Morgunblaðið - 21.07.2006, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 41
MINNINGAR
unar. Til þess voru einfaldlega ekki
efni. Hann fékk þó að fara einn vet-
ur í eldri deild Héraðsskólans á
Laugum í Reykjadal sem hann nýtti
sér vel og þótti vænt um þá stofnun
upp frá því. Þegar hann síðan eign-
aðist sín börn þá lögðu hann og
mamma mikla áherslu á það að við
börnin skyldum mennta okkur eins
og hugur stæði til og þau myndu
gera allt sem í þeirra valdi stæði til
þess að styðja okkur til þess fjár-
hagslega.
„Vinnan göfgar manninn“ segir
máltækið. Það sannaðist á pabba.
Honum féll nánast aldrei verk úr
hendi. Þó gáfust stundir yfir vetr-
artímann til að grípa í bók, en hann
átti töluvert af bókum og var vel les-
inn. Eins voru hádegis- og kvöld-
fréttatímar útvarpsins ásamt veður-
fréttum og veðurspám heilagur tími
sem við börnin lærðum snemma að
virða.
Pabbi var ekki skaplaus maður.
En hann hafði nokkuð góða stjórn á
því og var glaðsinna allajafna. Það
var helst ef hann varð vitni að órétt-
læti eða hann varð þess var að verið
var að segja honum ósatt sem bönd-
in brustu. Slík var réttlætiskenndin.
Reyndar held ég að faðir minn hafi
ekki átt neina óvildarmenn í sínu lífi,
í mesta lagi nokkra öfundarmenn,
sem truflaði hann ekki mikið.
Útgerðin þar sem hann stundaði
sjóinn ásamt því að útbúa öll veið-
arfæri og reka útgerðina og síðan
fiskverkun síðustu árin var hans
helsta lífsstarf. Hann naut þess
mjög og laðaði að sér gott sam-
starfsfólk. Þar áttu líka margir skjól
sem minna máttu sín í lífinu og
reyndist pabbi þeim mörgum betri
en enginn.
Það var snemma leitað til pabba
til trúnaðarstarfa. Hann sat í sveit-
arstjórn eða hreppsnefnd eins og
það hét áður fyrr í samtals 16 ár, þar
af í átta ár sem oddviti. Hann var
mikill samvinnu- og félagshyggju-
maður og skipaði sér í forystusveit
framsóknarmanna í héraðinu. Hann
átti stóran þátt í endurreisn at-
vinnulífs á Raufarhöfn eftir síldar-
hrunið 1968 með því að beita sér
ásamt öðru góðu fólki fyrir stofnun
útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækis-
ins Jökuls hf. Frystihúsið var end-
urbyggt eftir bruna og togskipið
Jökull keypt og fjórum árum síðar
skuttogarinn Rauðinúpur. Pabbi sat
í stjórn Jökuls um langt árabil, ým-
ist sem formaður stjórnar eða vara-
formaður. Þetta fyrirtæki var burð-
arásinn í atvinnulífi Raufarhafnar
næstu áratugi og alltént seinkaði
þeirri þróun sem virðist nánast
óumflýjanleg, þ.e.a.s. fækkun íbúa
og hnignun hinna smærri og af-
skekktari byggða.
Pabbi var mikill gæfumaður í sínu
einkalífi. Hann kynntist Ósk sinni
þegar hann var á vertíð fyrir sunn-
an. Þau giftu sig 1. janúar 1952,
fluttu til Raufarhafnar og byggðu
sitt Setberg þar sem börnin sex ól-
ust upp í nánu samneyti við ömmu
og afa, kindur, kýr, hænsni, síldar-
söltun, sjósókn og fiskverkun.
Þeirra hjónaband var bæði traust og
hamingjuríkt enda oftast nefnd í
sömu setningunni. Pabbi var nokkuð
strangur uppalandi í fyrstu en
mýktist mjög með aldrinum og trú-
lega hefur hann aldrei hastað á
barnabörnin. Þau eru orðin 18, allt
efnisfólk og stolt afa síns og ömmu.
