Morgunblaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 50
Sími - 564 0000Sími - 462 3500 Adam Sandler, Kate Beckinsale og Christopher Walken í fyndnustu gamanmynd ársins! Stay Alive kl. 8 og 10 B.i. 16.ára. Stick It kl. 8 og 10 The Benchwarmers kl. 6 B.i. 10 ára Click kl. 6 B.i. 10 ára Over the Hedge m.ensku.tali kl. 3, 5, 7, 9 og 11 Over the Hedge m.ensku.tali LÚXUS kl. 3, 5, 7, 9 og 11 Over the Hedge m.ísl.tali kl. 3, 5 og 7 Ultraviolet kl. 4.50, 8 og 10.10 B.i. 12 ára Stick It kl. 3, 5.30, 8 og 10.20 Click kl. 9 og 11.20 B.i. 10 ára Rauðhetta m.ísl tali kl. 3 Þau ætla að ná aftur hverfinu... ...einn bita í einu! SÝNDI BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALIBLÓÐSTRÍÐIÐ ER HAFIÐ! 50 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ GUNNAR Helgason og Felix Bergsson kynnt- ust árið 1993 við talsetningu á barnaþættinum Sesame Street sem sýndur var á Stöð 2. Ári síð- ar leit dúettinn Gunni og Felix dagsins ljós í Stundinni okkar og síðan þá hafa þeir sent frá sér fjölmarga geisladiska, myndbandspólur, hljóðsnældur og kvikmynd er á teikniborðinu. Núna hafa þeir sent frá sér nýjan hljómdisk sem inniheldur fimmtán lög. Gripurinn ber tit- ilinn Lögin hans Jóns míns og er þessi Jón eng- inn annar en tónlistarmaðurinn þjóðþekkti Jón Ólafsson en hann semur öll lög plötunnar. „Sá mikli snillingur,“ segir Felix Bergsson. „Við höfum starfað með honum nánast sam- fleytt frá því að Gunni og Felix urðu til en hann gerði fyrir okkur tónlist í Stundinni okkar. Við eigum orðið þrjátíu og eitthvað lög með Jóni og okkur fannst kominn tími til að við söfnuðum þessu öllu saman. Við vildum auk þess vekja at- hygli á þessari tónlist sem Jón hefur verið að semja fyrir okkur því að þetta ansi fínt popp. Við völdum þau fimmtán bestu að okkar mati og gerðum eitt nýtt lag. Útkoman er þessi plata,“ segir Felix. „Þannig lagað er þetta „best of“-plata en hún inniheldur Gunna og Felix-lög sem krakkar hafa verið að syngja út um allt land, allt frá því að við byrjuðum með þennan dúett.“ Tónlistin talar Lög plötunnar hafa ýmist verið gefin út áður á kassettum eða geisladiskum en mörg þeirra er að finna í seríunni Traustur og Tryggur sem Gunni og Felix gáfu út um tveggja ára skeið, alls tuttugu og einn geisladisk. Flest lögin hafa verið endurunnin fyrir nýju plötuna. „Þetta er svona samansafn héðan og þaðan af því sem við höfum verið að gera og það var orð- ið tímabært að koma þessu á eina góða plötu. Það er auk þess nýtt fyrir Gunna og Felix að gefa út tónlistarplötu en iðulega höfum við ver- ið að gefa út lítil ævintýri sem byggjast að mestu leyti á tali. Á nýju plötunni er það aftur á móti fyrst og fremst tónlistin sem talar.“ Yrkisefni plötunnar er mjög fjölbreytt en þó vill Felix meina að vináttan sé mjög skýr þráð- ur í gegnum plötuna og auk þess almenn lífs- gleði. „Okkur finnst óskaplega gaman að vera til og sömuleiðis finnst okkur gaman að vera vinir og vinna saman. Ég held að fyrst og fremst langi okkur til að gleðja þá sem hlusta og kalla fram nokkur bros.“ Felix nefnir einnig að sumir textanna séu mjög skrýtnir og oft algjört bull. Einn þeirra fjallar t.d. um strák sem heitir Níl en vill heita Lars en getur það ekki nema að hann flytji til Mars. „Svo er lagið „Brunavörður heimilanna“ eftir Gunnar Helgason eitt undarlegasta lag sem samið hefur verið en engu að síður alveg ótrú- lega skemmtilegt. Þannig að yrkisefnið fer víða en ég myndi segja að vináttan og gleðin sé það sem við höldum mjög fast í.