Morgunblaðið - 11.09.2006, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 11.09.2006, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. SEPTEMBER 2006 11                                               !   "      # $ %   & $ '  (       )$ *    +      , -. /                          01 -1 21 31 .1 41 51 61 71 081 001 0-1 021 031 0.1 041 051 061 071 -81 -01 --1 -21 -31 -.1 2716.51246 27142-1556 2410.21455 2013451.6- 04186.1546 0.10431..4 0-1862167- 00133-1.57 0010071652 0816471.-- 71-701700 61.7.14-8 61-781500 6107.1.06 61086174. 513581323 4156514.- 41-581045 418561873 .176.1886 .18-.1803 316-7106- 310-31-06 318--1348 215701--3 2-81532155-   #  ,                                                                                                                            2..15451638         ) $ -88.  -884    Haddi frændi kom í heim-sókn um helgina. Hannbýr í Noregi. Hann er íolíubransanum, ekki í fiskinum, en hann horfir á það sem er að gerast í fiskinum með ákveð- inni yfirsýn. Hann veit hvernig hlut- irnir ganga í olíunni. Þar snúast hlut- irnir um að nýta auðlindina á eins hagkvæman hátt og mögulegt er. Menn halda ekki uppi byggðarlögum með bensínstöð. Skili auðlindin ekki arði er hún ekki nýtt. Hún er ekki blóðmjólkuð til að halda tilteknum fjölda fólks uppi í óarðbærri atvinnu. Þess vegna finnst honum svolítið sér- stakt að sjá hvernig sjávarútvegur- inn er rekinn í þvísa landi. Íslendingnum Rögnvaldi Hann- essyni, prófessor við verzlunarhá- skólann í Bergen, finnst líka skrýtið hvernig áherzlur norska stjórnvalda eru í sjávarútvegsmálum. Þær snú- ast ekki um það að atvinnuvegurinn eigi að skila hagnaði. Þær snúast ekki um að atvinnuvegurinn sé sam- keppnisfær, hvorki innan lands né utan. Rögnvaldur skrifaði í síðustu viku lesendabréf í norska sjáv- arútvegsblaðið Fiskaren. Þar sagði hann norskum stjórnvöldum til synd- anna. Hann segir: „Enginn minni maður en forsætisráðherrann og hans fólk hafa bent á að ríkidæmi Noregs felist fyrst og fremst í mann- legri auðlegð, ekki í náttúrulegum auðlindum. Ekki einu sinni í olíunni. Svo sannarlega satt.“ En mannlegur auður verði að hafa aðstæður til að blómgast. Tilefni lesandabréfs Rögn- valds er umræða um endur- skipulagningu sjávarútvegsins og hugsanlegt kvótakerfi þar, sem hef- ur verið kastað fyrir róða. Hann ber saman sjávarútveg í Noregi og á Ís- landi og spyr meðal annars hvar sé útrás norsks sjávarútvegs, hvenær hafi komið fréttir um að norsk sjáv- arútvegsfyrirtæki hafi tekið yfir slík fyrirtæki í öðrum löndum og bendir á fréttir í brezkum fjölmiðlum um að íslenzk fyrirtæki hafi keypt upp allar úthafsútgerðir Breta. Rögnvaldur líkir sjónarhóli Norð- manna við maurinn, sem sér lítið sem ekkert annað en gras. Menn sjá ekki skóginn fyrir trjánum. Ekki svo fáir telji að það sé nóg að hafa útsýni til hafsins til að fá rétt til að fiska. Það sé í raun skiljanlegt að einhverjum finnist það eðlilegt að sjárvarútveg- urinn sé notaður til að skapa atvinnu í sjávarplássunum. En það sé ein- kennilegt sjónarhorn, sem heyri for- tíðinni til og þar fyrir utan á skjön við hinn nútímalega Noreg. „Lítum á nokkrar grundvall- arstaðreyndir. Norskur sjávar- útvegur er starfsemi sem byggist á því að bjóða útlendingum upp á mat. Þessi matur er seldur í samkeppni við fisk frá öðrum þjóðum og auk þess í samkeppni við önnur matvæli. Þessi matur selst í stórum dráttum til þeirra sem geta valið úr mat- vörum og tilboðum á þeim og menn leggja sig fram um að sannfæra kaupendur um að borða frekar fisk veiddan af Norðmönnum en af öðr- um þjóðum,“ segir Rögnvaldur. Hann bætir svo við að eigi það að ganga eftir verði norski fiskurinn að vera samkeppnisfær í verði og gæð- um og framboð á honum verði að vera nokkurn veginn stöðugt. Það sé hins vegar það sem skiptir öllu máli að það sé erlendi neytandinn sem ákveði hvort það skipti hann ein- hverju máli hvort fiskur sé veiddur við Noreg og honum sé sé sama hvernig veiðunum sé stjórnað. Hann segir að eigi árangur að nást sé það eðlilegt að bátunum fækki og sjómönnum sömuleiðis. Aflaverð- mætið skiptist á færri sjómenn og samþjöppun verði í útveginum. Og hann spyr hvort það eigi að flokkast undir einhverjar hamfarir eða stór- slys. Svar hans er einfalt. Fjarri því. Allt bendi til þess að einöngruð smá- pláss séu ekki lífvænleg af ástæðum sem hafi lítið eða ekkert með sjávar- útveg að gera. Ábyrgðarfullir for- eldrar geri sitt ýtrasta til að mennta börn sín til þess að þau geti komið sér burt frá slíkum stöðum. Hann segir einnig að samþjöppun í sjávarútvegi sé kostur í markaðs- setningu. Það sé ekki tilviljun að ís- lenzkur sjávarútvegur byggist stöð- ugt meira á stórum fyrirtækjum. Allt bendi til þess að þau séu betur í stakk búin til þess að ráða yfir allri keðjunni frá fiski á disk. Því miður standi norsk lög og reglugerðir í vegi fyrir því. Ég og Haddi frændi erum sam- mála Rögnvaldi. Sjávarútvegur á ekki og má aldrei vera atvinnubóta- vinna. Sjávarútvegsþjóð eins og Ís- lendingar getur ekki lifað af nema undirstöðuatvinnuvegirnir skili hagnaði og þurfi ekki að vera á rík- isspenanum. Við sjáum það vel í dag. Íslenzkur sjávarútvegur og mark- aðssetning sjávarafurða er hvergi betri í heiminum. Skyldi það vera vegna þess að ríkið kemur þar lítið nærri, nema með löggjöf sem gefur mönnum frelsi til athafna? Það höld- um við Haddi frændi. Haddi frændi kom í heimsókn BRYGGJUSPJALL Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is » Samþjöppun í sjáv- arútvegi er kostur í markaðssetningu fiskafurða. ÚR VERINU Fáðu sms-fréttir í símann þinn af mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.