Morgunblaðið - 24.07.2006, Page 2

Morgunblaðið - 24.07.2006, Page 2
2 MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BANASLYS Í UMFERÐINNI Karlmaður á þrítugsaldri lét lífið í vélhjólaslysi á Suðurlandsvegi við Eystri-Rangá síðdegis í gær. Mað- urinn missti stjórn á vélhjóli sínu með þeim afleiðingum að hann féll af því og hafnaði á árbakkanum. Talið er að hann hafi látist samstundis. Þetta er ellefta banaslysið í umferð- inni það sem af er ári. Sáttur við friðargæslu Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagðist í gær sætta sig við að friðargæsluliðar frá löndum Evrópu- sambandsins yrðu sendir til Líb- anons. Veiðiþjófnaður eykst Á undanförnum þremur árum hef- ur veiðiþjófnaður í Elliðaánum auk- ist til muna. Að sögn veiðivarða er vandamálið ekki að börn stelist í árnar heldur er aðallega um stálp- aða menn að ræða, og þá fyrst og fremst menn af erlendu bergi brotna. Bera þeir oftar en ekki fyrir sig vanþekkingu og misskilning. Bjargað úr holu Hermenn á Indlandi björguðu í gær fimm ára dreng upp úr 18 metra djúpri borholu sem hann hafði dúsað í síðan á föstudag, eða samtals í 50 klukkustundir. Hann hafði fallið í holuna þegar hann var að leika sér. Forðuðu sér upp á þak Pallbifreið með fimm farþega inn- anborðs festist í Krossá í Þórsmörk og fór á kaf í gærdag. Tókst farþeg- um að forða sér úr bifreiðinni og of- an á þak áður en hún fór á kaf og þurftu að synda í þaðan land. Að sögn skálavarðar í Húsadal hefur verið nokkuð um að menn festi bíla sína í ánni að undanförnu. Neyddur til að borða Saddam Hussein, fyrrverandi ein- ræðisherra í Írak, var fluttur á sjúkrahús í gær en hann hann var orðinn veikburða eftir sextán daga hungurverkfall. Á spítalanum fékk hann næringu í gegnum slöngu. Deilt um samningsslit Formaður félags eldri borgara á Álftanesi segir ákvörðun bæjaryf- irvalda um að slíta samningum við hjúkrunarheimilið Eir um uppbygg- ingu á miðsvæði sveitarfélagsins gríðarleg vonbrigði og með öllu sið- lausa í garð eldri borgara. Bæjar- stjóri segir þjónustu við eldri borg- ara verða eflda og misskilnings gæta í málinu. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Minningar 26/28 Vesturland 11 Dagbók 30 Úr verinu 12 Víkverji 30 Viðskipti 13 Velvakandi 31 Erlent 14/15 Staður og stund 32 Daglegt líf 16/17 Menning 34/37 Listir 18 Bíó 34/37 Umræðan 19/24 Ljósvakamiðlar 38 Forystugrein 20 Veður 39 Bréf 24 Staksteinar 39 * * * Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jó- hann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jóns- dóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Í NÝRRI skýrslu alþjóðlega fjárfestingarbankans Merrill Lynch er því haldið fram að ástæða þess að bankarnir hafi tekið að breyta viðskiptaháttum og m.a. losa um krosseignatengsl hafi ekki verið sú að íslensk yfirvöld hafi gert athugasemdir, heldur hitt, að hinn alþjóðlegi lánsfjármagnsmarkaður hafi krafist þess. Þá töldu sérfræðingar Merrill Lynch einnig að Fjármálaeftirlitið (FME) hefði brugðist seint við ítrekuðum ábendingum Seðla- bankans um útlánavöxt á vegum bankanna til hlutabréfakaupa. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að skýrsluhöfundar Merrill Lynch hafi ekki haft samband við Fjármálaeftirlitið vegna hennar enda beri hún þess merki. Jónas nefnir í þessu sambandi að Fjármálaeft- irlitið hafi á fundum með fjármálafyrirtækjum rætt eigna- og hagsmunatengsl og fyrirgreiðslur til venslaðra aðila. Fjármálaeftirlitið hafi því vissu- lega látið þessi atriði sig varða og áþreifanleg ummerki um at- hafnir eftirlitsins megi t.d. sjá í frétt frá Fjármálaeftirlitinu frá 3. júlí um umræðuskjal vegna endurskoðunar á leiðbeinandi starfsreglum stjórna fjármála- fyrirtækja, sem hafi umsagnar- frest til 21. ágúst. Tilgangur þeirra sé m.a. að tryggja skýr- leika í málsmeðferð ásamt því að styrkja umgjörð um viðskipti stjórnarmanna og félaga þeim tengdum við fjár- málafyrirtæki og mæla fyrir um aðgang stjórnar- manna að upplýsingum um viðskiptamenn. Ytri endurskoðandi fari yfir fyrirgreiðslu til venslaðra aðila Jónas bendir á að ein veigamesta breytingin sem gerð sé varði eftirlit með fyrirgreiðslu til venslaðra aðila. Fjármálaeftirlitið hafi lagt til að fjármálafyr- irtæki leggi fyrir ytri endurskoðanda að fara yfir fyrirgreiðslur til venslaðra aðila og bera saman við sambærileg viðskipti annarra viðskiptavina. Reglum af þessu tagi sé ætlað að efla traust ís- lensks fjármálamarkaðar, m.a. með því að stað- reyna á