Morgunblaðið - 21.07.2006, Qupperneq 56
Skelltu sér saman í hvalaskoðun
ÞAÐ var spenna í lofti þegar hvalaskoðunarbát-
arnir lögðu af stað úr Reykjavíkurhöfn í gær-
kvöldi. Alþjóðahúsið stóð fyrir siglingu út á sund-
in, en gestir voru nærri 350 innflytjendur, sem
búið hafa hér á landi um skemmri og lengri tíma,
auk annarra Íslendinga. Helga Ólafsdóttir, hjá
Alþjóðahúsinu, sagði að mikill áhugi hefði verið á
ferðinni og færri komist en vildu. Meðal gesta
hefðu verið um 100 Pólverjar sem starfa hjá Ís-
taki, en ferðalangarnir voru frá 30–40 löndum.
Helga sagði að tilgangur með ferðinni hefði verið
að gefa innflytjendum tækifæri til að blanda geði
við annað fólk. Reynsla Alþjóðahúss sýndi að það
væri full þörf á að ýta undir aukin samskipti inn-
flytjenda sem hér búa og Íslendinga.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Opið 8-24 alladaga
í Lágmúla og Smáratorgi
endurskoðun
reikningsskil
skattar / ráðgjöf
www.ey.is
JONATHAN Motzfeldt, formanni
grænlenska landsþingsins, er haldið
sofandi í öndunarvél á gjörgæslu
Landspítala – háskólasjúkrahúsi við
Hringbraut. Samkvæmt upplýsing-
um frá vakthafandi lækni á deildinni
er Motzfeldt mikið veikur en ekki er
alveg vitað um ástæður veikindanna.
Motzfeld var lagður inn á LSH á
sjöunda tímanum í gærkvöldi en
hann fékk alvarlegt nýrnakast á mið-
vikudag er hann var staddur í
heimabæ sínum, Qaqortoq. Motz-
feldt var í skyndi fluttur með þyrlu
til Narsarsuaq og síðan með flugvél
til Nuuk þar sem hann var lagður inn
á sjúkrahús. Í kjölfarið var ákveðið
að flytja hann til Reykjavíkur. Í frétt
grænlenska útvarpsins í gærdag
kom fram að talið væri að Motzfeldt
hefði orðið fyrir eitrun þegar hann
borðaði kæst selspik en að sögn
læknis á gjörgæsludeild LSH hefur
verið útilokað að um matareitrun af
nokkurri tegund sé að ræða.
Motzfeldt, sem er 67 ára, er kunn-
asti stjórnmálamaður á Grænlandi.
Hann var fyrsti formaður lands-
stjórnarinnar eftir að Grænland fékk
heimastjórn árið 1979 og hefur setið
á þinginu frá stofnun þess.
Motzfeldt
haldið
sofandi á
gjörgæslu
BEIN fjármunaeign erlendra aðila á
Íslandi, sem miðast við 10% eða
stærri hlut í félögum, nær tvöfaldað-
ist milli áranna 2004 og 2005 og fór
úr 127,5 milljörðum í 252 millj. kr.
Allar líkur eru á að stór eða hugs-
anlega langstærsti hluti þessara
eigna sé í reynd í höndum íslenskra
ríkisborgara þar sem flokkun á inn-
lendum og erlendum aðilum miðast
við lögheimili félaga en ekki ríkis-
borgararétt eigenda þeirra. Félög
eða einstaklingar sem skráð eru í
Belgíu/Lúxemborg eiga nú um 90
milljarða (53,7 milljarða 2004) hér-
lendis samkvæmt nýjum tölum
Seðlabanka Íslands. Á móti eiga Ís-
lendingar eignir upp á 39,5 milljarða
í Belgíu/Lúxemborg.
Eiga ekkert á Guernsey
Félög eða einstaklingar sem skráð
eru á Ermarsundseyjunni Guernsey
eiga 41 milljarð króna (12,7 milljarða
2004) á Íslandi en Íslendingar eru
aftur á móti ekki skráðir fyrir nein-
um eignum á Guernsey samkvæmt
tölum Seðlabankans.
Af beinni erlendri fjármunaeign
hér á landi eru um 76% í höndum ein-
staklinga og félaga sem skráð eru í
Belgíu/Lúxemborg, Hollandi og
Guernsey en Bandaríkin eru í fjórða
sæti með 24,8 milljarða króna en
önnur lönd eru þar langt fyrir neðan.
