Morgunblaðið - 21.07.2006, Side 28
28 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
HLUSTAÐ Á ALDRAÐA
Ríkisstjórnin hefur stigiðmikilvægt skref með þvísamkomulagi, sem hún
gerði við Landssamband eldri
borgara um margs konar umbætur
á kjörum og aðbúnaði aldraðra.
Segja má að stærsti sigur aldraðra
og samtaka þeirra sé sá, að hafa
náð eyrum stjórnmálamannanna
og fengið þá til að hlusta á um-
kvörtunarefni sín og kröfur. Eins
og Ólafur Ólafsson, formaður
Landssambands eldri borgara,
segir í Morgunblaðinu í gær, náð-
ust ekki fram allar þær kröfur,
sem settar voru fram fyrir hönd
aldraðra, en margur vandi hefur
verið leystur. Og fyrirheit gefið
um frekari viðræður og samvinnu
næstu fjögur ár. Það skiptir auð-
vitað miklu máli.
Með samkomulaginu við eldri
borgara má segja að ríkisstjórnin
hafi aftengt sprengju, sem hefði
getað sprungið framan í hana þeg-
ar nálgaðist kosningar næsta vor.
Gífurleg sárindi og gremja hafa
safnazt upp hjá eldri borgurum í
landinu vegna bágra kjara stórs
hóps þeirra, vegna úrræðaleysis í
heilbrigðis- og vistunarmálum
aldraðra og vegna þess, sem þeir
hafa upplifað sem skeytingarleysi
og lítilsvirðingu stjórnvalda gagn-
vart sjónarmiðum þeirra. Í hópi
eldri borgara hafa farið af stað
fyrir alvöru umræður um að bjóða
fram lista til þingkosninga og slík-
ir listar hefðu getað náð mönnum á
þing. Ekki fer fólki á ellilaunaaldri
einungis fjölgandi, heldur ofbýður
mörgum aðstandendum aldraðra
hvað lítið hefur þokazt í málefnum
þeirra.
Nú hefur hins vegar náðst ár-
angur á flestum þeim sviðum, þar
sem vantað hefur upp á undanfarin
ár. Í fyrsta lagi hækkar ellilífeyrir
verulega, sem er ekki sízt hags-
munamál þeirra sem ekki hafa aðr-
ar tekjur sér til framfærslu. Mark-
miðið er að allar bætur hækki að
lágmarki um 15.000 krónur á mán-
uði, sem er sú upphæð, sem samið
var um í viðræðum aðila vinnu-
markaðarins á dögunum.
Í öðru lagi verður dregið úr
tekjutengingu, sem er sömuleiðis
mikilsverður áfangi. Morgunblaðið
hefur lengi stutt tekjutengingu í
velferðarkerfinu, en hins vegar
talið að hún væri komin út í öfgar
og sáralitlar tekjur farnar að valda
skerðingu á ellilífeyri. Nú verður
m.a. komið á frítekjumarki at-
vinnutekna og dregið úr skerðingu
vegna tekna maka. Vafalaust verð-
ur deilt um hvort tekjutengingin
nái enn of langt niður tekjustig-
ann, en þessi breyting er a.m.k.
skref í áttina.
Í þriðja lagi er sá hluti sam-
komulagsins, sem fjallar um
sveigjanleg starfslok, einnig já-
kvætt skref. Gert er ráð fyrir að
hægt sé að fá hækkun ellilífeyris
gegn því að fresta töku hans um
lengri eða skemmri tíma. Þetta er
hagur beggja; ríkissjóðs og þeirra,
sem hafa óskerta starfsorku fram
yfir sjötugt og telja sig ekki strax
þurfa á aðstoð samfélagsins að
halda.
Í fjórða lagi heitir ríkisstjórnin
aðgerðum til að bæta búsetu aldr-
aðra og þjónustu við þá. Haft er að
leiðarljósi að flestir vilji búa heima
eins lengi og þeir hafa heilsu til og
í því skyni á að efla heimaþjónustu
og heimahjúkrun. Þá á að ráðast í
ýmsar aðgerðir til að fjölga hjúkr-
unarrýmum fyrir aldraða og stytta
biðlista. Þær aðgerðir ættu í ein-
hverjum tilvikum að geta leitt til
sparnaðar hins opinbera, því að
mörg dæmi hafa komið upp um að
aldraðir taki upp dýr rúm á
sjúkrahúsum vegna þess að pláss á
hjúkrunarheimilum, sem eru mun
ódýrari í rekstri, eru ekki til stað-
ar.
Miklu skiptir að heitið er fram-
lögum til að breyta og endur-
byggja hjúkrunarheimili þannig að
þau svari kröfum tímans um að
aldraðir geti búið á einbýlisstofum
í stað þess að deila herbergi með
öðrum. Ástandið í þeim málum er
löngu orðið óviðunandi.
