Morgunblaðið - 21.07.2006, Síða 33

Morgunblaðið - 21.07.2006, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 33 UMRÆÐAN VIÐ sem búum og störfum í Breiðholti erum flest sammála um að frá náttúrunnar hendi er fallegt í Breiðholti. Neðra Breiðholtið kúr- ir undir brekkunni í góðu samspili við Elliðaárdalinn. Landslag í Fella- og Hólhverfi einkennist af sléttlendi og brekkubyggð. Selja- hverfið stendur að miklu leyti í halla og er í góðu nágrenni við opin svæði. Útsýni yfir borgina, út á sjóinn, til Esjunnar og Akrafjallsins er óvíða betra en ofan úr Breiðholti. Eins og eðlilegt er í byggð sem stendur hátt og vítt er til allra átta þá getur vindurinn stundum blásið hressilega. Á liðnum árum hefur trjágróður tekið vel við sér í hverfinu og myndar nú gott skjól fyrir mannlíf og dýralíf. Á margan hátt hefur vel tekist til með skipulag hverfisins og stutt er að fara í vel gróin og skógivaxin opin svæði. Þar má nefna Elliðaár- dalinn, brekkuna milli neðra og efra Breiðholts, svæðið fyrir ofan Seljahverfið og Seljadalinn. Elstu hverfi Breiðholtsins eru komin á fertugsaldurinn og því orð- in vel gróin og íbúar hafa með mik- illi eljusemi skipulagt lóðir sínar og flestir haldið þeim vel við. Þrátt fyrir fallegt landslag og víða gott skipulag eru til staðir í hverfinu okkar sem við þurfum að hugsa betur um. Of mikið er um að lóðum og mannvirkjum er ekki vel við haldið. Reykjavíkurborg á miklar eignir í Breiðholti sem og í öðrum hverfum. Borgin hefur metnað til að bygg- ingar, götur og opin svæði séu í sem besta standi. Þrátt fyrir góðan hug borgaryfirvalda er víða þörf á að taka til hendinni. Nokkuð er um að viðhald bygginga og leiksvæða hafi setið á hakanum, þar sem áhersla hefur frekar verið lögð á nýbyggingar í öðrum hverfum. Því má segja að viðhald eigna í eigu Reykjavíkurborgar í Breiðholti hafi verið sett aftar í forgangsröðina en ásættanlegt er. Húsnæði og lóðir í einkaeigu, hvort sem um er að ræða íbúðar- eða atvinnuhúsnæði eru á ábyrgð eiganda sinna. Því miður má sjá ljóta bletti í hverfinu okkar, þar sem viðhald einkaeigna er ekki ásættanlegt og setur ljótan svip á næsta umhverfi. Rekstaraðilar atvinnuhúsnæðis þurfa að bindast samtökum og mála yfir veggjakrot og fegra sitt næsta umhverfi. Það getur ekki verið gott fyrir viðskiptin að versl- unarhúsnæðið sé útkrotað og gler- brot og tyggjóklessur á gang- stéttum. Við sem búum og störfum í Breiðholti eigum ekki að sætta okkur við að í hverfinu séu staðir sem er svo illa gengið um að við viljum helst ekki af þeim vita. Við getum snúið þessari þróun við með þeirri hugarfarsbreytingu að fegurra umhverfi skapi betra mannlíf. Við eigum ekki að sýna umburðarlyndi gagnvart rusli á götum og slæmri umgengni. Við viljum ekki að börnin okkar alist upp við að sjálfsagt sé að ganga sóðalega um. Við verðum öll að taka saman höndum og aðstoða hvert annað við að halda hverfinu okkar hreinu og snyrtilegu. Borgaryfirvöld hafa skorið upp herör gegn slæmri umgengni og sóðaskap í borginni og munu á næstu árum standa að fegr- unarátaki í öllum hverfum. Við erum svo lánsöm hér í Breið- holtinu að fá að vera fyrsta hverfið í þessu átaki. Laugardagurinn 22. júlí mun verða fegrunardagur hér í Breiðholti þar sem borgarstarfs- menn, nemendur Vinnuskóla Reykjavíkur, félagasamtök, íbúar og aðrir áhugasamir ætla að sam- eina krafta sína og fegra Breiðholt- ið. Auk þess að snyrta okkar eigin lóðir og næsta umhverfi þá ætlum við að vinna fyrir hvert annað og hjálpast að við að fegra Breiðholtið. Settar verða upp þrjár stöðvar í hverfinu, við Breiðholtsskóla í neðra Breiðholti, við Breiðholtslaug í efra Breiðholti og við Hólmasel í Selja- hverfi. Á þessum stöðvum söfnumst við saman kl. 11, fáum verkfæri, ruslapoka og annað sem til þarf, skiptum okkur niður á svæði undir góðri verkstjórn borg- arstarfsmanna og hefjumst handa. Við munum snyrta opin svæði, tína rusl, hreinsa veggjakrot, leggja torfur, hnýta fótboltanet, kantskera, sópa og bæta girðingar svo dæmi séu tekin. Að loknu góðu dagsverki fögnum við vel heppnuðum degi með því að koma saman kl. 16–17 á sömu stöðum, þar sem boðið verður upp á veitingar og skemmtiatriði. Til þess að dagurinn heppnist eins vel og vænst er til þá hvet ég alla íbúa og rekstr- araðila í Breiðholti að taka höndum saman við borgaryfirvöld með það í huga að fegra Breiðholtið. Bjóðum ekki hvert öðru upp á illa hirt umhverfi og sóðaskap heldur sameinumst um að gera hverfið okkar Breiðholt fallegasta hverfi Reykjavíkur. Það verður okkur öllum til hagsbóta. Fegrum Breiðholt Ragnar Þorsteinsson fjallar um fegrunarátak í Breiðholti 22. júlí ’Við verðum öll að takasaman höndum og að- stoða hvert annað við að halda hverfinu okkar hreinu og snyrtilegu.‘ Ragnar Þorsteinsson Höfundur er framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Breiðholts. Smásögubók fylgir júlíblaðinu „Júlíblaðið okkar er stútfullt af skemmtilegu og fræðandi efni, auk þess sem bók með smásögum fylgir blaðinu að þessu sinni. Við auglýstum eftir sögum í blaðinu og fengum frábær viðbrögð. Niðurstaðan er skemmtileg blanda af ólíkum sögum eftir höfunda á aldrinum 17 til 80 ára, þekkta sem óþekkta. Góða skemmtun!“ Heiðdís Lilja Magnúsdóttir, ritstjóri Hvaða blað ert þú að lesa? Kynntu þér frábær áskriftarkjör í síma 515 5555 eða sendu okkur póst á askrift@frodi.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.