Morgunblaðið - 21.07.2006, Qupperneq 40
40 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Björn StefánHólmsteinsson
fæddist á Grjótnesi á
Melrakkasléttu í
Norður-Þingeyjar-
sýslu 21. janúar
1926. Hann lést á
Hjúkrunarheimilinu
Grund hinn 11. júlí
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Hólmsteinn Helga-
son, f. 5. maí 1893, d.
29. apríl 1988, fyrr-
verandi oddviti og
útgerðarmaður á
Raufarhöfn, og kona hans Jóhanna
Björnsdóttir, f. 3. júlí 1901, d. 5. jan-
úar 1994. Systkini Björns eru: Aðal-
björg Jakobína Hólmsteindóttir, f.
26.1. 1926, fv. hússtjórnarkennari í
Reykjavík; Helgi Sigurður Hólm-
steinsson, f. 3.5. 1928, sjómaður,
býr á Raufarhöfn; Arndís Sigur-
björg Hólmsteinsdóttir, f. 12.2.
1931, ljósmóðir. Eiginmaður henn-
ar er Karl Jónsson og búa þau í
Reykjavík.; Jónas Maríus Hólm-
steinsson, f. 8.7. 1934, fv. kaup-
félagsstjóri og yfirbókari. Eigin-
kona hans er Edda Kjartansdóttir
og búa þau í Reykjavík; Gunnar Þór
Hólmsteinsson, f. 6.3. 1936, við-
skiptafræðingur og fv. skrifstofu-
stjóri. Eiginkona hans er Guðrún
Gunnarsdóttir og búa þau í Hafn-
arfirði; Baldur Hólmsteinsson.
f.24.8. 1937, útgerðar- og sjómaður.
Eiginkona hans er Sigrún Guðna-
dóttir og búa þau á Raufarhöfn.
Eftirlifandi eiginkona Björns er
Jónína Ósk Pétursdóttir, fædd í
Vestmannaeyjum 12. nóvember
1926. Þau gengu í hjónaband 1. jan-
isson skipstjóri og eiga þau þrjú
börn; Brynjar Þór, Karítas og Dag-
nýju.
Björn ólst upp fyrstu árin á
Grjótnesi þar til foreldrar hans
fluttu til Raufarhafnar. Hann nam
við Barnaskólann á Raufarhöfn og
fór síðar einn vetur í eldri deild
Laugaskóla í Reykjadal þar sem
hann lauk námi vorið 1943.
Þá fór hann á mótornámskeið hjá
Fiskifélagi Íslands haustið 1943.
Björn stundaði vertíðir á sínum
yngri árum þar til hann flutti alfar-
ið til Raufarhafnar með eiginkonu
sinni 1952, þau byggðu þar húsið
Setberg og bjuggu þar alla tíð síðan
þar til haustið 2002 þegar veikindi
ágerðust og þau hjónin fluttu til
Reykjavíkur. Björn stundaði sjó-
mennsku bæði sem formaður og
vélstjóri auk þess sem hann rak út-
gerð um áratuga skeið og fiskverk-
un síðustu ár starfsævinnar ásamt
því að sjá um allan reksturinn.
Hann stundaði vörubílarekstur um
hríð, rak lítið fjárbú um árabil í
tómstundum og tók virkan þátt í
margvíslegum félagsstörfum. Hann
sat í sveitarstjórn Raufarhafnar á
árunum 1962–1970 og síðan aftur
frá 1974 til 1982 þá sem oddviti.
Hann sat í hafnarnefnd til 1986. Á
síldarárunum 1953–1968 var hann
verkstjóri á síldarplönum flest sum-
ur, fyrst á plani föður síns en 1964–
1968 á söltunarstöðinni Borgum hf.
Eftir síldarhrunið 1968 blasti við
mjög alvarlegt ástand í atvinnumál-
um Raufarhafnar. Þá beitti hann
sér ásamt öðrum góðum mönnum
fyrir stofnun útgerðar- og fisk-
vinnslufyrirtækisins Jökuls hf. sem
eftir það var burðarásinn í atvinnu-
lífi Raufarhafnar. Þar sat hann í
stjórn um langt árabil, ýmist sem
formaður eða varaformaður.
