Morgunblaðið - 24.07.2006, Blaðsíða 36
36 MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Sýndi bæði
með
íSlenSku og
enSku tali
KviKmyndir.is
meSta ofurmenni heimS hefur Snúið aftur.
ofurmögnuð Stórmynd og SúperSkemmtun fyrir alla.
DIGITal
Bíó
SaMBÍÓIN KRINGlUNNI
S.U.S. XFM 91,9
„...einhver besta
afþreying sumarsins...“
Tommi kvikmyndir.is
súperman er sannarlega
kominn aftur.
m.m.J. kvikmyndir.Com
eeee
superman returns skapar sér sess meðal bestu
myndasögu-kvikmyndum sem gerðar hafa verið
V.J.V. Topp5.is
h.J. mbl.
eee
Vince Vaughn jennifer anisTon
Sýndi bæði
með
íSlenSku og
enSku tali
þau ætla að ná aftur hverfinu...
....einn bita í einu !
þau ætla að ná aftur hverfinu...
....einn bita í einu !
SAmbíó AKUREYRI SAmbíó KEFLAVíK
eeee
v.J.v, Topp5.is
Fersk, hugljúF og rómantísk þar sem stórstjörnurnar keanu reeves og
sandra Bullock Fara á kostum.ekki missa aF þessari perlu. algjört augnakonFekt.
SaMBÍÓIN KRINGlUNNI ER EINa
over the hedge Ísl tal kl. 6 - 8
the break up kl. 10.10
superman kl. 6 - 9
over the hedge Ísl tal kl. 8
superman kl. 7 - 10 B.i. 10.á
the omen kl. 10 B.i. 16.á
superman kl. 5:30 - 8:40 - 10:30 B.i. 10.ára.
over the hedge M/- ensku tal. kl. 6 - 8 - 10:10
the break up kl. 6 - 8:15 - 10:40
the lake house kl. 6 - 8:15
bílar M/- Ísl tal. kl. 5:50
cars M/- ensku tal. kl. 8:15
keeping mum kl. 10:30 B.i. 12.ára.
eee
L.I.B.Topp5.is
eee
L.I.B.Topp5.is
S
uperman er þekktasta ofurhetja sög-
unnar. Kennimerki hans, rautt „S“
á gulum demantslaga grunni, er
meðal þekktustu vörumerkja heims
og nafnið, Superman, er samnefnari
fyrir ofurhetjugeirann. Hann er sterkastur,
hugrakkastur, drengilegastur og glæsileg-
astur, hvernig sem á það er litið. Superman var
einnig fyrsta ofurhetjan sem kom fram á sjón-
arsviðið og þó að margt hafi breyst síðan þá
hafa útgefendur hans séð til þess að ofurhetjan
áalltaf samleið með samtímanum; og endur-
skoða í því tilliti uppruna hans, krafta og per-
sónuleika með reglulegu millibili.
Gullöldin
Gullöld ofurhetjunnar hófst með útgáfu
fyrsta tölublaðs Action Comics árið 1938. Á for-
síðunni má sjá mann í bláum búningi með
rauða skikkju, yfir höfði sínu heldur hann á bíl
og glæpamenn flýja af vettvangi í ofvæni. Þetta
var í fyrsta skipti sem Superman kom fyrir
sjónir almennings. Höfundar hans, þeir Jerry
Siegel og Joe Shuster, höfðu þá leitað að útgef-
anda í fjögur ár án árangurs enda var eft-
irspurnin eftir sögum af þessu tagi lítil til að
byrja með. Action Comics sló hins vegar í gegn
að lokum og flóðgáttirnar opnuðust. Þeir sem
hafa áhuga geta slegið inn slóðina í rammanum
hér að neðan og lesið fyrsta tölublaðið af Action
Comics. Ofurhetjur urðu í kjölfar Supermans
að vinsælasta myndasöguefninu í Bandaríkj-
unum og hafa haldið þeirri stöðu sinni þótt oft
hafi vissulega harðnað á dalnum.
Superman kemur frá plánetunni Krypton
þar sem allir íbúarnir voru kröftum hlaðnir.
