Morgunblaðið - 21.07.2006, Page 24

Morgunblaðið - 21.07.2006, Page 24
24 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Kr. 1100 fyrir fullorðna Ferjugjald, vaffla og kaffi/kakó Kr. 600 fyrir börn Ferjugjald, vaffla og safi Nánari upplýsingar www.videy.com 533 5055 Vöfflur og Viðey Uppgötvaðu Viðey Kaffisala kl. 13 – 17 VESTFIRSKA forlagið auglýsir eft- ir íslenskum ástarsögum. Í tilkynn- ingu sem forlagið hefur sent frá sér segir að það hyggist „hefja útgáfu á flokki ástarsagna upp á gamlan og nýjan móð, þar sem íslenskur veru- leiki á ýmsum tímum kemur við sögu. Er sú útgáfa hugsuð sem eilít- ið mótvægi gegn því glæpasagnafári sem tröllríður þjóðinni um þessar mundir.“ Hallgrímur Sveinsson er forlags- stjóri: „Ég verð að játa það að mér hafa fundist vinsældir glæpasagna fullmiklar. Ég er sjálfur ekki mjög hrifinn af þess konar sögum,“ segir Hallgrímur. „Auðvitað er dælt í landann alls- konar þýddum bókmenntum, en mér finnst alveg í lagi að ef menn eru með handrit að sögum sem gerast í íslenskum veruleika, án þess að vera endilega glæpasögur, þá megi gjarn- an íhuga útgáfu á slíku, og ég held að margir hefðu ánægju af að lesa slíkt efni.“ Vestfirska forlagið hefur hingað til ekki verið mjög virkt í útgáfu rómantískra bókmennta og helst gefið út vestfirskan fróðleik ým- iskonar. Hallgrímur segir útgáfu ástarsagna enn vera á hugmynda- stigi, en hann vilji gjarnan skoða handrit sem fólk kynni að liggja á. Er æskilegt, en þó ekki skilyrði, að höfundar séu tengdir Vestfjörðum á einhvern hátt eða sögurnar fjalli um vestfirskt mannlíf. Eins og segir í til- kynningu verða sögurnar að „hafa upphaf, miðju og endi. Alls konar stílbrigði koma til greina og er stíll Guðrúnar frá Lundi ekki undanskil- inn.“ Þeir sem vilja koma góðu efni á framfæri geta gert það með því að senda tölvupóst á netfangið jons- @snerpa.is. Bókmenntir | „Mótvægi við glæpasagnafárið sem tröllríður þjóðinni“ Ástarsögur óskast Morgunblaðið/Kristinn Rómantísk fjöruferð að kvöldi eða vettvangur glæps undir blóðrauðum himni? Hallgrími Sveinssyni líkar betur fyrri kosturinn. Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is BÓKIN The Lodger and Other Stor- ies er komin út, en hún inniheldur sögur eftir Svövu Jakobsdóttur. Í bókinni er að finna enskar þýðingar á skáldsögunni Leigjandanum, auk úrvals af smá- sögum Svövu. Julian Meldon D’Arcy þýddi Leigjandann og allar sögurnar nema tvær sem Alan Boucher og Dennis Auburn Hill þýddu. Inn- gang að bókinni ritar Ástráður Eysteinsson. Svava Jakobsdóttir var einn fremsti rithöfundur Íslendinga á 20. öldinni. Hún var auk þess bar- áttukona fyrir jafnrétti og hafði mik- il áhrif á sinn samtíma með sögum sínum, leikritum og fræðiskrifum. Svava braut blað í íslenskri sagna- gerð og fáir deila um þær nýjungar sem hún innleiddi varðandi sögu- efni og frásagnarhátt. Hún var frum- kvöðull og hefðarbrjótur bæði á sviði skáldskapar og skáldskap- arfræða en á seinni árum vöktu fræðilegar ritgerðir hennar um bók- menntir mikla athygli. Svava var í hópi þeirra rithöfunda sem komu með nútímann inn í ís- lenskar bókmenntir. Hún leiddi til sögunnar konur og tókst með ein- att ögrandi og írónískum furðustíl sínum að fletta ofan af hefð- bundnum hlutverkum karla og kvenna og beina spjótunum að viðj- um þess vana sem beislar mann- eskjuna. Sögur Svövu segja frá venjulegu fólki en með því að brjóta upp tíma, rúm og aðstæður og skapa þannig eins konar furðuver- öld, kryfur Svava inn að beini órétt- læti og mismunun. Hún segir jafnt frá aðstæðum kvenna og karla, þótt konur séu oftast í aðal- hlutverkum í sögum hennar. JPV út- gáfa gefur út. Bækur ÍSLENSKT menningarlíf var ná- tengdara evrópskum straumum en margan grunar, og virðist hafa verið frá fyrstu tíð. Í bók sinni Skáldið í skriftinni, sem er ítarleg greining á Egilssögu, segir Torfi Tulinius að á milli „… bókmenntaverks og ann- arra texta sem höfundur og lesendur hans þekkja liggja bæði ljósir og leyndir þræðir. Meðvitað eða ómeð- vitað er höfundur bókmenntaverks ávallt að vísa til annarra texta; til að gefa verki sínu dýpt, til að tengja orð sín einhverjum öðrum veruleika eða einfaldlega til að stytta sér leið … Vilji maður öðlast skilning á þeirri merkingu sem höfundur lagði í verk- ið og samtímamenn gátu lesið úr því, er … nauðsynlegt að leita í textum sem til voru í samtíma höfundar.