Morgunblaðið - 24.07.2006, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 2006 23
UMRÆÐAN
-o
rð
sku
lu
stan
d
a!
569 7200
www.isprent.is
Gæðin
komin
á prent
Á MIÐJUM níunda áratugnum
átti ég leið til Filippseyja. Á hót-
elherbergi mínu kveikti ég gjarnan
á sjónvarpinu og horfði af sérstakri
forvitni á þarlendar sápuóperur,
vegna þess hve enskuskotið málið
var. Innan um óskiljanlegan orða-
flaum komu stök orð og stundum
heilar setningar á ensku – og oft
var skondið að heyra hverju var
slett og sagði það ýmislegt um
þjóðarkarakterinn og þá ekki síður
um bandarísk áhrif á íbúana. En
það sem mér þótti framandi fyrir
tuttugu árum ætti ekki að vera það
lengur. Íslendingar eru farnir að
blanda ensku inn í mál sitt í mun
ríkari mæli en áður gerðist. Áður
fyrr voru öll blótsyrði tengd
trúnni, þ.e.a.s. helvíti og húsbónda
þess, en nú er bölvað upp á ensku
og ýmist vísað til úrgangsefna
mannsins eða kynlífs. Þessa nýung
er erfitt að þýða á það ylhýra og
því er enskan notuð hrá. Nöfn fyr-
irtækja eru hætt að vera íslensk,
sömuleiðis bíómyndir og sjónvarps-
þættir. Af hverju kallast Ædol og
Baddselor þessum ónefnum – í
landi þar sem nýyrðasmíð er vin-
sæl iðja, raunar svolítil listgrein
sem fjölmargir stunda? Hingað til
hefur beygingakerfi íslenskunnar
hindrað aðgang erlendra orða að
henni og neytt menn til að finna
upp nýyrði við hæfi, en nú er jafn-
vel sú vörn að bresta. Almennt
stefnir ástandið í álíka faraldur og
dönskusletturnar voru fyrir tveim-
ur öldum. Komin þörf á að hóa
Fjölnismönnum saman á ný!
Áhrifavaldinn má einkum finna í
kvikmyndum og sjónvarpsefni. Það
heyrir til undantekninga ef kvik-
myndir frá öðrum löndum en
Bandaríkjunum eru teknar til al-
mennra sýninga í kvikmynda-
húsum hér, og mikill meirihluti
sjónvarpsefnis kemur úr sömu átt.
Það eru einmitt sjónvarpsstöðv-
arnar sem hafa verið virkastar í
þessari óumbeðnu enskukennslu.
Sterkasti fjölmiðill-
inn bregður oftar
fyrir sig amerísk-
unni en öðrum
tungumálum, og þá
er íslenskan ekki
undanskilin. Það er
meira kanasjónvarp
á Íslandi nú en á
dögum sjálfs kana-
sjónvarpsins. Í
Bandaríkjunum er
kvikmyndagerð iðn-
aður, raunar stór-
iðja, og afþreying-
arefni er framleitt
þar af meiri fagmennsku en annars
staðar. Sölutölur ráða öllu. Efnið
er gott ef áhorfið er mikið. Frum-
leiki er ekkert keppikefli. Metn-
aðurinn liggur allur í vinsældunum.
Kerfið í heild er magnað og hefur
náð heimsyfirráðum. Innan um
finnast svo óumdeilanleg listaverk,
kvikmyndir sem eru með þeim
merkustu í heiminum. Þar með er
ekki sagt að ekki eigi að sýna neitt
annað Þeir sem dreifa bíómyndum
hér sýna evrópskri kvikmyndagerð
meira áhugaleysi en hægt er að
meðtaka. Ég trúi því einfaldlega
ekki að áhorfendur fáist ekki til að
sjá eina og eina franska, spænska
eða þýska mynd, að ég tali nú ekki
um gæðamyndir frá Norðurlönd-
unum. Bíógestir flykkjast að þegar
haldnar eru hér kvikmyndahátíðir.
