Morgunblaðið - 21.07.2006, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 23
DAGLEGT LÍF Í JÚLÍ
Í útileguna
Ásumrin jafnast ekkert á við að bjóða uppá salat í matinn, það getur verið einfalteða margslungið innihaldið framandibragð eða gamla góða bragðið aftur og
aftur. Aldrei er eins gott grænmeti í boði og á
sumrin og því um að gera að nýta tímann vel. Sal-
öt eru holl, fljótleg, falleg og bragðgóð. Auðvelt er
að laga allar uppskriftir að bragðlaukum fjöl-
skyldunnar og fljótlega verða uppskriftir óþarfar
því ekkert er eins auðvelt og að búa til salatupp-
skrift. Bara hugsa um hvað er gott saman og
prófa og prófa. Á ferðalagi er gaman að hafa aug-
un opin fyrir hugsanlegum sölustöðum á fersku
grænmeti, sem leynast víða og nota grænmetið í
salat kvöldsins. Reyktur silungur, soðinn lax eða
fersk egg eru líka kjörin í salat og fást víða.
Teriaki-kjúklingasalat
fyrir 6
2 brauðsneiðar
3 msk. olía
2 hvítlauksgeirar
1 kúrbítur, sneiðar
400 g kjúklingalundir
1 dl teriaki-sósa
1 poki klettasalat
1 lambhagasalat, saxað
1 box kirsuberjatómatar
1 rauðlaukur
1 rauð paprika
1 ítalskur mozzarella
½ krukka sólþurrkaðir tómatar
½ krukka grískar ólífur
1 pakki baunaspírur
graslaukur (eftir smekk)
Skerið brauðsneiðar í teninga. Hitið olíu á
pönnu ásamt hvítlauk og steikið brauðteningana,
stráið nýmöluðum svörtum pipar yfir. Takið
brauðið af pönnunni og geymið á diski. Hitið meiri
olíu á pönnunni og steikið kúrbítssneiðar þannig
að þær verði gullinbrúnar á báðum hliðum, setjið
á disk og geymið. Hellið smá olíu á pönnuna og
steikið nú kjúklingalundir, hellið teriaki-sósu yfir
rétt í þann mund sem lundirnar eru gegnsteiktar
og takið af hitanum. Rífið salat gróft í skál. Skerið
tómata í tvennt og setjið yfir, skerið mozzarella í
grófa bita ásamt sólþurrkuðu tómötunum og setið
saman við. Skerið papriku og rauðlauk í strimla
og setjið út í salatið ásamt ólífum og baunaspírum.
Setjið kjúkling, kúrbít og brauðteninga út í og
hrærið saman. Smakkið til með teriaki-sósu.
Klippið graslauk yfir og njótið með brauði og e.t.v.
glasi af góðu hvítvíni.
Núðlusalat með
límónusteiktum rækjum
fyrir 4
eggjanúðlur
24 stórar rækjur (hráar)
2 límónur
1 papaja (papaya)
½ jöklasalat
2 gulrætur
3 tómatar, skornir í bita
2 msk. olía
100 g sykurbaunir
3 msk. sæt chilisósa, Thai
2 msk. vatn
3 msk. jarðhnetur
1 dl ferskt kóríander, saxað gróft
Setjið núðlurnar í sjóðandi vatn og látið standa í
5 mínútur (eða skv. pakka). Pillið rækjurnar en
skiljið eftir „halann“. Kreistið safann úr tveim
límónum og hellið safanum yfir rækjurnar og látið
standa í að minnsta kosti 15 mínútur. Afhýðið
papaja, takið burt kjarnana og skerið kjötið í bita.
Skolið og skerið salatið gróft, afhýðið og skerið
gulræturnar gróft og setjið í skál eða á fjóra
diska. Setjið tómatbita og papaja yfir. Hitið olíu á
pönnu og steikið sykurbaunirnar, setjið þær yfir,
steikið því næst rækjurnar þannig að litur þeirra
breytist úr bláum yfir í bleikan. Setjið yfir salatið.
