Morgunblaðið - 24.07.2006, Page 21

Morgunblaðið - 24.07.2006, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 2006 21 SKÁKFÉLAGIÐ Hrókurinn hefur undanfarin fjögur ár, í samvinnu við fjölmarga aðila úr öllum áttum, unnið ötullega að landnámi skáklistarinnar á Grænlandi. Jafnframt vinnur Hrók- urinn að auknum samskiptum grann- þjóðanna á sem flestum sviðum. Þegar Hrókurinn nam fyrst land á Grænlandi, vorið 2003, var skák að heita má óþekkt meðal Grænlendinga. Vísi að skákklúbbum mátti finna í örfá- um þorpum en enga skipulagða starf- semi. Skáksamband var ekki til á Grænlandi og þar hafði aldrei verið haldið skákmót. Hrókurinn efndi til mjög veglegrar skákhátíðar í Qaqortoq, höfuðstað Suð- ur-Grænlands, sumarið 2003. Um 70 manna sendinefnd kom frá Íslandi, skipuð stórmeisturum frá mörgum löndum, íslenskum áhugamönnum, skólafólki, fulltrúum fyrirtækja og fjöl- miðla, auk einstaklinga úr öllum áttum. Hátíðin í Qaqortoq 2003 heppnaðist stórvel. Haldin voru námskeið í aðdrag- anda mótsins, nokkur smærri þorp heimsótt, og fjöldi Grænlendinga tók þátt í mótinu. Enski stórmeistarinn Luke McShane fór með glæsilegan sig- ur af hólmi og ritaði þannig nafn sitt í sögubækur, sem sigurvegari á fyrsta skákmótinu í sögu Grænlands. Af öðr- um keppendum má nefna þingforseta Íslands og Grænlands, Halldór Blöndal og Jonatan Motzfeldt, Friðrik Ólafsson stórmeistara, Guðfríði Lilju Grét- arsdóttur, forseta Skáksambands Ís- lands. Í stórmeistaraliði Hróksins voru að auki Ivan Sokolov, Predrag Nikolic, Tomas Oral, Regína Pokorna og Nick de Firmian. Í mótslok var, að frumkvæði Hróks- ins, stofnað Skáksamband Grænlands og var Steffen Lynge kjörinn fyrsti for- seti sambandsins. Hrókurinn og Edda útgáfa færðu hinu nýja skáksambandi mjög veglega gjöf af þessu tilefni, m.a. þau 25 eðalskáksett sem notuð voru á mótinu, skákklukkur og nokkur hundr- uð taflsett til gjafa í skólum og til nýrra skákfélaga. Hátíðin 2003 var haldin með mynd- arlegum stuðningi Flugfélags Íslands, ríkisstjórnar Íslands, Eddu útgáfu, prentsmiðjunnar Odda og fleiri aðila. Framkvæmdastjóri og þúsundþjala- smiður hátíðarinnar var Benedikta Thorsteinsson, fv. ráðherra á Græn- landi, sem manna mest hefur unnið að auknum samskiptum Grænlands og Ís- lands á liðnum árum. Austur-Grænlendingar: Næstu nágrannar Íslendinga Árangurinn af landnámsferðunum til Suður-Grænlands 2003 lofaði vissulega góðu og því var ákveðið að halda áfram. Árið 2004 lá leiðin til Austur-Græn- lands, en þar búa næstu nágrannar Ís- lendinga. Efnt var til veglegrar hátíðar í Tasiil- aq, stærsta bæ Austur-Grænlands. Í föruneyti Hróksins voru sem fyrr fulltrúar úr öllum áttum: Listamenn, fréttamenn, stjórnmálamenn og skóla- fólk, auk skákmeistara og umsjón- armanna. Börn úr Hróknum reyndust frábærir sendiherrar og löðuðu græn- lenska jafnaldra að skákborðinu. Tugir Grænlendinga tóku þátt í mótinu, II. Alþjóðlega Grænlandsmótinu 2004. Sig- urvegari varð Jóhann Hjartarson stór- meistari. Ferðin til Grænlands 2004 var sann- kallað ævintýri og ákveðið var að ein- beita kröftunum á næstu árum að starfi á Austur-Grænlandi. Það er rökrétt ákvörðun, ekki bara vegna þess að Austur-Grænlendingar eru