Lifir sá áhugi bara í hálfan mánuð
í senn? Vel má vera að ágóðinn af
slíkum sýningum sé minni en af
hasarmynd með Tom Cruise. En
kvikmyndadreifing er menningar-
starf og því fylgja ákveðnar skyld-
ur við neytendurna. Það á ekki að
þurfa að lögfesta þær skyldur í
formi kvótakerfis. En
kannski þess fari að
þurfa hér? Menning-
arkvóta ber oftar á
góma þegar rætt er um
sjónvarp. Um alla Evr-
ópu fá sjónvarpsstöðvar
leyfi til útsendinga að
uppfylltum ákveðnum
skilyrðum. Þau skilyrði
geta varðað framleiðslu
á innlendu efni, bæði
magn og gæði. Þá næg-
ir ekki að telja saman
innlenda dagskrá í mín-
útum, heldur þarf
ákveðinn hluti hennar að vera
vandað leikið efni eða heimild-
armyndir sem mikið er lagt í.
Stundum eru einfaldlega sett mörk
á það ameríska efni sem stöðv-
unum leyfist að senda út. – Reynd-
ar er viljinn til þess greinilega fyr-
ir hendi hjá löggjafa vorum. Í
útvarpslögum segir: „Sjónvarps-
stöðvar skulu kosta kapps um að
meiri hluta útsendingartíma sé
varið í íslenskt dagskrárefni og
annað dagskrárefni frá Evrópu.“
Sjónvarpsrásir eru gæði sem meta
má til fjár. Hérlendis hefur gilt sú
regla um auðlindir að þær eru
gefnar þeim sem fyrstir nýta þær.
Í sjávarútvegi hefur þetta fyr-
irkomulag sætt nokkurri gagnrýni,
og nú er rétt að endurskoða það
hvað varðar öldur ljósvakans. Víða
í Evrópu er innheimt hátt leyf-
isgjald af þeim sjónvarpsstöðvum
sem fá að nota rásirnar. Hér í fá-
menninu ættum við þó að fara aðra
leið. Í stað auðlindagjalds ættum
við að gera þá kröfu á hendur sjón-
varpsstöðvunum að þær sinni inn-
lendri dagskrá svo sómi sé að.
Fyrirtæki sem fá útsendingarleyfi
frá Útvarpsréttarnefnd eignast
ekki rásirnar. Leyfin eru veitt til
ákveðins tíma, 5 ára fyrir hljóðvarp
og 7 ára fyrir sjónvarp. Það þarf
ekki miklu að breyta í Útvarps-
lögum til að koma á skilyrðum um
innlenda dagskrá. E.t.v. nægir lítil
reglugerð. Hugmyndin er einföld:
Til að fá að sjónvarpa á Íslandi
þarf að sýna innlent efni að ein-
hverju marki og kosta til þess
ákveðnum fjármunum.
Umræðan um fjölmiðlalög hefur
einkum verið um eignarhald á fjöl-
miðlum. Er ekki kominn tími til að
víkka þessa umræðu aðeins og
skoða innihaldið um stund, velta
því fyrir sér hvort sjónvarps-
stöðvar geti stuðlað að bættri ís-
lenskri menningu í stað þess að
vera helsti skaðvaldur íslenskrar
tungu?
Enskan í íslenskunni
Ágúst Guðmundsson fjallar
um dagskrárgerð, íslenska
menningu og málvernd ’Er ekki kominn tími tilað víkka þessa umræðu
aðeins og skoða
innihaldið um stund...‘
Ágúst Guðmundsson
Höfundur er forseti Bandalags
íslenskra listamanna.
FJÓRIR ráðlitlir ráðherrar
komu saman í lok júní til að finna
út hvað þeir gætu gert
til að draga úr efna-
hagsþenslunni sem
ríkisstjórnin sjálf er
þó ábyrg fyrir með
mistökum á mistök of-
an. Þegar allt virtist
komið í óefni, við-
skiptahallinn stefndi í
heimsmet, krónan orð-
in eins og korktappi í
iðusvelg sem skoppar
upp og niður, og verð-
bólgan komin á hættu-
stig, þá loks fundu
ráðherrarnir fjórir
þjóðráð til að bjarga efnahagsmál-
unum.
