Morgunblaðið - 21.07.2006, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 21.07.2006, Qupperneq 51
-bara lúxus Sýnd kl. 8 og 10 STRANGLEGA B.i. 16 ára Sýnd kl. 10 B.i. 12 ára Sýnd kl. 4 og 6 -bara lúxus Adam Sandler, Kate Beckinsale og Christopher Walken í fyndnustu gamanmynd ársins! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 ENSKT TAL Sýnd kl. 4, 6 og 8 ÍSLENSKT TAL SÝNDI BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Þau ætla að ná aftur hverfinu... ...einn bita í einu! Sími - 551 9000 ÓVÆNTASTA, KYNÞOKKA- FYLLSTA OG SKEMMTI- LEGASTA GRÍNMYND ÁRSINS FRÁ HÖFUNDI BRING IT ON Ultraviolet kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i. 12 ára The Benchwarmers kl. 6, 8 og 10 B.i. 10 ára Click kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 10 ára Da Vinci Code kl. 6 og 9 B.i. 14 ára 400 KR. Í BÍÓ * * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 51 „ÞETTA er hljómsveitin sem hef- ur spilað með mér undanfarið,“ segir Birgir Örn Steinarsson, bet- ur þekktur sem Biggi í Maus, þegar Morgunblaðið náði tali af honum nýlentum frá Bretlandi. „Þetta eru ungir krakkar úr skóla sem heitir Trinity School of Music, en það er mjög virtur tón- listarskóli í London. Ég kynntist þeim fyrir algjöra tilviljun á bar og þau eru öll afbragðshljóðfæra- leikarar.“ Biggi útskýrir í fram- haldi að þessir „krakkar“ séu all- ir rúmlega tvítugir. Hljómsveitin með hann í far- arbroddi hefur reglulega komið fram upp á síðkastið í London auk þess sem „krakkarnir“ hafa verið að spila inn á fyrstu sóló- skífu hans sem kemur út í sept- ember á vegum 12 tóna og ber heitið id. „Þetta eru mjög mikið klassísk hljóðfæri, óbó, harm- onikka, flauta og fiðla, djass- trommur og glockenspiel og svo blöndum við þetta með elektró- ník. Þetta eru kannski ekki ósvip- aðar lagasmíðar og ég hef gert en bara allt öðruvísi útsett,“ segir Biggi um tónlistina sem hljóm- sveitin mun spila en hann segir að erfitt sé að skilgreina hana í einhverja eina stefnu. „Þetta er rokk, „drum ’n bass“, „moody“ elektróník, það fer bara allt eftir lögunum.“ Biggi lofar góðum tón- leikum en hljómsveitin kemur fram í 12 tónum á Skólavörðustíg 15 kl. 17 í dag og verður þar boð- ið upp á léttar veitingar. Fyrr um daginn mun The Bigital Orc- hestra svo taka lagið fyrir utan Útvarpshúsið í Efstaleiti kl. 15 en þar ætla einnig Stuðmennirnir Valgeir, Jakob, Ingvar og Gylfi að koma fram. Hljómsveitin held- ur í framhaldi á listahátíð ungs fólks á Austurlandi, LungA, þar sem hún mun spila á stór- tónleikum annað kvöld. Tónlist | The Bigital Orchestra spilar í 12 tónum og fyrir utan Útvarpshúsið Alls kyns tónlist Birgir Örn Steinarsson, eða Biggi í Maus eins og hann er oft nefndur, kynnt- ist „krökkum“ á bar í London og úr varð The Bigital Orchestra. ÞAÐ var Magni sem þremenningarnir í Supernova völdu til að syngja aftur á útsláttarkvöldi Rock Star: Supernova að- faranótt fimmtudags. Í fyrri þættinum söng Magni lagið „Plush“ sem hljómsveitin Stone Temple Pilots gerði frægt á sínum tíma og strax eftir þáttinn var það mál manna að Magni hefði staðið sig einna best af keppendunum þessa vikuna. Og Magni sló heldur ekki slöku við þegar hann endurflutti lagið í fyrradag og augljóst var á viðbrögðum þeirra Clarke, Newstead og Lee að Magni er í miklu uppáhaldi hjá þeim. En það eru ekki bara leðurfésin í Supernova sem kunna gott að meta þessa dagana því á síðunni www.supernova- fans.com er Magni hlutskarpastur í netkosningu um hver muni hreppa söngvarasæti hljómsveitarinnar. Það skal hins vegar tekið fram að afar mjótt er á munum og þegar þetta er skrifað leiðir Magni kosninguna með 34,94% atkvæða, örfáum hundraðshlutum á undan Dilönu sem hefur hlotið 34,67% at- kvæða. Þau tvö mega samt vel við una því næsti keppandi þar á eftir er enginn annar en hrokagikkurinn Lukas Rossi með einungis 15% kosningu. Tónlist | Magni leiðir netkosningu um næsta söngvara Supernova Á fínu rauli Ljósmynd/Jeff Bottari Magni skartaði forláta stjörnuskyggnum. www.supernovafans.com Lögreglan í Los Angeles hefurstaðfest að leikarinn Daniel Baldwin, bróðir Alecs og Williams Baldwin, hafi verið lagður inn á spítala síð- asta mið- vikudag eftir að hafa keyrt á fleygiferð á tvo kyrr- stæða bíla. Leikarinn kvartaði í kjölfarið undan eymslum í baki og hálsi og var því lagður inn. Lög- reglan upplýsti þó að hvorki Baldwin né ónafngreindur kvenkyns farþegi hans hefði meiðst alvarlega. Sjónarvottar segja Baldwin hafa verið langt fyrir ofan hraðamörk þegar slysið varð og að ökulag hans hafi verið heldur glannalegt, hann hafi m.a. farið tvisvar sinnum yfir á rauðu ljósi. Þá staðfesti lögreglan að ökuleyfi leikarans væri útrunnið.    Sakamálahöfundurinn MickeySpillane er látinn 88 ára að aldri. Spillane er hvað þekktastur fyrir að vera maðurinn á bak við harðjaxl- inn og einka- spæj- arann Mike Hammer. Hann þótti skraut- legur karakter en eftir honum er haft: „Ég skrifa þegar ég finn fyrir ómótstæðilegri þörf fyrir peninga.“ Þá lét hann gagnrýnendur og starfsbræður oftar en ekki fá til tevatnsins, en þeir voru flestir lítt hrifnir af verkum hans sem þeir sögðu vera ófáguð. Um slík sjónarmið sagði hann: „Þessir stór- laxarithöfundar fatta aldrei að meira er neytt af salthnetum en kavíar.“ Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.