Við útfærslu þessara aðgerða
þarf að gefa starfsmannamálum
sérstakan gaum. Það er til lítils að
reisa ný hjúkrunarheimili eða efla
heimaþjónustu og heimahjúkrun ef
ekki fæst fólk til að vinna þau
störf, sem um ræðir.
Samkvæmt samkomulaginu eiga
yfirvöld menntamála að huga sér-
staklega að því að mennta ófag-
lærða starfsmenn til aðstoðar við
aðhlynningu og þau eiga ennfrem-
ur að leggja áherzlu á að fjölga
hjúkrunarfræðingum og sjúkralið-
um.
Þetta er auðvitað gott og bless-
að, en það má ekki gleyma að taka
það með í reikninginn að greiða
þarf þessu fólki laun sem duga til
að það fáist til að gegna erfiðum
störfum við aðhlynningu aldraðra.
Í ástandi eins og nú er á vinnu-
markaðnum eru t.d. margir hjúkr-
unarfræðingar í öðrum störfum
vegna þess að þar eru greidd betri
laun og skiptir þá ekki öllu, þótt
menntaðir séu fleiri hjúkrunar-
fræðingar.
Yfirlýsing Geirs H. Haarde for-
sætisráðherra um að breytingar á
lífeyrisbótum muni einnig ná til
öryrkja er mikilvæg. Öryrkjar og
aðstandendur þeirra eru annar
hópur, sem hefði getað reynzt
stjórnarflokkunum óþægur ljár í
þúfu fyrir kosningar. Ríkisstjórnin
á ekki annan kost en að gera leið-
réttingar á kjörum öryrkja, jafn-
framt því sem hún gerir betur við
aldraða.
Samkomulag ríkisstjórnarinnar
og aldraðra stuðlar ekki eingöngu
að aukinni sátt um málaflokk, sem
hefði getað orðið eitt helzta deilu-
málið fyrir næstu kosningar. Það
stuðlar líka að því að við getum
sem samfélag búið í meiri sátt við
sjálf okkur. Því að rík þjóð, sem
býr illa að gamla fólkinu, sem
byggði upp ríkidæmi hennar með
þrotlausri vinnu, getur ekki horfzt
í augu við sjálfa sig og haft góða
samvizku.
S
ólin var í aðal-
hlutverki á suð-
vesturhorni lands-
ins í gær og sama
hvar komið var
mátti sjá fólk njóta blíð-
unnar.
Á höfuðborgarsvæðinu
flykktist fólk á helstu sund-
staði og á ylströndinni í
Nauthólsvík var stemningin
loksins eins og gerist á sól-
arströndum erlendis.
Um miðjan dag mátti vart
greina ský á himni og gripu
nokkrir miskunnsamir vinnu-
veitendur tækifærið, lokuðu
fyrirtækjum og gáfu svokall-
að sólarfrí.
Á höfuðborgarsvæðinu fór
hitinn mest upp í 20,7 gráð-
ur á Geldinganesi en að sögn
Óla Þórs Árnasonar, veð-
urfræðings hjá Veðurstofu
Íslands, var hiti mestur á
landinu í Árnesi þar sem
hann mældist 22 gráður.
„Það eru nokkuð margir
staðir búnir að fara í 20
gráður á Suðurlandsund-
irlendinu.
Á Þingvöllum er til dæmis
20 gráðu hiti núna,“ sagði
Óli Þór þegar blaðamaður
ræddi við hann um kvöld-
matarleytið í gær.
Í dag verður áfram hlýtt
og bjart í veðri og hefur
dregið úr vindi.
Óli Þór bjóst ekki við því
að hitinn færi alveg jafnhátt
og í gærdag en bætti við að
varla væri þó hægt að
kvarta yfir veðrinu – ekki
nema þá hugsanlega á Norð-
ur- og Austurlandi.
„Það er svalt fyrir norðan
og austan og í raun sjáv-
arhitinn sem fólk er að lesa
af hitamælum sínum, þetta
átta, níu gráður,“ sagði Óli
Þór en bætti við að í fyrra-
málið ættu flestir landsmenn
að vakna upp við mjög fal-
legt veður.
Sundstaðir á höfuðborgarsvæðinu fylltust snarlega þegar loksins sást til sólar og í Laugardalslaug bru
Morgunblaðið/Jim Smart
Fjöldi fólks lagði leið sína niður í miðborg Reykjavíkur síðdegis í gær, til að mynda á Austur-
völl þar sem fólk ýmist las, lék sér eða kældi sig með drykkjarföngum af öllum gerðum.
Iðandi
sjóböð
… og þá lét
sólin sjá sig
Fólk gerði ýmislegt sér til skemm
voru allir jafn ánægðir með það o
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is