Fyrir rúmum áratug fór að bera á
einkennum þess hræðilega sjúk-
dóms sem Alzheimer er. Pabbi átt-
aði sig á því sem verða vildi og tók
því af ótrúlegu æðruleysi. Mamma
hugsaði um hann heima á meðan
stætt var en haustið 2002 fluttu þau
til Reykjavíkur þar sem pabbi fékk
fljótlega dagvistun og síðar vist á
Hjúkrunarheimilinu Grund. Þar var
vel um hann hugsað og vil ég fyrir
hönd fjölskyldunnar senda starfs-
fólki þar okkar bestu kveðjur með
þakklæti fyrir hans umönnun. Einn-
ig þökkum við því góða fólki sem
heimsótti hann síðustu misserin.
Þar kom þó enginn oftar en móðir
mín.
Minning um einstakan öðling og
heilsteypta manneskju mun ylja
okkur í fjölskyldunni um ókomna
tíð. Blessuð sé minning föður míns.
Pétur Björnsson.
Við fráfall tengdaföður míns rifj-
ast upp minningar frá miðjum átt-
unda áratugi síðustu aldar er ég fór
að venja komur mínar til Raufar-
hafnar. Sú fyrsta er reyndar svolítið
skondin þegar litið er til baka. Við
Pétur, eldri sonurinn, vorum farin
að draga okkur saman og þáði ég far
með honum frá Akureyri til að hitta
foreldra mína sem stödd voru í úti-
legu í Öxarfirði. Hvergi fundum við
þau, svo ekki var annað að gera en
að fara með drengnum alla leið til
Raufarhafnar og þiggja gistingu í
Setbergi. Ekki var laust við að koma
mín vekti nokkra furðu þar sem fólk
þar á bæ hafði ekki hugmynd um til-
vist mína. Daginn eftir hélt ég heim
á leið aftur. Þetta var sumarið ’73.
Ári seinna var ég aftur á ferð, end-
aði sumar á fjöllum með dvöl á Rauf-
arhöfn. Þá held ég að heimilisfólkið
hafi verið farið að venjast minni til-
vist.
Heimilislífið í Setbergi var á
margan hátt ólíkt því sem ég hafði
áður vanist. Allt snerist um sjó-
mennsku, aflabrögð báta og fisk-
vinnsluna. Karlmennirnir á sjó og
kvenfólkið í frystihúsinu. Björn,
heimilisfaðirinn, ásamt því að
stunda sjómennsku og útgerð sinnti
sveitarstjórnarmálum af miklu
kappi eins og faðir hans á undan
honum og mætti e.t.v. segja að saga
þeirra feðga og saga Raufarhafnar
tvinnist saman frá árdögum byggð-
ar á Raufarhöfn. Oft var mikið
spjallað á síðkvöldum í Setbergi og
var þá, þegar undan er skilin pólitík-
in, ættfræði og þar með sögur af
fólki oftast það umræðuefni sem bar
helst á góma. Þar var ekki komið að
tómum kofanum hjá Birni, enda ætt-
stór maður, frændfólk hans bjó eða
átti ættir að rekja til nánast hvers
einasta bæjar á Sléttu.
Seinna meir þegar barnabörnin
fóru að koma í heiminn kom í ljós
hversu þau hændust að afa sínum
sem spjallaði við þau um heima og
geima og ekki var nú sjaldan gripið í
spilastokkinn sem aldrei var langt
undan og spilaður Veiðimaður eða
Ólsen, ólsen. Þá var amma Ósk ekki
síður viljug að spila við krakkahóp-
inn. Um leið og elstu barnabörnin
höfðu „aldur til“ var þeim leyft að
vinna í saltfiskverkuninni sem Björn
rak um skeið að Borgum og mátti þá
eitt sinn sjá til elsta sonarsonarins
telja á fingrum sér hvað kaupið yrði
í vikulokin, er hann gekk upp Ásgöt-
una við hlið afa síns á leið heim í
mat.
