Morgunblaðið - 24.07.2006, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 24.07.2006, Qupperneq 4
4 MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Benidorm 17. eða 24. ágúst frá kr. 39.990 Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr.49.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi / stúdíó / íbúð í viku. Flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn. Verð kr.39.990 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku. Flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn. Síðustu sætin Nú bjóðum við frábært tilboð til Benidorm. Njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað í viku. Þú bókar og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. BRYNHILDUR Hjör- dís Jóhannsdóttir, eig- inkona Alberts heitins Guðmundssonar, fv. ráðherra, þingmanns og sendiherra, lést laugardaginn 22. júlí síðastliðinn, 79 ára að aldri. Hún fæddist á Siglufirði 22. ágúst árið 1926 og var dóttir Jó- hanns F. Guðmunds- sonar og Þóru Jóns- dóttur frá Kirkjubæ. Brynhildur fluttist ung með fjölskyldu sinni til Seyðisfjarðar, þar sem hún ólst upp, en 14 ára göm- ul kom hún til Reykjavíkur og gekk í Verslunarskólann, þaðan sem hún lauk verslunarskólaprófi. Brynhildur kynntist Albert fyrst árið 1943 á dansæfingu sem hann stóð fyrir í Samvinnuskólanum, hún var þá við nám í Verslunarskólanum. Þremur árum síðar, þann 13. júlí árið 1946, gengu þau í hjónaband og stóð Brynhildur þétt við hlið eiginmanns síns í gegnum viðburðaríka og stormasama ævi, hvort sem það var atvinnumennska í knattspyrnu, stjórnmál, framboð til embættis for- seta Íslands, sendiherrastörf eða annað sem þau hjón fóru saman í gegnum. Brynhildur var mikil húsmóðir og fjöl- skyldukona og fylgdist vel með öllu sem henn- ar afkomendur tóku sér fyrir hendur. Hún var mjög hagmælt en í bók Gunnars Gunnars- sonar um ævi Alberts, sem kom út árið 1982, er birtur langur bragur sem Brynhildur orti í þingveislu. Síðan segir í bókinni: „Þessi brag- ur er því miður eina framlag Brynhildar til bókarinnar, því henni fannst óþarfi og ekki rétt að vera áberandi í bók sem fjallar um Albert og fannst jafnvel að þetta væri of mikið. „Það þýðir ekki að mér finnist ég standa í skugganum af manninum mínum,“ sagði Brynhild- ur, „heldur þvert á móti; ég stend í ljómanum sem af honum stafar og það nægir mér.““ Eftirlifandi börn Brynhildar og Alberts eru Helena, Ingi Björn og Jóhann Halldór. Barnabörnin eru 16 og barnabarnabörnin 18 talsins. Út- för Brynhildar fer fram frá Dóm- kirkjunni næstkomandi föstudag. BRYNHILDUR JÓHANNSDÓTTIR Andlát „ÞETTA eru gríðarleg vonbrigði og mér finnst með öllu siðlaust að koma svona fram við gamalt fólk,“ segir Guðrún Jóhannsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Álftanesi, um ákvörðun bæjaryfirvalda að slíta samningum við hjúkrunarheimilið Eir um fyrirhugaða uppbyggingu á miðsvæði sveitarfé- lagsins, þar sem gert var ráð fyrir 100 þjónustuí- búðum og miðstöð fyrir eldri borgara. Bæjarstjóri Álftaness segir að þarfir aldraðra verði settar í for- gang og orð um annað séu innistæðulaus. Guðrún segir að félag eldri borgara hafi tekið virkan þátt í vinnunni við þjónustumiðstöðina, tveir fulltrúar hafi verið í vinnuhópnum frá félaginu og hugmyndir þeirra vel teknar til greina. Því sé ákvörðun bæjaryfirvalda mjög sár en ekki síður þar sem nú á að skipa nýjan stýrihóp til að skipuleggja þjónustumiðstöð. „Þetta er þvílík vitleysa og í raun bara endurtekið efni. Ekki fæ ég skilið hvers vegna þarf að vinna þetta allt aftur. Það var búið að vinna þetta og allir mjög ánægðir með afraksturinn,“ seg- ir Guðrún og bætir við að vart sé hægt að koma með hugmynd að betri þjónustumiðstöð, né ódýrari. Um hundrað manns 67 ára og eldri búa í sveitar- félaginu og um tvö hundruð 60 ára og eldri. Guðrún segir að greinilegt sé að bæjaryfirvöld beri hag þessa fólks ekki fyrir brjósti. Hún