Morgunblaðið - 24.07.2006, Page 12
12 MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslyndaflokksins, sendi Bryggjuspjallara tóninn ígrein í Morgunblaðinu í síðustu viku. Þaðgleður Bryggjuspjallara að fá viðbrögð við
skrifum sínum og að það er haldið uppi umræðu
um sjávarútveg á Íslandi. Sigurjón er ekki sam-
mála Bryggjuspjallara og það kemur ekkert á
óvart. Það er skoðanafrelsi í landinu.
Til að byrja með er rétt að leiðrétta ákveðinn
misskilning hjá Sigurjóni: Skoðanir Bryggjuspjall-
ara eru skoðanir hans sjálfs en ekki Morgunblaðsins, enda er Bryggju-
spjallið skrifað undir nafni. Bryggjuspjallari hefur skrifað um sjávar-
útveg í Morgunblaðið í á þriðja áratug. Á þeim tíma hefur oft komið
fram að skoðanir hans og Morg-
unblaðsins fara ekki alltaf saman.
Að öðru leyti kannast Bryggju-
spjallari ekki við að beita blekkingum
og hálfsannleik. Hann stendur við það
sem hann hefur skrifað um tilurð
kvótakerfisins og leyfir sér að halda
því fram að hana þekki hann mun betur en alþingismaðurinn. Bryggju-
spjallari hefur aldrei réttlætt eyðingu sjávarbyggða, ekki heldur sjálfs-
eyðingarhvöt þeirra, sem felst í því að selja frá sér lífsbjörgina. Það virð-
ist alltaf gleymast í umræðunni um framsalið, að það kaupa engir ef
ekkert er falt. Glatist aflaheimildir úr heimabyggð er það vegna þess að
þær hafa verið seldar af heimamönnum. Í þeim tilfellum hafa heima-
menn séð hag sínum betur borgið með því að selja heimildirnar en nýta
þær. Við hvern er að sakast? Þann sem selur eða þann sem kaupir?
Brottkast hefur alla tíð átt sér stað. Lélegum og verðlausum fiski var
hent fyrir daga kvótakerfisins. Fiski verður alltaf hent í einhverjum
mæli, en fátt bendir til þess að meiru sé hent nú en fyrir daga kvótakerf-
isins.
Bryggjuspjallari hefur aldrei skilið kvótaleigumarkaðinn. Hann skilur
ekki hvernig mönnum dettur í hug og hvernig þeir geta greitt leiguverð,
sem svarar helmingi af fiskverði upp úr sjó eða meiru. Samkvæmt heim-
ildum hans miðast leiga á veiðiheimildum við Nýja-Sjáland við 10 til 20%
af fiskverði eftir því hve hátt það er. Við það virðist auðvelt að lifa, en
ekki leiguverðið hér heima.
Ef einhver selur veiðirétt og skip og fer með þá peninga í annan rekst-
ur, hlýtur einhver annar að kaupa og koma með peninga, hugsanlega úr
öðrum rekstri, inn í útveginn. Það hlýtur alltaf að koma jafnmikið inn og
fer út. Er eitthvað af því?
Morgunblaðið hefur fyrir löngu dregið það fram, fyrst fjölmiðla, að
engir kjarasamningar gilda á smábátunum, meðal annars spurt Arthur
Bogason formann LS, um skýringar á því í viðtali 28.9. 2005 eftir að hafa
vakið athygli á þessari einkennilegu stöðu í fréttum.
Bryggjuspjallari hefur aldrei dregið dul á þá skoðun sína að sjávar-
útvegur eigi að vera arðbær og að þeir sem geri bezt eigi að njóta þess.
Honum finnst nauðsynlegt að öflug fyrirtæki séu innan greinarinnar og
finnst 12% hámarkið í góðu lagi.
Bryggjuspjallari hefur aldrei dregið dul á þá skoðun sína að sjávar-
útveg eigi ekki að nota til að halda uppi byggð í landinu. Við sjáum skýr
dæmi þess að fara þá leið innan ESB. Meira og minna allt rekið með tapi
og haldið uppi með gífurlegum styrkjum. Eigum við að eyða milljörðum
króna í slíka vitleysu? Og hvaðan eiga þeir peningar að koma? Útveg-
urinn verður að standa undir sér og skila tekjum í þjóðarbúið. Útveg
sem ekki stendur undir sér á ekki að styrkja. Honum á að hætta.
Sigurjóni ætti að vera það kunnugt að Morgunblaðið mótar sínar
eigin skoðanir í mikilvægum málum og gætir þar hvorki hagsmuna
Sjálfstæðisflokksins, né annarra stjórnmálaflokka. Bryggjuspjallari
fer einnig eftir eigin sannfæringu byggðri á langri reynslu af umfjöllun
um sjávarútveg. Afstaða hans litast ekki af pólitík, en svo virðist sem
afstaða margra annarra geri það.