Á meðan við Pétur bjuggum í
Englandi komu Ósk og Björn oft í
heimsókn og mátti sjá að Björn
hafði brennandi áhuga á störfum
Péturs þar sem fólust í að þjónusta
íslensk fiskiskip og selja afla þeirra.
Eitt sinn man ég eftir að við fórum í
göngutúr sem endaði á nýgerðum
leikvelli í heimabæ okkar. Fór ég
mörgum orðum um hvað mér þættu
leiktækin flott og vel smíðuð, öll bú-
in til úr trjádrumbum. Þegar við
komum heim í sumarfrí í sumarbú-
stað okkar í Öxarfirði nokkrum vik-
um seinna hafði Björn reist þar upp
rólur að fyrirmynd þeirra sem voru í
Swanland. Rólurnar þurfti að taka
niður í síðasta mánuði eftir u.þ.b. ár-
tugarlanga notkun, undirstöðurnar
voru farnar að gefa sig og ekki
óhætt að nota þær lengur.
Björn kom í sína síðustu heim-
sókn á heimili okkar jólin 2002. Þá
var heilsan farin að bresta og átti
hann ekki afturkvæmt. Dvalarheim-
ilið Grund varð heimili hans síðustu
árin þar sem hann naut góðrar
umönnunar starfsfólks, og ekki síð-
ur eiginkonu sinnar sem heimsótti
hann flesta daga og sýndi honum þá
ást og umhyggju sem aðdáun vakti
allt til síðasta dags.
Að leiðarlokum vil ég þakka góð-
um tengdaföður samfylgdina.
Blessuð sé minning hans.
Margrét Þorvaldsdóttir.
Í dag kveðjum við Bjössa afa,
mikinn öðlingsmann og stórgóðan
afa. Hann átti alltaf stund aflögu
fyrir öll sín fjöldamörgu barnabörn
og átti stóran hluta í því að koma
okkur til manns. Hann réð okkur
flestöll í vinnu á okkar yngri árum.
Við verkuðum fyrir hann saltfisk og
skreið, löguðum net og hnýttum
öngla á línur. Afi keypti líka af okk-
ur aflann þegar við höfðum verið að
dorga af bryggjunni. Þetta varð til
þess að okkur fannst við öll vera lyk-
ilmenn í íslenskum sjávarútvegi og
vorum stolt af framlagi okkar í þjóð-
arbúið.
Afi var líka lykilmaður þegar kom
að frítíma. Hann ,,átti“ nefnilega
baðströnd. Baðströndin hans afa var
á bökkum lítils stöðuvatns skammt
utan við Raufarhöfn. Þar syntum við
og óðum, sleiktum sólina og veidd-
um hornsíli. Stundum lögðumst við
afi líka í smávægilega glæpastarf-
semi og ,,fengum lánaðan“ árabát
sem þar lá við festar. Við slík tæki-
færi var lagst í ævintýralegar sigl-
ingar, báturinn drekkhlaðinn barna-
börnum og afi við stjórnvölinn.
Stórmennsku afa reyndum við að
launa í svipaðri mynt. Sérlega minn-
isstætt er þegar afi fjárfesti í jeppa
og foreldrum okkar var falið að
koma með hann að sunnan. Eftir
ægilangan bíltúr var loks komið til
Raufarhafnar. Hulda, sem þá var
þriggja ára, þusti í hús og stökk í
fangið á afa sínum. Hún rétti honum
lyklana og benti stolt í bragði á bíl-
inn og mælti hin fleygu orð: ,,Hann
heitir Jappi, þú mátt eiga’ann.“ Afi
virtist Huldu sinni afar þakklátur
fyrir þessa veglegu gjöf enda ekki á
hverjum degi sem honum var færð-
ur Landcruiser.
