskan trúar- og tónlistararf og hann kynntur. Mikið verður um dýrðir á sunnudaginn , en slag- verkshópurinn Stein- tryggur leikur kl. 13 framan við kirkjuna, hóp- reið verður að Skálholti með fánaborg og Gunnar Eyjólfsson les Ísleifs þátt á meðan leikið verður á trompet úr kirkjuturni. Pílagrímar sem hafa gengið frá Þingvöllum til Skálholts um helgina munu ganga í hlað í Skál- holti um þetta leyti. Messa hefst kl. 14, þar mun herra Sigurbjörn Einarsson predika en vígslubiskup ásamt stað- arprestum þjóna fyrir alt- ari. Eftir kirkjukaffi verð- ur aftur samkoma í kirkj- unni. Þar sem flutt verða ávörp. Skálholtshátíð um helgina Morgunblaðið/Brynjar Gauti Kveðandi stendurfyrir árlegu hag-yrðingakvöldi á Mærudögum á Húsavík, Þar verður Ósk Þorkels- dóttir meðal hagyrðinga. Hún er spurð hvort hún hafi valið maka eftir stjörnumerki: Í þátíð fór ég þess á mis þekkti engin stjörnumerki heldur voru horngrýtis hormónarnir þar að verki. Guðmundur G. Hall- dórsson á Húsavík sendi frá sér kvæðabókina Und- ir kvöldkyrru mánans. Þar eru vísur um ógöng- ur Framsóknar. Hann orti þegar Guðni Ágústs- son kallaði Dagnýju Jóns- dóttur gimbrina sína: Formaðurinn flestu laug fylgisleysið harmaði. Guðni setti upp geislabaug en gimbrin stóð og jarmaði. Eftir skoðanakönnun orti Guðmundur: Flokkurinn er á leið til loka leyna sér ekki viðbrögð hörð. Setja ætti Halldór í síldarmjölspoka og senda hann austur á Hornafjörð. Rýnt í stjörnur pebl@mbl.is Hrísey | Fjölskylduhátíð fullveldisins í Hrísey verður haldin nú um helgina og áætla mótshaldarar að um 4.000 manns leggi leið sína út í eyju til að fagna fullveld- inu með íbúunum. Þetta er í 10. sinn sem hátíðin er nú hald- in, en til þeirrar fyrstu var efnt til að fagna því að tillaga um að sameina Hrísey og þrjú sveitarfélög uppi á landi, Dalvík, Svarfað- ardal og Árskógsstrandarhrepp, var felld af eyjarskeggjum. Lýsa yfir sjálfstæði sínu eina helgi Uppf rá því hefur eina helgi á ári verið lýst yfir sjálfstæði Hríseyjar, jafnt þó Hrísey og Akureyri hafi sameinast á liðnu ári í eitt sveitarfélag. Allir gestir á hátíð- inni fá þar til gerðan passa sem þeir bera meðan á hátíðinni stendur, þeir verða að nokkurs konar Hríseyingum. Dagskráin er að venju fjölbreytt, ýmiss konar keppnir í gangi, svo sem í kassak- lifri, hreysti, söng, stangveiði og einnig lyftarakeppni svo eitthvað sé nefnt. Boðið er upp á vitaferðir og sýningu á gömlu dráttarvélum. Þá verða Tóti tannálfur, Jósafat mannahrellir og Ingó töframaður á ferðinni, líka Ómar Ragnarsson, Snorri málari, Helga Braga, Steinn Ármann, Odd- ur H. Halldórsson og sveiflukóngurinn Geirmundur Valtýsson ásamt hljómsveit sinni um leika fyrir dansi. Í tilefni af hátíðinni mun ferjan Sæfari sigla aukaferðir milli lands og eyjar seint á föstudags- og laugardagskvöld. Fullveldishá- tíð í Hrísey í tíunda sinn Fjallabyggð | Þórir Kristinn Þórisson á Seltjarnarnesi hefur verið ráðinn bæjar- stjóri í Fjallabyggð. Þetta var afráðið á fundi sveitarstjórnar nú í vikunni. Þórir er rafeindavirki að mennt og hefur auk þess sótt fjölda námskeiða er lýtur að stjórnun og tölvunotkun. Hann er nú starfsmaður Nýherja en mun taka við bæjarstjórastarf- inu 1. september nk. og verða búsettur í Siglufirði. Þórir er kvæntur Erlu Bjarmarz og eiga þau tvær dætur. Þórir verður fyrsti bæj- arstjóri þessa sveitarfélags sem til varð við sameiningu Siglufjarðar og Ólafsfjarðar á þessu ári. Starfandi bæjarstjóri nú er Þor- steinn Ásgeirsson í Ólafsfirði og hann er einnig forseti bæjarstjórnar. Þórir ráðinn í Fjallabyggð ♦♦♦ Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali HVERAGERÐI - SÆLUREITUR Vorum að fá í sölu einstaklega fallegt um 100 fm einbýlishús á einni hæð við Dynskóga í Hveragerði. Auk þess fylgir 29 fm geymsluskúr. Um er að ræða timburhús sem stendur í jaðri Hveragerðis. Mjög rólegt umhverfi. Glæsilegt útsýni yfir Hamarinn og gróðursvæði. Fallegar gönguleiðir. Húsið skiptist m.a. í stofu, borðstofu og tvö rúmgóð herbergi (fjögur skv. teikningu). Stór timburverönd í garði og heitur pottur. Húsið stendur á 1.120 fm fallega ræktaðri lóð. Verð 25,0 millj. 5828 Nánari upplýsingar veitir Magnea fasteignasali í síma 861 8511.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.