Morgunblaðið - 21.07.2006, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 35
MINNINGAR
✝ GuðmundurÞorvaldur Jóns-
son var fæddur að
Bjarnastöðum í
Reykjafjarðar-
hreppi í N-Ísafjarð-
arsýslu hinn 1. júlí
1912. Hann lést á
Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi í
Fossvogi hinn 11.
júlí síðastliðinn.
Hann var ókvæntur
og barnlaus.
Guðmundur var
sonur hjónanna
Guðbjargar Efemíu Steinsdóttur
og Jóns Ólasonar, bónda á
Bjarnastöðum í Reykjafjarðar-
hreppi í N-Ísafjarðarsýslu.
Í júní 1911 höfðu þau hjón
eignast dreng sem var andvana
fæddur. Guðmundur var því elst-
ur systkina sinna. Samtals voru
þau 11 og þar af komust níu til
Guðmundur, þá á átjanda ári,
fer í vinnumennsku víða um
Djúpið, var m.a. í Botni, Mið-
húsum, Þúfum og eynni Vigur,
kom að byggingu Héraðsskólans
í Reykjanesi og rafveitu sem Jón
Fannberg reisti í Botni. Við
Djúpið er Guðmundur fram til
ársins 1942, en þá flyst hann til
Reykjavíkur og bjó þar alla tíð
síðan.
Í Reykjavík stundaði hann al-
menna verkamannavinnu, sem til
féll á hverjum tíma, s.s. við
Reykjavíkurhöfn, lóðadeild Rík-
isspítala, trésmiðju Völundar,
prentsmiðju Þjóðviljans og
hreinsunardeild Reykjavíkur-
borgar, en þar vann hann alveg
fram undir áttræðisaldur.
Guðmundur var afar sjálfstæð-
ur maður, bjó lengst af á Hverf-
isgötu 58A í Reykjavík, en árið
2003 flutti hann í Seljahlíð heim-
ili aldraðra, í Hjallaseli 55 í
Reykjavík, og dvaldist þar síð-
ustu þrjú ár ævinnar.
Útför Guðmundar Þorvalds
Jónssonar verður gerð frá Há-
teigskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.
fullorðinsára. Þau
eru: Valgerður Sig-
urborg, f. 11. júní
1914, d. 1. febr.
1982; Kristján Mar-
geir, f. 22. okt. 1915,
d. 1. júní 1996;
Kjartan Aðalsteinn,
f. 29. jan 1917, d. 27.
mars 2006; Ingi-
björg Guðný Jónína,
f. 11. nóv. 1918;
Guðbjörg Gróa og
Bjarni Sigurður, tví-
burar, f. 28. okt.
1920; Bjarni Sigurð-
ur, d. 21. mars 1922; Elín Bjarn-
ey, f. 26. okt. 1922; Óli Kristján,
f. 21. sept. 1925, d. 26. apríl
2004; og Bjarni, f. 15. des. 1926.
Árið 1930 um vorið andast Jón
Ólason frá konu og börnum. Þá
er heimilið leyst upp og systk-
inunum komið í fóstur á bæjum
víða við Ísafjarðardjúp.
Móðurbróðir minn, Guðmundur
Þorvaldur Jónsson, er látinn níutíu
og fjögurra ára. Lífshlaup Gumma
frænda míns er að mörgu leyti
dæmigert fyrir marga er fæddust við
Djúp á fyrri hluta síðustu aldar. Að
Gumma standa ættir við Ísafjarðar-
djúp með ívafi í sveitum við norð-
anverðan Breiðafjörð. Gummi er al-
inn upp á Galtarhrygg í Mjóafirði,
elstur af níu systkinum er upp kom-
ust. Árið 1930 féll faðir hans frá
langt um aldur fram. Að þeirra tíma
hætti var fjölskyldan vægðarlaust
leyst upp, eldri börnin fóru í fóstur í
sveitinni en móðirin í vinnumennsku
með tvö yngstu börnin. Á þessum
tíma var fjölmennt við Djúp, hver
jörð setin, útræði víða og fjöldi fólks í
vinnumennsku til sjós og lands.
Næsta áratuginn var Gummi í
vinnumennsku víða við Djúp, en á
stríðsárunum breytti hann til og fór
til vinnu í Reykjavík. Átti hann þar
heima síðan. Í höfuðborginni vann
hann framan af við hin ýmsu störf
svo sem hafnarvinnu, koladreifingu,
garðyrkju, kertasteypu og trésmíðar
svo eitthvað sé nefnt. Lengst vann
hann hins vegar í Prentsmiðju Þjóð-
viljans, langt á annan tug ára. Er
hann hætti störfum hjá Þjóðviljan-
um, kominn hátt á sjötugsaldur, fór
hann að vinna hjá Reykjavíkurborg
og vann þar meðan hann gat fram á
áttræðisaldur. Trúmennska hans og
samviskusemi í starfi var einstök.