Útför Björns verður gerð frá
Raufarhafnarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
úar 1952. Foreldrar
hennar voru Pétur
Guðjónsson, f. 12. júlí
1902, d. 21. ágúst
1982, bóndi og sjó-
maður í Kirkjubæ í
Vestmannaeyjum, og
Guðrún Rannveig
Guðjónsdóttir, f. 17.
apríl 1905, d. 18. okt.
1938, frá Tóaseli í
Breiðdal. Börn Björns
og Óskar eru: 1) Jó-
hanna Björnsdóttir, f.
18.3. 1953, læknir.
Eiginmaður hennar
var Ásbjörn Sigfússon, læknir, en
hann lést af slysförum 8.9. 2001.
Þau eiga tvær dætur, Ástu og
Huldu. 2) Pétur Björnsson, f. 11.8.
1955, framkvæmdastjóri. Kona
hans er Margrét Þorvaldsdóttir
verslunarmaður og eiga þau fjögur
börn, Kristínu, Ósk, Sunnu Guð-
rúnu og Bryndísi. 3) Hólmsteinn
Björnsson, f. 16.5. 1959, fram-
kvæmdastjóri. Kona hans er Þor-
gerður Ása Tryggvadóttir útstill-
ingahönnuður og eiga þau þrjá
syni, Björn, Hauk og Hjörvar. 4)
Guðrún Rannveig Björnsdóttir, f.
16.5. 1959, verslunarmaður. Fyrr-
verandi maður hennar er Bergur
Júlíusson sjómaður og eiga þau
þrjú börn, Júlíus Pétur, Gyðu Ósk
og Helgu. 5) Lilja Valgerður
Björnsdóttir. f. 19.10. 1960, skrif-
stofumaður. Eiginmaður hennar er
Jón Ómar Finnsson húsasmíða-
meistari og eiga þau þrjú börn; Við-
ar, Önnu og Unni. 6) Birna Björns-
dóttir, f. 31.10. 1968,
skrifstofumaður og kennari. Eigin-
maður hennar er Ríkharður Reyn-
Af mönnunum í lífi mínu var pabbi
þar lengst; frá því ég fæddist fyrir
rúmlega hálfri öld og meðan bæði
lifðu. Lengst af var hann mjög virk-
ur þátttakandi í lífi mínu og minnar
fjölskyldu, allt þar til fyrir nokkrum
árum að grimmur og ágengur sjúk-
dómur rændi hann bæði andlegu og
líkamlegu atgervi. Ránsfengurinn
var töluverður. Pabbi fékk að vísu
mænuveiki á unglingsárum og sá
þess æ síðan merki, aðallega á
göngulagi hans, en var að upplagi
hraustur og jafnan frískur. Fékk
smávægileg kransæðaþrengsli sem
voru lagfærð snarlega á skurðstofu
Landspítalans, en annað var það nú
ekki. Hitt var ekki veigaminna að
pabbi var afar greindur maður sem
hafði margt til brunns að bera.
Hann var skapgóður, hafði jafnaðar-
geð, en gat verið skapstór ef því var
að skipta, réttsýnn og lét alla njóta
sannmælis. Hann hafði ríka réttlæt-
iskennd og góðan félagsþroska.
Pabbi var mikill Raufarhafnarmað-
ur og vildi helst hvergi annars stað-
ar vera en norður á Sléttu. Var ætíð
reiðubúinn til að leggja sitt af mörk-
um fyrir samfélagið heima, starfaði
lengi að sveitarstjórnarmálum auk
annars. Hann var bjartsýnn á fram-
tíð samfélagsins á Raufarhöfn,
áhugasamur um uppbyggingu at-
vinnulífsins og tók þar virkan þátt.
Þegar við eldri systkinin vorum
ung var pabbi ekki mikið heima. Það
þurfti að koma upp húsi og vinna
fyrir fjölskyldu sem fór hratt stækk-
andi. Það var sameiginlegt áhuga-
mál foreldra okkar að við börnin
fengjum þá menntun sem hugur
okkar stæði til. Við vorum því óspart
hvött og studd til þess, jafnt fjár-
hagslega sem á annan hátt. Bestu
stundir okkar pabba voru annars
vegar í fjárhúsinu þegar ég var
krakki og hins vegar þegar ég kom
heim í skólafríum á mennta- og há-
skólaárunum. Þá settumst við inn í
stofu, fengum okkur kaffi með smá
viskíslettu út í og fórum yfir stöð-
una. Hann yfirheyrði mig um skól-
ann, hvað ég hefði verið að fást við
þá önnina og sagði mér af því sem
markverðast hafði gerst heima, að
hans mati. Þær samverustundir sem
pabbi missti af með okkur á árum
áður voru svo sannarlega unnar upp
þegar barnabörnin komu, þeirra
samskipti hafa verið hreint yndisleg.