okkar næstu grannar heldur vegna þess að þar um slóðir er félagslegt ástand einna verst á Grænlandi. Á síðustu tveimur árum hefur starfið orðið sífellt markvissara og fleiri og fleiri leggja hönd á plóg. Árið 2005 var III. Alþjóðlega Grænlandsmótið haldið í Tasiilaq og lauk með yfirburðasigri Ró- berts Harðarsonar skákmeistara. Skák- skóli Hróksins, undir stjórn Henriks Danielsen stórmeistara, laðaði til sín tugi barna og í hátíðarlok var stofnað Skákfélag Tasiilaq. Tugir barna og full- orðinna tóku þátt í stofnun félagsins, sem síðan hefur starfað af krafti. Auk alþjóðlega skákmótsins var efnt til margra viðburða, allt frá listsýningum til knatt- spyrnuleikja. Þá voru smá- þorp í nágrenni Tasiilaq heimsótt og fræjum skák- listarinnar sáð. Auk Hróksins tóku Kalak – vinafélag Íslands og Grænlands, Barnaheill á Ís- landi og Rauði krossinn þátt í skipulagningu og fram- kvæmd mótsins. Sem fyrr voru íslensk börn í fram- varðasveit hátíðarinnar og stóðu sig frábærlega. 560 grænlensk börn fá taflsett að gjöf Segja má að útbreiðslu- starfið á Grænlandi hafi náð nýjum hæðum í desember 2005, þegar sex manna sveit fór í vikuleiðangur um fimm þorp á Austur-Grænlandi. Megintilgangur ferðarinnar var að færa öllum grunn- skólabörnum, 8 til 12 ára, taflsett að gjöf. Alls fengu 560 börn kærkomna gjöf, mörg hundruð hlutu tilsögn í skáklistinni og á annað hundrað börn tóku þátt í meistaramóti grunnskólans í Tasiilaq. Það er fjölmennasta mót sem Hrókurinn hefur efnt til á Grænlandi og sýnir vel áhuga barnanna og hve auð- velt það er, með réttum aðferðum, að kynna og útbreiða skáklistina. Sem fyrr áttu Kalak, Barnaheill og Rauði krossinn aðild að verkefninu og leiðangursstjóri í hinni vel heppnuðu desemberferð var Stefán Þór Herberts- son, formaður Kalak. Flugfélag Íslands stóð sem fyrr sem klettur með Hróks- mönnum, en fjölmörg fyrirtæki, félög og einstaklingar lögðu sitt af mörkum. Þar má nefna Bónus, Lionshreyfinguna, Glitni, Íslenskt grænmeti, Pennann o.fl. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, kvaddi leiðangursmenn á Reykjarvíkurflugvelli og þv. forsætis- ráðherra, Halldór Ásgrímsson, tók á móti þeim viku síðar. Í mars 2006 héldu þeir Stefán Þór Herbertsson og Róbert Harðarson í 10 daga ferð um Austur-Grænland og efndu til námskeiða og skákmóta í fimm þorpum. Þeir félagar ferðuðust með bátum, vélsleðum, þyrlum og hunda- sleðum til að komast milli þorpa, og má segja að vart sé til sá farkostur sem ekki hefur verið nýttur í þágu skákgyðj- unnar. IV. alþjóðlega Grænlandsmótið – IV. FÍ mótið 2006 Framundan er IV. Alþjóðlega Græn- landsmótið í Tasiilaq, 31. júlí til 7. ágúst og þriðja hátíðin í Tasiilaq. Fimm þorp verða heimsótt og verður Sigurður Pét- ursson, sem hefur viðurnefnið Ísmað- urinn, verið fenginn til að annast flutn- ing leiðangursmanna á báti sínum. Sigurður hefur á liðnum árum verið ómissandi hjálparhella Hróksmanna á Austur-Grænlandi, en hann býr í smá- þorpinu Kuummiit og er löggiltur veiði- maður á grænlenska vísu. Hátíðin í Tasiilaq 2006 markar viss þáttaskil í starfi Hróksins á Grænlandi. Þetta er þriðja árið sem leiðin liggur til Austur-Grænlands og árangurinn af starfinu er byrjaður að koma