Morgunblaðið - 24.07.2006, Page 19

Morgunblaðið - 24.07.2006, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 2006 19 UMRÆÐAN Fasteignafélagið Kirkjuhvoll Upplýsingar gefur Karl í síma 892 0160 karl@kirkjuhvoll.com VANTAR ÞIG ATVINNUHÚSNÆÐI? Til leigu og afhendingar nú þegar 2.000 fm nýtt, glæsilegt skrifstofuhúsnæði á einum besta stað við Borgartún. Fallegt útsýni til sjávar. 1.400 fm skrifstofubygging á þremur hæðum á horni Fellsmúla og Grensásvegar. Sterkt auglýsingalegt gildi. Lyfta. 33 bílastæði. 4.000 fm verslunar-, þjónustu-, iðnaðar- eða lagerhúsnæði í Garðabæ. Þar af skrifstofu- og starfsmannaaðstaða um 800 fm. Leigist í heilu lagi eða hlutum. Stór malbikuð athafnalóð. UNDANFARIN ár hefur ungt listrænt fólki með frumlegar hug- myndir um verkefni tengd menningu eða listum fengið tækifæri til að starfa hjá Hinu húsinu, menningar- og upplýs- ingamiðstöð ungs fólks í Reykjavíkurborg, í sex til átta vikur yfir sumartímann að fram- kvæmd hugmynda sinna. Markmið slíkra verkefna hefur fyrst og fremst verið að styrkja ungt listafólk, efla menningarlíf borg- arinnar yfir sumartím- ann og auka fjölbreytni í sumarvinnu skóla- fólks. Þetta fyr- irkomulag er til komið að frumkvæði unga fólksins, sem allt frá árinu 1994 hefur leitað til Hins hússins til að fá aðstoð við útfærslu á hinum ýmsu hugmyndum að listrænum og menn- ingartengdum verkefnum. Til að faglega sé staðið að úthlutun þeirra stöðugilda sem eru til ráðstöf- unar er auglýst eftir hugmyndum að verkefnum og 5 manna fagnefnd fer yfir þær hugmyndir sem berast. Nefndin hefur eftirtalda þætti til við- miðunar við úthlutun starfanna: Markmið verkefnis, útfærsla verk- og framkvæmdaáætlunar, frumleiki hugmyndarinnar, samfélagsleg vídd, reynsla umsækjenda og fjárhags- legur bakgrunnur verkefnisins. Einnig er hugað að fjölbreytni í verk- efnavali og vægi á milli listgreina eða málaflokka og hugað að kynjahlut- falli umsækjenda og almennum gæð- um umsóknanna. Hóparnir hafa almennt notið hylli borgarbúa, jafnt ungra sem aldinna, og fellur starf þeirra vel að menning- arstefnu Reykjavíkurborgar en í „Leiðarljósi í menningarmálum“ seg- ir að stefnt skuli að því að Reykjavík eflist sem höfuðborg mennta og menningar í landinu svo hún verði al- þjóðleg borg með frjóu, metn- aðarfullu listalífi og fjölbreyttu mannlífi. Menningarbragur borg- arinnar á að styrkja sjálfsvirðingu og treysta samkennd allra landsmanna. Stuðningur Reykjavíkurborgar hefur verið ómetanlegur fyrir unga listafólkið sem hefur eflst og dafnað í listsköpun sinni. Starfið í sumarhóp- unum hefur oft á tíðum verið þeirra fyrsta reynsla í því að starfa sem listamenn en yfirleitt stunda þau listnám yfir vetrartímann. Reynsl- an hefur sýnt að þetta unga listafólk skilar sér síðan inn í menningar- lífið sem fullgildir lista- menn á hinum ýmsu sviðum menningar og verða virkir þátttak- endur þar. Á síðustu Edduverðlaunahátíð voru tveir af Skapandi sumarhópum Hins hússins tilnefndir, hóp- urinn Samferða fyrir myndina „Þröng sýn“, í flokknum besta stuttmynd ársins en sá hópur var Skapandi sumarhópur 2004 og starf hans hvati að tilurð mynd- arinnar. Hópurinn Afmyndað af- kvæmi hugarfóstur var tilnefndur til Hvatningaverðlaunanna á sömu há- tíð en þau voru Skapandi sum- arhópur 2005. Á Íslensku tónlist- arverðlaununum var Benni Hemm Hemm valinn Bjartasta vonin en hann var meðlimur í Tónaflokknum, Skapandi sumarhóp 2002. Of langt mál er að telja upp alla þá starfandi listamenn þjóðarinnar af yngri kyn- slóðinni innan allra listgreina sem hafa fengið tækifæri til að starfa í Skapandi sumarhóp á þessu mik- ilvæga skeiði í lífi sínu. Starf í Skapandi sumarhóp gefur ungu fólki tækifæri til að fram- kvæma hugmyndir sínar. Það gefur því tækifæri til að sýna og sanna að þau eru þátttakendur í lýðræðislegu og lifandi borgarsamfélagi þar sem rödd þeirra hefur ákveðið gildi. Sum- arhóparnir styðja og efla menningar- líf borgarinnar yfir sumartímann og gera Reykjavík að lifandi og skemmtilegum stað þar sem stefnu- mót borgaranna, ferðamannanna og ungu listamannanna verður suðu- pottur menningar og uppspretta um- ræðna. Starf hópanna veitir borg- arbúum á öllum aldri aðgang að listum, óháð efnahag og aðstæðum; listin kemur til fólksins. Fjölmargir hópar hafa í gegnum árin farið með list sína á leikskóla, öldrunarheimili og á opinber svæði í borgarlandinu. Reykjavíkurborg greiðir einungis launakostnað verkefnanna. þ.e.a.s. dagvinnulaun en aðstandendur verk- efnanna leggja yfirleitt sjálfir