Morgunblaðið - 21.07.2006, Side 31

Morgunblaðið - 21.07.2006, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 31 UMRÆÐAN EFTIR langvarandi niðurlæging- arskeið í stjórnmálum Íslands hófst loksins endurvakningin með end- urreisn Alþingis 1843. Margir ágætir menn komu þarna við sögu og voru þar á meðal marg- ir Danir sem lögðu Ís- lendingum gott lið. Merkur áfangi varð til í stjórnmálasögu lands- ins þegar Hannes Haf- stein fyrstur Íslendinga varð ráðherra í heima- stjórninni 1904. Nokk- ur mismunandi sjón- armið komu fram í fyrstu um myndun stjórnmálaflokka en ungir menn sameinuðust í ung- mennafélögunum sem störfuðu um allt land og skiluðu síðan mörgum öfl- ugum foringjum inn í stjórnmála- umræðuna. Einn þessara manna var Jónas Jónsson frá Hriflu. Hann vildi leita fyrirmynda hjá Dönum og öðr- um nágrannalöndum og stofnaði því Alþýðuflokkinn, en felldi sig ekki við fjöldann og vildi heldur leita sam- starfsmanna innan flokkanna eða ein- stakra þingmanna á Alþingi. Í því skyni stofnaði hann síðan Framsókn- arflokkinn 1916 og þar með hófst ein- okun þeirra á íslenzku samfélagi og hefir því staðið í 90 ár nú. Framsóknarflokkurinn er mesti sérhagsmunaflokkur landsins og hef- ir á þessum tíma lagt undir sig alla af- urðasölu landbúnaðarins og öll mjólk- urbú og samsölur landsins sem hófst með því að Korpúlfsstaðir voru gerðir óstarfhæfir með samþykkt mjólk- urlaganna á Alþingi sem lögðu allan markaðinn í Reykjavík undir stjórn Mjólkursamsölunnar. Síðan var ráð- ist gegn gamla Íslandsbanka, sem var yfirtekinn með lögum frá Alþingi 1930 (sjá lagasafn 1945 bls. 223/5). Hann var nú nefndur Útvegsbanki Íslands og var stjórnað af kjörnum fulltrúum á Alþingi (eins og Landsbankinn) í næstum 70 ár. Fram- sókn átti alltaf neit- unarrétt eða veto í báð- um þessum bönkum allan þennan tíma. Árið 1996 voru Landsbank- inn og Búnaðarbankinn síðan einkavæddir með samþykki Alþingis og síðan seldir sérvöldum kaupendum nokkrum árum síðar. Bún- aðarbankinn var yf- irtekinn af leppum Framsóknar og heitir nú KB-banki og er langstærsti banki landins. Síðan sneru þeir sér að stærsta atvinnuvegi landsins, sjávarútveginum, og með lögum frá 1993 var hann einkavædd- ur eftir tillögum núverandi forsætis- ráðherra og formanns Framsóknar. Ekki verður rakið nánar hér um hlut- deild Framsóknar í kvótakerfinu. Að síðustu er rétt að minna á að Fram- sókn hefir verið ráðandi afl í rafvæð- ingu landsins og haft forystu í stjórn Landsvirkjunar undanfarin 12–15 ár. Þetta hefir verið undirstaðan í auk- inni þátttöku í álbræðslum í landinu einnig undir stjórn framsókn- armanna. Hvar eru hinir níu? Kaldhæðni örlaganna Framsókn veður í peningum en Sjálfstæðisflokkurinn er krúkk eftir hverjar kosningar eins og jafnan áð- ur. Héraðsdómur Reykjavíkur, vörð- ur alls siðgæðis og réttlætis, hefir hreiðrað um sig í húsinu sem fram- sóknarmenn á Alþingi rændu af gamla Íslandsbanka árið 1930. Þetta má ekki gleymast. Iðnaðarráðherr- ann hefir krafist opinberrar rann- sóknar á þeim