Gummi kvæntist aldrei, en þrátt
fyrir það má segja að hann hafi verið
mikill fjölskyldumaður. Hann um-
gekkst skyldfólk sitt náið, tók þátt í
lífi þess og var ætíð reiðubúinn til að
taka á sig snúninga og aðstoða ef
með þurfti.
Þó frændi minn hefði ekki notið
langrar skólagöngu las hann mikið
og var vel fróður. Ættfræði var hon-
um einkar hugleikin. Safnaði hann
saman miklum fróðleik um ætt okk-
ar og tók saman niðjatöl sem voru
prentuð og fjölrituð og dreift meðal
ættingja. Kostaði þetta mikla vinnu
því allar upplýsingar handskrifaði
hann.
Ég hef þekkt Gumma frænda
minn nánast alla ævina og hafa sam-
verustundir okkar verið margar.
Hann kom gjarnan vestur á firði í
sumarfríum sínum og tvisvar var
hann hjá okkur sumarlangt við hey-
skap. Börn sóttust eftir að vera í ná-
vist hans því hann var óþreytandi við
að segja okkur sögur og miðla af
fróðleik sínum. Ef útvega þurfti ein-
hvern hlut sem bara fékkst í Reykja-
vík var frændi minn boðinn og búinn
til að útvega hann. Seinna er ég hafði
lokið háskólanámi og hóf að dvelja í
Reykjavík fékk ég að búa hjá
Gumma á Hverfisgötunni af og til í
rúmlega tvö ár. Er áhugi minn á ætt-
fræði vaknaði áttum við oft langar
samræður um fólk og staðhætti, sér-
staklega við Ísafjarðardjúp.
Gummi var grannvaxinn, meðal-
maður á hæð, kvikur í hreyfingum,
glaðlyndur og einstakt ljúfmenni.
Hann neytti hvorki áfengis né tób-
aks. Sem betur fór entist honum
heilsa til að búa í íbúðinni sinni á
Hverfisgötu 58a, þar sem hann hafði
búið í 40 ár, og sjá að mestu um sig
sjálfur fram yfir nírætt. Síðustu þrjú
árin bjó hann í íbúð fyrir aldraða í
Seljahlíð. Andlegu atgervi sínu hélt
hann fram í andlátið.
Blessuð sé minning Guðmundar Þ.
Jónssonar.
Bragi Líndal Ólafsson.
GUÐMUNDUR Þ.
JÓNSSON
✝ Ingibjörg Jó-hannesdóttir
fæddist á Ísafirði 27.
desember 1913. Hún
lést á Heilbrigðis-
stofnun Ísafjarðar
11. júlí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Jóhannes Þor-
steinsson, f. 28. sept.
1889 á Borg í Skötu-
firði í Ísafjarðar-
djúpi, d. 12. febr.
1944, og Jóhanna
Margrét Pétursdótt-
ir, f. 26. maí 1881 í
Reykjarfirði í Árneshreppi á
Ströndum, d. 7. maí 1918. Alsystk-
ini Ingibjargar voru Ari Guðjón, f.
4. des. 1911, d. 5. febr. 1999, og Jó-
hanna María, f. 19. okt. 1917, d. 25.
sept 1993. Hálfsystir hennar sam-
mæðra var Sigurey Júlíusdóttir.
Sonur Ingibjargar og Ásgeirs
Guðmundssonar frá Þorfinnsstöð-
um í Önundarfirði, f. 9. sept. 1912,
d. 29. ágúst 1987, er: 1) Eiríkur Ás-
geirsson, f. 7. nóv. 1933, k. Guðný
Þorvaldsdóttir, f. 24. jan. 1929.
Þau búa í Reykjavík. Hún átti fyrir
þrjár dætur: a) Kristjönu Þórarins-
dóttur, f. 1952, m. Sigurður Gunn-
arsson, f. 1951, búsett á Akranesi
og eiga þau þrjú börn og sex
barnabörn, b) Kolbrúnu Þórarins-
dóttur, f. 1953, býr í Reykjavík og
á tvær dætur og c) Báru Þórarins-
dóttur, f. 1955, m. Kristján R.
dóttur, d) Margrét Kristjánsdóttir,
f. 1968, býr á Flateyri, og e) Hlyn-
ur Kristjánsson, f. 1981, býr með
Hörpu Oddbjörnsdóttur, f. 1977,
þau eru búsett á Ísafirði. 3) Elín S.
