Morgunblaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 31 UMRÆÐAN EFTIR langvarandi niðurlæging- arskeið í stjórnmálum Íslands hófst loksins endurvakningin með end- urreisn Alþingis 1843. Margir ágætir menn komu þarna við sögu og voru þar á meðal marg- ir Danir sem lögðu Ís- lendingum gott lið. Merkur áfangi varð til í stjórnmálasögu lands- ins þegar Hannes Haf- stein fyrstur Íslendinga varð ráðherra í heima- stjórninni 1904. Nokk- ur mismunandi sjón- armið komu fram í fyrstu um myndun stjórnmálaflokka en ungir menn sameinuðust í ung- mennafélögunum sem störfuðu um allt land og skiluðu síðan mörgum öfl- ugum foringjum inn í stjórnmála- umræðuna. Einn þessara manna var Jónas Jónsson frá Hriflu. Hann vildi leita fyrirmynda hjá Dönum og öðr- um nágrannalöndum og stofnaði því Alþýðuflokkinn, en felldi sig ekki við fjöldann og vildi heldur leita sam- starfsmanna innan flokkanna eða ein- stakra þingmanna á Alþingi. Í því skyni stofnaði hann síðan Framsókn- arflokkinn 1916 og þar með hófst ein- okun þeirra á íslenzku samfélagi og hefir því staðið í 90 ár nú. Framsóknarflokkurinn er mesti sérhagsmunaflokkur landsins og hef- ir á þessum tíma lagt undir sig alla af- urðasölu landbúnaðarins og öll mjólk- urbú og samsölur landsins sem hófst með því að Korpúlfsstaðir voru gerðir óstarfhæfir með samþykkt mjólk- urlaganna á Alþingi sem lögðu allan markaðinn í Reykjavík undir stjórn Mjólkursamsölunnar. Síðan var ráð- ist gegn gamla Íslandsbanka, sem var yfirtekinn með lögum frá Alþingi 1930 (sjá lagasafn 1945 bls. 223/5). Hann var nú nefndur Útvegsbanki Íslands og var stjórnað af kjörnum fulltrúum á Alþingi (eins og Landsbankinn) í næstum 70 ár. Fram- sókn átti alltaf neit- unarrétt eða veto í báð- um þessum bönkum allan þennan tíma. Árið 1996 voru Landsbank- inn og Búnaðarbankinn síðan einkavæddir með samþykki Alþingis og síðan seldir sérvöldum kaupendum nokkrum árum síðar. Bún- aðarbankinn var yf- irtekinn af leppum Framsóknar og heitir nú KB-banki og er langstærsti banki landins. Síðan sneru þeir sér að stærsta atvinnuvegi landsins, sjávarútveginum, og með lögum frá 1993 var hann einkavædd- ur eftir tillögum núverandi forsætis- ráðherra og formanns Framsóknar. Ekki verður rakið nánar hér um hlut- deild Framsóknar í kvótakerfinu. Að síðustu er rétt að minna á að Fram- sókn hefir verið ráðandi afl í rafvæð- ingu landsins og haft forystu í stjórn Landsvirkjunar undanfarin 12–15 ár. Þetta hefir verið undirstaðan í auk- inni þátttöku í álbræðslum í landinu einnig undir stjórn framsókn- armanna. Hvar eru hinir níu? Kaldhæðni örlaganna Framsókn veður í peningum en Sjálfstæðisflokkurinn er krúkk eftir hverjar kosningar eins og jafnan áð- ur. Héraðsdómur Reykjavíkur, vörð- ur alls siðgæðis og réttlætis, hefir hreiðrað um sig í húsinu sem fram- sóknarmenn á Alþingi rændu af gamla Íslandsbanka árið 1930. Þetta má ekki gleymast. Iðnaðarráðherr- ann hefir krafist opinberrar rann- sóknar á þeim stráksskap að bera skilti í kröfugöngu sem á stóð „Drekkjum Valgerði ekki Íslandi“. Allir skilja hvað við var átt. Forsætis- ráðherra sagði af sér vegna úrslita sveitarstjórnarkosninganna. Hann er eini framsóknarmaðurinn með fullu viti í flokknum! Hvar eru hinir níu? Kaldhæðni örlaganna Önundur Ásgeirsson fjallar um Framsóknarflokkinn ’Framsóknarflokkurinner mesti sérhagsmuna- flokkur landsins og hefir á þessum tíma lagt undir sig alla afurðasölu land- búnaðarins og öll mjólk- urbú og samsölur lands- ins …‘ Önundur Ásgeirsson Höfundur er fyrrverandi forstjóri OLÍS. STAKSTEINAR Morg- unblaðsins eru í dag helgaðir vanda Strætó. Höfundur sendir undirrituðum tóninn, og segir vera holhljóm í málflutningnum. Ég vil í allri vinsemd benda hinum nafnlausa höfundi Stak- steina á þá staðreynd, að stjórn Strætó bs ákvað að grípa til að- gerða til að stöðva hallarekstur. Það hefur hins vegar engin breyting verið gerð á stofn- samþykkt byggðasamlagsins, en þar segir m.a. að markmiðið sé „að efla almenningssamgöngur, bæta þjónustu og auka hag- kvæmni“. Það hlýtur að vera hlutverk framkvæmdastjóra að vinna samkvæmt yfirlýstum markmiðum, allt annað bæri vott um holhljóm og uppgjöf. Staksteinahöfundur veltir einnig fyrir sér farþegatölum í apríl. Séu tölur um farþegafjölda skoðaðar komi í ljós að fækkunin eigi sér nánast öll stað í apr- ílmánuði, en sé farþegafjöldinn aðra mánuði lagður saman komi í ljós að farþegum fjölgar. Ég vil í allri vinsemd upplýsa Staksteinahöfund um þá stað- reynd, að páskar eru ýmist í mars eða apríl. Stór hluti far- þega strætó er framhalds- og há- skólanemendur. Páskafrí nem- enda fara eftir því hvenær páskar eru, en ekki eftir því hvað mánuðurinn heitir. Það hef- ur áhrif á farþegatölur okkar, og getur þess vegna eitt árið verið fækkun í mars en annað árið í apríl af þessum sökum. Undirrit- aður hlýtur að gera þá kröfu til Staksteinahöfundar og annarra sem fjalla vilja um starfsemi Strætó, að vandað sé til verka í því sambandi, og leitað eftir skýringum þegar svo ber undir. Að lokum er vert að skoða far- gjöld og velta fyrir sér hvort þau séu há. Þeir sem til þekkja á vettvangi almenningssamgangna vita mætavel, að staðgreiðslufar- gjald er meðvitað haft hærra en afsláttarfargjöld. Það eru sam- eiginlegir hagsmunir starfsem- innar og viðskiptavinanna að lágmarka fjölda staðgreiddra fargjalda, einkum ef úr verður að bjóða upp á þá þjónustu að gefa til baka þegar fargjald er greitt. Tryggir viðskiptavinir Strætó vita, að með því að nýta sér ódýrustu fargjaldakostina sem í boði eru, kostar hver ferð mun minna. Ígildi árskorts í strætó (skólakortið og eitt rautt kort) kostar kr. 39.400. Séu að jafnaði farnar tvær ferðir á dag, fimm daga vikunnar, 48 vikur ársins, kostar hver ferð um 82 kr. Er ástæða til að lækka fargjaldið? Ásgeir Eiríksson Stóra, dularfulla apríltölumálið Höfundur er framkvæmdastjóri Strætó bs smáauglýsingar mbl.is B&L verslun og varahlutir Brú Shell Fossháls
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.