Morgunblaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 45
DAGBÓK
Montana-tjaldvagnar á sérstöku sumartilboði
Tjaldvagnar á tilboði – NÚNA!
Montana Compact m. fortjaldi
10" dekk
Stærð 3,25 m
Heildarþyngd 395 kg
Verð 529.000
Montana Easy Camp
10" dekk
Stærð 3,30 m
Heildarþyngd 395 kg
Verð 479.000
Montana Easy Camp
13" dekk/höggdeyfar
Stærð 3,25 m
Heildarþyngd 645 kg
Verð 529.000
H
im
in
n
o
g
h
a
f/
S
ÍA
Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is
Gleðin verður við völd á Húsavík dagana24. til 30. júlí en þá er haldin í bænumsannkölluð Húsavíkurhátíð: Sænskirdagar og Mærudagar.
Þórunn Harðardóttir er verkefnisstjóri hjá
Garðarsstofu, sem skipuleggur Sænska daga: „Á
Sænskum dögum minnumst við þess þegar Garðar
Svavarsson kom til Íslands árið 870 og átti vet-
ursetu hér í Húsavík, fyrstur til að nema landið. Við
minnumst einnig Náttfara sem í framhaldinu varð
fyrsti landnámsmaðurinn,“ segir Þórunn.
„Við héldum fyrst hátíðlegan dag Garðars Svav-
arssonar árið 1998 að frumkvæði hvalaskoð-
unarfyrirtækisins Norðursiglingar. Dagskráin sem
þá var var í mýflugumynd samanborið við hátíða-
höldin eins og þau eru orðin í dag.“
Garðarsstofa er nýlega stofnað félag um opnun
menningarmiðstöðvar á Húsavík og sýningar um
Garðar Svavarsson og landnámið sem hófst í fram-
haldi af komu hans til landsins: „Við stefnum að því
að efla menningartengsl Íslands og Svíþjóðar, fjalla
um skipasmíðar og siglingatækni víkinganna, en
einnig um samspil náttúru og manns eftir land-
nám,“ segir Þórunn. „Við viljum að Húsavík verði
„sænski bærinn“ á Íslandi, og um leið auka og efla
menningartengda ferðaþjónustu á svæðinu.“
Sem fyrr segir hefjast Sænskir dagar 24. júlí, og
setur Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra
hátíðina. Meðal viðburða á hátíðardagskránni er
opnun sænskrar glerlistarsýningar sem Ólafur
Ragnar Grímsson forseti opnar. Haldin verða ýmis
námskeið og sýningar: Cirkus Cirkör verður með
námskeið fyrir börn og unglinga og sýnir listir sín-
ar, sænsk listakona kennir gestum að föndra úr
steypu og haldnir eru fyrirlestrar, m.a. um Dag
Hammarskjöld, sænska víkingaskipið Vittfarne, og
sænskan samtímaarkitektúr og hönnun. „Hápunkt-
ur Sænskra daga er þegar sigld verður „landnáms-
sigling“ í boði Norðursiglingar, yfir til Nátt-
faravíkur og þar tekið land líkt og Náttfari gerði
forðum og haldin grillveisla.“
Mærudagar er árleg uppskeruhátíð og fjöl-
skylduskemmtun Húsvíkinga nær og fjær: „Það
verður margt um að vera alla hátíðarvikuna, m.a.
siglinganámskeið fyrir börn sem siglingaklúbb-
urinn Nökkvi stendur fyrir, tónlistaratriði eru á
hverju kvöldi, húsvíski leikhópurinn Kláus heldur
leiksýningar og Ferðaklúbburinn 4x4 og Bifhjóla-
samtök Þingeyinga halda bíla- og mótorhjólasýn-
ingu,“ segir Þórunn. „Tívolí verður á svæðinu föstu-
dag og laugardag, boðið upp á siglingar um flóann á
skonnortunni Hauki, útimarkaður, hraðfiskimót og
margt, margt fleira. Dagskrá Mærudaga nær svo
hámarki með tveimur dansleikjum sem haldnir
verða með pomp og prakt á laugardagskvöld þar
sem koma fram diskóhljómsveitin the Heffners
annars vegar og húsvíska Idiol-stjarnan Ína ásamt
hljómsveit hins vegar.“
Dagskrá Húsavíkurhátíðar má sjá í heild sinni á
slóðinni www.Skarpur.is.
Hátíð | Fjölbreytt dagskrá á Sænskum dögum og Mærudögum á Húsavík 24. til 30. júlí
Húsvíkingar bjóða til veislu
Þórunn Harðardóttir
fæddist á Húsavík
1978. Hún lauk stúd-
entsprófi frá Fram-
haldsskólanum á Húsa-
vík 1998 og lauk
bakkalárnámi í Við-
skiptafræði á ferða-
málasviði frá Háskól-
anum á Akureyri 2003.
Þórunn starfaði með
námi hjá fjölskyldufyr-
irtækinu Norðursiglingu, en hefur verið þar í
fullu starfi frá 2003, bæði sem leiðsögumað-
ur, vélstjóri, skipstjóri og verkefnisstjóri hjá
Garðarsstofu. Sambýlismaður Þórunnar er
Jón Gunnar Stefánsson pípulagningamaður.
Árnaðheilla
ritstjorn@mbl.is
60 ÁRA afmæli. Í tilefni af 60 áraafmæli Elísar Hansen 25. júlí
ætlar hann og Lissý eiginkona hans að
taka á móti vinum og ættingjum í Raf-
veituheimilinu í Elliðaárdal, í dag,
föstudaginn 21. júlí milli kl. 18 og 21.