Jóhannesdóttir, f. 22. apríl 1942,
m. Gísli Þorsteinsson, f. 15. des.
1935, búsett á Brekku í Norðurár-
dal í Borgarfirði. Þeirra börn eru:
a) Þorsteinn Gíslason, f. 1966, k.
Anna B. Sigurðardóttir, f. 1967,
búsett í Eyjafjarðarsveit, þau eiga
tvö börn, b) Sigurlaug Gísladóttir,
f. 1967, býr í Kópavogi og c) Ingi-
björg M. Gísladóttir, f. 1969, m.
Einar S. Kjartansson, f. 1962, d.
1996, einnig búsett í Kópavogi,
hún á tvö börn. 4) Drengur, f. 25.
sept. 1945, d. 13. febr. 1946. 5)
Helga M. A. Jóhannesdóttir, f. 2.
apríl 1951, m. Arnór G. Jósefsson,
f. 7. nóv. 1944, búsett í Reykjavík.
Þeirra börn eru: a) Guðrún Ó. Arn-
órsdóttir, f. 1979, búsett í Reykja-
vík, og b) Þorsteinn Arnórsson, f.
1981, búsettur í Reykjavík.
Ingibjörg ólst upp hjá afa sínum
og ömmu á Borg í Skötufirði frá
því að móðir hennar lést og fram
til fermingar er hún fór í vist til
Ísafjarðar. Hún var í kaupavinnu á
Þorfinnsstöðum í Önundarfirði og
seinna í Ytri-Hjarðardal en þar hóf
hún búskap með Jóhannesi Krist-
jánsyni og bjuggu þau þar nánast
allan sinn aldur utan örfá ár er þau
bjuggu á Vöðlum. Þau brugðu búi í
kringum 1990 og fluttu til Ísafjarð-
ar.
Útför Ingibjargar verður gerð
frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14. Jarðsett
verður í kirkjugarðinum í Holti í
Önundarfirði.
Kristjánsson, f. 1953,
Búa í Reykjavík og
eiga fjórar dætur og
fimm barnabörn.
Saman eiga Eiríkur
og Guðný þrjú börn.
Þau eru: d) Guð-
mundur Á. Eiríksson,
f. 1957, k. Elínborg V.
Halldórsdóttir, f.
1956, þau búa í Hafn-
arfirði og eiga tvo
syni. e) Ingibjörg J.
Eiríksdóttir, f. 1962,
m. Sigurður Sigurðs-
son, f. 1961, þau eru
búsett í Reykjavík og eiga þrjár
dætur, og f) Anna S. Eiríksdóttir, f.
1969, m. Einar K. Gíslason, f. 1964,
búa á Akranesi og eiga tvær dæt-
ur. Einar átti fyrir þrjú börn.
Sambýlismaður Ingibjargar var
Jóhannes Kristjánsson, f. 8. des.
1911, d. 24 des. 2002. Þau eignuð-
ust fjögur börn: 2) Kristján Jó-
hannesson, f. 20. sept. 1938, k.
Guðrún Jónsdóttir, f. 7. sept. 1940.
Þau búa á Flateyri og eiga fimm
börn: a) Jóhannes Kristjánsson, f.
1961, k. Hulda B. Baldvinsdóttir, f.
1956, búsett í Kópavogi. Þau eiga
tvö börn, b) Jón Jens Kristjánsson,
f. 1963, k. Kolbrún Guðbrandsdótt-
ir, f. 1963, búa í Ytri-Hjarðardal og
eiga tvo syni, c) Steinþór B. Krist-
jánsson, f. 1966, býr á Flateyri, á
tvær dætur með Hildi Halldórs-
dóttur, f. 1965, fyrir á Hildur eina
Það er svo margt sem fer um
hugann þegar ég hugsa um Ingi-
björgu Jóhannesdóttur eða ömmu
niður frá eins og hún var oftast
kölluð hér í Hjarðardal. Ég var svo
gæfusöm að kynnast Ingu fyrir 24
árum þegar ég fékk hana eiginlega
í heimanmund með manni mínum.
