Morgunblaðið - 24.07.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.07.2006, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIKIÐ fár virðist í uppsiglingu vegna almenningssamgangna á höf- uðborgarsvæðinu og er bara vel. En illu heilli er bunugangurinn frekar pólitísks eðlis en að um raddir þol- enda að ræða, kannski skiljanlegt í ljósi þess að viðkomandi fá yfirleitt einungis kurr og útúrsnúninga frá yfirstjórn strætisvagnanna. En al- menningssamgöngur eiga ekki að vera bitbein stjórnmálaflokka, um að ræða mikilvæga og sjálfsagða þverpólitíska grunnþjónustu við borgarbúa og metnaðurinn mesti að gera hér vel. Þá telst það afspyrnu misvísandi og illyrmisleg skilgrein- ing að hér sé helst verið að þjóna markhópi til hliðar; börnum, gam- almennum og fötluðum. Sé ekki ann- að en að allar kynslóðir nýti sér þessa þjónustu hér, hvað þá erlend- is, og ef einhver innstæða er til í þessum framslætti ætti að vera leik- ur einn fyrir stjórnendur að finna ástæðuna, væntanlega speglar á höf- uðstöðvunum. Fyrir allnokkrum árum skrifaði ég langa grein um almannavagna- kerfið í ljósi reynslu minnar af slík- um víða um heim, auk þess að hafa frá barnæsku verið farþegi hér heima og faðir minn í tvígang for- maður stjórnar Strætisvagna einu árin sem vel gekk og hagnaður reyndist af starfseminni. Viðbrögðin einungis máttlaust muldur frá að mig minnir þáverandi skrif- stofustjóra fyrirtækisins. Allsherj- arbreytingin nú síðast mun hafa ver- ið framkvæmd þrátt fyrir aðvaranir erlendra sérfæðinga og árangurinn blasir við líkt og Hringbrautaræv- intýrið, hvorutveggja jaðrar við refsiverðan glæp. Munurinn er að hið fyrra er óafmáanlegt en hins vegar má margt gera til að bæta al- menningssamgöngur og hér fjár- streymi ekki endilega aðalatriðið, þekking og útsjónarsemi kemur einnig til. Fáir skildu hugarþelið þegar ferð- ir um Hamrahlíðina voru slegnar af og mikið vel að menn sáu um síðir að sér, Blindraheimili og fjölmennur skóli beggja handa vegar. Aftur á móti hefur það ekki verið leiðrétt að vagninn á Laugarásinn fer ekki lengur framhjá Esju hóteli, Ás- mundarsafni og Apótekinu á Gull- teigi. Hins vegar ótrúlegur krókur tekinn á leiðinni frá Hlemmi í miðbæinn og ekki mögulegt að taka vagninn beina leið þangað frá Lækj- artorgi. Mín reynsla að mikill straumur útlendra tók vagninn úr miðbæ að Esju hótelinu, sem og það- an í bæinn. Minni á Laugardalshöll, íþróttavöllinn, Húsdýragarðinn og ekki síst alla íbúana á Teigunum, en framhjá þessu öllu er skotist! Lang- sótt að búast við hagnaðarvon og sparnaði þegar þannig er staðið að málum. Í meir en aldarfjórðung hef ég haft vinnustað í Laugarásnum og til að komast þangað og þaðan hef ég yfirleitt skipt um vagn á Hlemmi en stundum Kringlunni. Komi ég að Hlemmi er yfirleitt borðleggjandi að vagninn í Hlíðarnar er nýfarinn (!) nú síðast sá ég eftir honum galtóm- um, var nokkrum sekúndum of seinn að ná athygli ökumanns. Og í ljósi þess að ökumennirnir hafa vagninn úr Laugarásnum í beinu sjónmáli þegar hann kemur og oft ekki nema um fáar sekúndur að ræða er mér mikil spurn af hverju þeir doka aldrei við og athugi hvort ekki séu farþegar í hina áttina. Tímaáætlunin kannski mikilvægari þjónustu við farþega! Um síðustu áramót dvaldi ég fjórar vikur í Vina del Mar, sem er í nágrenni Valp- arasio í Chile. Íbúafjöldinn þar meiri en allir Íslendingar en almanna- vagnarnir hálfu minni en hér í