“ Fræðsla, skemmtun og virðing Ýmsir þjóðþekktir tónlistarmenn koma að lögunum hans Jóns sem tónskáldið sjálft kallaði til. Þar mætti nefna Jóhann Hjörleifsson, Stef- án Má Magnússon og Jón Elvar Hafsteinsson. Þá syngur Ólafía Hrönn Jónsdóttir í nýja lag- inu á plötunni sem ber heitið „Hver passar mig í kvöld?“ „Þar fer hún á kostum sem unglings barnapía,“ segir Felix og hlær. „Lagið varð til vegna þess að við Gunni vinnum mikið á kvöldin utan heimilis og fjöl- skyldur okkar finna ansi mikið fyrir því. Ein- hvern tíma fékk Gunni til sín pípulagning- armann og Óli, sonur Gunna, hljóp til dyra og opnaði fyrir honum. Óli leit þá undrandi á þenn- an stóra mann og sagði: „Hva?! Átt þú að passa mig í kvöld?“ Þá hugsaði Gunni að nú væri kom- inn tími til að bæta börnum sínum á einhvern hátt fyrir þetta ástand og gaf þeim þetta lag. Lagið er tileinkað öllum þeim börnum sem búa við þessar undarlegu heimilisaðstæður þar sem þau vita aldrei hver kemur til að passa þau.“ Og hver er galdurinn á bak við það að búa til gott skemmtiefni fyrir börn? „Ég held að sé einfaldlega hjartans einlægni sem virkar best. Sömuleiðis er mikilvægt að tala við börn eins og fólk en ekki fávitar. Við settum okkur þrjú mottó í upphafi þegar við byrjuðum með Stundina okkar; fræðsla, skemmtun og virðing. Ég held að við höfum haldið mjög fast við þessi mottó allan tímann. Við viljum skemmta, við viljum fræða og við viljum sýna áheyrendum og áhorfendum okkar virðingu. Ég held líka að galdurinn við gott barnaefni sé sá að fullorðnir geti líka hugsað sér að hlusta eða horfa á það með börnunum sínum. Ég og Gunni horfum t.d. mikið til Prúðuleikaranna sem okkur finnst mjög gott barnaefni. Húmorinn þar er þannig að for- eldrar geta hugsað sér að setjast niður með börnunum sínum og horfa á þættina með þeim. Það er nefnilega svo mikilvægt að barnaefni skilji eitthvað eftir hjá fjölskyldum til að ræða um og velta fyrir sér og það gerist ekki nema foreldrarnir taki á einhvern hátt þátt í því. Ég held að þetta efni, sem við Gunni höfum verið að gera, hafi gengið upp vegna þess að foreldrar geta hugsað sér að hlusta á það líka.“ Sem áhrifavalda að nýju plötunni nefnir Fel- ix ýmislegt íslenskt barnefni sem í gegnum árin hefur náð þeim stalli að geta talist sígilt, t.d. Dýrin í Hálsaskógi, Kardimommubæinn og Karíus og Baktus. „Síðan hafði náttúrlega Eniga Meniga hans Óla Hauks rosalega mikil áhrif á mann og ekki má gleyma Ómari Ragnarssyni en hans áhrifa gætir víða á plötunni. Stuðmenn og Spilverkið er auðvitað tónlist sem maður hlustaði mikið á sem barn og sömuleiðis slæðast inn áhrif það- an.“ Verður Lögin hans Jóns míns með Gunna og Felix ein af þessum klassísku barnaplötum sem verða vinsælar um ókomin ár? „Ég vona það,“ svarar Felix og hlær. „Barna- efni er svo sérstakt að því leytinu til að það koma stöðugt inn nýir áheyrendur og þessar plötur lifa alveg ótrúlega en Dýrin í Hálsaskógi er með söluhæstu íslensku plötum frá upphafi. Ég vona að fólk geti hugsað sér að hlusta á Gunna og Felix eftir hundrað ár. Það kæmi mér í rauninni ekkert á óvart.“ Tónlist | Gunni og Felix senda frá sér nýjan hljómdisk með lögum eftir Jón Ólafsson Galdurinn á bak við gott barnaefni Morgunblaðið/Golli „Ég held að þetta efni sem við Gunni höfum verið að gera hafi gengið upp vegna þess að for- eldrar geta hugsað sér að hlusta á það líka,“ segir Felix Bergsson. Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.