Morgunblaðið - 11.09.2006, Page 2

Morgunblaðið - 11.09.2006, Page 2
2 MÁNUDAGUR 11. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR EÐ A LD A G A R Laugavegur VW Passat Highline 2,0 Turbo skráður 11/05 ek. 7.000 verð 3.650.000 kr. *M.v. SP-bílasamninga Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag Yf i r l i t Í dag Sigmund 8 Umræðan 20/21 Veður 8 Bréf 20 Staksteinar 8 Minningar 22/23 Vesturland 10 Leikhús 27 Viðskipti 10/11 Myndasögur 28 Úr verinu 11 Staðurstund 29/33 Erlent 12 Dagbók 29/33 Menning 13, 26/28 Bíó 30/33 Daglegt líf 14/17 Víkverji 32 Forystugrein 18 Ljósvakar 34 * * * Innlent  Börn ungra mæðra eru líklegri til að verða ofvirk, sem og fyr- irburar og börn sem tekin eru með keisaraskurði eða töngum. Benda niðurstöður rannsókna til þess að börn mæðra sem eru undir 20 ára aldri við fæðingu barns séu 2,5 sinnum líklegri til að greinast með ofvirkni en börn mæðra eldri en 20 ára. »1  Ný leið hefur opnast fyrir fíkni- efnasmygl til landsins eftir að varn- arliðið hætti að fylgjast með óþekktum flugvélum í íslenskri loft- helgi. Litlar flugvélar sem geta lent á afskekktum stöðum með smygl- varning sjást ekki á ratsjá flug- málastjórnar. »36  Brotið er á réttindum blindra nemenda í grunnskólum ef ekki verður komið til móts við þessa nemendur. Þjónusta við sjónskerta á grunnskólaaldri er nær engin hér á landi; blindrakennarar sárafáir og ráðgjafarþjónustu fyrir almenna kennara ábótavant. »4  Einn risaboranna á Kára- hnjúkum sló í gegn á laugardag, þegar hann boraði sig í gegnum síð- asta berghaftið á leið sinni í að- rennslisgöngum Kárahnjúkavirkj- unar. Á tveimur árum hefur hann borað um 15 km. Bormenn og aðrir fögnuðu áfanganum að sjálfsögðu vel og skáluðu í kampavíni eftir að borinn braut síðasta haftið. » 18  Efasemdir eru uppi um að mark- aður sé fyrir hvalkjöt ef Íslendingar hefja hvalveiðar í atvinnuskyni. Al- mennt virðist talsverð andstaða við hvalveiðar, þótt eitthvað kunni að hafa dregið úr henni, og þau viðhorf geta haft áhrif á ferðamannaiðn- aðinn hér á landi. »6 Erlent  Fimm ár eru liðin frá því að hryðjuverkamenn rændu fjórum farþegaþotum og flugu þremur þeirra á turna World Trade Center og byggingu varnarmálaráðuneyt- isins í Washington. Alls létu um 3.000 manns lífið í árásunum. »1  Afganskir hermenn og hermenn NATO felldu 94 uppreisnarmenn úr röðum talíbana um helgina. Héraðs- stjóri í austanverðu landinu var felldur í sjálfsmorðsárás í gær og hafa talíbanar þegar lýst ábyrgðinni á hendur sér. » 12  Stjórnvöld á Sri Lanka segja tugi uppreisnarmanna úr röðum Tamíla-Tígra hafa verið fellda í hörðum bardögum á Jaffnaskaga um helgina. Talið er að 8.000 óbreyttir borgarar séu í sjálfheldu á skaganum vegna átaka stjórnarliða og Tígranna, sem kostað hafa meira en 60.000 mannslíf síðustu áratugi. »1 Viðskipti  Alls hafa 130 íslensk félög heim- ild til að færa bókhald sitt í erlendri mynt, og hefur þeim fjölgað um 29 frá árinu 2004. Fyrirtækin þurfa að vera með meginstarfsemi sína er- lendis, vera hluti erlendrar sam- stæðu eða eiga erlent dótturfélag sem það hefur meginviðskipti við til að fá að færa bókhald