Á síðustu árum tóku veikindi afa
margt frá honum en húmorinn var
þó ávallt á sínum stað. Hann tók
okkur alltaf opnum örmum þegar
við kíktum til hans í heimsókn og þó
að ekki væri alltaf á hreinu hvað það
var sem honum þótti svo fyndið og
skemmtilegt þá var það alltaf jafn-
dýrmætt að sjá brosið fallega og
heyra kunnuglegan hláturinn.
Bjössi afi var höfuð fjölskyldu
sem einkennist fyrst og fremst af
mikilli lífsgleði og óbilandi sam-
stöðu. Þeir eiginleikar eru einkar
mikilvægir á raunastundu sem þess-
ari. Við getum stutt hvert annað í
gegn um sorgina og glaðst saman yf-
ir góðum minningum.
Hvíl í friði, elsku afi, og takk fyrir
allar ómetanlegu stundirnar sem við
höfum átt með þér. Þú ert bestur.
Ásta og Hulda Ásbjörnsdætur.
Mig langar í nokkrum orðum að
minnast elskulegs frænda sem nú er
horfinn á vit feðra sinna. Bjössi
frændi var ákaflega góður maður og
mínar sterkustu minningar um hann
tengjast því að mín fyrsta „alvöru“
vinna var að vinna fyrir hann og Ósk
konu hans í saltfiskverkuninni á
Borgum. Ég er í dag ákaflega þakk-
lát fyrir að hafa fengið að vinna
þarna hjá þeim. Það hefur örugg-
lega ekki verið auðvelt fyrir þau
hjónin að hafa þessa unglinga í
vinnu sem við vorum, og aðra mis-
jafnlega gáfulega sem þarna stopp-
uðu við. En þeim fórst þetta vel úr
hendi og ég man sérstaklega hvað
við Rúna sóttum sterkt í félagsskap
Bjössa vegna þess hve gott var að
vera í kringum hann og hvað það var
stutt í húmor og mildan hlátur hans.
Það var líka klassískt gamanefni hve
utangátta hann var oft á tíðum, ef
það voru ekki hanskar sem hann
fann ekki þá var það bíllinn. Því mið-
ur hafa þessi litlu atriði trúlega ver-
ið byrjun á alvarlegum veikindum
hans sem manni finnst hafa rænt
hann alltof miklu, undir það síðasta
var gamli góði Bjössi löngu horfinn
okkur. Góðar minningar um mætan
mann munu þó lifa. Pabbi hefur allt-
af litið mikið upp til stóra bróður og
ég hef fundið í gegnum árin hve
hann hefur saknað þessa duglega og
skarpa manns. Í gærkvöldi nú síðast
sagði hann mér með stolti frá því
hve duglegur og eftirsóttur sjómað-
ur Bjössi hefði verið áður en hann
sneri sér að landvinnslunni. Í einn
tíma starfaði hann meira að segja
bæði sem vélstjóri og kokkur á sama
tíma, sem er fátítt. „Svo var hann
líka góður kokkur,“ bætti hann við,
og sagði mér frá því hvernig hann
átti til að snara fugli sem kom í net
og skella inn í ofn þannig að skips-
manna beið ilmandi steik í matinn.
Hjá mér situr eftir hvernig hann
heilsaði alltaf ljúflega „sæl elskan“
og þegar heimsóknir norður fóru að
verða stopulli var kveðjan kannski
meira svona: „Nei, sæl, elskan!“ og
manni fannst alltaf vera svo hrein
gleði á bak við kveðjuna. Hann var
nefnilega svo hjartahlýr maður
hann Bjössi.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Aðalbjörg Jóhanna Helgadóttir.
Engilbert, eða hann
Berti okkar á Bakka,
er allur. Það eru nú að-
eins þrír möguleikar í
stöðunni fyrir okkur mannfólkið, að
fæðast, að lifa og að deyja. Þetta er
óumflýjanlegt form fyrir okkur sem
fæðumst, síðan er alltaf spurningin
hvernig okkur nýtist annar hlutinn.
