Morgunblaðið - 24.07.2006, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 24.07.2006, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 2006 15 ERLENT ÞINGV. A K R. MOS. RV K . bý l i s l óð i r í boð i N á N a r i u p p l ý s i N g a r E r a ð f i N N a á w w w . l e i r v o g s t u n g a . i s · falleg byggð lágreistra sérbýla · stórkostlegt útsýni · leik- og grunnskóli í hjarta hverfisins · Þægindi þéttbýlisins, kyrrð og fegurð sveitarinnar HESTVAGNI er ekið niður götu sem flætt hefur yfir í borginni La- hore í Pakistan. Miklar rigningar hafa verið í landinu síðustu daga og ár flætt yfir bakka sína. Þá hafa að minnsta kosti fjórir látist í miklum rigningum í Japan undanfarna daga sem hrundið hafa af stað skriðum og flóðum. Hundrað þús- und manns hefur verið ráðlagt að yfirgefa heimili sín. Mest hefur rignt á eyjunni Kyushu, um 1.000 km suðaustan við Tókýó. Veð- urfræðingar vara við áframhald- andi rigningum í Japan. AP Ekið í gegnum vatnselginn Grunaðir um að hafa misnotað innflytjendur Madrid. AFP. | Þrír spænskir lög- reglumenn hafa verið handteknir grunaðir um að hafa misnotað kyn- ferðislega ólöglega innflytjendur í búðum innflytjenda nálægt borg- inni Malaga á Suður-Spáni. Athæfið mun hafa átt sér stað í mannfögnuði hjá innflytjendunum sem biðu þess að verða fluttir úr landi. Fjórar konur frá Úkraínu, ein frá Brasilíu og önnur frá Mar- okkó kærðu mennina en glæpirnir eru sagðir hafa náðst á myndir sem teknar voru með myndavélarsíma. Þrír lögreglumenn til viðbótar sæta einnig rannsókn vegna málsins fyr- ir að hafa orðið vitni að athæfinu en ekki komið í veg fyrir það eða sagt frá því. Eggjum og saur hent í samkyn- hneigða Ríga. AFP. | Andstæðingar samkyn- hneigðra hentu eggjum og saur í fólk sem tekið hafði þátt í guðþjón- ustu samkynhneigðra í borginni Ríga á Lettlandi á laugardag. Sam- kynhneigðum var bannað að halda þar gleðigöngu, Gay Pride, en þeir skipulögðu aðra viðburði í stað hennar. Fjórtán voru handteknir vegna mótmælanna og verður einn kærð- ur. Juris Calitis, presturinn sem hélt messu samkynhneigðra, sagði stjórnvöldum um að kenna og sak- aði þau um að hvetja til haturs. Yf- irvöld í Ríga hafa verið gagnrýnd fyrir að banna gönguna af öryggis- ástæðum og er því haldið fram að forsendurnar fyrir banninu séu illa falið yfirskin. Hver íbúi Kúveit fær 50 þúsund Kúveitborg. AFP. | Emírinn í Kúveit hefur ákveðið að gefa hverjum íbúa landsins 200 dínara eða jafnvirði 51 þúsund króna, vegna góðrar stöðu ríkissjóðs. Ríkisstjórn landsins stað- festi þetta í gær. Um ein milljón manna býr í Kúveit og þar starfa einnig um 2 milljónir er- lendra verkamanna við olíuiðnaðinn. Þeir fá hins vegar enga peninga frá ríkinu. Afgangur hefur verið á rekstri ríkissjóðs Kúveits undanfarin sjö ár, samtals jafnvirði 3700 milljarða króna. Útlit er einnig fyrir metafgang á þessu ári. Ríkisstjórn Kúveits veitti íbúum landsins svipaðan styrk árið 2004 og á síðasta ári voru laun ríkisstarfsmanna hækkuð um jafnvirði 12.500 króna á mánuði. Þingmenn hafa hvatt til svip- aðrar launahækkunar í ár. Öflugt velferðarkerfi er í Kúveit þrátt fyrir að íbúar þar greiði ekki tekjuskatt. Um 92% þeirra sem eru á vinnumarkaði í Kúveit vinna hjá rík- inu og hafa góð laun og vinnuálag er frekar lítið. VIVIENNE Michael, forstjóri fyr- irækis í Bretlandi sem sérhæfir sig í rannsóknum á heyrnarleysi, varar við því að iPod-kynslóðin eigi á hættu að verða heyrnarlaus, breyti hún ekki lífsmynstri sínu. Þetta kemur fram á fréttavefnum vnunet.com. Rannsókn sem fyrirtækið gerði leiðir í ljós að þriðjungur fólks sem á svokallaða mp3-spilara not- ar tækin í allt að 28 klukkustund- ir á viku, og mikill fjöldi þeirra veit ekki að hávær tónlist skaðar heyrn. Tæplega 40% þeirra sem tóku þátt í rannsókninni vissu ekki um skaðsemi háværrar tónlistar, en tæki á borð við iPod hafa verið gagnrýnd fyrir að leyfa notendum að stilla tónlist svo hátt að skaði geti hlotist af. Þá hefur verið varað við heyrnartólum sem stungið er inn í eyrun vegna áreitis á hljóð- himnuna, en slík tól fylgja flestum mp3-spilurum í stað heyrnartóla sem leggjast yfir eyru. Mp3-spilarar eru þó aðeins hluti vandans því ungt fólk eyðir æ meiri tíma á skemmtistöðum þar sem há- vær tónlist er mikið leikin, auk þess sem hljómtæki á heimilum eru betri og kraftmeiri en áður var. Michael segir þetta eiga eftir að leiða til stóraukningar á heyrn- arskertum í náinni framtíð og var- ar við því að heyrnarleysi geti ver- ið nær óbærilegt þar sem það leiði til einangrunar og vandræða í sam- skiptum. Varað við heyrnarskaða Hávær tónlist getur skaðað heyrnina. Reuters

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.