formbundinn hátt að eðlilegir og heilbrigð- ir viðskiptahættir séu viðhafðir í viðskiptum venslaðra aðila við fjármálafyrirtæki. Að því er varðar ábendingar Seðlabankans um útlánavöxt á vegum bankanna til hlutabréfakaupa segir forstjóri Fjármálaeftirlitsins að FME hafi fylgst með útlánum banka vegna hlutabréfakaupa og tekið slíkt upp við þá. „Hér skiptir hins vegar máli hversu trygg lánin eru og hvernig lánveitandinn myndi standa af sér verðfall á bréfum sem sett eru að veði. Trygginga- þekja (tryggingar umfram lánsfjárhæð) vegna þessara lána virðist almennt vera í góðu horfi. Þessu til viðbótar er rétt að minna á að Fjármála- eftirlitið hefur jafnframt hert álagspróf sín til að meta áhrif lækkandi hlutabréfaverðs, gengis krón- unnar og hættu á auknum afskriftum útlána á eigin fé bankanna,“ segir Jónas. Sérfræðingar Merrill Lynch leituðu ekki til Fjármálaeftirlits Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is Jónas Fr. Jónsson GANGA á Esjuna heillar nú þegar veðurguðirnir hafa sýnt sínar bestu hliðar á suðvesturhorni landsins. Fyrir helgina var fjöldi fólks á ferðinni og umferðin upp fjall- ið líkt og á Laugaveginum í miðborginni á góðviðr- isdegi. Mæðgurnar Birgitta Lind Vilhjálmsdóttir og Nína María Reynisdóttir voru á meðal þeirra fjölmörgu sem gengu á Esjuna og áður en lagt var í hann var viss- ara að vökva sig vel. Til þess arna er ískalt vatnið besti kosturinn. Með í för voru hundarnir Kata og Ben, sem gátu vætt kverkarnar í hvaða sprænu sem var. Lagt af stað í Esjugöngu Morgunblaðið/Ingó RÚMAR 400 hundruð milljónir króna þarf á næsta ári til að klára endurbyggingu Akureyrarfangelsis og til að hefja hönnunar- og teikni- vinnu við Litla-Hraun, segir Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri. Valtýr segist leggja mikla áherslu á að haldið verði áfram með hönn- unar- og teiknivinnu þó svo að til þess komi að framkvæmdum verði frestað. „Það verður að nýta þann tíma þar til á að byggja í þessa vinnu þannig að það sé gert í rólegheitum og byggingarnar verði hannaðar eins og við viljum hafa þær,“ segir Valtýr sem er ósáttur með fyrir- komulag fangelsanna á Íslandi um þessar mundir. Hann segir dóms- málaráðuneytið standa vel með sér í þessari baráttu og allar tillögur hafa verið unnar í samvinnu við ráðuneyt- ið. „Þeir hafa verið þeim sammála og það er dómsmála- ráðuneytið sem hefur óskað eftir fjárveitingu mið- að við allar áætl- anir.“, segir Val- týr sem telur mikilvægt að koma byggingu fangelsiskerfisins í þannig horf að hægt sé að vinna eftir markmiðum og áætlunum fangelsismálayfirvalda en eins og staðan sé núna sé t.d. ekki hægt að verða við öllum þeim kröf- um sem gerðar eru til fangelsa. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra vildi lítið tjá sig um fram- kvæmdir við fangelsin á þessari stundu en sagði þó að honum þætti æskilegt að ekki yrði gert hlé á hönn- unarvinnunni. Fangelsismála- stjóri ósáttur Hönnunarvinnu verði haldið áfram Valtýr Sigurðsson EKIÐ var á karlmann á níræð- isaldri á Strandavegi í nágrenni Hólmavíkur um miðjan dag á laug- ardaginn. Maðurinn var fluttur mikið slasaður með flugvél til Reykjavíkur þar sem hann lést af sárum sínum. Að sögn lögreglu gekk maðurinn milli tveggja kyrr- stæða bifreiða og hugðist fara yfir veginn þegar bifreið kom aðvífandi og ók á hann. Ökumaður bifreið- arinnar er ekki grunaður um að hafa ekið of hratt eða um aðra gá- leysislega hegðun. Ekki er hægt að birta nafn hins látna að svo stöddu. Banaslys við Hólmavík JARÐSKJÁLFTA varð vart í Grímsey rétt eftir miðnætti aðfara- nótt sunnudagsins. Skjálftinn mæld- ist þrír á Richter-kvarða og voru upptök hans 300 metrum norður af eynni. Smærri skjálfti fylgdi strax í kjölfarið. Í gærmorgun urðu svo nokkrir smáskjálftar og mældist sá stærsti 2,7 á Richter-kvarða. Jarðskjálfti norður af Grímsey ELDUR kom upp í gærmorgun í geymsluhúsnæði undir apóteki á Sogavegi. Í fyrstu var talið að um talsverðan eld væri að ræða og sendi slökkvilið höfuðborgar- svæðisins mikinn mannskap á vett- vang. Flestum bílunum var hins vegar snúið við eftir að fyrstu bílar komu á Sogaveg, enda eld- urinn mun minni en talið var í fyrstu. Glæður og nokkur reykur voru í geymslunni og gekk greiðlega að ráða niðurlögum eldsins. Skemmd- ir af völdum brunans eru taldar óverulegar. Ljósmynd/Steinar Örn Sturluson Slökkviliðsmenn að störfum við apótekið á Sogavegi í gærmorgun. Eldur í geymslu á Sogavegi ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.