í ljós. Hundruð barna hafa fengið tilsögn í skáklistinni og taflsett að gjöf, auk þess sem búið er að virkja fjölmarga hinna fullorðnu – skólafólk, sveitarstjórnarmenn og fleiri. Efnilegir skákmenn eru komnir fram á sjónarsviðið meðal ungu kynslóð- arinnar á Grænlandi, auk þess sem heil kyn- slóð hefur fengið að kynnast töfraheimi skáklistarinnar. Hundruð Íslendinga úr öllum áttum og á öllum aldri, auk skákmeist- ara frá mörgum lönd- um, hafa kynnst undraveröld Græn- lands og bundist órjúf- andi vináttuböndum við land og þjóð. Ísland og Græn- land: vinir í norðri Fjölmörg rök hníga að auknum sam- skiptum Íslendinga og Grænlendinga. Engin þjóð stendur okkur nær, í bókstaflegum skilningi, en samt höf- um við sýnt nágrönn- um okkur furðulegt tómlæti. Hagsmunir þjóðanna fara saman í ótal málum, en hingað til hefur einkum verið unnið að samvinnu á pólitískum forsendum. Hrókurinn er þeirrar skoð- unar að efla beri samskipti á öllum svið- um – allt frá menningu til viðskipta – en með sérstakri áherslu á ungu kynslóð- ina í löndunum tveimur. Þannig er best lagður varanlegur grundvöllur að sam- vinnu, skilningi og vináttu þjóðanna. Saga landanna í norðri er um margt samofin, allt frá því að Íslendingar urðu fyrstir manna til að nema land á Græn- landi kringum árið 1000. Það er skemmtileg staðreynd að í hinum fjöl- mörgu norrænu bæjarrústum á Græn- landi hafa víða fundist fornir taflmenn, svo segja má að Hrókurinn sé að taka upp þráðinn eftir 500 ára hlé á tafl- mennsku á Grænlandi. Við erum ein fjölskylda Með starfinu á Grænlandi er Hrók- urinn að vinna eftir einkunnarorðum fé- lagsins og FIDE, alþjóðaskák- sambandsins: Við erum ein fjölskylda. Skáklistin er alþjóðlegt tungumál sem allir geta tileinkað sér, burtséð frá aldri eða kyni, þjóðerni eða þroskastigi. Rannsóknir sýna að skákkunnátta hef- ur mjög jákvæð áhrif á námsárangur barna og er til þess fallin að efla með þeim einbeitingu og sköpunargáfu – auk þess að vera skemmtileg. Skákin er því vel til þess fallin að byggja brú milli nágrannaþjóðanna, enda hafa Græn- lendingar tekið skákinni tveim höndum. Það er þeim mun ánægjulegra að geta látið gott af sér leiða á Grænlandi, að þar er ástand um margt slæmt, eink- um í málefnum ungmenna. Nágrannar okkar glíma við félagsleg vandamál af stærðargráðu sem er okkur Íslend- ingum framandi. Það er beinlínis skylda okkar, sem nágranna og ábyrgrar þjóð- ar, að rétta hjálparhönd og leggja okk- ar af mörkum til að bæta mannlífið og stuðla þannig að bjartari framtíð á Grænlandi. Skákgyðjan nemur land á Grænlandi Eftir Hrafn Jökulsson ’Rannsóknir sýnaað skákkunnátta hefur mjög jákvæð áhrif á náms- árangur barna og er til þess fallin að efla með þeim ein- beitingu og sköp- unargáfu – auk þess að vera skemmtileg.‘ Hrafn Jökulsson Höfundur er liðsmaður Hróksins og áhugamaður um aukin samskipti Græn- lendinga og Íslendinga. Morgunblaðið/Ómar Henrik Danielsen skólastjóri skákskólans kenndi börnum í Tasiilaq skáklistina. amót, EFSA-mót. Slík mót fá sem flestar tegundir af i sem flest kíló,“ bætti hann i enn inn vænum þorski. ð flestar tegundir í gær, u, ufsa, keilu, karfa og stein- ar munaði um keiluna. Í g kola, en klikkaði á rauð- marhnútnum, eins og þú kki hvort átta tegundir þurft að ná löngu eða skötu- gi og skar niður síld í beitu ð tegundametið væri í Vest- 11 tegundir. sjá til þín, Þiðrik, notarðu eða sporðana í beitu?