Indriði H. Þorláksson ríkisskatt-
stjóri segir skattundandrátt eða
skattsvik af þessum toga hafa farið
mjög vaxandi að undanförnu. „Ég
held að það leiki enginn vafi á því að
mörg af þessum félögum sem þarna
er um að ræða staðsetji sig þarna til
þess að komast undan skatti. Raunar
er alveg óvíst hvað af þessum eign-
um er talið fram. Við sjáum það í
ýmsum málum sem hafa komið upp
að þar vantar mikið á. Í mörgum til-
vikum eru þetta bein skattsvik þar
sem margir af þeim aðilum sem við
höfum náð til hafa ekki gert grein
fyrir þessum eignum og tekjum.“
Indriði segir embætti ríkisskatt-
stjóra eiga erfitt um vik þar sem ekki
sé í gildi hér á landi löggjöf í þessum
efnum, þ.e. svokölluð CFC-löggjöf
sem myndi veita skattyfirvöldum
heimild til þess að skattleggja tekjur
einstaklings eða félags sem íslenskir
ríkisborgarar ættu erlendis í sk.
skattaparadísum eins og þær hefðu
myndast hér á landi. Indriði segir að
öll Norðurlöndin hafi þessa löggjöf
og flest lönd í V-Evrópu auk Banda-
ríkjanna. „Við erum að verða sér á
parti í þessu og þetta er það sem
fyrst og fremst vantar til þess að
taka á þessum feluleik.“
Skráðir aðilar á Guernsey
eiga 41 milljarð á Íslandi
Vaxandi skattundanskot eða skattsvik
af þessum toga, segir ríkisskattstjóri
Eftir Arnór Gísla Ólafsson
arnorg@mbl.is
Fjármunaeign | 14
Búsetuskil-
yrði LÍN
fyrir EFTA-
dómstólinn
ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdótt-
ir menntamálaráðherra segir að látið
verði reyna á fyrir EFTA-dómstóln-
um hvort búsetuskilyrði í lögum um
Lánasjóð íslenskra námsmanna feli í
sér mismunun í skilningi EES-
samningsins.
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tel-
ur að svo sé og hefur sent íslenskum
stjórnvöldum rökstutt álit þess efnis.
Í lögum um LÍN segir að til þess
að fá námslán verði umsækjandi að
hafa búið hér á landi í tvö ár, eða
samtals þrjú ár af síðustu tíu.
Reglan tekur jafnt til Íslendinga
sem útlendinga og segir Þorgerður
erfitt að sjá hvernig slíkt ákvæði geti
falið í sér mismunun.
Í áliti ESA segir að þrátt fyrir að
búsetuskilyrðin taki einnig til Ís-
lendinga feli þau engu að síður í sér
mismunun enda eigi Íslendingar
auðveldara með að uppfylla skilyrðin
en aðrir á EES-svæðinu. | 11
Eftir Berg Ebba Benediktsson
bergur@mbl.is
SIGURJÓN JÓNSSON, fyrrverandi
útgerðarmaður og eigandi skipa-
smíðastöðvarinnar Skipavíkur í
Stykkishólmi, stendur nú fyrir smíði
16,6 metra langs víkingaskips sem
ætlað er til sölu. Að sögn Sigurðar
verður skipið það eina sinnar teg-
undar í heiminum og munu kaup-
endur væntanlega þurfa að snara
fram um 100 milljónum króna fyrir
gripinn.
Auk Sigurjóns hafa skipaverkfræð-
ingarnir Karl Lúðvíksson og Paul
Spooner komið að hönnun skipsins,
sem hefur fengið vinnuheitið „Rerr“.
Rerr hefur nokkra eiginleika sem nú-
tímaskútur hafa ekki. Skipið er
grunnskreitt þannig að hægt er að
sigla því um ár og skipaskurði. Verði
kaupandi skipsins norrænn væringi
ætti hann því að geta siglt skipinu frá
Norður-Evrópu til Miklagarðs um ár
og skurði.
„Ég mun koma þessu skipi í sölu í
útlöndum,“ segir Sigurjón er hann er
spurður um hverjir gætu hugsað sér
að kaupa þetta sérstæða skip sem er
yfirbyggt eins og snekkja en lítur út
eins og víkingaskip.
„Skipið er eftirlíking Gauk-
staðaskipsins sem fannst í Noregi og
svipar því einnig til Íslendings sem
Gunnar Marel [Eggertsson] smíðaði.
Mitt skip er þó ívið styttra eða um
16,6 metrar en þau eru yfir 20 metra
löng,“ segir Sigurjón um útlit skips-
ins.
Víkingaskip með nútímatækni
Á skipinu verður hátæknilegt segl
og er mastrið gert úr koltrefjum og
smíðað af fyrirtækinu Formula Star
sem smíðar möstur fyrir America
Cup-siglingakeppnina. Skrokkur
skipsins er svo úr mahóní-viði. Auk
seglsins verða tvær vélar í skipinu,
sem verður með hitun og loftkælingu.
„Þetta er allt saman samþykkt af
flokkunarfyrirtækinu Germanischer
Lloyds og uppfyllir mjög strangar al-
þjóðlegar siglingakröfur,“ segir Sig-
urjón. „Það kom maður frá Lloyds til
að skoða skipið og honum leist svo vel
á að hann sagði að Lloyds myndi
halda partí þegar það yrði tilbúið,“
bætir hann svo við en áætlað er að
smíðinni ljúki í maí á næsta ári.
Smíðar skemmtisnekkju í víkingastíl
♦♦♦