Hún studdi okkur heilshugar ungu
hjónin þegar við tókum við búi í
Hjarðardal Ytri og sýndi ávallt
mikla hjálpsemi og hlýju. Þá var
margur kaffisopinn drukkinn í eld-
húsinu hjá henni og afa þegar kom-
ið var úr fjósinu og um margt
spjallað. Hún var alla tíð minnug
svo af bar bæði á gamla samferða-
menn og atburði, svo unun var að
heyra hana segja frá. Hún gat aldr-
ei óvinnandi verið og ef hún var
ekki að sýsla við heimilisstörf var
hún síprjónandi. Þeir eru ófáir
sokkarnir og vettlingarnir sem hún
gaf okkur og öðrum sem vildu
þiggja, skyldum sem óskyldum.
Henni leið best ef hún gat lagt eitt-
hvað gott til annarra með gjöfum
eða kaffi og kökum, sem alltaf var
til nóg af. Hún var komin á áttræð-
isaldur þegar hún kom upp hólana
á hverjum degi fyrsta veturinn
minn í Hjarðardal til að passa eldri
strákinn okkar sem þá var sex
mánaða gamall svo við hjónin gæt-
um sinnt fjósverkunum saman. Og
ekki voru þeir gamlir hann og bróð-
ir hans þegar þeir kjöguðu niður
hólana til að fara „til ömmu“ eins
og þeir sögðu.
Eftir fyrstu árin okkar saman
hér í Hjarðardal fluttu hún og afi í
íbúð á Hlíf II á Ísafirði. Þar áttu
þau góð ár. Inga endurnýjaði kynni
við gamla kunningja síðan hún bjó
á Ísafirði sem ung stúlka og eign-
aðist jafnframt nýja vini. Hún tók
virkan þátt í félagslífi og naut þess
að búa í góðu húsnæði í nálægð við
skemmtilegt fólk.
Afa missti hún svo fyrir fjórum
árum, en hélt ótrauð áfram jákvæð
að vanda umkringd góðum vinkon-
um. Hún fékk að halda ágætri
heilsu fram að því að hún veiktist
þremur vikum áður en hún lést, á
sjúkrahúsi Ísafjarðar þar sem hún
naut góðrar umönnunar.
Með þessum línum vil ég þakka
Ingu ömmu samfylgdina og það
sem hún var mér og mínum.
Hvíl í friði.
Kolbrún.
Árið 1913 var Ísland tæplega
komið inn í nútímann. Lífsskilyrði
þjóðarinnar voru með svipuðu móti
og þau höfðu verið nánast frá upp-
hafi byggðar í landinu eða í u.þ.b.
þúsund ár. Inn í þennan veruleika
var þann 27. desember það ár í
heiminn borin á Smiðjuvegi 4 á Ísa-
firði amma mín, Ingibjörg Jóhann-
esdóttir. Að henni stóðu sterkir
ættstofnar úr Djúpi, m.a. Vigur- og
Arnardalsættir, en föðurætt móður
hennar var af Ströndum. Heimilis-
faðirinn stundaði sjómennsku fjarri
heimilinu þannig að heimilishald og
barnauppeldi lenti á herðum móð-
urinnar. Þegar hér var komið sögu
hafði þeim, liðlega tveimur árum
fyrr, fæðst sonurinn Ari. Fyrir
hafði móðirin eignast dóttur, Sig-
ureyju, sem ekki ólst upp hjá
henni. Þegar amma var tæplega
fjögurra ára bættist systirin Jó-
hanna María í systkinahópinn. Við
barnsburðinn veikist móðir þeirra
alvarlega og lést af völdum þeirra
veikinda liðlega hálfu ári síðar. Eft-
ir það var fjölskyldan leyst upp.
Börnin voru send í fóstur, tvö þau
eldri til föðurforeldra sinna að Borg
í Skötufirði en Jóhönnu Maríu litlu
var komið í fóstur í Kálfavík sem er
þar í næsta nágrenni. Sjálfsagt hef-
ur atlæti ömmu verið hvað best
þeirra systkina. Ari fór fljótlega í
vinnumennsku á aðra bæi í Djúpinu
og Jóhanna María ólst upp hjá
vandalausum. Voru æskuslóðir
ömmu á Borg henni ætíð mjög
kærar og þegar henni gafst kostur
á að koma þangað seinna á ævinni
hljóp hún um holt og móa eins hún
væri enn á unglingsaldri að smala
fé Þorsteins afa síns. Um fermingu
flyst amma aftur til Ísafjarðar og
fer í vist til frænku sinnar Berg-
þóru Árnadóttur og manns hennar
Matthíasar Sveinssonar. Þegar hún
var átján ára gömul haga örlögin
því þannig að hún fer vestur í Ön-
undarfjörð þar sem hún átti eftir að
búa megnið af ævinni, fyrst á Þor-
finnsstöðum þar sem hún er í
kaupavinnu hjá Gísla föðurbróður
sínum. Þar eignast hún soninn Ei-
rík með Ásgeiri syni bóndans á
hinni hálflendunni á Þorfinnstöðum.
