Morgunblaðið - 21.07.2006, Síða 21

Morgunblaðið - 21.07.2006, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 21 MINNSTAÐUR – fegrunará tak í Breiðholti Gerum okkur glaðan dag og tökum upp hanskann fyrir Reykjavík Dagskrá: Fegrun Breiðholts 22. júlí Átakið hefst á þremur stöðum á sama tíma: - Í neðra Breiðholti við Breiðholtsskóla. - Í Fella- og Hólahverfi við Breiðholts- laug við Austurberg. - Í Seljahverfi við Hólmasel. Kl. 11.00 Kl. 16.00–17.00 Deginum lýkur svo á sömu stöðum þar sem fjölskyldur fagna vel heppnuðum degi. Boðið verður upp á veitingar og skemmtiatriði. Allir í sund kl. 16–20 Eftir fegrunarátakið á laugardaginn býður Reykjavíkurborg öllum í Breiðholtslaugina. Reykjavík er falleg borg. En lengi getur gott batnað og þess vegna hefur borgarstjórnin búið til áætlun um fegrun Reykjavíkur. Áætlunin byggist á því að einbeita sér að einu hverfi borgarinnar í einu og virkja íbúa til að taka þátt í að fegra sitt nánasta umhverfi. Laugardaginn 22. júlí hefst átakið með fegrun Breiðholts þar sem íbúar munu ganga til liðs við borgarstarfsmenn og aðstoða þá við að snyrta hverfin, tína rusl, hreinsa veggjakrot, leggja torfur, hnýta net, kantskera, sópa og bæta girðingar. Allir, jafnt fyrirtæki, stofnanir sem og íbúar í Breiðholti, eru hvattir til að láta ekki sitt eftir liggja. Hrein og fögur Reykjavík er metnaðarmál allra borgarbúa og nú er lag að láta hendur standa fram úr ermum. LANDIÐ Akraneshreppur | Sá leiði atburður gerðist sl. laugardagsmorgun að ung kona, sem sagðist vera frá Þýska- landi, stakk af frá gistiheimilinu Móum í Innri-Akraneshreppi án þess að greiða fyrir gistinguna. Að sögn Sólveigar Jónu Jóhannesdótt- ur, eiganda gistihússins, er þetta í fyrsta skipti sem það kemur fyrir að gestur yfirgefur staðinn án þess að greiða reikninginn. Sólveig segir konuna hafa verið um þrítugt og hafa keyrt um á hvít- um Toyota Yaris-bílaleigubíl. Hún ætlar þó ekki að hafa samband við lögreglu vegna málsins en vonar að aðrir gistihúsaeigendur vari sig á ungu konunni, sækist hún eftir gist- ingu annars staðar. „Ég er ekkert að eltast við þetta. Ég vona aðeins að hún hafi sofið vel úr því að hún hafði hjarta í sér til að gera þetta,“ segir Sólveig sem mun að öllum líkindum herða reglur varðandi greiðslutöku á gistiheimilinu. Greiddi ekki fyrir gistingu Hrunamannahreppur | Á milli 15 og 20 lömb vantar á tveimur bæjum í Auðsholti og eru refir grunaðir um að hafa drepið þau. Lambabein hafa fundist við grenismunnann. Aðburð- ur lamba hefur einnig fundist við greni í högum í Skipholti. Talið er að um dýrbíta sé að ræða. Þessi greni hafa nú verið unnin að mestu ásamt fimm öðrum í sveitinni, tvö þeirra fundust í afréttinum. Ann- an framfótinn vantaði á refinn við grenið í Auðsholti. Hefur sennilega verið skotið á hann áður. Ekkert lát virðist vera á ágangi tófunnar sem sést m.a. á hrakandi fuglalífi en þar kemur minkurinn einnig til sögunn- ar. Áhugasamir ungir menn, sem eru afburða skyttur, hafa verið dugmikl- ir við að reyna að halda stofninum niðri undanfarin ár og virðist sem ekki sé um fækkun að ræða. Í sveitarfélaginu voru skotin yfir 30 hlaupadýr frá miðjum september þar til nú í vor. Í fyrrahaust vantaði óeðlilega mikið af lömbum á nokkr- um bæjum, bæði úr heimahögum og afréttinum. Grunur fellur á refinn. Tófan leggur víða Svipaða sögu er að segja úr ná- grannasveitarfélögunum, t.d. voru unnin þrjú greni á Skeiðum nú í vor með 23 dýrum, þrjú hlaupadýr voru unnin síðla vetrar. Tvær læður voru skotnar á Flóamannaafrétti. Í Gnúp- verjahreppi hefur náðst úr einu greni en vart við umgang um greni víða. Dýrbítur er í Hagafjalli í Þjórs- árdal, a.m.k. eitt lamb hefur fundist bitið, fleiri vantar. Í Biskupstungum unnust 49 dýr í 9 grenjum í vor, steggirnir sluppu úr fjórum þeirra. Tófa er komin um alla Árnessýslu, meðal annars í lágsveitirnar, allt til sjávar. Þær grenjaskyttur sem haft var tal af ber saman um breytt hegð- unarmynstur tófunnar. Hún er nú svæðum sem hún var ekki áður. Leggur í ný greni í byggð sem finn- ast síður. Refaskyttunum ber saman um að ríki og sveitarfélög verði að leggja meira fjármagn til fækkunar á mink og tófu. „Við bíðum eftir að sjá hvað nýskipaður umhverfisráð- herra gerir í þessum efnum,“ sagði ein refaskyttan. Morgunblaðið/Pétur Blöndal Vargur Tófa veldur búsifjum hjá sunnlenskum sauðfjárbændum. Dýrbítar gera usla Húsavík | Kísiliðjan í Mývatnssveit skipaði stóran sess í atvinnulífi Mý- vetninga og Húsvíkinga um áratuga- skeið en svo er ekki lengur og þessa dagana er verið að skipa verksmiðj- unni um borð í flutningaskipið Salmo í Húsavíkurhöfn. Til að fyrirbyggja misskilning er rétt að taka fram að þarna er um að ræða brotajárn það sem til féll við niðurrif verksmiðjunnar og er það fyrirtækið Hringrás ehf. sem sér um verkið. Að sögn Hafþórs Þórssonar starfsmanns Hringrásar er áætlað að það taki þrjá til fjóra daga að koma brotajárninu, sem hann gisk- aði á að væri hátt í þrjú þúsund tonn að þyngd, um borð í skipið. Kísiliðjan sett um borð í skip Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Húsavíkurhöfn Kísilgúrnum úr Mývatni var alla tíð skipað út á Húsavík en hér er verið að skipa verksmiðjunni sjálfri, í brotajárnsformi, um borð í flutningaskip. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.