Morgunblaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is SAMTÖKIN Ísland Panorama (samtök fyrir fjölbreytni gegn mismunun og kynþáttafordómum á Íslandi) fordæma harkalega hegðun stuðningsmanna FH sem voru með kynþáttahatur í garð leikmanns ÍBV sem er af erlend- um uppruna og dökkur á hörund. Þetta er skammarlegt og ættu þeir sem hegða sér þannig að skammast sín. Sem íbúar sam- félagsins græðum við ekkert á því að byggja upp hatur í garð þeirra sem líta öðruvísi út. Það er ánægjulegt að forsvars- menn liðsins ásamt öðrum með siðferðiskennd ætli að leggja mál- inu lið til að útrýma eitri af þessu tagi úr fótboltanum hér á landi. KSÍ og ÍSÍ þurfa að taka virkan þátt í þessu. Við verðum að taka málið alvarlega og sýna það í verki. Það er þörf fyrir fræðslu. Þátttaka Í mörgum löndum í Evrópu er Evrópusambandið ásamt rík- isstjórnum, sveitarfélögum og fé- lagasamtökum að vinna hörðum höndum að því að kynna hugtakið „Þátttaka“. Það er að segja að vekja almenning til umhugsunar um mikilvægi þess að hvetja og aðstoða alla í samfélaginu til að vera virkir þátttakendur óháð uppruna, trú, þjóðerni, kynþætti, litarhætti o.s.frv. Þannig samfélag er mun sterkara en ella og við högnumst öll á því. Þetta er eitt- hvað sem við verðum öll að gera okkur grein fyrir og vera með- vituð um. Við verðum að gera öll- um kleift að vera með og í leiðinni að fjarlægja það sem heldur okkur í sundur. Kastljósið Umsjórnarmenn Kastljóssins þurfa að gefa fólki af erlendum uppruna tækifæri til að vera með í umræðum. Þetta á sérstaklega við þegar umræðuefnið er innflytj- endur í samfélaginu, því það marg borgar sig fyrir þjóðfélagið að heyra raddir þeirra líka. Nýlega reyndi einn að komast í þáttinn til að tjá sig um ákveðið umræðuefni en án árangurs þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir og mörg loforð rit- stjóra þáttarins. Kaffi Sólon Það virðist vera að sumir í sam- félaginu upplifi það að fá ekki að- gang að skemmtistöðum bæjarins vegna uppruna eða litarháttar. Nýlega var nokkrum ungmennum frá Gambíu, sem voru hérna á vegum Rauða krossins, neitað um aðgang að Kaffi Sólon og bendir margt til þess að um kynþátta- fordóma hafi verið að ræða í garð þeirra. Fleiri einstaklingar, af er- lendum uppruna, sem hafa viljað fara á skemmtistaði um helgar hafa kvartað undan þessu. Hvað er eiginlega í gangi? Alþjóðlegt samfélag Menn gleyma oft að Ísland er orð- ið stór partur af svokölluðu al- þjóðlegu samfélagi þar sem fólk af mismunandi uppruna þarf daglega að vera í gagnkvæmum sam- skiptum vegna efnahags, félags, viðskipta og menntamála svo eitt- hvað sé nefnt. Fólk ferðast milli landa en sumir stoppa stutt og aðrir lengi. Sumir finna ástina, fósturfjölskyldu, vini, félaga, skóla o.s.frv og þurfa þess vegna að búa hérna eða erlendis. Þurfum við að vera eitthvað hrædd eða fordóma- full bara af því að sumir eru öðru vísi að sjá. Sýnum umburðarlyndi og gefum öllum tækifæri rétt eins og við viljum að aðrir komi fram við okkur. Byggjum betra sam- félag sem er öllum í hag og verum til fyrirmyndar. Við höfum engu að tapa. AKEEM CUJO, formaður Ísland Panorama, Hamraborg 7, Kópavogi. Gagnkvæm virðing, þátttaka, jafnræði og rétt hugarfar Frá Akeem Cujo: Á LÖNGUFJÖRUM er vinsæl reiðleið sem fjöldi hestamanna nýt- ur á hverju sumri. Flestir ferða- langar eiga góð samskipti við land- eigendur en því miður verður stundum misbrestur þar á. Á und- anförnum árum hafa átt sér stað nokkur leiðinleg atvik á Löngu- fjörum þar sem góð samskipti við landeigendur ásamt aðgát hefðu getað skipt sköpum. Við urðum vitni að mjög undarlegu háttalagi nú nýverið: Við urðum vör við ferðahóp á leið suður Löngufjörur. Tók hópurinn með sér nautgripi, alls 26, inn í reksturinn og út á fjörur við Stakk- hamarsnes. Stutt var í að sjór félli inn á fjörur og sáum við enga til- burði hjá hópnum að skilja naut- gripina frá. Það eina sem við gátum gert í stöðunni til að bjarga naut- gripunum var að leggja á hest og ríða ferðahópinn uppi. Nautgrip- irnir urðu viðskila við