Morgunblaðið - 24.07.2006, Page 9

Morgunblaðið - 24.07.2006, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 2006 9 FRÉTTIR Til sölu amerískur húsbíll Til sölu amerískur húsbíll Sá flottasti á Íslandi Til sýnis að Tangarhöfða 4 Símar 893 9857 og 692 9435 AFRÍKURÍKIÐ Malaví er að flatarmáli á stærð við Ísland, en þar búa þó hátt í 13 milljónir manna. Þessi fyrrum breska nýlenda er eitt fátækasta ríki heims og glíma stjórnvöld þar á bæ við margs konar vandamál. Menntakerfið er til að mynda í molum og mikill fjöldi ungs fólks, sér- staklega konur, heltist úr lestinni í skóla. Ólæsi í Malaví er gríðar- legt og sam- kvæmt opin- berum tölum eru 68% kvenna og 28% karla ólæs. Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) hefur skotið rótum í landinu og aðstoðar íbúa þess m.a. með byggingu skólamannvirkja, kennslu í fiskeldi og eflingu heilbrigðisþjón- ustu. Frá árinu 2001 hefur stofnunin staðið fyrir fullorðinsfræðsluverk- efni í samvinnu við malavísk stjórn- völd sem miðar að því að uppræta ólæsi hjá þeim sem hafa orðið utan- veltu í skólakerfinu. Sigfríður Gunn- laugsdóttir stýrir verkefninu og hef- ur hún verið búsett með fjölskyldu sinni í Lilongwe, höfuðborg Malaví, í eitt ár og á annað eftir. Að sögn Sig- fríðar hóf ÞSSÍ fullorðinsfræðsluna í fáum þorpum árið 2001 en verkefnið hefur smám saman undið upp á sig og nær það nú til 44 þorpa á svæði sem kallað er Monkey Bay. Annar fasi verkefnisins hófst í janúar 2006 og lýkur árið 2010. Þegar honum er lokið er reiknað með að starfsemi ÞSSÍ nái til 90 þorpa. Vel sóttir leshringir Framkvæmd verkefnisins er þannig háttað að Íslendingar leggja til fjármuni til kennslunnar og mala- vísk stjórnvöld útvega félagsmála- fulltrúa, sem eru opinberir starfs- menn á launum hjá malavíska ríkinu. Félagsmálafulltrúarnir fara í þorpin þar sem kennsla er fyrir- huguð og aðstoða þorpsbúa við að velja sér leiðbeinanda sem á að ann- ast kennsluna sjálfa. Þegar leiðbein- andi hefur verið valinn eru stofnaðar stuðningsnefndir í kringum kennsl- una sem hafa það hlutverk að hvetja fólk til þátttöku í leshringjunum og sjá til þess að kennsla fari fram. Um leið og nefndarstarfinu hefur verið komið á fót og leiðbeinandi fundinn er efnt til kennslu fjórum sinnum í viku í nokkra klukkutíma í senn. Um 30 til 40 manns sækja leshringina að jafnaði og er reynt að sjá fólkinu fyr- ir húsaskjóli þótt oft sé brestur á því. ÞSSÍ hefur jafnframt séð nem- endum fyrir lesefni þegar þeir hafa lært að lesa. Að sögn Sigfríðar er langstærsti hluti þeirra sem sækja leshringina konur, enda ólæsi mun algengara meðal kvenna en karla. Karlmenn eiga jafnframt erfiðara með að viðurkenna ólæsið og geta komist af án þess að læra að lesa fremur en konur. Það gengur því brösuglega að koma karlmönnum í skilning um það að læsi geti bætt afkomu þeirra. Grundvöllur frekari framfara Sigfríður segir að þótt verkefnið felist aðallega í lestrarkennslu sé markmið þess einnig að koma nem- endum í skilning um samfélag sitt og gera þá að virkari samfélagsþegn- um. Stuðst er við aðferðir brasilíska kennslufræðingsins Paolo Freire sem kallaðar hafa verið Reflect og miða að því efla fólkið sjálft og gera það meðvitaðra um umhverfi sitt og valdatengsl, um leið og því er kennt að lesa, skrifa og reikna. „Fólkið er eflt til meðvitundar og við reynum að fá það til að gera eitthvað sem bætir kjör þess og samfélagsins. Þetta hefur reynst vel og upp úr leshringjunum hafa nemendur tekið sig saman um að vinna saman að