Þeim var ekki ætlað að rugla frek-
ar saman reytum og amma fer í
kaupavinnu á næsta bæ innan við
Dalsófæruna, Ytri-Hjarðardal, með
litla drenginn sinn tveggja ára
gamlan. Í Ytri-Hjarðardal, sem var
stórbýli á þeirra ára mælikvarða,
bjuggu þá bræðurnir Kristján og
Sæmundur Jóhannessynir og þar
var til heimilis sonur Kristjáns, Jó-
hannes, nýkominn úr búfræðinámi
á Hvanneyri. Hann átti eftir að
verða lífsförunautur ömmu og hófu
þau búskap sinn á Vöðlum í Önund-
arfirði og búa þar í nokkur ár eða
þar til Sæmundur bregður búi í
Ytri-Hjarðardal og þau taka við
hans hluta jarðarinnar. Afa og
ömmu varð þriggja barna auðið
sem náðu fullorðins aldri, en einn
son misstu þau tæplega fimm mán-
aða gamlan. Árið 1990 flytur amma
svo enn til Ísafjarðar þegar hún og
afi brugðu búi í Hjarðardal og
fluttu í nýbyggða íbúð á Hlíf 2.
Þarna kynntist amma aftur göml-
um vinum og kunningjum frá yngri
árum sem stopult samband hafði
verið við meðan Breiðadalsheiðin
skildi að og var mjög virk í öllu fé-
lagsstarfi á Hlíf. Hún annaðist afa
af einstakri trúmennsku síðustu ár-
in sem hann lifði en hann lést á að-
fangadag árið 2002. Síðan þá átti
amma gott og áhyggjulítið ævi-
kvöld, hún ræktaði samband við
vini og afkomendur og var áfram
virk í öllu sem hún átti kost á að
taka þátt í með nágrönnum sínum á
Hlíf. Heilsufar hennar var gott.
Andlega hélt hún sér einstaklega
vel, var alltaf vel með á nótunum og
varla að finna að hún gleymdi
nokkru. Líkamleg heilsa hennar
var einnig góð, fyrir utan umgangs-
pestir, þar til bara síðustu tvær
vikurnar er hún fékk ristil í andlitið
sem hún náði sér ekki af og að lok-
um dró hana til dauða.
Eitt stærsta lán mitt í lífinu var
að fá að alast upp í nábýli við
ömmu og afa því að foreldrar mínir
bjuggu á móti þeim í Ytri-Hjarð-
ardal á uppvaxtarárum mínum. Það
var alltaf gott að geta leitað til
þeirra ef eitthvað bjátaði á. Frá-
sagnir þeirra af lífinu eins og það
var á uppvaxtarárum þeirra voru
ómetanlegar og kenndu mér að
meta þær aðstæður sem ég hef bú-
ið við og ugglaust átt þátt í að
vekja áhuga minn á sögu okkar.
Alltaf hugsaði amma um að eiga
eitthvað gott í gogginn á „aumingj-
unum“ sínum eins og hún kallaði
okkur systkinin, síður en svo í niðr-
andi merkingu og óteljandi eru
sokkaplöggin sem hún sá mér fyrir
og seinna börnum mínum er þau
komu til. Ég hitti ömmu síðast í
febrúar síðastliðnum er við fjöl-
skyldan fórum í eftirminnilega
helgarferð vestur á firði. Þá fórum
við með ömmu í bílferð í Önund-
arfjörðinn, komum m.a. að leiði afa
í kirkjugarðinum í Holti þar sem
hún verður nú lögð til hinstu hvílu
við hlið hans. Vona ég að endur-
fundir þeirra á þeim stað sem þau
eru á núna, og við endum öll á að
lokinni þessari jarðvist, hafi verið
gleðilegir. Ég vil að lokum láta í
ljós þakklæti mitt til ömmu fyrir að
fá að vera henni samferða þetta
stóran hluta ævi minnar og fyrir að
fá njóta leiðsagnar hennar. Ætt-
ingjum og vinum bið ég Guðs bless-
unar sem og starfsfólki á Hlíf og
Heilbrigðisstofnun Ísafjarðar og
öðrum þeim sem önnuðust ömmu
og léttu henni lífið síðustu árin.
Jóhannes Kristjánsson.
Elsku amma. Þakka þér fyrir all-
ar stundirnar sem við áttum saman.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Guð geymi þig að eilífu.
Þinn
Bjartmar.
INGIBJÖRG
JÓHANNESDÓTTIR