Blandið saman chilisósu og vatni og hellið yfir sal-
atið. Dreifið kóríander yfir og létt muldum jarð-
hnetum. Berið fram með heitum eggjanúðlum.
Matarmikið baunasalat
Frábært að grípa með sér niðursoðnar baunir í
bústaðinn, kaupa ferskt grænmeti í sveitinni og
gera þetta matarmikla baunasalt. Heil holl máltíð
eða saðsamt meðlæti.
fyrir 4
1 dós niðursoðnar kjúklingabaunir
1 dós niðursoðnar smjörbaunir
1 rauðlaukur
4 tómatar
2 paprikur
½ dl gróft söxuð basilíka
2 msk. ólífuolía
1 msk. hvítvínsedik
1 hvítlauksgeiri, marinn smátt
½ tsk. salt
nýmalaður svartur pipar
sósa:
250 g kotasæla
2 tsk. karrí
1 tsk. sinnep
örlítill svartur pipar
Opnið baunadósirnar og síið á sigti, skolið með
köldu vatni. Afhýðið og sneiðið lauk í þunnar
sneiðar, skerið tómatana og paprikuna í bita, sax-
ið basilíkuna og blandið öllu saman við baunirnar í
stórri skál. Blandið saman hvítlauk, hvítvínsediki
og ólífuolíu, hellið yfir salatið og blandið vel. Saltið
og piprið eftir smekk. Hrærið saman kotasælu,
karríi og sinnepi og smakkið til með karríi og pip-
ar.
Berið fram með salatinu ásamt góðu brauði.
MATUR | Það jafnast fátt á við gott grænmeti þegar kemur að sumarlegri máltíð
Sumarsalöt fyrir sæludaga
Eftir Heiðu Björgu Hilmarsdóttur
Teriaki-kjúklingasalat er fín máltíð.
Matarmikið og litríkt baunasalat er gott í bústaðinn.
Núðlusalat með límónusteiktum rækjum.
RÉTT mataræði er krabbameins-
sjúkum jafnnauðsynlegt og lækn-
isfræðileg krabbameinsmeðferð og
gæti í reynd skipt sköpum um fram-
vindu sjúkdómsins, að því er sumir
krabbameinssérfræðingar halda
fram nú orðið. Því telja þeir að um
leið og ákveðin sé meðferð þurfi sam-
hliða að taka næringuna traustum
tökum, að því er fram kemur í net-
útgáfu breska dagblaðsins Daily
Telegraph.
Nýleg könnun, sem gerð var við
krabbameinsstöðina í Bristol, sýnir
að 83% sjúklinga höfðu ekki fengið
neina næringarráðgjöf eftir grein-
ingu. Þessu vilja sérfræðingar nú
snúa við enda vilja þeir meina að rétt
mataræði sé jafnmikilvægt og hver
önnur lyfjameðferð eða skurðaðgerð.
Áströlsk rannsókn, sem birt var
árið 2003, leiddi í ljós að konur, sem
lifað höfðu hvað lengst af legháls-
krabbamein, höfðu borðað mikið
grænmeti á meðan þær, sem voru
með mikið af mjólkurvörum í mat-
aræðinu, voru líklegri til að deyja
fyrr.
Hér að neðan koma nokkur ráð til
krabbameinssjúkra frá krabbameins-
stöðinni í Bristol.
Veljið lífrækt ræktaðar vörur um-
fram þær ólífrænu.
Borðið mikið af vörum úr heilu
korni, fersku grænmeti, ávöxtum,
belgjurtum, hnetum, fræjum, feitum
fiski, kryddjurtum, grænmetisolíum,
ávaxtasöfum og vatni.
Borðið í hófi fuglakjöt og egg.
Borðið mjög lítið af rauðu kjöti,
reyktum og söltuðum mat, grilluðum
og brenndum mat, unnum vörum,
kaffíni, alkóhóli, salti, sykri og mjólk-
urafurðum.
Rétt nær-
ing lífs-
nauðsynleg
HEILSA