Morgunblaðið - 24.07.2006, Qupperneq 17
Þegar ég var lítill var égalltaf að smíða flugdrekaog einhvern tímannreyndi ég að búa til
vængi úr steyputeinum og plasti,
þeir flugu auðvitað ekki neitt en
það mátti reyna. Í mörg ár á eftir
var ég kallaður Bjössi vængja-
smiður,“ segir Björn Ragnarsson
svifflugsáhugamaður og hlær að
ungdómsvitleysunni í sér. Flug-
áhuginn byrjaði því snemma hjá
Birni en það var ekki fyrr en fyrir
nokkrum árum sem hann fann sína
aðferð til að fljúga. „Ég hef mikið
ferðast um landið á mótorhjóli og
stundum hugsaði ég á ferðum mín-
um hvað það yrði frábært að geta
flogið og séð hvað væri framundan.
Þá fór ég að leita að væng til að
ferðast með á hjólinu og fann einn
byrjendavæng sem ég kallaði síðan
hraphlífina. Þetta var stýranleg
fallhlíf og þó ég hafi lítið vitað
hvað ég var að gera á henni þá
kenndi hún mér margt.“
Flýgur á paramótor
Í staðinn fyrir að taka þá
áhættu að fljúga án þess að kunna
það nógu vel ákvað Björn að fara á
svifvængjanámskeið hjá Fisfélagi
Reykjavíkur. Síðasta vetur keypti
hann sér svo mótor og flýgur nú
um á svokölluðum paramótor en
það er svifvængur með áföstum
mótor við sætið sem knýr loft-
skrúfu aftan við bak flugmannsins.
„Sætið er sett á mann eins og bak-
poki og mótorinn er aftan á. Bönd-
in á sætinu eru fest í vænginn og
þegar hann lyftist upp situr maður
í loftinu, inngjöfin og stýringin á
mótornum er í hendinni. Með
venjulegum svifvæng ertu alveg
háður uppstreymi en með mót-
orinn ertu kominn með kraftinn
sem þarf til að ýta þér af stað án
þess að hafa vind.“ Björn segir að
ekki þurfi endilega að vera með
mótorinn í gangi allan tímann í
fluginu heldur sé hægt að drepa á
honum í háloftunum og svífa niður.
„Ég er yfirleitt um hálftíma til
klukkutíma í lofti, flugþolið á mót-
ornum mínum er um 1½ tími.
Hann er með rafmagnsstartara svo
ég get drepið á honum í lofti og
startað aftur en margir hinna
þurfa að toga mótorinn í gang eins
og sláttuvél. Minn mótor er svolít-
ið þyngri en hinir en þeir hafa
flugþol í u.þ.b 2 tíma.“
Björn flýgur aðallega í nágrenni
höfuðborgarsvæðisins þar sem eru
slétt tún og gott veður. „Það sem
maður athugar fyrst er veðrið og
velur landsvæði eftir því. Ólíkt því
sem margir halda þá er best að
vera í engum eða litlum vindi að
fljúga á mótorvæng.“
Brotlenti í keppni
Björn segir að það sé ekki meiri
áhætta í svifflugi en hverju öðru ef
varlega sé farið. Hann lenti samt
nýlega í óhappi. „Um daginn var
keppni sem er kölluð Hafragraut-
urinn en þá keppa alls konar svif-
drekar í að lenda á einum
ákveðnum punkti. Ég gleymdi mér
í hita leiksins og brotlenti sem
leiddi til þess að ég handleggs-
brotnaði, marðist og innyfli losn-
uðu.“
Björn er ekki einn í þessu
áhugamáli því að konan hans hefur
einnig farið á námskeið og keypt
sér væng. „Við fórum saman til
Rúmeníu um páskana að fljúga.
Vindurinn í Rúmeníu er allt öðru-
vísi en á Íslandi, hann tekur á móti
manni á mýkri hátt. Vindurinn hér
er svo harður og öfgafullur.“
Áður en Björn byrjaði að fljúga
hafði hann mikinn áhuga á mót-
orhjólum en í dag segist hann ekki
nenna að hjóla lengur og allur frí-
tíminn fari í paramótorinn. „Fyrst
þegar ég byrjaði á þessu greip
þetta mig alveg, ég gat ekki hugs-
að um neitt annað. Þetta er líka
svo mikið meira en að fljúga, mað-
ur gengur á fjöll, fylgist með veðr-
inu og sér náttúruna allt öðrum
augum en áður og svo er maður í
samneyti við frábært fólk.“
Spurður hvernig tilfinning það
hafi verið að fljúga í fyrsta skipti á
svifvæng segir Björn að það hafi
fyrst verið mikil spenna en núna
slaki hann frekar á í lofti. „Ég flýg
núorðið öllum stundum. Eftir mið-
nætti er oftast besti tíminn á Ís-
landi því þá dettur vindurinn niður
og veðrið verður kyrrt og bjart á
sumrin.“ Björn segir að stefnan sé
að læra meira og fljúga á fleiri
stöðum í framtíðinni því að þetta
sé áhugamál sem hann hafi fundið
sig í.
JAÐARÍÞRÓTTIR | Björn Ragnarsson hefur alltaf haft áhuga á að fljúga
Flýgur um
með mótor
á bakinu
Þegar á loft er komið situr Björn eins og í sæti og hefur því gott útsýni yfir jörðina.
Björn Ragnarsson kominn með paramótorinn á bakið.
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 2006 17
DAGLEGT LÍF Í JÚLÍ
lækkar kólesteról
Rannsóknir sýna að dagleg
neysla Benecols stuðlar að
lækkun kólesteróls um allt
að 15%.
Inniheldur
plöntustanólester sem
FYRSTU merki vitglapa kann í
framtíðinni að vera hægt að mæla
með einföldu augnprófi, ekki ólíku
því sem notað er til að mæla blóð-
þrýsting og sykursýki, að því er
greint var frá í netmiðli BBC um
helgina.
Prófunin, sem teymi vísinda-
manna undir stjórn dr. Lee Gold-
stein við Brigham og kvenna-
sjúkrahúsið í Boston vinnur að,
felur í sér að leysigeisli er notaður
til að rannsaka augnlinsuna og
kanna hvort þar sé að finna leifar
próteins sem finnst í heila Alz-
heimer-sjúklinga. Rannsóknir á
músum lofa góðu og telja vís-
indamennirnir að tæknina verði í
framtíðinni hægt að nota til að
greina sjúkdóminn á fyrstu stig-
um, sem og til að fylgjast með
þróun hans og mæla þannig
hvernig sjúklingarnir bregðist við
meðferðarúrræðum.
LÆKNAVÍSINDI
Alzheimer-
greining með
augnprófi
Fréttir á SMS