“ spurði honum varð litið yfir til félaga að er nammidagur í dag, ækninn,“ var svarað um hæl. mig, Magga mín! ur út á að veiða flest kíló, star tegundir, þyngstu fiska í en síðan er sveitakeppni með klingum karla og kvenna, þar a bestu ræður úrslitum. færa mig út í kantinn,“ kall- num fannst þetta vera orðið gt hjá veiðimönnunum og á Augabrúnina. Bleyða á rots og Ólsarabrots en Örvar ringu á nafngiftinni. Hann er palinn fyrir vestan og hefur fsvík nægilega lengi til að n í sjó eða á landi upp á sína og innfæddur. kýringu á skemmtilegri nafn- irði,“ sagði Þiðrik. „Hér á ár- til nafnið Möggubleyða í höf- handfærakarli sem fiskaði m blett eða skulum við segja í unni hans. Annað sem var nn var, að talstöðv- við Sigló var þarna einna best. Hann notaði því tækifærið að fá sím- tal heim við konuna sína, hana Möggu. Oft voru þau ósammála og þá heyrðist yfir í næstu báta, oft og iðulega: „Magga, mín. Hlustaðu nú á mig, Magga, mín!“ Félagarnir sögðu brandara og nörtuðu í nestið sem mótstjórinn, hann Sigurður Arnfjörð, bjó mannskapinn út með og senn voru færin komin í sjóinn aftur með let- ingjum eða Júdasi, hvað sem menn vilja kalla það þegar veiðimaður setur krók á enda niður fyrir sökkuna. Hér var engu minna tilstand í veiðiskapnum en í laxveiði- ánum. Skammt austan við okkur var bát- urinn með Hollendingana en vestan við okkur kom bátur á fleygiferð og reyndist það Friðrik Bergmann SF með toppfisk- arana í mótinu frá fyrsta degi, þá Jón Sæv- ar Sigurðsson og Þorstein Jóhannesson, báðir félagar í Sjósigl. Þá voru með þeim Kristín Þorgeirsdóttir, Sjósigl, næstefsta konan og Guðni Gíslason, Sjósnæ, ritstjóri úr Hafnarfirði, sem náð hafði stærsta skötuselnum. Selt á markaði Klukkan var komin fram yfir hádegi en klukkan tvö skyldu menn draga inn og hætta keppni. Áður áttu bátarnir að vera komnir inn fyrir hafnargarð fyrir klukkan tvö en því var svo breytt þar sem gang- hraði báta var misjafn og skapaði óréttláta mismunun á milli veiðimanna. Stefnan var tekin í land þar sem flókin vigtarvinna og skráning beið mótshaldara. Fiskurinn sem veiddur er í dagakerfinu gamla er síðan seldur hjá fiskmarkaði stað- arins og nýtist ágóðinn fyrir mótshaldið því reynt er að halda þátttökugjöldum í lág- marki á keppendurna sjálfa. Lokahóf og verðlaunaafhending beið svo hópsins inn í Grundarfirði um kvöldið með tilheyrandi húllumhæi því á Snæfellsnesi skipta þeir mótinu niður á staðina eftir bestu getu. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson móts en þeir unnu allir til verðlauna. F.v. eru það Ari, sem fékk stærsta a kolann, Þiðrik, sem var í sigursveitinni, og loks Örvar skipstjóri. gan stal num ætin en mátti varla vera að því að líta upp er ljósmyndari sigldi hjá. Til á Kristín Þorgeirsdóttir, sem varð önnur í kvennakeppninni, þá Jón hannesson, sem varð annar. Sigfríð Ósk Valdimarsdóttir, sem landaði gri er Helgi búinn að fá stærsta kolann, ánægður með árangurinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.