BRYGGJUSPJALL HJÖRTUR GÍSLASON
Sjávarútvegur á
að vera arðbær
Skoðanir Bryggju-
spjallara eru skoðanir
hans sjálfs, ekki
Morgunblaðsins
hjgi@mbl.is
Aflaverðmæti íslenskra skipa nam
25 milljörðum króna fyrstu fjóra
mánuði ársins samanborið við 26
milljarða á sama tímabili 2005, sam-
kvæmt útreikningum Hagstofunn-
ar. Aflaverðmæti hefur dregist
saman um einn milljarð eða 3,8%.
Aflaverðmæti aprílmánaðar nam 6,1
milljarði króna en aflaverðmæti
aprílmánaðar 2005 nam 5,7 millj-
örðum.
Aflaverðmæti botnfisks var í lok
aprílmánaðar tæpir 20 milljarðar
króna eða rúmlega milljarði meira
en á sama tíma í fyrra. Aflaverð-
mæti þorsks er nánast óbreytt frá
fyrra ári, nam 10,9 milljörðum
króna. Verðmæti ýsuafla nam 3,7
milljörðum sem er 5,8% aukning
milli ára. Verðmæti ufsaaflans nam
1.200 milljónum og jókst um 38%
og aflaverðmæti karfa var 2,8 millj-
arðar króna sem er 21% meira en
2005. Verðmæti flatfiskaflans jókst
um 18% milli ára, nam 1,7 millj-
örðum króna fyrstu fjóra mánuði
ársins. Verðmæti uppsjávarafla
nam 3,4 milljörðum króna í ár sam-
anborið við 5,6 milljarða í fyrra og
nemur samdrátturinn 39%.
Mest verðmæti á höfuðborg-
arsvæðinu og Suðurnesjum
Verðmæti afla sem seldur var á
fiskmörkuðum fyrstu fjóra mánuð-
ina nam 4,6 milljörðum og jókst um
12% frá árinu 2005. Verðmæti
óunnins afla í gáma til útflutnings
nam 2,4 milljörðum sem er nánast
sama og árið 2005. Aflaverðmæti
sjófrystingar nam 7,7 milljörðum
sem er 7,7% aukning frá fyrra ári.
Verðmæti afla sem seldur er í
beinni sölu útgerða til vinnslu var
10,2 milljarðar króna og dróst sam-
an um 17% frá fyrra ári.
Fyrstu fjóra mánuði ársins voru
aflaverðmæti mest á höfuðborgar-
svæðinu og Suðurnesjum, um 4,8
milljarðar króna. Minnst voru afla-
verðmætin á Vesturlandi og Vest-
fjörðum, um 1,4 milljarðar króna.
Þrátt fyrir það jukust verðmæti
aflans mest á Vesturlandi, eða um
24,4%. Verðmætin á höfuðborgar-
svæðinu jukust um 13,8% og á
Vestfjörðum um 12,3%. Mestur
varð samdrátturinn á Austurlandi,
22,6% og á Norðurlandi eystra,
19,8%, en það skýrist að mestu leyti
af minni afla af uppsjávarfiski,
einkum loðnu.
Aflaverðmæti
milljarði minna
Verðmæti afla af
ýsu, ufsa, karfa og
flatfisks jókst mikið
!
"
# $$ %
&
'
()*
+()*)
,
+*
(*
((,*
+*+
',+*
*
*
++*'
,-,*
*,
,*
+*(
)*'
'(*
)(+*
+-*+
'*-
*
*
'(*+
,,*,
*,
.
#
.
#
,-
(--*)
,
)'*+
+
'*
-(*,
+,(*
,
,(*)
,
',*
-*)
'
('*+
+,*+
(-*
,*(
,)
-+*)
,
-*'
+
('*)
,
)*'
-(*
,
)*
,
*-
,(*
,+'*
)+-*)
,(*-
*'
Fiskmarkaður Íslands hf. (FMÍS)
seldi mest fyrstu 6 mánuði ársins.
Hann seldi 29.173 tonn sem er
rúm 48% af seldu magni í gegnum
Íslandsmarkað hf. Fiskmarkaður
Suðurnesja hf. (FMS) seldi 12.893
tonn sem er tæpt 21%, en aðrir
minna. Af verðmætum seldi FMÍS
49,5% eða fyrir 3.948 milljónir.
FMS seldi fyrir 1.688 milljónir
(20,9%). Ef skipt er eftir lönd-
unarstöðum er FMÍS á Snæfells-
nesi með mesta sölu 19.647 tonn
(Ólafsvík 7.602 tonn, Rif 7.183
tonn, Arnarstapi 1.042 tonn,
Grundarfjörður 2.209 tonn og
Stykkishólmur 1.511 tonn). FMÍS
Reykjavík er í 2. sæti með 4.821
tonn og síðan er það FMS Sand-
gerði með 4.648 tonn.
Fiskmarkaður Íslands seldi
mest fyrri hluta ársins