“ Torfi setur fram ótal dæmi um slíkar tengingar í Egilssögu, sem sýna að hún var ekki bara sprottin úr sér- íslensku umhverfi heldur byggðist á ýmsu í evrópskum hugarheimi líka. Vísbendingar um tengsl menning- arlífsins á Íslandi við Evrópu er einnig að finna í tónlistinni. Á fyrri tónleikum laugardagsins í Skálholti voru flutt nokkur lög úr íslenska tónlistarhandritinu Melódía sem tal- ið er að sé ritað um 1650. Í Melódíu eru mörg hundruð lög, sum þeirra vissulega þjóðlög en önnur hafa jafn- framt fundist í handritum í Evrópu. Segja má að tónleikar kamm- erkórsins Carminu í Skálholti á laugardaginn hafi verið eins konar þverskurður af handritinu. Óþarfi er að telja upp hvert einasta atriði tón- leikanna, en lögin voru skemmtilega ólík, allt frá gregórskum messusöng til lagsins Vera mátt góður, sem margir kannast sjálfsagt við frá því Þursaflokkurinn söng það af miklum krafti fyrir tæpum þrjátíu árum. Við vorum greinilega engir menningar- óvitar á sviði tónlistar fyrr á öldum. Flutningurinn var fjölbreyttur, allt frá einradda gregorssöng án undirleiks til einsöngs mismunandi kórmeðlima við strengja- eða lútu- leik. Þeir sem sungu einsöng voru Marta Guðrún Halldórsdóttir, Erna Blöndal og Guðmundur Vignir Karlsson. Þau hafa fallegar raddir sem nutu sín ágætlega í kirkjunni. Best var útkoman þegar Arngeir Heiðar Hauksson spilaði með á lút- una, en lútan er það hljómþýð að hún náði aldrei að yfirgnæfa sönginn. Sömu sögu er því miður ekki að segja um nokkra strengjaleikara sem spiluðu undir í öðrum atriðum; strengirnir voru of sterkir og virk- uðu beinlínis grófir við hliðina á fín- legum röddunum. Sennilega hefðu hljóðfæraleikararnir átt að stilla sér upp fyrir aftan söngvarana í stað þess að vera fyrir framan þá. Vissu- lega hefði það ekki litið eins vel út, en hefði örugglega hljómað betur. Annað var prýðilegt, viðkvæmur gregorssöngurinn var góður, sér- staklega hjá konunum, en söngur þeirra var einstaklega tær og fagur. Og kórinn í heild var líka pottþéttur undir markvissri stjórn Árna Heim- is Ingólfssonar, enda ekki við öðru að búast eftir frábæra frammistöðu á tónleikunum í Skálholti fyrir hálf- um mánuði. Vera mátt góður Morgunblaðið/RAX „Og kórinn í heild var líka pottþéttur undir markvissri stjórn Árna Heimis Ingólfssonar,“ segir gagnrýnandi. TÓNLIST Sumartónleikar í Skálholti Félagar úr kammerkórnum Carminu fluttu lög úr tónlistarhandritinu Melódíu. Hljóðfæraleikarar voru Arngeir H. Hauks- son, Guðrún Óskarsdóttir, Halla S. Stef- ánsdóttir, Eygló D. Davíðsdóttir, Guðrún H. Harðardóttir og Hanna Loftsdóttir. Stjórnandi var Árni Heimir Ingólfsson. Laugardagur 15. júlí. Kórtónleikar Jónas Sen LJÓSMYNDUM eftir Ragnar Axelsson (RAX) hefur verið komið fyrir utan á salthúsi Ís- félags Vestmannaeyja við Kirkjuveg og Strandveg. Myndirnar eru úr bókinni Andlit norðursins sem kom út árið 2004 en samnefnd sýning var sett upp á Austurvelli í Reykjavík sumarið 2005. Ragnar Axelsson er einn af þekktari ljósmyndurum hér- lendis. Hann hefur sýnt víða um heiminn og unnið til fjölda verðlauna hérlendis, nú síðast fyrir mynd sína af Davíð Odds- syni sem valin var fréttamynd ársins á árlegri ljósmyndasýn- ingu Félags íslenskra blaða- ljósmyndara. Sýningin í Vestmannaeyjum verður formlega opnuð á morgun kl. 15 með ávarpi bæjarstjóra, Elliða Vignis- sonar. Andlit norðursins í Vestmannaeyjum Frá sýningu Ragnars Axelssonar. JPV ÚTGÁFA hefur sent frá sér í kiljuútgáfu bókina Sú kvalda ást sem hugarfylgsnin geyma eftir Guð- berg Bergsson. Í kjallara- herbergi úti í bæ kúrir miðaldra maður og bíður þess að félaginn berji að dyrum. Þar leita þeir nautnar sem er ósýnileg heim- inum, ramm- flæktir í íslenskum hnút, innst í völ- undarhúsi ástarinnar. Í sögunni leiðir Guðbergur Bergs- son lesandann um þetta völund- arhús og býður honum að líta í huga mannsins sem ráfar þar og leitar aleinn að ljósinu sem hvergi er til. Sú kvalda ást sem hugarfylgsnin geyma kom fyrst út árið 1993 og var tilnefnd til Íslensku bókmennta- verðlaunanna sama ár. Bókin hlaut góða dóma á Íslandi og víða um heim.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.