borg, aðeins minni en leið 18. Þeir hins vegar á eilífum þeytingi um víðan völl og giska auðvelt að komast á milli þegar við menn hafa lært á kerfið en það tekur ókunnuga nokkra stund. Þá vek ég athygli á því hve mikil seinkun það getur verið að vagn- stjórar skipta ekki peningum, sem kemur illa við útlendinga sem þekkja ekki þetta skrítna kerfi, sömuleiðis innlenda sem eru á hrað- ferð og missa þar af leiðandi af næsta vagni áfram. Þeir eru þannig margir fing- urbrjótarnir sem laga þarf hins veg- ar er vafalítið eitt og annað til bóta í nýja kerfinu sem ber að þakka. BRAGI ÁSGEIRSSON listmálari. Orð um almennings- samgöngur Frá Braga Ásgeirssyni: BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is KOMDU sæll Einar. Hinn 11. júní sl. kom í Morg- unblaðinu opið bréf til þín frá und- irrituðum um hver staða okkar Skagfirðinga væri í baráttumáli okkar, að friða fyrir dragnótaveið- um innan línu sem dregin væri úr Ketubjörgum í Almenningsnöf. Þar sem engin svör hafa borist frá þér þá vil ég ítreka að við Skagfirðingar viljum svör við þeim spurningum sem voru í áðurnefndu bréfi. Nú veit ég að þú sem þingmaður og ráð- herra okkar Skagfirðinga vilt vanda svör og upplýsingar um þetta mál- efni því að mikið er í húfi fyrir næstu kosningar að vori. Eins og oft hefur komið fram hafa dragnótaveiðar farið mjög illa með botngróður og hrygningarsvæði á Skagafirði. Þá hafa dragnótabátar oft á tíðum verið forhertir við veiðar á friðuðum svæðum og erum við kunnugir því hér á firðinum. Einar, þar sem að þið Friðrik J. Arngrímsson eruð að berjast við veiðar sjóræningjaskipa á Reykja- neshrygg og Friðrik hefur nefnt róttækar tillögur í aðgerðum gegn þeim, þá liggur beinast við að álíta að hann sé meðmæltur sömu að- gerðum gegn brotlegum dragnóta- bátum. Þar sem að þið Friðrik eruð báðir af skagfirskum ættum og viljið að gengið sé um íslenska fiskveiði- lögsögu með virðingu og yfirvegun þá ætti það að vera auðskilið að Skagfirðingar vilja vernda fjörðinn sinn sem mest. Ég vonast svo eftir svari fljótlega við þessum fyrirspurnum mínum. Með kveðju, RAGNAR SIGHVATS sjómaður á Sauðárkróki. Opið bréf til sjávarút- vegsráðherra Frá Ragnari Sighvats: Sagt var: Jón er heldur ekki kominn. BETRA ÞÆTTI: Jón er ekki heldur kominn. Gætum tungunnar Góðir Akureyringar. Nú er lokið við- ræðum milli sjálf- stæðis- og samfylking- armanna í bæjarstjórn Akureyrar og hafa þeir myndað að mínum dómi vænlegan meiri- hluta. Það er ekki of- sögum sagt að mér létti mikið við þær fréttir að þessir tveir flokkar væru farnir að tala saman því margt benti til þess strax að loknum kosningunum að á Akureyri tæki vinstri meirihluti við völdum. Í sveitarstjórnarmálum ber sjald- an svo mikið á milli flokka að menn geti ekki komið sér saman um leiðir og áherslur. Það er gott til þess að hugsa í upphafi kjörtímabils að Sam- fylkingarfólk setji hagsmuni bæj- arins í fyrsta sæti. Það sýndi flokk- urinn með því að slíta viðræðum við Vinstri græna og Lista fólksins og gefa þar með vísbendingu um að Samfylkingin sé verðugur samstafs- aðili okkar sjálfstæðismanna næstu fjögur árin. Hrindum verkefn- unum í framkvæmd! Nú bíða nýs meiri- hluta ótal verkefni sem unnið hefur verið að í nokkurn tíma og flest málin bíða þess eins að þeim verði hrint í fram- kvæmd. Dæmi um slík verkefni eru: Upp- bygging miðbæjarins, en á því verkefni hafa öflugir fjárfestar sýnt mikinn áhuga, skipu- lagsvinna