stráksskap að bera skilti í kröfugöngu sem á stóð „Drekkjum Valgerði ekki Íslandi“. Allir skilja hvað við var átt. Forsætis- ráðherra sagði af sér vegna úrslita sveitarstjórnarkosninganna. Hann er eini framsóknarmaðurinn með fullu viti í flokknum! Hvar eru hinir níu? Kaldhæðni örlaganna Önundur Ásgeirsson fjallar um Framsóknarflokkinn ’Framsóknarflokkurinner mesti sérhagsmuna- flokkur landsins og hefir á þessum tíma lagt undir sig alla afurðasölu land- búnaðarins og öll mjólk- urbú og samsölur lands- ins …‘ Önundur Ásgeirsson Höfundur er fyrrverandi forstjóri OLÍS. STAKSTEINAR Morg- unblaðsins eru í dag helgaðir vanda Strætó. Höfundur sendir undirrituðum tóninn, og segir vera holhljóm í málflutningnum. Ég vil í allri vinsemd benda hinum nafnlausa höfundi Stak- steina á þá staðreynd, að stjórn Strætó bs ákvað að grípa til að- gerða til að stöðva hallarekstur. Það hefur hins vegar engin breyting verið gerð á stofn- samþykkt byggðasamlagsins, en þar segir m.a. að markmiðið sé „að efla almenningssamgöngur, bæta þjónustu og auka hag- kvæmni“. Það hlýtur að vera hlutverk framkvæmdastjóra að vinna samkvæmt yfirlýstum markmiðum, allt annað bæri vott um holhljóm og uppgjöf. Staksteinahöfundur veltir einnig fyrir sér farþegatölum í apríl. Séu tölur um farþegafjölda skoðaðar komi í ljós að fækkunin eigi sér nánast öll stað í apr- ílmánuði, en sé farþegafjöldinn aðra mánuði lagður saman komi í ljós að farþegum fjölgar. Ég vil í allri vinsemd upplýsa Staksteinahöfund um þá stað- reynd, að páskar eru ýmist í mars eða apríl. Stór hluti far- þega strætó er framhalds- og há- skólanemendur. Páskafrí nem- enda fara eftir því hvenær páskar eru, en ekki eftir því hvað mánuðurinn heitir. Það hef- ur áhrif á farþegatölur okkar, og getur þess vegna eitt árið verið fækkun í mars en annað árið í apríl af þessum sökum. Undirrit- aður hlýtur að gera þá kröfu til Staksteinahöfundar og annarra sem fjalla vilja um starfsemi Strætó, að vandað sé til verka í því sambandi, og leitað eftir skýringum þegar svo ber undir. Að lokum er vert að skoða far- gjöld og velta fyrir sér hvort þau séu há. Þeir sem til þekkja á vettvangi almenningssamgangna vita mætavel, að staðgreiðslufar- gjald er meðvitað haft hærra en afsláttarfargjöld. Það eru sam- eiginlegir hagsmunir starfsem- innar og viðskiptavinanna að lágmarka fjölda staðgreiddra fargjalda, einkum ef úr verður að bjóða upp á þá þjónustu að gefa til baka þegar fargjald er greitt. Tryggir viðskiptavinir Strætó vita, að með því að nýta sér ódýrustu fargjaldakostina sem í boði eru, kostar hver ferð mun minna. Ígildi árskorts í strætó (skólakortið og eitt rautt kort) kostar kr. 39.400. Séu að jafnaði farnar tvær ferðir á dag, fimm daga vikunnar, 48 vikur ársins, kostar hver ferð um 82 kr. Er ástæða til að lækka fargjaldið? Ásgeir Eiríksson Stóra, dularfulla apríltölumálið Höfundur er framkvæmdastjóri Strætó bs smáauglýsingar mbl.is B&L verslun og varahlutir Brú Shell Fossháls

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.