í erlendri mynt. »10 AFGREIÐSLUMAÐUR og örygg- isvörður á bensínstöð Skeljungs í Fellahverfinu í Breiðholti lentu í átökum við þrjá unga karlmenn sem höfðu í frammi ólæti á bens- ínstöðinni í fyrrinótt. Lyktaði átök- unum með því að öryggisvörðurinn var stunginn í síðuna með egg- vopni en mennirnir þrír létu sig hverfa í kjölfarið. Það var skömmu fyrir klukkan þrjú í fyrrinótt sem mennirnir, sem taldir eru vera um tvítugt, komu inn á bensínstöðina og létu mikið fyrir sér fara. Brugðust mennirnir illa við þegar afgreiðslu- maður neitaði að afgreiða þá um tóbak og hafði öryggisvörður bens- ínstöðvarinnar þá afskipti af mönn- unum. Nokkur átök hófust í kjölfarið milli mannanna þriggja og örygg- isvarðar og starfsmanns bensín- stöðvarinnar sem bárust út á plan bensínstöðvarinnar. Enduðu átökin með því að einn árásarmannanna dró upp hníf og stakk öryggisvörðinn ofarlega í bakið en afgreiðslumaðurinn hlaut einnig skurð á enni. Þegar lögregla kom á vettvang voru mennirnir þrír flúnir en ör- yggisverðinum og afgreiðslumann- inum var komið á slysadeild. Voru áverkar þeirra minniháttar en hnífsblaðið stöðvaðist í einu rif- beini öryggisvarðarins. Var hann útskrifaður af slysadeild Landspít- ala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi í gærmorgun. Telur svæðið vera öruggt Stefán Karl Segatta, fram- kvæmdastjóri neytendasviðs Skelj- ungs, segir að starfsmönnum hafi verið boðin áfallahjálp í kjölfar at- viksins og farið verði yfir atburða- rás næturinnar og athugað hvort ástæða sé til að grípa til sérstakra ráðstafana eða breyta verklagi á bensínstöðvum Skeljungs. Ekki liggi þó beint við að þörf sé á nein- um breytingum. Á bensínstöðinni í Fellahverfinu eru þrír starfsmenn við störf á næturnar um helgar auk örygg- isvarðar og segir Stefán að allir af- greiðslumenn Skeljungs séu 18 ára eða eldri. Þeir hafi allir fengið þjálfun í hvernig bregðast eigi við atvikum eins og því sem varð í fyrrinótt. Hann segir atvikið vera einangrað og almennt séð sé svæð- ið og starfsfólk bensínstöðvarinnar öruggt. „Ef svona nokkuð gerðist um hverja helgi myndum við hugsa okkar gang,“ segir Stefán. Öryggisvörður á bensínstöð stunginn Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is ÍSLENSKAR skáksveitir unnu tvö- faldan sigur á Norðurlandamótum um helgina. Sveit Laugalækjarskóla varð í gær Norðurlandameistari grunnskóla og sveit Menntaskólans í Reykjavík varð Norðurlandameist- ari framhaldsskóla. Norðurlandamót grunnskóla fór fram á heimavelli Laugalækjarskóla um helgina, enda sigraði skólinn á mótinu á síðasta ári. Það varð því mikill fögnuður þegar sveit skólans gerði sér lítið fyrir og sigraði annað árið í röð. Ekki varð ánægja ís- lenskra áhorfenda minni þegar Rimaskóli varð í öðru sæti, en það land sem heldur keppnina má senda tvo skóla til keppni. Sveit Laugalækjarskóla hlaut 13 vinninga, en sveit Rimaskóla 121⁄2 vinning. Í þriðja sæti var sveit Finn- lands með 111⁄2 vinning og norska sveitin hreppti fjórða sætið með 11 vinninga. Danmörk varð í fimmta sæti með 71⁄2 vinning og Svíþjóð í neðsta sætinu með 41⁄2 vinning. Matthías Pétursson, 15 