gefur auk þess lítið fyrir fyrirhugaða samkeppni um nýtt deili- skipulag miðbæjarsvæðisins. „Ef maður horfir raunsætt á málin er ekki gefið mál að í svona sam- keppni komi fram tillaga sem sátt náist um. Ljóst er að þessi samkeppni er sett fram til að koma Eir út úr verkefninu. Þetta er bara af því að Álftaneslist- inn vill geta hælt sér af því að hafa byggt þetta,“ segir Guðrún sem finnst lágkúrulegt að ekki hafi verið hægt að koma á sátt um Eirarverkefnið. Landsamband eldri borgara hefur boðað fulltrúa bæjarstjórnar á fund þar sem rætt verður um mál- efni eldri borgara á Álftanesi og slit samningsins við Eir. Auk þess hefur Guðrún pantað viðtal hjá fé- lagsmálaráðuneytinu þar sem hún mun koma skoð- unum sínum á framfæri. Misskilningur, segir bæjarstjóri Sigurður Magnússon bæjarstjóri segir misskiln- ings gæta í málinu og að bæjarstjórninni sé alveg ljóst hvaða skyldum hún hafi að gegna varðandi eldra fólk. „Við ætlum að efla hér heimaþjónustu, byggja þjónustumiðstöð og gefa þeim [eldri borg- urum] valkost á litlum íbúðum. En aðalmálið er að við ætlum að sníða þetta að okkar samfélagi og þörfum.“ Sigurður áréttar einnig að það hafi verið sam- komulag um að slíta samningunum, það hafi ekki verið gert einhliða. „Deilan um skipulagið spilar einnig inn í þetta. Um það var kosið í vor og íbúar vilja að það verði farið aftur ofan í skipulagsmálin. Eir getur ekki beðið eftir niðurstöðu úr því.“ Félag eldri borgara á Álftanesi ósátt með að samningum við Eir sé slitið Telur hag eldra fólksins ekki borinn fyrir brjósti Eftir Andra Karl andri@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Mikið um dýrðir á Skálholtshátíð ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dor- rit Mousaieff heilsuðu dr. Sigurbirni Einarssyni bisk- up með virktum eftir predikun hins síðarnefnda á Skálholtshátíðinni í gærdag. Fjöldi fólks var saman kominn í blíðskaparveðri í Skálholti til að minnast þess að 950 ár eru liðin frá biskupsvígslu Ísleifs Giss- urarsonar, fyrsta íslenska biskupsins, og mikið var um dýrðir. Allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi á dagskrá hátíðarinnar og t.a.m. las Gunnar Eyjólfsson leikari Ísleifsþátt og farin var hópreið heim á staðinn með fánaborg, sem myndlistamaðurinn Halldór Ásgeirs- son bjó til. Þá lauk pílagrímsgöngunni í gær, sem lagði upp frá Þingvöllum að morgni laugardags, og þreyttir en sælir göngugarpar komu tímanlega til Skálholts í gær, áður en kirkjuklukkurnar hringdu til messu- halds. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Vitjað um netin á Mývatni Þeir Halldór Árnason, bóndi í Garði, og Einar Friðbertsson gestur hans vitjuðu um netin í kvöldkuli og ylgju föstu- dagsins. Hafgolan hafði náð uppeftir um kvöldmatarleytið og dregið með sér þoku. Netin má annars hafa í vatni frá fimmtudegi til laugardags. Þeir reyta, sem finna sér tíma til þess að leggja. BJÖRN Bjarnason, dóms- og kirkju- málaráðherra, er staddur í Brussel þar sem hann mun í dag eiga fund með starfsbræðrum sínum frá lönd- um ESB, Noregi og Sviss. Þar verð- ur farið yfir þær breytingar sem fyr- irhugaðar eru á upplýsingakerfi Schengen og eiga að taka gildi í apríl á næsta ári. Upplýsingakerfið per hluti af Schengen samningnum og er sam- eiginlegur gagnagrunnur sem að- ildaríkin öll hafa aðgang að. Hann geymir m.a. upplýsingar um eftir- lýsta einstaklinga og þá sem vísað hefur verið út af Schengen-landa- mærasvæðinu. Kerfið er talið nauð- synlegt til að tryggja almannaöryggi og allsherjarreglu þegar eftirlit er ekki lengur á innri landamærum og eru breytingarnar tilkomnar vegna stækkunar Evrópusambandins. Upplýsingakerfið greinist annars vegar í staðbundinn hluta sem starf- ræktur er í hverju aðildaríki Schen- gen og hins vegar miðlægan hluta sem staðsettur er í Strassborg í Frakklandi. Fundað um Schengen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.