Morgunblaðið - 24.07.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.07.2006, Blaðsíða 35
Fræ er samstarfsverkefni Páls Ragnars Pálssonar sem var í sveit- inni Maus, og meðlima sveitarinnar Skytturnar, Heimis Björns- sonar og Sigurðar Kristins Sig- tryggssonar. Platan Eyði- leggðu þig smá hefst á stuttu inn- gangslagi sem jafnframt er titillag, en annað lagið, „Ekki hleypa draug- unum inn“, er mjög áhrifaríkt. Þar fá báðar aðalraddir plötunnar að njóta sín vel, bæði saman og í sitt hvoru lagi. Söngkonan Silla stendur sig sérstaklega vel í þessu lagi, og hér er tvímælalaust komin söngkona sem ber að hafa auga með í framtíðinni. Hún er þó aðeins mistæk í þeim lög- um sem hún syngur á þessari plötu, og e.t.v. er hún enn að finna sér þann ramma sem hentar henni best. Í lag- inu „Tilgangurinn“ er hún til dæmis bara nokkuð góð, á meðan á öðrum stöðum fær maður gæsahúð um leið og hún byrjar að syngja. Persónu- lega finnst mér henni takast best upp í laginu „Dramatísk rómantík“ en þar er hennar framlag til lagsins það sem hreinlega „gerir lagið“. Söngur og raddir eru almennt prýðilegar á plötunni allri, en þó finnst mér söngur söngkonunnar Önnu Katrínar ekki standast fylli- lega samanburð við söng Sillu. Betra hefði e.t.v. verið að fá Sillu til að syngja allar kvenraddir á plötunni, og það hefði skilað sér í áferð- arfallegri grip. Í laginu „Húsið“ er til dæmis viðlagið ekki að komast á eins mikið flug og möguleiki væri á, og þar er m.a. söngnum ábótavant. Gítarspil er áberandi heilsteypt í gegnum alla plötuna, bæði þeir gít- arar sem eru í aðalhlutverkum og bera uppi lög, og svo þeir sem ætl- aðir eru til skreytinga og eru því minna áberandi. Við síendurtekna hlustun í heyrnartólum fer maður að taka eftir hinum og þessum gít- arlínum sem eru vel faldar í mixinu og gera heilmikið fyrir tónlistina, og þetta finnst mér koma einkar skemmtilega út, því fyrir vikið vinn- ur platan aðeins á. Lögin eru því vel spiluð, vel unnin og ágætlega samin, en sums staðar eru textar fulleinhæfir og eldast hreint ekki vel. Sumir þeirra eru þó meira í líkingu við ljóð en popptexta, og formið því frjálsara, en samt er of mikið verið að tala um sömu hluti og orð eins og opna og loka, og inn og út eru töluvert áberandi. Lagasmíðarnar sem slíkar eru fín- ar, og sumar hverjar framúrskarandi (eins og fyrrnefnt „Dramatísk róm- antík“), en þó vantar herslumuninn í einhverjum þeirra. Við margar hlustanir fær maður á tilfinninguna að sum lög séu meira til uppfyllingar en önnur, og því verður platan aldrei frábær, heldur bara nokkuð góð, og með nokkrum frábærum lögum. Fræ er því ekki að senda frá sér hinn full- komna geisladisk hér, en bandið er líka ungt og á framtíðina fyrir sér. Sem fyrsta verk er sveitin svo sann- arlega að vekja verðskuldaða eft- irtekt og heilmikið er spunnið í það efni sem vel hefur til tekist. Framhaldið hlýtur að vera undir því komið hvernig Fræ vinnur úr sín- um málum. Það þarf að vanda texta- gerðina og hlutur söngkonunnar Sillu ætti jafnframt að vera miklu stærri, en þar er mikil söngkona á ferð. Sá sem kemur líklega best út úr þessari plötu er Palli gítarleikari, en hann hefur augsýnilega legið yfir sinni vinnu og má una glaður við sitt. Í hlutarins eðli liggur að Fræ er eitthvað sem á eftir að springa út og verða að blómi og vona ég að sá vöxt- ur sé um það bil að hefjast hjá hljóm- sveitinni. Fræ sem verður að blómi TÓNLIST Íslenskur geisladiskur Geisladiskur Fræ, sem heitir Eyðileggðu þig smá. 10 lög, heildartími 37.39 mín- útur. Fræ eru: Heimir, raddir og textar, Palli, gítar, bassi, syntar, píanó, strengja- útsetningar, Sadjei, sömpl, forritun, upp- tökur, Silla, söngur. Anna Katrín Guð- brandsdóttir syngur í „Húsið“ og „Endirinn“. Ragnar Kjartansson syngur í „Freðinn fáviti“. Strengjakvintett í „Til- gangurinn“ og „Tónlist svo þú lifir“: Gróa Margrét Valdimarsdóttir, fiðla, Geir- þrúður Ása Guðjónsdóttir, fiðla, Auður Agla Óladóttir, víóla, Þorbjörg Daphne Hall, selló, Ernir Óskar Pálsson, selló. Kór úr Ártúnsskóla syngur í „Hlauptu af stað“ Upptökur fóru fram á ýmsum stöðum: Tíma, hjá Gísla Galdri og Steintryggi í