Foreldrar hans ná að senda hann frá sér barn-
ungan í geimflaug rétt áður en Krypton ferst í
miklum hamförum og aðrir Kryptverjar farast.
Geimflaugin lendir á akri í Bandaríkjunum þar
sem góðhjörtuð, barnlaus hjón taka hann að
sér og ala upp. Snemma fer að bera á miklum
kröftum stráksins sem nefndur hefur verið
Clark Kent en fjölskyldan ákveður að halda því
leyndu fyrri umheiminum til að vekja ekki at-
hygli misindismanna. Superman þróar hins
vegar krafta sína og síðar þegar foreldrar hans
falla frá fer hann til Metropolis til að berjast
gegn glæpum samhliða því að starfa sem blaða-
maður. Í upphafi voru kraftar Superman mun
hófstilltari en þeir eru í dag. Hann gat reyndar
lyft bílum, stöðvað lestar á fullu stími og stokk-
ið nokkur hundruð metra en miðað við seinni
tíma krafta mátti hann heita frekar máttlaus.
Superman var á hinn bóginn töluvert harð-
hentari í sinni upprunalegu mynd og lét bófana
sem flestir voru þá ofurkraftalausir, finna fyrir
því. Annað einkenni var að sögurnar stóðu oft-
ast stakar og lítil framþróun var á milli tölu-
blaða.
Þegar lengra dró á söguna sáu höfundar Su-
perman sig knúna til að breyta ýmsu í fari hans
til að halda í lesendur sem kröfðust sífellt
mergjaðri átaka. Til að byrja með var stöðugt
meir áhersla lögð á baráttu Superman við
hættur utan úr geimnum ásamt því að auka
krafta hans allverulega. Einnig var æskuárum
hans breytt og sögur af honum sem Superboy
fóru að birtast.
Gósentíð gullaldarinnar fór dvínandi eftir að
seinni heimsstyrjöldinni lauk. Glæpa- og hryll-
ingssögur náðu þá sterkari markaðshlutdeild
sem fór mikið fyrir brjóstið á siðavöndum
Bandaríkjamönnum. Glæpa-, hryllings- og of-
urhetjusögur voru sagðar siðlausar og hættu-
legar óhörðnuðum ungmennum. Í upphafi
sjötta áratugarins voru svo sett lög um rit-
skoðun sem settu umfjöllunarefni myndasagna
miklar hömlur og dró það enn frekar úr áhuga
lesenda.
Silfuröldin
Undir lok sjötta áratugarins fór hagur of-
urhetjusagna hins vegar að vænkast að
nýju og naut Superman góðs af því eins og
aðrir. Nýjar áherslur í sögugerð og inn-
reið höfunda og teiknara á borð við Stan
Lee og Jack Kirby juku áhugann til
muna auk þess sem margar af stærstu
hetjum myndasagnanna litu þá fyrst
dagsins ljós. Á sama tíma fóru höf-
undar Superman og aðrir í ofur-
hetjugeiranum virkilega að beita fyr-
ir sig fantasíunni í skrifum sínum.
Sömuleiðis þótti við hæfi að breyta
sögunni afturvirkt og útskýra það
sem áður hafði farið með (mynda-
sögu)vísindalegum hætti. Kraftar
Supermans voru nú sagðir
komnir til vegna áhrifa hinnar
gulu sólar okkar sólkerfis en á
Krypton þar sem rauða sól var
að finna var Superman ósköp
eðlilegur. Einnig kom þar upp úr
kafinu að Kent-hjónin voru ekki látin og að
fjöldinn allur af Kryptverjum hafði sömuleiðis
lifað hörmungarnar af. Eldri útgáfur sögunnar
voru sagðar til komnar vegna áhrifa margra
hliðarveruleika (e: paralell universes) þar sem
allt gat gerst án þess að eiga sér raunverulegan
stað á okkar jörð sem kallaðist nú einfaldlega
„Jörð eitt“. Superman varð stöðugt öflugri sem
jók möguleikana á stórbrotnum bardagalýs-
ingum en hamlaði um leið sveigjanleika per-
sónunnar. Hvað átti maður sem var nánast al-
máttugur svo sem að óttast? Hann gat flogið á
hraða ljóssins, lyft heilu stjörnukerfunum og
þar fram eftir götunum. Að lokum sáu menn að
stöðugt flóknara samhengi innan Superman-
sagnanna var farið að gera lesendum gramt í
geði og var þá ákveðið að endurskoða söguna í
hinsta sinn í „Crisis on Infinite Earths“ þar
sem allir hliðarraunveruleikarnir runnu saman
í eitt og svo var byrjað upp á nýtt.
urhetjum DC-útgáfuheimsins sem staðfesti
sess hans í víðara samhengi og gerðu sögurnar
margslungnari en áður.