Síðustu árin hafa verið erfið, fyrir
pabba framan af, meðan hann gerði
sér grein fyrir hvers var að vænta,
og fyrir mömmu, okkur börnin og
fjölskyldur okkar jafnframt og til
þessa dags. Við höfum saknað og
syrgt þann mann, sem var eiginmað-
ur, faðir, tengdafaðir og afi, í langan
tíma. Dagurinn í dag, er hann er
lagður til hinstu hvílu heima á Rauf-
arhöfn, finnst mér vera gleðidagur
fremur en sorgardagur. Pabbi er
kominn heim, laus úr viðjum mis-
kunnarlauss sjúkdóms. Við erum
búin að endurheimta hann eins og
hann var. Bjössi Hólmsteins, sjó-
maðurinn, bóndinn, fiskverkandinn,
útgerðarmaðurinn, sveitarstjórnar-
maðurinn og svo margt fleira. En þó
fyrst og fremst maðurinn hennar
Óskar, pabbi okkar krakkanna í Set-
bergi, tengdapabbi og afi.
Ég vil þakka systrum mínum
Gunnu og Birnu sem ásamt fjöl-
skyldum sínum gerðu foreldrum
okkar kleift að dvelja heima eins
lengi og raun varð á. Það var staðið
eins lengi og stætt var. Vinum og
nágrönnum heima á Raufarhöfn
þakka ég fyrir skilninginn, þolin-
mæðina og virðinguna sem honum
var ávallt sýnd, Villu frænku og
Óskari fyrir ómetanlega tryggð og
ræktarsemi og starfsfólkinu á elli-
og hjúkrunarheimilinu Grund fyrir
umönnunina.
Föður mínum þakka ég samfylgd-
ina og fyrir að gera mig að þeirri
manneskju sem ég er.
Jóhanna.
Það er alltaf sárt að sjá á bak sín-
um nánustu, sérstaklega þegar mikil
virðing og væntumþykja liggja að
baki, en jafnframt vitum við að það
er óumflýjanlegt. Pabbi hefur verið
að hverfa frá okkur síðustu árin
þannig að hvíldin var kærkomin.
Pabbi var fæddur í gamla torf-
bænum á Grjótnesi á Melrakka-
sléttu ásamt tvíburasystur sinni 21.
janúar 1926. Þau voru fyrst af sjö
börnum foreldra sinna, Hólmsteins
Helgasonar og Jóhönnu Björnsdótt-
ur, og ólust þau upp á Grjótnesi
fyrstu árin eða þar til þau fluttu til
Raufarhafnar þar sem pabbi bjó alla
tíð síðan ef undan eru skilin sumrin
á unglingsárunum í Grjótnesi og síð-
ustu fjögur árin í Reykjavík.
Pabbi var bráðþroska og vel í
meðallagi greindur með afskaplega
sterka ábyrgðar- og réttlætistilfinn-
ingu. Hann var eftirsóttur í skips-
rúm sem og önnur störf sökum
dugnaðar, geðslags og verklagni.
Skipsfélagar hans frá hans yngri ár-
um minnast hans helst fyrir ofan-
greinda eiginleika og ekki síst vegna
þess að hann tók undir sinn vernd-
arvæng þá sem minnst máttu sín.
Þannig er pabba rétt lýst.
Ég var ekki gamall þegar ég
fylgdi pabba hvert fótmál þegar
hann var í landi. Hann var mikill
kennari í sér og hjá honum lærði ég
að vinna. Það var margt undir.
Pabbi var tómstundabóndi og hafði
40 til 50 kindur á fóðrum en aðal-
starfið var samt útgerðin og sjó-
mennskan ásamt síldinni yfir sum-
artímann á meðan hennar naut við.