við svæðið milli miðbæjar og Glerátorgs og umhverfi Gler- árgötu, uppbygging á Akureyr- arvelli, uppbygging frjálsíþrótta- aðstöðu á félagssvæði Þórs við Skarðshlíð og uppbygging hafn- araðstöðu fyrir skemmtiferðaskip, svo eitthvað sé nefnt. Ég er þess fullviss að þeir flokkar, sem nú sitja við og semja um samstarf næstu fjögur árin, vinna þessi verk bæði hratt og vel með hagsmuni bæj- arbúa að leiðarljósi. Annað hefði get- að orðið uppi á teningnum ef við hefðum fengið þriggja flokka meiri- hluta næstu fjögur árin. Besti búsetukosturinn … Tökum höndum saman, Akureyr- ingar, og komum til verka því sem sett er fram í aðalskipulagstillögu Akureyrar 2005–2018 og færum með því bæinn okkar ennþá nær því að teljast besti búsetukostur landsins. Ég treysti Sjálfstæðisflokknum með Kristján Þór við verkstjórn best til að stýra bæjarmálunum í farsæla höfn líkt og hann hefur gert síðustu átta árin. Verðugur samstarfsaðili Sjálfstæðisflokksins Guðmundur Jóhannsson fjallar um meirihlutamyndun á Akureyri. ’Í sveitarstjórnarmálumber sjaldan svo mikið á milli flokka að menn geti ekki komið sér saman um leiðir og áherslur.‘ Guðmundur Jóhannsson Höfundur er sjálfstæðismaður og býr á Akureyri SKÓLAKERFIÐ og þjóðfélagið er marg- brotið og því getur góð ráðgjöf til einstaklinga ráðið úrslitum um vel- ferð þeirra. Náms- og starfsráðgjöf er vaxandi grein með það hlutverk að hjálpa fólki að fóta sig í hröðum heimi tækifæra og valkosta. Menntamálaráðuneytið gerði átak á árunum 1989–1991 sem leiddi til þess að nám í námsráðgjöf var sett á stofn við Háskóla Íslands. Hinn 12. sept- ember 1997 skipaði þáverandi menntamálaráðherra nefnd til að kanna stöðu náms- og starfsráðgjafar á grunn-, framhalds- og háskólastigi. Nefndinni var einnig falið að gera til- lögur um hvernig styrkja mætti náms- og starfsráðgjöf á þessum skólastigum. Tillögur nefndarinnar birtust í nefndarálitinu ,,Efling náms- og starfsráðgjafar“ árið 1998. Þær fólu m.a. í sér að umfang náms- og starfsráðgjafar yrði aukið og eitt stöðugildi yrði á hverja 300 nem- endur í grunn- og framhaldsskólum en því fer fjarri á öllum skólastigum í dag að skilyrði þessi séu uppfyllt. Hvað er náms- og starfsráðgjöf? Náms- og starfsráðgjöf er í eðli sínu fyrirbyggjandi starf sem felst í að liðsinna einstaklingum við að finna hæfileikum sínum og kröftum farveg við hæfi og leita lausna ef vandi steðj- ar að í námi eða starfi. Fagheitið náms- og starfsráðgjöf felur í sér mikilvægi tengsla náms og starfs, tengsla menntunar og vinnumark- aðar. Náms- og starfsráðgjafar að- stoða einstaklinga m.a. við að vinna úr upplýsingum um nám og störf, og hvetja þá til sjálfsskoðunar m.t.t. þeirrar stefnu sem þeir vilja taka í námi og starfi. Öflug náms- og starfs- ráðgjöf gefur tækifæri til að vinna markvisst fyrirbyggjandi starf auk þess að leiðbeina, upplýsa og fræða. Þar sem náms- og starfsráðgjöf býr við þröngan kost eru viðfangsefnin meira í þá átt að lagfæra það sem miður hefur farið. Efling náms- og starfsráðgjafar Í áliti nefndarinnar frá 1998 komu fram ýmsar aðrar tillögur um eflingu náms- og starfsráðgjafar, t.d. að náms- og starfsfræðsla yrði gerð að skyldunámsgrein í 8.