Íslandsmet hjá
ríkisstjórninni
Þjóðráðið fólst í að skera niður
framkvæmdir í vegamálum á
landsbyggðinni. Allar fyrirhugaðar
framkvæmdir sem ekki voru
komnar í útboð voru frystar, eða
skornar niður úr samþykktum
tímaáætlunum. Efnahagsvanda
þjóðarinnar var þar með borgið að
þeirra áliti. Sérstakur blaðamanna-
fundur var boðaður til að kunn-
gera hinar miklu efnahagsaðgerðir
sem áttu öllu að bjarga. Galdra-
lausnin var fundin. En hverjar
voru þessar framkvæmdir? Það
reyndist óljóst í meira lagi.
Þegar Geir H. Haarde forsætis-
ráðherra var spurður um þær í
fjölmiðlum kom í ljós að sjálfur
forsætisráðherrann þekkti þær
ekki: „Við erum ekki með sér-
stakan lista yfir þær en þetta er
almenn aðgerð að því leyti til að
allt sem ekki hefur verið boðið út
lendir í frestun.“ Fumið og fálmið í
viðbrögðum ríkisstjórnarinnar er
slíkt að sjálfur forsætisráðherrann
gat ekki upplýst, hvaða veg-
arspottar ættu að bjarga hags-
tjórninni. Í fréttum kom líka fram,
að ríkisstjórnin vissi ekki heldur
hversu háum upphæðum nið-
urskurður í vegamálum átti að
nema. Það hlýtur að vera Íslands-
met þegar ríkisstjórn tilkynnir
efnahagsaðgerðir án
þess að vita sjálf í
hverju þær felast eða
hvað þær kosta.
Ráðist gegn
landsbyggðinni
Fulltrúar Samfylk-
ingarinnar kröfðust
því fundar í sam-
göngunefnd Alþingis
til að fá upplýsingar
frá Vegagerðinni um
hve mikill, og hvar,
niðurskurður á vega-
framkvæmdum yrði.
Þær upplýsingar reyndust fróðleg-
ar fyrir íbúa þeirra kjördæma sem
liggja fjærst höfuðborginni. Vega-
gerðin upplýsti að heildar nið-
urskurður á þessu ári til vega-
framkvæmda ætti að vera samtals
1.300 milljónir króna. Þar af átti
að skera niður vegi um sitt hvorar
100 milljónirnar í Suður- og Suð-
vesturkjördæminu. Afganginn –
1,1 milljarður – á að skera samtals
í Norðvestur- og Norðaust-
urkjördæmunum. Þetta eru kaldar
kveðjur til Vestlendinga, Vestfirð-
inga, Norðlendinga og Austfirð-
inga.
Framkvæmdirnar sem rík-
isstjórnin kaus að ráðast gegn í
norðurkjördæmunum tveimur eru
allt brýnar framkvæmdir sem ekki
þola bið. Einu gildir hvort horft er
til nýrra vega, sem stjórnvöld hafa
löngu lofað að byggja í staðinn fyr-
ir 60 ára gamla niðurgrafna vegi
sem lokast í fyrstu snjóum, eða
löngu tímabærar vegaframkvæmda
sem munu stytta vegalengdina
milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um
40 km. Menn, sem ekki þora að
ráðast á gegndarlausa útþenslu á
rekstri ríkisins eftir áratugastjórn-
un Sjálfstæðisflokksins á ríkisfjár-
málum, sjá þá galdralausn eina, að
skera niður vegarspotta á lands-
byggðinni. Þannig á að kveða nið-
ur verðbólgudrauginn sem þeir
mögnuðu sjálfir upp. Hvílík enda-
leysa!