Klink og Bank, Stúdíó Mokkasía, heima hjá Sigga, Palla og Önnu Katrínu á tíma- bilinu maí til október 2005. Masterað í Heita pottinum af Styrmi Haukssyni. „Húsið“ og „Að eilífu ég lofa“ innihalda hljóðbút úr laginu „Raindrops“ eftir Jó- hann Helgason, notað með leyfi höf- undar. Hönnun og umbrot: Kjartan Sig- tryggsson. Útgefandi ælovjú 2006, dreifing 12 tónar. Fræ – Eyðileggðu þig smá  Morgunblaðið/Ómar Fræ er skipuð tónlistarmönnum með ólíkan bakgrunn. Heiða Eiríksdóttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 2006 35 -bara lúxus Sýnd kl. 8 og 10 STRANGLEGA B.i. 16 ára Sýnd kl. 4 og 6Sýnd kl. 10 B.i. 12 ára Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 ENSKT TAL Sýnd kl. 4, 6 og 8 ÍSLENSKT TAL -bara lúxus SÝNDI BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Þau ætla að ná aftur hverfinu... ...einn bita í einu! Sími - 551 9000 Ultraviolet kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i. 12 ára The Benchwarmers kl. 6, 8 og 10 B.i. 10 ára Click kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 10 ára Da Vinci Code kl. 6 og 9 B.i. 14 ára 400 KR. Í BÍÓ * * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu Adam Sandler, Kate Beckinsale og Christopher Walken í fyndnustu gamanmynd ársins! eee L.I.B.Topp5.is INNKÖLLUN Stofnfjárbréfa Stjórn SPV gerir kunnugt að hún hefur ákveðið að stofnfjárbréf í sparisjóðnum verði tekin til rafrænnar skráningar í kerfi Verðbréfaskráningar Íslands hf. Rafræn skráning tekur gildi mánudaginn 31. júlí 2006 kl. 9.00 árdegis. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu stofnfjárbréf í sparisjóðnum í samræmi við heimild í ákvæði til bráðabirgða nr. II í lögum nr. 131/1997, um rafræna eignarskráningu verðbréfa, sbr. 6. gr. laga nr. 32/2000, um breytingar á ýmsum lögum vegna tilkomu rafrænnar eignarskráningar á verðbréfum og reglugerð nr. 397/2000, um rafræna eignarskráningu verðbréfa í verðbréfa- miðstöð. Stofnfjárhlutir í SPV eru 3205 og eru allir gefnir út á pappírsformi. Nafnverð hvers hlutar er 25.000 kr. og allir stofnfjárhlutir eru í sama flokki. Stofnfjárbréfin ógildast er rafræn skráning tekur gildi skv. framansögðu. Við rafræna útgáfu stofnfjárbréfanna verður nafnverð þeirra skráð með sama hætti og áður, þ.e. hver stofnfjárhlutur er 25.000 kr. að nafnverði. Reykjavík, 24. júlí 2006. F.h. stjórnar SPV, Ragnar Z. Guðjónsson, Sparisjóðsstjóri. Verðlaunagripir og treyjur voru meðal þess sem inn-brotsþjófar höfðu á brott með sér í fyrrakvöld þeg- ar þeir brutust inn á heimili foreldra knattspyrnumanns- ins Wayne Rooney í Liverpool. Meðal þess sem tekið var voru húfur sem leikmenn fá fyrir leiki fyrir enska lands- liðið, leikmannstreyja frá heimsmeistaramótinu í Þýska- landi í sumar og verðlaunagripur sem hann hlaut sem besti ungi íþróttamaður ársins árið 2002, frá BBC, breska ríkisútvarpinu. Einnig höfðu þjófarnir á brott með sér skartgripi og fleiri minjar um knattspyrnuferil leikmannsins. Þjóf- arnir hafa ekki náðst en lögregla hefur beðið Breta um að tilkynna um það ef þeim bjóðast gripir tengdir Roo- ney á krám eða um vefsíður. Fólk folk@mbl.is Írski tónlistarmaðurinn Bob Gel-dof aflýsti tónleikum sem hann ætlaði að halda á Ítalíu um helgina, en Ítalir reyndust hafa lítinn áhuga á að hlusta á Geldof. Til stóð að hann héldi tónleika á Arena Civica í Mílanó, sem tekur um 12.000 manns, en aðeins 45 keyptu miða. Þá ætlaði Geldof að halda tónleika í Róm í fyrrakvöld en þeim var einnig aflýst þar sem aðeins um 300 miðar seldust. Talsmaður Geldofs sagði að ákveðið hefði verið að aflýsa tón- leikunum þar sem tilgangslaust væri að halda slíka tónleika fyrir færri en 400 manns. Boðað var að Geldof myndi halda ókeypis tón- leika á Ítalíu í september. Geldof er kunnur fyrir baráttu sína gegn fátækt í Afríku og hann hefur skipulagt umfangsmikla fjáröflunartónleika, svo sem Live Aid-tónleikana árið 1985 og Live 8-tónleikana í fyrra. Á sínum yngri árum söng Geldof með hljómsveitinni Boomtown Rats, sem m.a. sendi frá sér plötuna The Fine Art of Surfacing, en þar er að finna smellinn „I Don’t Like Mondays“. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.