Morgunblaðið - 24.07.2006, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þetta hefst upp úr því að vera að drolla svona á leiðinni upp í himnaríki Sigga mín, við
verðum að fara niður aftur, það er kominn á nýr skattur.
Við lokun markaða íKauphöll Íslandsfyrir helgi stóð úr-
valsvísitala hlutabréfa í
5.459 stigum, sem er 1,36%
lægra en um síðustu ára-
mót. Viðskipti með hluta-
bréf frá áramótum eru
komin í nærri 1.110 millj-
arða króna og velta með
skuldabréf er
um 1.164 milljarðar.
Þegar þróunin fyrstu
sex mánuði ársins er skoð-
uð kemur í ljós að töluverð
veltuaukning varð í Kaup-
höllinni, bæði með hluta-
bréf og skuldabréf. Á tímabilinu
nam veltan 2.158 milljörðum
króna, sem er 121% aukning frá
fyrstu sex mánuðunum ársins 2005
er veltan nam 978 milljörðum
króna. Velta með hlutabréf ein-
göngu var um eitt þúsund milljarð-
ar, ein billjón króna, sem er um
260% aukning.
Aðhaldið hert
Nú á miðju sumri er rólegt yfir
hlutabréfamarkaðnum, líkt og oft
áður á þessum árstíma, og varla að
vænta meiri umsvifa fyrr en í
haust. Þegar reynt er að horfa
fram á við ber sérfræðingum sam-
an um að vænta megi verðhækk-
unar á síðustu mánuðum ársins,
allt frá 8% til 20%.
Haft er eftir Þórði Friðjónssyni,
forstjóra Kauphallar Íslands, í ný-
legu markaðsyfirliti að erfitt sé að
henda reiður á því sem sé að gerast
á hlutabréfamörkuðum í heimin-
um. Þórður telur líklegt að veðra-
brigðin hér og annars staðar megi
rekja til þess að peningayfirvöld í
flestum löndum hafi smám saman
verið að herða aðhaldið að efna-
hagslífinu með hækkun vaxta. Að-
haldstímar virðist því vera að taka
við af þenslutímum.
Greiningardeildir bankanna
rýna reglulega í horfur á hluta-
bréfamarkaði. Hjá KB banka eiga
menn ekki von á miklum sveiflum á
markaðnum í sumar. Uppgjör úr
takti við væntingar, sem nú eru að
byrja að koma fram fyrir fyrstu
sex mánuðina, geti þó haft áhrif á
verðþróun einstakra félaga. Spáir
deildin því að úrvalsvísitalan í lok
ársins verði komin í um 6.500 stig,
sem er 19% hækkun frá því sem nú
er og um 17% hækkun frá áramót-
um, en er engu að síður minni
hækkun en KB banki spáði í upp-
hafi ársins.
Spá um hlutabréfaverð hjá KB
banka er öllu bjartsýnni en hjá
greiningardeild Glitnis, sem í nýj-
ustu skýrslu sinni spáði 8% hækk-
un úrvalsvísitölunnar á árinu.
Sama deild spáði í vor að hluta-
bréfaverð myndi á árinu hækka
um 20%. Glitnismenn segja að
grunnrekstur flestra fyrirtækja í
Kauphöllinni sé með ágætum.
Þrátt fyrir horfur um stöðnun í
hagkerfinu á næstu fjórðungum
muni það ekki hafa teljandi áhrif á
afkomu fyrirtækjanna. Stór hluti
tekjumyndunar þeirra sé á erlend-
um mörkuðum og lækkun á gengi
krónunnar hafi almennt séð já-
kvæð áhrif á rekstur þeirra. Á hinn
bóginn hafi lækkun hlutabréfa-
verðs hérlendis sem erlendis nei-
kvæð áhrif á afkomu banka og fjár-
festingafélaga.
Bent er á að góð áhættulaus
ávöxtun fáist á skuldabréfamark-
aði um þessar mundir, sem hafi
letjandi áhrif á spurn eftir hluta-
bréfum. Þá ríki svartsýni meðal
stórs hluta fjárfesta á markaðnum
eftir lækkun hlutabréfaverðs að
undanförnu. Þrátt fyrir að góð
kauptækifæri séu til staðar fyrir
fjárfesta sem horfa lengra fram á
veginn, þá verði að teljast líklegra
að fyrrnefndir þættir hamli hækk-
un hlutabréfaverðs til skemmri
tíma litið.
Góðar horfur fyrir næsta ár
Greiningardeild Glitnis birti í
síðasta spáriti sínu horfur fyrir
næsta ár. Þar er reiknað með góð-
um vexti hagnaðar á milli áranna
2006 og 2007. Grunnreksturinn sé
sem fyrr góður og það muni skila
sér, í flestum tilvikum, í vexti
tekna, framlegðar og hagnaðar.
Einnig komi til áhrif ytri vaxtar og
þeirra fyrirtækjakaupa sem séu í
höfn.
Greiningardeild Landsbankans
gerir 12% ávöxtunarkröfu til hluta-
bréfamarkaðarins en segir að
verðmat helstu fyrirtækja gefi til-
efni til að ætla að markaðurinn geti
hækkað um 8,5% umfram það.