til aukavinnuframlag (ólaunað). Auk þess koma oft aðrir áhugasamir ein- staklingar að verkefnunum í sjálf- boðavinnu. Hóparnir fjármagna al- farið verkefnin og leita styrkja t.d hjá Ungu fólki í Evrópu, Nýsköp- unarsjóði og hjá fyrirtækjum og öðr- um stofnunum sem hafa veitt verk- efnunum brautargengi í formi aðstöðu eða annars stuðnings. Hver er hagkvæmni þess að veita Skapandi sumarhóp brautargengi? Er hægt að réttlæta það fyrir vinnu- samri þjóð að almannafé sé veitt til þess að ungt fólk fái að iðka list sína eða stunda aðra menningar- starfsemi? Mannauð er erfitt að verðleggja en þeir sem læra að virkja sköpunarkraft sinn öðlast færni og þroska hæfileika, sem eru eftirsókn- arverðir í nútíma samfélagi t.d. sam- vinnufærni, félagsþroska, frum- kvæði, gagnrýna hugsun og hugmyndaauðgi ásamt því að styrkja eigin sjálfsímynd. Þeir eru því vel undir það búnir að takast á við óráðna framtíð. Er það ekki góð fjár- festing? Og ef vel til tekst erum við þá ekki öll ríkari fyrir bragðið? Skapandi sumarstörf Hins hússins Ása Hauksdóttir skrifar um fjölbreytni í sumarvinnu skólafólks ’Of langt mál er að teljaupp alla þá starfandi listamenn þjóðarinnar af yngri kynslóðinni innan allra listgreina sem hafa fengið tækifæri til að starfa í Skapandi sum- arhóp á þessu mikilvæga skeiði í lífi sínu.‘ Ása Hauksdóttir Höfundur er deildarstjóri menningarmála Hins hússins. Á DÖGUNUM kynnti ríkisstjórn Geirs Haarde nýjar áherslur og stefnubreytingu í málefnum eldri borgara. Auka skal framlög til mála- flokksins um u.þ.b. 10 milljarða króna árlega á fjárlögum. Helstu breytingar Í fyrsta lagi verður stóraukin heima- hjúkrun og þjónusta til eldri borgara. Í annan stað verða tekjuskerðingar skornar niður um tæp 20% eða frá 45% niður í 38,5% og innan 3 ára verður 30.000 króna frítekjumark tekið upp. Er hér kveðið á um að ellilífeyrisþegar geti haft 30.000 króna tekjur án þess að elli- lífeyrir muni skerðast. Í þriðja lagi munu greiðslur almanna- trygginga hækka til muna eða í hlutfalli við almennar hækkanir á launamarkaði. Einnig verða greiðslur vasa- peninga til fólks á stofnunum hækkaðar um 25% og tekju- skerðingar vegna tekna maka verða einnig mildaðar. Hér er skynsamlega að verki staðið og ekki annað hægt en að hrósa forsætisráð- herra, Geir Haarde, og hans fólki í ríkisstjórninni fyrir kjarkmikla og myndarlega ákvörðun. Ennfremur ber að þakka ótrúlegri elju og vinnu- semi þeirra sem borið hafa um- ræðuna uppi fyrir hönd eldri borg- ara. Fyrir þeim flokki hafa farið forsvarsmenn úr félögum eldri borg- ara sem hafa af dugnaði og ósérhlífni staðið frammi fyrir umræðu, sem hefur verið flókin, eins og almanna- tryggingarkerfið er, svo ekki sé minnst á erfiðan vanda þegar kemur að vistunarúrræðum fyrir eldri borgara sem þurfa á daglegri umönnun og hjúkrunarþjónustu að halda. Vandinn hefur verið þríþættur Það er auðvelt að gagnrýna en um leið öllu flóknara að finna úrlausnir á þeim vanda sem steðjað hefur að málaflokknum. Vand- inn hefur í raun verið þríþættur. Í fyrsta lagi hafa vistunarúrræði verið ófullnægjandi en tekið er á þeim vanda með stóraukinni heima- þjónustu. Eldri borg- arar vilja öllu fremur eiga þann möguleika að vera sem lengst í heimahúsi og mun stór- aukin heimaþjónusta aðstoða eldri borgara við að búa lengur heima á sínu ævikveldi. Hér er mannvæn stefna fetuð að mínu mati. Í annan stað munu greiðslur almanna- trygginga hækka og vera meira í takt við al- menna launaþróun en áður hefur verið. Er þar vel að verki staðið. Í þriðja lagi verða tekju- skerðingar mildaðar. Hér er verkinu ekki lokið þó stigið sé skref í rétta átt. Markmið til framtíðar ættu að vera langtum drýgri, þá hugsanlega með sól- arlagsákvæði, enda munu miklar breyt- ingar eiga sér stað á næstu árum á almennum kjörum ellilífeyrisþega. Góð niðurstaða Íslendingar mega vel við una. Breytingarnar eru góðar og virðing- arverðar. Öflugt átak er framundan, átak þar sem ríki, sveitarfélög og eldri borgarar standa sameiginlega að því markmiði að gera ævikvöld hins almenna Íslendings að tilhlökk- unarefni. Okkar ríka þjóð hefur efni á því að ná slíku markmiði fram. Þakkir til þeirra sem lásu. Tímamót í málefn- um eldri borgara Gunnar Örn Örlygsson fagnar bótum á kjörum ellilífeyrisþega Gunnar Örn Örlygsson ’Hér er skyn-samlega að verki staðið og ekki annað hægt en að hrósa for- sætisráðherra, Geir Haarde, og hans fólki í rík- isstjórninni fyrir kjarkmikla og myndarlega ákvörðun. ‘ Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.