ára nem- andi í Laugalækjarskóla, sagði að mótið um helgina hefði verið mjög skemmtilegt. „Við erum góð liðs- heild,“ sagði hann, spurður hvers vegna Laugalækjarskóla gengi svona vel. Skáksveitin æfir að með- altali 2–3 í viku. Sigurinn var að segja má talsvert óvæntur. „Okkur gekk frekar illa í byrjun mótsins, en í síðustu tveimur umferðunum gekk okkur rosalega vel og við unnum,“ segir Matthías. Hann segir sigurinn enn sætari vegna þess að Rimaskóli varð í öðru sætinu, enda skáksveit Rimaskóla mjög sterk, sem og sveitir Finnlands og Noregs. Ekki munaði miklu að íslensk skáksveit ynni þriðja sigurinn þessa helgina, en sveit Salaskóla varð í þriðja sæti á Norðurlandamóti barnaskóla, sem fram fór í Kaup- mannahöfn um helgina, aðeins hálf- um vinningi á eftir sigurvegur- unum. Morgunblaðið/Ómar Sigurreifir Sveit Laugalækjarskóla (f.v.): Jón Páll Haraldsson, starfsmaður Laugalækjarskóla, Aron Ellert Þorsteinsson, Matthías Pétursson, Einar Sig- urðsson, Vilhjálmur Pálmason, Daði Ómarsson og Torfi Leósson þjálfari. Tvöfaldur skáksigur íslensku sveitanna SJÖ voru fluttir á sjúkrahús eftir fjögurra bíla árekstur á Miklubraut í fyrrinótt. Enginn þeirra var alvar- lega slasaður en beita þurfti klippum til að ná einum ökumannanna úr bif- reið sinni. Ökumaður á austurleið missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún fór upp á umferð- areyju og reif niður vegrið á 25 metra kafla. Fór bifreiðin yfir á öf- ugan vegarhelming og rakst þar á aðra bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Stykki úr vegriðinu lenti svo á þriðju bifreiðinni sem rakst loks á þá fjórðu. Sjö voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar en enginn reyndist vera alvarlega slasaður. Áttu fótum fjör að launa Á meðan lögreglu- og slökkviliðs- menn störfuðu á vettvangi var lokað fyrir umferð á svæðinu en ökumaður sportbifreiðar lét það ekki stöðva sig og ók inn á slysavettvanginn. Sinnti hann ekki merkjum lögreglu og áttu slökkviliðs- og lögreglumenn fótum sínum fjör að launa þegar hann ók afar glæfralega framhjá. Lögreglan náði að hafa uppi á manninum en lög- reglumenn höfðu náð skráningar- númeri bílsins. Reyndist hann vera ölvaður og var vistaður í fanga- geymslu. Var hann einn af tíu öku- mönnum sem teknir voru ölvaðir í fyrrinótt. Sjö bíla árekstur á Miklubraut »Einn þriggja manna semreynt var að vísa frá bens- ínstöð Skeljungs í Fellahverfi beitti eggvopni gegn örygg- isverði. » Öryggisvörðurinn varstunginn í bakið en slapp með minniháttar meiðsli. » Lögreglan í Reykjavík leitar mannanna en þeir eru allir taldir vera um tvítugt. Í HNOTSKURN TÖLUVERT var um slagsmál á Hafnargötu í Keflavík í fyrrinótt. Lögreglan í Keflavík þurfti í fimm tilfellum að hafa afskipti af fólki vegna slagsmála í götunni en tveir slagsmálahundanna leituðu sér að- stoðar á Heilbrigðisstofnun Suður- nesja. Þá kom leigubifreiðastjóri með ölvaðan mann á lögreglustöðina en maðurinn gat ekki greitt fyrir aksturinn. Maðurinn æstist verulega á lögreglustöðinni og þurfti að vista hann í fangageymslu. Slegist í Keflavík ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.