Þetta blómaskeið var þó skammvinnt. Sölu-
tölurnar tóku aftur dýfu við upphaf 10. áratug-
arins. Superman þótti afdankaður og óspenn-
andi og tóku menn þá til óspilltara málanna og
létu hann deyja í bardaga við hið ógurlega
skrímsli Doomsday. Að sjálfsögðu vakti þetta
mikla athygli og þegar hann var vakinn upp frá
dauðum fáum árum síðar eins og við mátti bú-
ast, virtust honum allir vegir færir. Nú er svo
komið að Superman kemur fyrir í fjölmörgum
blöðum í hverjum mánuði innan DC-útgaf-
unnar og virðist halda sínu striki nokkuð vel.
Nýlega tóku svo Grant Morrison og teikn-
arinn Frank Quitely að segja sögu hans í All
Star Superman þar sem þeir líta til silfurald-
arsagna um Superman sér til innblásturs. Þeir
leifa græskulausri fantasíunni og furðulegheit-
unum að njóta sín á kostnað raunverulegri
áherslna sem hafa verið móðins undanfarna tvo
áratugi. Svo virðist því sem Superman sé aftur
kominn á nýjan og betrumbættan upphafsreit.
Svona rétt í lokin vil ég svo benda þeim á
sem luma á eintaki af fyrsta tölublaði Action
Comis að drífa sig til næsta myndasöguupp-
boðshaldara og koma því í sölu. Samkvæmt
nýjustu tölum fer slíkt blað í ágætis ásigkomu-
lagi á 30–40 milljónir króna. Einungis 100 ein-
tök af AC númer eitt eru í umferð í heiminum í
dag. Blað í fullkomnu standi, þ.e.a.s. engar rif-
ur, krumpur og blettir, er enn verðmætara.
Slíkt blað hefur þó ekki fundist, enn sem komið
er.
Hin mörgu andlit
Ofurmannsins
Kvikmyndin Superman Returns sem nú er sýnd í kvikmyndahúsum
hefur endurvakið athygli margra á ofurhetjunni. Heimir Snorrason
rekur flókna sögu Ofurmennisins sem spannar hátt í 70 ár
Superman skimar yfir stórborgina af Chrys-
lerbyggingu þeirra Metropolisbúa.
Erfitt er að greina þrjótinn frá hetjunni á for-
síðu síðasta tölublaðsins um Ofurmanninn.
Og bíllinn er enn yfir hausamótum hans.
ForsíðafyrstaSuperm-anblaðs-ins semkom úthjá Ac-tion Co-mics.
Hér má finna fyrsta tölublað Action Comics:
http://xroads.virginia.edu/~UG02/yeung/
actioncomics/cover.html
heimirsnorrason@yahoo.com
Nútíminn
Til að hefja þetta nýjasta skeið í sögu Su-
perman var hinn margreyndi höfundur John
Byrne fenginn til verksins. Það var árið 1986
og hann hóf með því að segja söguna frá upp-
hafi með frábærum árangri. Persónuleiki Su-
perman var gerður skýrari og maneskjulegri
og sögusviðið var einfaldað til muna til að gera
lesendum kleift að halda þræðinum. Meiri
áhersla var lögð á dagleg samskipti Clark Kent
við fjölskyldu sína og vini og færðist sagan þá
nær hinni nútímalegu ofurhetjusápuóperu sem
m.a. hefur gert X-men og Spiderman jafn-
vinsæla og raun ber vitni. Einnig tók hann
stöðugt meiri þátt í ævintýrum með öðrum of-