Það má hann Berti minn eiga, að hann
ENGILBERT
HANNESSON
✝ Engilbert Hann-esson fæddist á
Bakka í Ölfusi 11.
desember 1917.
Hann lést á hjarta-
deild Landspítala
við Hringbraut 20.
júní síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Hveragerðis-
kirkju 29. júní.
naut lífsins. Hann var
sannur töffari til síð-
asta dags. Ég var ung-
ur þegar Berti kom inn
í líf mitt, já ég segi kom
inn í líf mitt. Hann kom
í heimsókn til foreldra
minna eftir að þau hófu
búskap í Ölfusi. Þessi
sterki karakter er mér
ógleymanlegur frá
fyrsta degi. Þegar árin
liðu var mér enn betur
ljóst það góða vinarþel
sem þessi góði maður
átti. Sem unglingur
vissi ég að persónuleg kynni hans og
mín yrðu náin og það rættist. Ég held
ekki hér áfram nema að viðurkenna
þá staðreynd að við kallarnir erum
ekkert án góðrar konu. Sú gæfa
hlotnaðist Berta, hann átti Eddu sína.
Þau lifðu og hrærðust saman í lífinu
og nutu virðingar hvort annars. Það
gengur ekki að kveðja Berta nema að
minnast þeirra góðu stunda sem við
áttum saman við bústörf, heyskap og
önnur störf í sveitinni. Og er hann
gerði mig að einkabílstjóra sínum á
fulltrúafund MBF á Selfossi þá ungan
mann, kemst ráðherrabílstjórastarf
ekki í hálfkvisti við þann heiður sem
mér hlotnaðist að annast þetta emb-
ættisverk. Því þar sem við fórum um
og þar sem við komum þar voru höfð-
ingjar á ferð. Það var ekki slæmt
veganesti út í lífið að ferðast með ein-
staklingi sem kunni sig. Okkar síð-
ustu samskipti eftir miklar breyting-
ar í mínu lífi og sem margir ekki
skildu, kom Berti til dyranna eins og
honum einum var lagið og óskaði mér
og mínum velfarnaðar í framtíðinni.
Þau orð verma hjarta mitt.
Nú ertu kominn, kæri vinur, til
Eddu þinnar og góðra vina, en þú
skildir eftir sár sem við græðum með
góðum minningum. Samúðarkveðjur
frá okkur Friðriku.
Þorvaldur.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
GUÐMUNDAR MAGNÚSSONAR,
Árskógum 8.
Elísabet Jónsdóttir,
Jón Guðmundsson, Marta Kjartansdóttir,
Björg Guðmundsdóttir,
Gunnar Kr. Guðmundsson, Anna Guðný Björnsdóttir,
Örn Guðmundsson, Ragnhildur Sigurðardóttir,
barnabörn og langafabarn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR
frá Nesi á Rangárvöllum,
sem andaðist laugardaginn 15. júlí, verður
jarðsungin frá Oddakirkju laugardaginn 22. júlí
kl. 14.00.
Jóhann Gunnarsson, Edda Þorkelsdóttir,
Jón Bragi Gunnarsson, Stefanía Unnur Þórðardóttir,
Kristinn Gunnarsson, Unnur Einarsdóttir,
barnabörn, langömmu-
og langalangömmubörn.
Okkar ástkæri
RAGNAR MARNÓ BJARNASON
rafvirkjameistari,
Háagerði 31,
sem lést fimmtudaginn 13. júlí, verður jarðsung-
inn frá Fossvogskapellu mánudaginn 24. júlí
kl. 13.00.
Diana Ragnarsdóttir, Þorsteinn Kárason,
Sigurbjörg Laufey Þorsteinsdóttir,
Ragna Huldrún Þorsteinsdóttir, Jeffrey Sokolov.