Morgunblaðið - 24.07.2006, Page 14
14 MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
E i t t hundrað sé r
a
4
H
Ö
N
N
u
N
a
r
s
T
O
f
a
·
B
Æ
J
a
r
Ú
T
g
E
r
ð
iN
Bagdad. AFP. | Saddam Hussein,
fyrrverandi einræðisherra í Írak,
var fluttur á sjúkrahús í gær en
hann var sagður við slæma heilsu
eftir sextán daga hungurverkfall.
Þar var honum gefin næring í
gegnum slöngu.
Hann var orðinn of veikburða til
að mæta við réttarhöldin sem nú
standa yfir gegn honum, að sögn
Jaafar al-Musawi, aðalsaksóknara í
málinu.
Saddam, sem er 68 ára, átti að
mæta fyrir rétt í dag þar sem
hann, ásamt sjö öðrum, er ákærður
fyrir morð á fjölda sjíta í bænum
Dujail eftir að reynt var að ráða
hann af dögum árið 1982. Hann á
yfir höfði sér líflátsdóm verði hann
fundinn sekur.
Þrír verjendur myrtir
Saddam hefur ásamt þremur
öðrum sakborningum í málinu neit-
að að borða síðan 7. júlí til að mót-
mæla því að öryggi verjenda þeirra
skuli ekki vera tryggt. Þrír verj-
endanna hafa verið myrtir síðan
réttarhöldin hófust í október og
var einn þeirra, Khamis al-Obeidi,
drepinn 21. júní. Aðrir verjendur
segja að glæpamenn úr hópi sjíta
hafi framið morðið. Þá hafa Sadd-
am og hinir sakborningarnir einnig
mótmælt því hvernig réttarhöldin
hafa farið fram og krefjast þeir
þess sem þeir kalla sanngjarnrar
málsmeðferðar.
Í síðustu viku höfðu verjendur
Saddams varað við því að heilsu
hans væri að hraka. Bandarískur
talsmaður í stjórn fangelsisins
sagði hins vegar 13. júlí að sak-
borningarnir hefðu eingöngu neit-
að nokkrum máltíðum og væru allir
við góða heilsu eftir að hafa fengið
læknisaðstoð.
Saddam flutt-
ur á sjúkrahús
Of veikburða til að mæta fyrir rétt
eftir sextán daga hungurverkfall
Reuters
Saddam Hussein fyrir rétti í mars.
Nýju Delí. AFP. | Indverskir her-
menn björguðu í gær fimm ára
gömlum dreng sem dúsað hafði í
fimmtíu klukkustundir ofan í átján
metra djúpri holu í litlu þorpi ná-
lægt bænum Kurukeshetra í Ha-
ryana-ríki á norðanverðu Indlandi.
Hann hafði verið að leika sér ná-
lægt brunninum á föstudag þegar
hann féll ofan í hann.
Þorpsbúar uppgötvuðu fyrst að
eitthvað amaði að þegar þeir
heyrðu grát upp úr holunni á
föstudag. Byggingarverkamenn
sem voru að vinna á svæðinu höfðu
farið þaðan án þess að loka holunni
nægilega vel en holan var aðeins
um 30 cm í þvermál og því of
þröng til að fullorðinn maður gæti
farið ofan í hana. Myndavélar sem
voru látnar síga ofan í holuna
sýndu að drengurinn, sem heitir
Prince, virtist ómeiddur.
Súrefni dælt í holuna
Myndin þar sem hann sást dúsa
í holunni var sýnd í sjónvarpi og
fylgdist öll þjóðin með málinu um
helgina í beinni útsendingu. For-
sætisráðherra landsins, Manmoh-
an Singh, lofaði því að hann fengi
bestu læknisaðstoð sem völ væri á
þegar honum hefði verið bjargað.
Súrefni var dælt inn í holuna auk
þess sem mjólk, súkkulaði og kex
var látið síga niður til drengsins.
Grófu göng úr
brunni yfir í holuna
Til að bjarga drengnum grófu
verkfræðingar úr hernum leðju og
aur upp úr gömlum brunni sem var
um þrjá metra frá holunni sem
drengurinn var í. Með því að grafa
þaðan göng yfir til hans tókst þeim
að bjarga honum. Þúsundir manna
höfðu safnast saman á staðnum og
fögnuðu þeir ákaft þegar björg-
unarmaður var hífður upp úr hol-
unni með drenginn í fanginu, vaf-
inn inn í hvítt lak. Drengurinn var
strax fluttur til aðhlynningar á
sjúkrahús en virtist ekki hafa slas-
ast við fallið þótt hann virtist
hræddur og þrekaður eftir þraut-
irnar.
Bjargað úr holu eftir
fimmtíu klukkutíma
Fimm ára dreng-
ur ómeiddur eftir
átján metra fall
AP
Hermenn halda á drengnum eftir að honum var bjargað úr holunni.
Óttuðust flóð-
bylgju eftir
jarðskjálfta
Jakarta. AFP. | Jarðskjálfti upp á 6,6 á
Richter varð við eyjuna Sulawesi í
Indónesíu í gær og flúðu íbúar
strandsvæði eyjunnar af ótta við flóð-
bylgju. Í fyrstu vöruðu stjórnvöld við
því að hætta væri á flóðbylgju en eng-
in flóðbylgja varð og var íbúum fljót-
lega sagt að snúa til síns heima.
Síðasta mánudag létu 650 manns
lífið í flóðbylgju sem varð eftir jarð-
skjálfta upp á 7,7 á Richter undan
ströndum eyjunnar Jövu í Indónesíu.