–10. bekk grunnskóla og að framhaldsskólar byðu skylduáfanga og valáfanga í náms- og starfsfræðslu. Enn fremur voru nefndar leiðir til að takast á við brottfall í framhaldsskólum, m.a. að kanna skipulega viðhorf nemenda í 10. bekk grunnskóla til náms og starfa, taka upp markvissa kennslu í námstækni og vinnubrögðum og efla stuðning við nemendur í sértækum vanda. Sumar þessara tillagna hafa komið til framkvæmda en þó í mis- miklum mæli. Mjög mikilvægt er að stjórnvöld hugi að heildarstefnumót- un og framkvæmdaáætlun í náms- og starfsráðgjöf ef tryggja á öllum grunn- og framhaldsskólanemendum þjónustu náms- og starfsráðgjafar. Þessi þjónusta ætti að vera sjálfsögð og aðgengileg öllum í nútímaþjóð- félagi. Heildarstefnumótun í náms- og starfsráðgjöf Á Alþingi í vetur hafa nokkrar þingsályktunartillögur verið lagðar fram sem snerta beint eða óbeint við- fangsefni náms- og starfsráðgjafar, s.s. um fullorðinsfræðslu (http:// www.althingi.is./altext/132/ s/0025.html) og nýtt tækifæri til náms (http://www.althingi.is/ altext/132/s/0007.html). Þess má einnig geta að frumvarp til laga um fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar á landsbyggðinni var lagt fram á Al- þingi (http://www.althingi.is/ altext/132/s/0381.html). Á nýafstöðnu sumarþingi Alþingis voru samþykkt lög um vinnumarkaðsaðgerðir þar sem kveðið er á um að Vinnu- málastofnun skuli kanna reglubundið mannaflaþörf og framtíðarhorfur í atvinnugreinum þannig að meta megi atvinnumöguleika námsmanna eftir námsleiðum og efla ráðgjöf við nem- endur í framhalds- og háskólanámi þar að lútandi. Félag náms- og starfs- ráðgjafa lagði fram greinargerðir vegna ofangreindra þingsályktun- artillagna og benti m.a. á nauðsyn þess að efla náms- og starfsráðgjöf hvarvetna í þjóðfélaginu. Náms- og starfsráðgjöf er mikilvægur hlekkur í skilvirku menntakerfi og eflingu tengsla náms og vinnumarkaðar. Fyrir Alþingi liggur nú tillaga til þingsályktunar um eflingu náms- og starfsráðgjafar í grunn- og fram- haldsskólum (http://www.althingi.is/ altext/132/s/0014.html). Greinargerð þingsályktunartillögunnar kemur m.a. inn á náms- og starfsráðgjöf sem úrræði gegn brottfalli. Í greinargerðinni er einnig fjallað um óskýran lagaramma náms- og starfsráðgjafar. Hvarvetna í mennta- kerfinu megi greina þörf fyrir náms- og starfsráðgjöf. Bent er á að í skóla- stefnu Kennarasambands Ísland 2002–2005 var m.a. fjallað um hlut- verk náms- og starfsráðgjafa í grunn- skólum. Lagalegur rammi um störf náms- og starfsráðgjafa, m.a. í grunnskólum, sé hins vegar óskýr. Í 42. gr. laga nr. 66/1995, um grunn- skóla, þar sem fjallað er um sér- fræðiþjónustu, sé kveðið á um að námsráðgjöf sé hluti af sérfræðiþjón- ustu skólans, en ekki sé tiltekið neitt nánar um útfærslu né innihald. Nauðsynlegt sé að horfa betur til laga- eða reglugerðarsetningar um málefni náms- og starfsráðgjafar í grunnskólum og framhaldsskólum. Félag náms- og starfsráðgjafa styður þá hugmynd heilshugar og telur að með því móti væri verið að tryggja að þjónusta náms- og starfs- ráðgjafa og sérþekking verði sjálf- sögð fyrir alla nemendur. Efling náms- og starfsráðgjafar á Íslandi Ágústa E. Ingþórs- dóttir og Jónína Kár- dal fjalla um náms- og starfsráðgjöf ’Náms- og starfsráðgjöfer í eðli sínu fyrirbyggj- andi starf sem felst í að liðsinna einstaklingum við að finna hæfileikum sín- um og kröftum farveg við hæfi og leita lausna ef vandi steðjar að í námi eða starfi. ‘ Ágústa er formaður Félags náms- og starfsráðgjafa 2006– /Jónína var formaður Félags náms- og starfsráðgjafa 2004–2006. Jónína Kárdal Ágústa E. Ingþórsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.