Rigningin í Reykjavík
Niðurskurðurinn á landsbyggð-
inni átti að sögn ráðherranna að
minnka þenslu, og fjötra verðbólg-
una sem nú fer eins og eldur um
hagkerfi heimilanna. En hver var
dómur Seðlabankans? Hann gaf
aðgerðum ríkisstjórnarinnar fall-
einkunn og greip til harkalegrar
vaxtahækkunar í kjölfarið. Krónan
hélt áfram að falla, enda hefur að-
gerðin engu skilað að mati inn-
lendra og erlenda greining-
ardeilda. Þessi ónýta
efnahagsaðgerð hafði því þau áhrif
ein að gera landsbyggðinni enn
erfiðara en áður að þrauka af sér
hagstjórnarmistök ríkisstjórn-
arinnar
Í fréttum kom fram að óvenju
mikið hefði rignt í Reykjavík, eða
allt að 25 daga í júní. Votviðrið
leiddi til þess að sumarútsölur
byrjuðu fyrr en ella. Júlímæling
Hagstofunnar leiddi í ljós að sum-
arútsölurnar lækkuðu verð á fötum
og skóm um 9,6%, og lækkuðu
samtals vísitölu verðlags um
0,46%. Samkvæmt júlímælingu
Hagstofunnar hafði rigningin í
Reykjavík meiri áhrif – og mun já-
kvæðari – á þróun verðlags en að-
gerðir ríkisstjórnarinnar sjálfrar.
Það segir sína sögu um gagnsemi
aðgerðanna.
Lækkun bensíngjalds
Það er svo athyglisvert að á
sama tíma hækkaði verð á bensíni
og olíu um 3,5%, sem leiddi til
hækkunar vísitölunnar um 0,24%.
Fjármálaráðuneytið áætlar að
vegna hækkunar á olíuverði í
heiminum muni tekjur ríkissjóðs
stóraukast, t.d. hefur komið fram
að ríkissjóður er að fá um 1500
mkr. meira í kassann en áætlað
var í fjárlögum þessa árs – bara af
dísilolíugjaldinu einu.
Er það sanngjarnt gagnvart
neytendum, að hækkun á heims-
markaði langt umfram spár verði
til þess að skattar og gjöld á
neysluvöru eins og olíu og bensín
leiði til mikillar tekjuaukningar
ríkissjóðs?
Ríkisstjórnin hefur sjálf sagt, að
þjóðin sé ekki stödd á verðbólgu-
skeiði, heldur sé verðbólguskot að
ganga yfir. Um það má að vísu
deila. Hitt er ljóst, að sé eingöngu
um skot að ræða, þá hefði verið
fyllilega verjanlegt að lækka álög-
ur ríkissjóðs á bensín og olíur
tímabundið, eða sem nemur auka-
gróða ríkisstjórnarinnar af hækk-
uninni. Þannig hefði mátt draga úr
áhrifum verðbólguskotsins. Þetta
lögðu þingmenn Samfylking-
arinnar til fyrir þingfrestun í vor.
Við því skellti ríkisstjórnin skolla-
eyrum – enda fylgir hún kreddu
frjálshyggjunnar um aðgerðarleysi
í efnahagsmálum. Henni hefði ver-
ið nær að fylgja tillögu Samfylk-
ingarinnar um að lækka skatta
sína af bensíni og olíu tímabundið,
fremur en skera niður vegarspotta
á landsbyggðinni. Það er einfald-
lega löngu úrelt, og áhrifalítil að-
gerð í stríðinu gegn verðbólgu.
Það gera þeir einir, sem lítið
geta, ekkert skilja – og engu þora.
Kaldar kveðjur til landsbyggðarinnar
Kristján L. Möller andmælir
niðurskurði framkvæmda í
vegamálum á landsbyggðinni ’Menn, sem ekki þoraað ráðast á gegndarlausa
útþenslu á rekstri ríkisins
eftir áratugastjórnun
Sjálfstæðisflokksins á
ríkisfjármálum, sjá þá
galdralausn eina, að
skera niður vegarspotta
á landsbyggðinni. ‘
Kristján L. Möller
Höfundur er þingmaður
Samfylkingar í Norðausturkjördæmi.