Bent er á að ró hafi færst yfir
viðskiptin og ekki sé lengur eins
sterk tilhneiging til að túlka allar
fréttir neikvætt. Þó sé líklegt að við
séum að sigla inn í ákveðna lá-
deyðu sem geti varað í nokkra
mánuði. Það sem styðji þessa skoð-
un sé dýrara lánsfjármagn, óvissa
um innlenda efnahagsframvindu
og sú staðreynd að vextir á banka-
reikningum séu í sögulegu há-
marki. „Við teljum þó að aðeins sé
um tímabundið ástand að ræða og
að langtímahorfur á hlutabréf-
markaðinum séu góðar
enda mörg fyrirtækjanna hag-
stætt verðlögð í dag,“ sögðu
Landsbankamenn í nýjasta spáriti
sínu.
Á síðari hluta þessa árs skýrist
hvort sérfræðingar á hlutabréfa-
markaðnum hafi rétt fyrir sér um
allt að 20% hækkun á bréfunum.
Svo mikil hækkun verður þó að
teljast ólíkleg í stöðunni eins og
hún er núna.
Fréttaskýring | Horfur á hlutabréfmarkaði
Spáð allt að
20% hækkun
Aðhaldstímar að taka við af þenslunni,
segir forstjóri Kauphallar Íslands
Hækkunum er spáð í Kauphöllinni á árinu.
Markaðsvirði skráðra fé-
laga um 2.000 milljarðar
Skráð félög í Kauphöll Íslands
eru 24 en kauphallaraðilar í lok
júní sl. voru 25, þar af fimm er-
lendir aðilar. Markaðsvirði
skráðra félaga var 1.905 millj-
arðar króna í lok júní en mark-
aðsvirði þeirra 442 skuldabréfa
sem skráð voru í Kauphölllinni
var 1.200 milljarðar króna. Sex
félög hafa verið skráð af mark-
aði á árinu, en tvö þeirra, HB
Grandi og Hampiðjan, ætla á
nýja iSEC-hlutabréfamarkaðinn.
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Það er vissara að vera með réttu græjurnar í veið-
ina strax í upphafi, líkt og þessi ungi maður á Siglu-
firði sem er sestur á gamlan bryggjupolla í björg-
unarvesti og með tilheyrandi búnað. Litlum sögum
fer af veiðinni, enda var hún ekki aðalatriðið að
þessu sinni.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Með réttu veiðigræjurnar
BORGARRÁÐ samþykkti á
fundi sínum sl. fimmtudag tillögu
Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar
borgarstjóra um að stofna verk-
efnisstjórn sem vinni eða láti
vinna áhættugreiningu og
áhættumat vegna núverandi
staðsetningar olíubirgðastöðvar-
innar í Örfirisey. Verkefnis-
stjórnin á að skila tillögum um
verklag og tímaáætlun til borg-
arráðs eigi síðar en 15. septem-
ber nk.
Verkefnisstjórninni verður
auk þess falið að vinna áhættu-
greiningu, áhættumat og kostn-
aðargreiningu fyrir nýja stað-
setningu olíubirgðastöðvar og
eru tveir staðir nefndir sem koma
til greina, Hvalfjörður og Grund-
artangi.
Tillagan er beint framhald af
niðurstöðu starfshóps um olíu-
birgðastöðina sem skilaði niður-
stöðum sínum á vormánuðum.
Starfshópurinn, sem skipaður
var í lok árs 2004, tók m.a. fyrir
hvort fyrir hendi væru heppilegir
staðir til olíubirgðahalds utan
höfuðborgarinnar.
Tilfærsla stöðvarinnar er afar
viðamikið verkefni og verður
verkefnisstjórnin skipuð fulltrú-
um tilnefndum af Faxaflóahöfn-
um, olíufélögunum, Slökkviliði
höfuðborgarsvæðisins og einum
fulltrúa tilnefndum af borgar-
stjóra.
Olíubirgðastöðin
fari úr ÖrfiriseySVO GÆTI farið að bandaríski fjárfest-ingabankinn Goldman Sachs leggi fram
tilboð í bresku verslunarkeðjuna House
of Fraser en Baugur Group á sem kunn-
ugt er í viðræðum um kaup á félaginu.
Þetta kom fram í frétt Sunday Express í
gær en í henni segir að Goldman Sachs
muni jafnvel standa að baki tilboði upp á
160 pens á hlut, sem er nokkru hærra en
tilboð Baugs Group sem hljóðar upp á
148 pens á hlut, en miðað við það tilboð
væri kaupverð House of Fraser um 350
milljónir sterlingspunda. Blaðið hefur
eftir fjárfestum að tilboð í House of Fra-
ser verði jafnvel lagt fram þegar í þess-
ari viku. Þá hafði blaðið einnig eftir
heimildarmönnum, sem standa nálægt
John Coleman, forstjóra House of Fra-
ser, að hann sé óánægður með að Baug-
ur hafi ekki greint honum frá því hvort
hann verði áfram við stjórnvölinn eða
ekki.
Boðið á móti Baugi í
House of Fraser