ein- hverju verkefni sem bætir sam- félagið,“ segir Sigfríður. Vatns- veitukerfi á akri og húsnæði fyrir ljósmæður eru dæmi um mál sem upphaflega hafa verið rædd í les- hringjum og svo verið framkvæmd af þorpsbúum með fjárhagslegum atbeina Þróunarsamvinnustofnunar. „Kannanir hafa leitt í ljós að fólk sem tekur þátt í leshringjunum verður virkara í kjölfarið, tekur frekar þátt í samfélaginu og er oft valið til að gegna ábyrgðarstarfi í þorpi sínu“ segir Sigfríður. Að henn- ar mati er fullorðinsfræðsluverk- efnið skólabókardæmi um þróunar- aðstoð sem geti orðið grunnur að framförum í Malaví. „Ef að fólk á að breyta einhverju eða bæta er algjört grundvallaratriði að svona starf sé unnið, í stað þess að kenna fólki ein- ungis að rækta akur sinn eða fisk- eldi. Það hlýtur að vera erfitt að leið- beina fólki um gæðastaðla í sjávar- útvegi ef það kann ekki að reikna eða getur ekki lesið einfaldar leið- beiningar,“ segir Sigfríður að lokum. Ólæsi upprætt í Malaví Ljósmyndir/ÞSSÍ Í þorpum þar sem enga aðstöðu fyrir leshringina er að finna kemur fólk oft saman undir tréi og nemur lestur. Sigfríður Gunn- laugsdóttir, verk- efnisstjóri hjá ÞSSÍ, hefur starf- að í Malaví í eitt ár Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is Konurnar í Malaví eru í miklum meirihluta í leshópunum eins og þessi mynd gefur til kynna. Sigfríður Gunnlaugsdóttir Mánudagur 24. júlí Lasagna m/ pestó Þriðjudagur 25. júlí Tortillas & chillipottur Miðvikudagur 26. júlí Spínatlasagna sí sí sívinsælt Fimmtudagur 27. júlí Dal m/litlum samósum Föstudagur 28. júlí Hnetupottréttur m/tofu á teini Helgin 29.-30. júlí Hnetusteik m/waldorfsalati Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Allt á hálfvirði Norræn hönnunun • www.bergis.is COPENHAGEN BENEDIKT S. Lafleur, sem ætlaði sér að synda Reykjavíkursund, alls um 20 km leið meðfram strandlengju höfuðborgarinnar á laugardaginn, þurfti að hætta sundinu þegar ein- ungis um kíló- metri var eftir sökum kulda. Sundið sóttist Benedikt vel framan af en þeg- ar hann synti fram hjá Viðey fór að syrta í ál- inn. Þannig þurfti hann í tvígang að gera hlé á sundi sínu vegna skipa sem sigldu í veg fyrir hann. „Í fyrra skiptið stoppaði ég vegna þess að skemmtiferðaskip breytti skyndilega um áætlun og lagði fyrr af stað. Skömmu síðar varð ég svo var við mikinn kulda en hélt þó áfram. Þá þurfti ég að stoppa aftur vegna flutningaskips sem var að leggja af stað úr Sundahöfn,“ segir Benedikt en þegar þarna var komið sögu var hann orðinn nokkuð kaldur og þrekaður og að auki farinn að finna til ógleði. Hann ákvað því að tefla ekki á tvær hættur og lagðist ekki aftur til sunds eftir þetta. Heldur ótrauður áfram Það vakti athygli að Benedikt var ekki smurður og klæddist einungis síðum sundbuxum og sundhettu. „Ef maður smyr sig er maður bara í blautbúningi og getur þá synt enda- laust. Mér finnst óþægilegt að vera smurður og manni líður ekki vel þannig. Þetta er líka hinn nýi sund- máti að láta líkamann aðlaga sig,“ segir Benedikt en hann er hvergi nærri af baki dottinn og hyggst sem kunnugt er synda yfir Ermarsund í lok ágúst. Þá segist hann ætla að reyna að synda Reykjavíkursundið aftur innan tíðar en fyrst þurfi hann þó að skoða leiðina aðeins betur. „Þetta er bara byrjunin og vakti athygli á málstaðnum. Ég get því ekki verið annað en sáttur.“ Hætti sundi vegna kulda og skipaferða Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is Benedikt S. Lafleur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.