Vonandi að sem flestir sjái sér fært að
mæta og gleðjast með honum.
Eins og sveitarómagi
á stofnun
GÓÐAN dag, hamingjusamasta
þjóð í heimi og sú best stæða af öll-
um í veröldinni! Ég er fædd 1935 og
komin vel við aldur og ég komst að
raunalegum staðreyndum, sem mig
hryllir við að bíði mín og minnar
kynslóðar, er ég heimsótti mág
minn, sem búinn er að starfa sem
farmaður allt sitt líf, en var nú að
leggjast inn á stofnun fyrir aldraða.
Hann liggur þarna í rúmi eins og
sveitarómagi á stofu með öðrum
manni og sá liggur við glugga með
góðu útsýni en mágur minn liggur
út í horni og hefur enga dagsbirtu.
Það er dregið röndótt klæði á milli
þeirra og það eina sem mágur minn
sér er þessi röndótta drusla og þess-
ir 3 fm sem hann hefur til umráða.
Unga fólk og okkar stjórn-
málamenn! Er þetta það sem við
óskum okkur í ellinni því að öll eld-
umst við. Er þetta það sem við vilj-
um?
Það er búið betur að föngum hér
á landi, bæði á Litla-Hrauni og ég
tala nú ekki um á Kvíabryggju, sem
mér skilst að sé algjör lúxus. Þarna
eru greifarnir með einkaherbergi,
með tækjasali, lúxus mat og fara í
svelti ef þeir fá ekki öllu sínu fram-
gengt. Ég er bara að hugsa um að
brjóta eitthvað af mér þegar að því
kemur að ég þarf að fara á elliheim-
ili því þetta er ólíkt huggulegra. Svo
get ég farið í framhaldsnám þarna,
fengið fría tannlæknaþjónustu o.fl.
o.fl.
Eitt finnst mér hrikalegt og ég
neita bara að taka þátt í að halda
þessum mönnum uppi, og það er
þessir útlensku fangar sem við er-
um að taka hér fyrir fíkniefni og
aðra glæpi. Af hverju höldumvið
þessum mönnum uppi í okkar lúx-
usfangelsum? Hvað haldið þið að
þetta kosti okkur skattborgara? Ég
hef heyrt 5000 kr. á dag. Þetta eru
menn sem koma frá ríkjum þar sem
þeir hafa ekki ofan í sig að éta og
þeir lifa hér lúxuslífi í okkar fang-
elsum við miklu betra atlæti heldur
en í sínum heimalöndum. Er ekki
mál að linni þessu dekri?
Guðbjörg Jóhannsdóttir.
Fyrirspurn – eldun
í örbylgjuofni
ÉG hef töluvert notað örbylgjuofn-
inn minn í þessum mánuði en var
sagt að gera það ekki því allt nær-
ingargildi færi úr matnum við eld-
unina. Er það rétt að næringar-
gildið fari úr matnum við að setja
hann í örbygjuofninn? Er einhver
sem getur svarað þessu?
310839-4509.
Kettlingur fæst gefins
8 vikna kettlingur fæst gefins á gott
heimili. Upplýsingar í síma
567 0410.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
50 ÁRA afmæli. Garðyrkjubónd-inn Áslaug Sveinbjarnardóttir
verður 50 ára 25. júlí nk. Af því tilefni
vill hún og fjölskylda hennar bjóða ætt-
ingjum og vinum að fagna þessum
tímamótunum með þeim heima á Espi-
flöt laugardagskvöldið 22. júlí kl. 20.
Slagur á batta.
Norður
♠Á1064
♥KG5 N/NS
♦ÁG92
♣G7
Vestur Austur
♠7 ♠KD983
♥10973 ♥8
♦74 ♦D863
♣ÁKD963 ♣842
Suður
♠G52
♥ÁD642
♦K104
♣105
Vestur Norður Austur Suður
– 1 tígull 1 spaði 2 hjörtu
3 lauf 4 hjörtu Allir pass
Vestur tekur tvo slagi á lauf (austur
sýnir þrílit) og skiptir svo yfir í einspilið
í spaða.
Hvernig á suður að spila?
Spaðastaðan er ekkert leyndarmál,
sem þýðir að sagnhafi verður að drepa á
ásinn og treysta á fjóra tígulslagi. Hann
tekur næst KG í hjarta og þegar legan
þar kemur í ljós er næstum öruggt að
tígullinn er 4-2 og fjórliturinn í austur.
Tíguldrottningin er líklegri til að vera
í hópi fjögurra spila en tveggja og út frá
því sjónarmiði er eðlilegt að svína fyrir
drottninguna í austur. En hvernig á að
fá slag á fjórða tígulinn?
Á batta, eins og í biljarð. Sagnhafi
svínar tígultíu, tekur ÖLL trompin og
neyðir austur til að fara niður á einn
háspaða. Í lokastöðunni eru tvær vinn-
ingsleiðir – hægt er að fría spaðaslag,
eða taka tígulkóng og endaspila austur í
spaða.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
60 ÁRA afmæli. Þorvaldur Böðv-arsson rekstrarstjóri á
Hvammstanga verður 60 ára mánu-
daginn 24. júlí nk. Í tilefni af afmælinu
munu hann og kona hans, Hólmfríður
Skúladóttir, taka á móti gestum í fé-
lagsheimilinu á Hvammstanga laug-
ardaginn 22. júlí frá kl. 18.
Hlutavelta | Þessir duglegu drengir, Björn Þórsson, Daniel Hannes Pálsson og
Sigurvin Bachmann, söfnuðu 4.590 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands, fyrir fá-
tæk börn í Afríku.