Vetrartíminn var notaður til þess að
fella net og bæta, setja upp línur,
steypa netasteina, splæsa hanka
bæði í steinana og kúlurnar og síðan
flothringina og svo mætti áfram
telja. Á sumrin var borið á túnin og
síðan var heyskapur, fyrst á Grjót-
nesi en seinni árin heima á Rauf-
arhöfn. Pabbi treysti okkur unga
fólkinu mjög snemma fyrir ábyrgð-
arstörfum. Ég var farinn að aka
gamla Ferguson mjög ungur og for-
eldrarnir lágu undir ámæli frá
barnaverndarnefnd fyrir vikið.
Pabbi kippti sér ekki mjög upp við
það.
Þegar ég var á 19. ári fengu pabbi
og Helgi bróðir hans afhentan nýjan
20 tonna fiskibát, Viðar ÞH 17. Fyr-
ir áttu þeir gamlan 12 tonna bát sem
afi hafði keypt til Raufarhafnar
1949, þá 20 ára gamlan. Báturinn
hét Kristinn ÞH 163 og hafði borið
það nafn frá upphafi. Báturinn var
orðinn gamall og nokkuð úr sér
genginn og nánast tækjalaus og því
ekki mikils virði í sölu. Pabbi stakk
því upp á því við mig að ég tæki
pungaprófið svokallaða á Akureyri
um veturinn og síðan myndi ég
spreyta mig með bátinn um sumarið
ásamt Steina bróður og einum til.
Þetta þótti nokkuð ungæðisleg
áhöfn og af sumum nokkur fífl-
dirfska en allt gekk þetta vel. Hann
var alltaf reiðubúinn að gefa unga
fólkinu tækifæri ef það sýndi áhuga
og dugnað.
Pabbi naut ekki mikillar mennt-
BJÖRN ST.
HÓLMSTEINSSON
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar,
móður, tengdamóður, ömmu og langömmu,
RAGNHEIÐAR JÓNSDÓTTUR,
áður Barðavogi 24,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild A-3
Hrafnistu, Reykjavík.
Erlingur Dagsson,
Þór Ingi Erlingsson, Margrét Sigurðardóttir,
Vigdís Erlingsdóttir, Steinar Geirdal,
Kristrún Erlingsdóttir Romano, John C. Romano,
Jón Sverrir Erlingsson, Kristín Stefánsdóttir,
Kjartan Ragnar Erlingsson, Kolbrún Hákonardóttir,
Grétar Örn Erlingsson, Guðrún Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og hlýhug
við fráfall
ÞÓRIS MÁS JÓNSSONAR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Vífilsstaða fyrir
góða umönnun.
Guð blessi ykkur.
Þóra Karítas Árnadóttir,
Jón Árni Þórisson, Guðrún Hafsteinsdóttir,
Guðbjörg Þórisdóttir,
Sverrir Þórisson, Helena Pálsdóttir,
Guðný Þórisdóttir, Åke Lindell,
Gylfi Þór Þórisson, Sigurbjörg Sverrisdóttir,
barnabörn og langafabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og dóttir,
GUÐRÍÐUR GÍSLADÓTTIR
frá Seldal í Norðfirði,
Hvammsdal 9,
Vogum,
verður jarðsungin frá Kálfatjarnarkirkju laugar-
daginn 22. júlí kl. 13.30.
Ingólfur Sigurjónsson,
Ingileif Ingólfsdóttir, Guðmundur Franz Jónasson,
Iðunn Ingólfsdóttir, Lúðvík Rúnarsson,
barnabörn
og Sigrún Dagbjartsdóttir.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát
elsku mömmu okkar, tengdamömmu, ömmu og
langömmu,
VALGERÐAR MAGNÚSDÓTTUR,
Sólvangsvegi 1,
Hafnarfirði.
Hildur Eiðsdóttir, Jóhann Tryggvason,
Svala Eiðsdóttir, Rudolf Kristinsson,
Sif Eiðsdóttir, Rúnar Pálsson,
Eiður Eiðsson, Jónbjörg Sigurjónsdóttir,
Páll Arnar Árnason,
Anna Margrét Árnadóttir, Jóhann Einarsson,
Sigríður Árnadóttir, Skjöldur Stefánsson,
Ingólfur Hansen,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HALLDÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
Kjarrhólma 10,
Kópavogi,
lést aðfaranótt miðvikudagsins 19. júlí á Hrafnistu
í Hafnarfirði.
Helgi Hauksson,
Guðmundur Hauksson, Rannveig Garðarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.