ferðahópinn og voru ráðvilltir á miðjum fjörum í bullandi aðfalli. Hér hefði getað far- ið illa ef ekki hefði sést til ferða- hópsins. Nautgripina hefði getað flætt á fjörunum og þeir drukknað sem hefði verið stórskaði fyrir kúabúið. Í þetta sinn var það til- viljun ein að til hópsins sást og hægt var að bjarga nautgripunum áður en illa fór. Sé vitnað í lög um náttúruvernd nr. 44 frá 22. mars 1999 segir í 13. gr.: „För um landið og umgengni. Á ferð sinni um landið skulu menn sýna landeiganda og öðrum rétt- höfum lands fulla tillitssemi, virða hagsmuni þeirra, m.a. vegna búpen- ings og ræktunar, þar á meðal skógræktar og landgræðslu, og fylgja leiðbeiningum þeirra og fyr- irmælum varðandi ferð og um- gengni um landið.“ Af þessu er ljóst að sé þessu fylgt eftir ættu svona atvik ekki að þurfa að eiga sér stað. Þessi grein um náttúruvernd felur í sér al- mennar kurteisisvenjur í sam- skiptum manna á milli. Á tímum upplýsingatækni á að vera einfalt mál að leita uppi símanúmer land- eigenda ef ferðamenn lenda í vand- ræðum. Í þessu tiltekna atviki var um að ræða skipulagðan ferðahóp í at- vinnuskyni. Maður skyldi ætla að slíkir ferðahópar sýndu vandaðri vinnubrögð og hefðu samband við landeigendur eins og segir í 22. gr. laga um náttúruvernd: „Skipulagðar hópferðir. Þegar skipulagðar eru hópferðir í atvinnu- skyni um eignarlönd skal hafa sam- ráð við eiganda lands eða rétthafa um umferð manna og dvöl á landi hans.“ Við viljum þakka þeim ferða- mönnum sem hafa haft samband við landeigendur við skipulagningu ferða sinna og hvetjum við aðra ferðamenn til að gera slíkt hið sama. Við erum ávallt boðin og bú- in að greiða för þeirra sem vilja njóta þessarar útivistar. LAUFEY BJARNADÓTTIR, bóndi á Stakkhamri. Ábending til ferðamanna um Löngufjörur Frá Laufeyju Bjarnadóttur: FULLBURÐA heilbrigt barn er með nægar járnbirgðir við fæðingu sem nægir fram til um sex mánaða aldurs ásamt því járni sem barnið fær með móðurmjólkinni. Þrátt fyrir að magn í brjósta- mjólk sé lítið nýtir barnið það vel á milli 20–40% samanborið við nýt- ingu járns úr þurrmjólk sem er ein- ungis 4%. Hár styrkur lactósu og C-vítamíns í brjóstamjólk eykur upptöku á járni. Brjóstabörn þurfa ekki aukalega járn. Rannsókn sem gerð var á börnum sem eingöngu voru á brjósti til 7 mánaða aldurs sýndi að börnin höfðu hærri styrk hemoglobins við 2 ára aldur, en þau börn sem fengið höfðu aðra fæðu fyrr. Ef talin er hætta á járnskorti er einfaldast að senda barnið í blóð- prufu og með- höndla hvert ein- stakt barn. Þegar járnbættri fæðu er bætt við fæði brjóstabarns er oft búið til vandamál. Það eru tvö prótein í brjóstamjólkinni lactoferin og transferrin sem taka upp og binda járn í melting- arvegi barnsins. Prótein þessi binda járnið til að hefta vöxt skaðlegra baktería en þær þurfa járn til að fjölga sér. Aukaverkanir tilbúinnar járnbættrar fæðu til brjóstabarna eru oft uppköst og niðurgangur. Líkami lítils barns getur ekki bund- ið allt það járn sem gefið er, því fá óæskilegar bakteríur tækifæri til að fjölga sér. Um sjö mánaða aldur er æskilegt að fara rólega að kynna fyrir brjóstabarninu ávexti, græn- meti og kjöt. Brjóstagjöf sleppir ekki um 6 mánaða aldur heldur er það sá lágmarkstími sem barn ætti að vera eingöngu á brjósti, mælt er með að börn séu á brjósti að lág- marki eitt ár, en helst tvö ár eða lengur. Allt aðrar leiðbeiningar gilda um börn alin á þurrmjólk. Ís- lenskar mæður hafa mikið rætt á rabbsíðum um aukaverkanir stoð- mjólkur sem manneldis- og næring- arráðgjafar mæla með. Það er ekki hægt að nota sömu leiðbeiningar fyrir þurrmjólkur- og brjóstabörn þar sem líkami þeirra starfar ólíkt. ARNHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR, hjúkrunarfræðingur, brjósta- gjafaráðgjafi IBCLC og brjósta- gjafaleiðbeinandi LLL. Járnskortur er nær óþekktur meðal brjóstabarna Frá Arnheiði Sigurðardóttur: Arnheiður Sigurðardóttir SANDUR MÖL FYLLINGAREFNI WWW.BJORGUN.IS Sævarhöfða 33, 112 Reykjavík, sími 577 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.